Morgunblaðið - 28.06.1992, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992
17
JMtogutitthifeffe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar. Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 110 kr. eintakið.
Úr viðjum vanans
Undanfarna daga hefur
staðið yfír svokölluð
furðufiskavika á 20 veitinga-
stöðum um land allt undir
einkunnarorðunum Sælgæti
úr sjó. Kynning þessi var á
vegum Aflakaupabankans.
Markmiðið með þeirri viku var
að kynna almenningi svokall-
aðar vannýttar físktegundir,
svo sem stinglax, langhala og
háf. Tilgangurinn er í raun
tvíþættur; að benda fólki á
að það er mörg matarholan
og til að átta sig á því, þarf
að rífa sig úr viðjum vanans,
og hitt að auka þrýsting á
útgerð og fiskvinnslu að nýta
sér þessar matarholur. „Afla-
kaupabankinn er verkefni á
vegum Aflanýtinganefndar
sjávarútvegsráðuneytisins og
Rannsóknastofnunar fiskiðn-
aðarins. Bankinn kaupir allar
vannýttar físktegundir, sem
að landi berast og er því við-
skiptavaki fyrir vannýttar
tegundir hér við land. Bank-
inn hefur meðal annars það
hlutverk að stuðla að nýtingu,
vinnslu og markaðssetningu
á vannýttum físktegundum.
Þannig er reynt að stuðla að
viðhorfsbreytingu gagnvarf.
þessari vannýttu auðlind.“ Á
þennan hátt er Aflakaupa-
bankinn kynntur í tengslum
við furðufiskavikuna.
Þetta eru mikil og góð
markmið, ekki sízt á tímum
niðurskurðar á veiðiheimild-
um á þorski. Þessi markmið
eru góð ábending þeim, sem
forystu hafa haft í útgerð og
fískvinnslu, því fyrir þá gildir
einnig að mörg er matarhol-
an. Þeim hættir til að einblína
um of á hlutina eins og þeir
hafa verið, virðist skorta víð-
sýni og þrek til að viðurkenna
breyttar aðstæður. Stað-
reyndin er sú, og hefur verið
um tíma, að sjávarútvegurinn
megnar ekki að standa undir
því, sem honum hefur verið
ætlað til þessa. Því verða
menn að rífa sig úr viðjum
vanans og hætta að líta á
allar breytingar sem lausn á
núverandi kringumstæðum.
Með því eru menn aðeins að
lappa upp á kerfí, sem hefur
gengið sér til húðar. Til að
ná fram nauðsynlegum breyt-
ingum á fískveiðistjórninni,
til að ná fram þeirri stjórnun,
sem skilar okkur mestu, verða
menn að hætta hinni ströngu
sérhagsmunagæzlu, sem ein-
kennir alla umræðu um sjáv-
arútveg nú á tímum. Menn
verða á hinn bóginn að fínna
leiðir til þess að ná fiskinum
með sem hagkvæmustum
hætti og vinna hann og selja
úr landinu með mestum
mögulegum arði fyrir þjóðar-
búið í heild. Setja þarf ákveð-
inn ramma um starfsemi í
sjávarútvegi en gefa um leið
eins mikið frelsi til athafna
og unnt er innan rammans.
Ljóst er að miklar breytingar
munu verða á mynstri veiða
og vinnslu og breyting á
byggð landsins hlýtur að
fylgja í kjölfarið. Því þarf að
finna leiðir til að hafa hönd
í bagga með þeirri þróun,
fremur en hún fari úr böndun-
um og tilraunir til úrlausna
verði ekki hreint yfirklór.
Þá er það í senn gleðileg
og uggvænleg staðreynd, að
á síðasta ári skuli hlutfall
sjávarútvegs af heildarverð-
mæti vöruútflutnings lands-
manna hafa hækkað þrátt
fyrir 500.000 tonna aflasam-
drátt frá árinu áður. Það er
auðvitað gleðilegt að hægt
skuli að auka verðmæti afurð-
anna eins og raun ber vitni
og er það einn af jákvæðu
þáttunum í framtíðinni. Það
er hins vegar uggvænlegt að
annar útflutningsiðnaður
skuli ekki vera burðugri en
þetta. Þar höfum við svo
sannarlega sofið á verðinum.
Uppbygging annars útflutn-
ingsiðnaðar hefur staðið í
skugga sjávarútvegsins og
álvera og járnblendis. Þar
hefur gleymzt sú staðreynd
að hve mikið sem menn óska
þess, verður fleira að koma
til en sjávarútvegur, þrátt
fyrir alla þá vaxtarbrodda
sem í útveginum felast. í stað
þess að krefjast stöðugt þess
ómögulega, verða menn að
einbeita sér að því mögulega.
FLEIRA
• mætti nefna
sem fram kemur í
samtalinu við Popper.
Hann talaði um ríkja-
samsteypur og er
augsýnilega lítt hrif-
inn af ríkjabandalögum sem teygja
anga sína í allar áttir svo ekki sé
talað um sambræðslutilraunir ein-
sog Sovétveldið á sínum tíma og
auðvitað hefur Evrópubandalagið
tilhneigingu til ríkjasamruna hvem-
igsem til tekst. Jafnvel Bandarríki
Norður-,Ameríku hafa átt í innbyrð-
is erfíðleikum vegna kynþátta- og
stéttaskiptingar og þó tala þeir eitt
mál allir þótt milljónir manna séu
betur að sér í spænsku svoað dæmi
sé tekið. Á ferðum mínum til Miami
hef ég sumsstaðar átt í erfiðleikum
vegna þess að starfsfólk í mótelum
hefur fremur talað spænsku en
ensku og enginn vafi á því að ensk
tunga á undir högg að sækja í
Bandaríkjunum áðuren langt um
líður. Eftir óeirðimar í Los Angeles
tala Bandaríkjamenn sjálfír um
þjóðimar tvær sem vestra búa og
mætti bæta hinni þriðju við, svo
rækilega sem fólk af suður-amer-
ísku kyni er farið að setja mark
sitt á þetta flókna þjóðfélag hvítra
manna og svartra.
Evrópubandalagið hefur haft til-
hneigingu til að hlú að minnihluta-
hópum og sérkennum þjóða í Evr-
ópu. Og ekki veitir nú af. