Morgunblaðið - 28.06.1992, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992
Morgunblaðið/Einar Falur
Þorvaldur Þorsteinsson og P-Ieikhópurinn.
Sviðsett kammerverk
Leiklist
Súsanna Svavarsdóttir
Héðinshúsið
P—leikhópurinn & Vasaleikhús-
ið
í TILEFNI DAGSINS
Höfundur: Þorvaldur Þorsteins-
son
Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson
Leikmynd og búningar: Rósberg
Snædal
Jarðarfarir eru sérkennilegar
samkomur. Þangað safnast fólk
sem ekkert á sameiginlegt annað
en að hafa þekkt hinn látna. Og þó.
í einþáttungi Þorvaldar eiga per-
sónumar sem hittast í jarðarförinni
það líka sameiginlegt að vera ekki
alveg vissar um að þær hafi þekkt
hann nógu mikið til að eiga að
vera í jarðarförinni. Enginn gefur
því upp tengsi sín við hinn látna
og hver og einn verður að geta sér
til um tengsl hinna við hann. Þau
segja öll „nei, nei“ við spuming-
unni „ert þú?“ og bæta „vinur“ eða
„kunningi" við til skýringar. Orgel-
leikarinn spilar eitt og annað, við-
eigandi og óviðeigandi á skemmtar-
ann sinn á meðan vinimir og kunn-
ingjamir tínast inn og bíða eftir
prestinum.
Við og við segir einhver stutta
sögu, sem er bara til að segja eitt-
hvað og þá helst eitthvað til að
leyna því hver hann er. Það er al-
gert sambandsleysi milli persón-
anna — ekki einn snertiflötur, fyrr
en „maður í jakka" fer að segja
frá H.C. Andersen og nær með því
sambandi við vstúlku“ og svo dansa
þau saman. A einhvem sérkenni-
legan hátt eru þó allir að reyna
að finna annan einstakling til að
mynda bandalag með. Þótt sögurn-
ar séu til að leyna því hver viðkom-
andi er, eru þær jafnframt leið til
að finna út hvort þarna inni sé
mögulega önnur manneskja sem
hefur svipað áhugamál. Sögumar
eru einhvers konar „stikkorð" að
mannlegum samskiptum.
En með látbragði og svipbrigð-
um hafa þessir einstaklingar þegar
sett upp vegg á milli sín. Þeir byija
á því að horfa gagnrýnir hver á
annan og af svip þeirra má lesa
hvað þeim finnst — og þótt þessar
persónur eyddu tíu þúsund orðum,
gætu þær ekki afmáð hindrunina
sem þögult skilaboðakerfið hefur
sett upp.
Það era engin ósköp af texta í
þessu verki og ekkert innbyrðis
samband á milli persónanna í text-
anum — ekki einu sinni milli
„stúlku" og „manns í jakka,“ þótt
þau nái að dansa í takt. Svo kemur
presturinn og segir grátlega sögu,
sem enginn skilur, allir bregðast
mismunandi við; sögu sem virðist
ekkert hafa með þann látna að
gera. Maður veit ekki almennilega
hvort fólkið er í réttri jarðarför.
„í tilefni dagsins" er mjög vel
skrifað verk, afmarkaður textinn
er skemmtilegur og gerir miklar
kröfur til leikara og leikstjóra um
leið og hann gefur þeim mikið svig-
rúm til að leika sér. Ég man ekki
eftir að hafa áður séð leiksýningu,
þar sem ég hef það svo sterklega
á tilfinningunni að leikaramir séu
ólík og óskyld hljóðfæri sem era
leidd saman í einu verki. Sýningin
var eins og kammerverk; leikhóp-
urinn mjög samstilltur, þótt hver
og einn léki með sínu nefí og öll
smáatriði vora vel og nákvæmlega
útfærð.
í hlutverki „organista" var Erl-
ingur Gíslason. Hann á vægast
sagt snilldarleik í þessu stykki;
snýr lengstum baki í áhorfendur,
en nær engu að síður að halda
athyglinni allan tímann. Guðrún
Ásmundsdóttir leikur „konu í pels,“
og kemur ótrúlega vel til skila þess-
ari kvenpersónu, sem er svo yfir-
lætisleg að maður gæti haldið að
hún væri eitthvað „betra“ eintak
af manneskju en hinir, en svo kem-
ur í ljós að hún er bara í pels.
Karl Guðmundsson er „maður í
frakka“, virðulegur, sá eini sem
greinilega kann sig þama og verð-
ur því hálf hlægilegur í þessum
sauðahóp og ekki batnar það þegar
hann fer að segja mærðarlega sögu
— þessi maður í frakka er af ein-
hverri hugsjónakynslóð sem hefur
annað gildismat en gengur í dag
og í stað þess að snerta viðkævma
strengi hópsins á þessari sorglegu
stund, kemur hann liðinu til að
skella upp úr.
Aldís Baldvinsdóttir og Ólafur
Guðmundsson leika „stúlku“ og
„mann í jakka“. Þau koma því
ágætlega til skila að þessar persón-
ur era þvingaðar inni í þessu sam-
kvæmi, en þau vantar greinilega
reynslu til að skila því hvers konar
persónur þetta era. Það vantar
töluvert á svipbrigði og öll smáatr-
iði í hreyfingum til að persónurnar
nái að lifa á sviðinu.
Ingibjörg Björnsdóttir leikur
„konu í kápu“ alveg með ágætum;
það er greinilegt að þarna er á
ferðinni kona sem kann ekki að
vera í jarðarförum, hún þarf að
spyija hvort hún sé rétt klædd —
og það er sama hvað sagt er og
gert, henni fínnst hún vera eina
manneskjan þama sem engan
þekkir; hún er augljóslega sann-
færð um að á milli allra hinna séu
einhver tengsl — og heldur sig því
nokkuð afsíðis. í hlutverki prestins
er svo Jón St. Kristjánsson.
Hann kemur inn í lokin og er
því stutt á sviðinu, en með vönduð-
um textaflutningi og sérlega góðri
raddbeitingu, nær hann að yfír-
vinna þá athygli sem hinir hafa
þegar náð og renna léttilega saman
við þennan allsendis ósamstæða
hóp.
„í tilefni dagsins" er sérlega
skemmtilegt verk og úrvinnsla leik-
stjórans á því er markviss og vönd-
uð. Sýningin er ákaflega fyndin
um leið og hún skilur töluvert eftir
sig. Einföld leikmyndin er skapar
sérstætt og trúverðugt andrúmsloft
og búningarnir styðja persónusköp-
un leikaranna af mikiili nákvæmni.
Svona á gott leikhús að vera.
Til að þola lífið
Héðinshúsið
SKILABOÐ TIL DIMMU
Höfundur: Elísabet Jökulsdóttir
Leikari: Þórey Sigþórsdóttir
Hvernig kemst manneskjan hjá
því að lifa að fullu? Hvernig getur
hún nýtt hindranir sínar og að
hvaða leyti er hún takmörkuð?
Hveijar eru flóttaleiðir hennar?
Nær hún einhveiju sambandi við
annað fólk?
Skilaboð til Dimmu er einþátt-
ungur, þar sem ósköp venjuleg
kona, í kápu og með slæðu, kemur
heim til sín. Hún virðist dálítið
upptrekkt, hvolfir úr veskinu sínu,
rífur af sér slæðuna, fer úr káp-
unni og stendur í ballkjól. Hún
segist vera að læra að dansa, til
að afsaka kjólinn. Hann er greini-
lega ekki alveg viðeigandi, svo
konan þarf að útskýra hann.
En hún segir ekki frá því hvers
vegna hún er að læra að dansa;
hvort það sé vegna þess að hún
hafi gaman af því, eða vegna þess
að hún sé einmana og vilji reyna
að ná sambandi við fólk. Það er
auðveldara að tala um kjólinn. Og
hún talar og talar. Hún er ein,
„hann“ í lífi hennar hefur yfirgefið
hana, þótt hún segi að hann hafi
bara farið og komi aftur. Hún sakn-
ar pabba síns sem er dáinn, þótt
hún trúi því ekki; hún sá ekki líkið
og bíður alltaf eftir að hann komi
aftur. Það er of sárt að hann skyldi
deyja og það er of sárt að vera
yfirgefín og til að þurfa ekki að
fínna til, afneitar hún þessum stað-
reyndum. Konan er hrædd og reið
en þorir ekki að vera það og til að
komast hjá því að horfast í augu
við sársauka sinn, ótta og reiði,
hefur hún komið sér upp dágóðu
kerfí: Hún tekur við skilaboðum.
Skilaboðin koma utan úr blánum —
að handan — innan úr ráðvilltum
hausnum á henni. Það skiptir ekki
máli. Aðalatriðið er að hún hefur
afsalað sér ábyrgð á lífi sínu og
bregst við þessum skilaboðum og
stekkur eftir þeim út og suður, í
stað þess að setja spurningamerki
við þau. Hún getur meira að segja
leitt rök að því að það sé eitthvert
vit í skilaboðunum. Þau era flótti
hennar og sjálfsblekking; leið til
að þola lífið — en ekki til að takast
á við það.
Það er ótal márgt fleira í þessum
makalaust góða einþáttungi Elísa-
betar, sem gaman er að velta fyrir
sér. Þórey Sigþórsdóttir flutti hann
upphaflega sem sóló verkefni í
Leiklistarskóla fslands, undir hand-
leiðslu Hlínar Agnarsdóttir. Leikur
Þóreyjar er mjög skemmtilegur.
Hún sveiflar þessari einmana per-
sónu fram og til baka; konan er
alltaf að missa stjórn á tilfinningum
sínum — það er að segja þeim nei-
kvæðu — en brosir svo afsakandi,
grípur þær á lofti, stingur þeim
niður í gufupottinn og skellir lokinu
á, verður ofsakát, bros hennar
strítt, hlátur hennar örvæntingar-
fullur. Hún má ekki sýna reiðina,
sársaukann og óttann, bælir þessar
ljótu tilfínningar; hún er jú í ball-
kjól og ákveður að leggja sig og
fara svo að kaupa varalit. Þetta
lítur allt ósköp vel út — en hún er
ekki glöð.
Að breytast eða ekki
Héðinshúsið
ÓBREYTTUR MAÐUR
Höfundur:
Hallgrímur Helgason
Leikari: Gunnar Helgason
Hann er svosem ósköp venjuleg-
ur maður, sem á i einhveijum erfið-
leikum með eiginkonuna, sambýlis-
konuna, kærustuna, eða hvér sem
„hún“ er í lífi hans. Hún hefur
sagt að „hann“ þurfi að breytast,
annars geti hún ekki staðið í þessu
lengur.
Maðurinn veltir því fyrir sér
hvemig hann á að breytast, getur
alveg fallist á að hann hafi kannski
gert mistök, og þó — það var svo
gaman. Hann reynir að vera alvar-
legur í vangaveltum sínum um
breytingar, en minningar um bráð-
skemmtilegan tíma með strákun-
um, stinga sér inn í alvörana og
maðurinn heldur ekki þræði. Hann
brosir með sjálfum sér og ætlar
að segja frá því hvað þeir strákam-
ir vora að bralla, en áttar sig á
því að það er óviðeigandi; hann á
að breyta sér.
Þetta er árans skemmtilegur
mónólóg, sem segir mikið um
mannleg samskipti í ákaflega
stuttu máli. „Hún“ gerir kröfur til
hins óbreytta manns, án þess að
spyija hvort hann er fær um að
uppfylla þær kröfur, eða hvort
hann vill það yfír höfuð. Hann á
að breytast til að fá að hafa „hana“
í lífi sínu. „Hún“ gefur skipanir,
„hún“ setur skilyrði, „hún“ þarf
ekki hans álit, „hún“ þarf ekki
skýringu á því sem gerðist. Hann
reynir aftur og aftur að segja frá
því, en kemst ekkert áfram, vegna
þess að allt snýst um að hann eigi
að breytast. „Hún“ er greinilega
aðalpersónan í þessu leikriti. Ótrú-
lega kunnuglegt þema — ekki satt?
En hinn óbreytti maður er ekki
alveg tilbúinn til að gangast inn á
þessi ósköp. Þótt hann viðurkenni
næstum því tillitsleysi sitt, eru
hugleiðingar hans um það hvort
hægt sé að breytast augljóst vitni
um að hann vill alls ekki vera gerð-
ur ábyrgur fyrir öryggisleysi henn-
ar og viðbrögðum. Hann færir fók-
usinn yfír á sjálfan sig og verður
þar með aðalpersónan í því leikriti
sem hann er í. En í stað þess að
ræða tiltekna hegðun, hefur „hún“
sett spumingarmerki við alla hans
tilvera. Hann þarf því ekki að taka
afstöðu til þeirrar afmörkuðu stað-
reyndar að hafa verið úti að þvæl-
ast með strákunum. Hann fær
miklu stærri pakka til að glíma við
og það sem gerðist verður algert
aukaatriði.
Gunnar Helgason fer á kostum
í þessu stutta verki, um kæralaus-
an, glaðlyndan strák (sem er að
reyna að hugsa af einhverri al-
vöra). Óbreytti maðurinn var sóló
verkefni hans í Leiklistarskólanum
fyrir örfáum árum, undir leiðsögn
Hilde Helgason. Óbreytti maðurinn
fer svosem ekki í gegnum neinar
tilfinningasveiflur. Það hefur ekk-
ert verið spurt um tilfínningar hans
eða vilja, eða getu til að breytast.
Að breytast eða ekki breytast —
um það snýst málið.
Bardúsa á Hvammstanga:
Galleríið aðdráttar-
afl fyrir ferðamenn
Hvammstanga.
FRÁ áramótum hefur Bardúsa hf., sem er félag handiðnaðarfólks í
Húnaþingi, staðið fyrir ýmsum námskeiðum og nú í júníbyrjun má sjá
ýmsa muni i sölubúð félagsins sem kallast Gallerí Bardúsa.
Þetta verður annað starfssumar
Gallerí Bardúsa og er galleríið nú á
Höfðabraut 6. Forstöðumaður er Jó-
hanna Sveinsdóttir og er opið virka
daga frá 9-18 og frá 13-17 um
helgar. Jóhanna segir um 50 manns
hafa Iagt inn vörur en allar vörar
eru teknár til umboðssölu. Mest ber
á pijónlesi en einnig er fjölbreytt
úrval af allskyns handunninni vöra.
Á síðasta sumri kom í Gallerí Bard-
úsa á fjórða þúsund manns og hafði
starfsemin veralegt aðdráttarafl á
ferðamenn til Hvammstanga.
Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson
Úr Gallerí Bardúsa, f.v. Jóhanna
Sveinsdóttir og Berit Hemming-
sen afgreiðslustúlka.
Tyrkneskt farþega-
skip í Ólafsvík
TYRKNESKT skemmtiferðaskip kom til hafnar í Ólafsvík í gær.
Farþegar eru flestir Þjóðverjar of
um Snæfellsjökul og jafnvel upp
Kuldalegt veður hefur sett svip
sinn á undanfarna daga hér á nes-
inu, en ekki hefur þó snjóað nema í
hæstu fjöll. Lítið hefur borið á erlend-
um ferðamönnum það sem af er
sumri enda hefur tíðin verið fremur
óyndisleg fyrir þá. í gær kom þó
tyrkneskt skemmtiferðaskip hér á
Víkina og þá um morguninn var
Auðbjörg SH að feija 70 manns, sem
ætla þeir að fara hringferð kring-
i hann.
flest munu vera Þjóðveijar, af skip-
inu í land. Fólk þetta ætlar í hring-
ferð kringum Jökul og jafnvel upp á
hann. Hætt er við að veðrið spilli
nokkuð þessari ferð upp á Jökulinn
því hér er nú norðvestan kaldi, það
dreypir úr lofti og þoka er á hinum
fallegu tindum Snæfellsness.
Helgi.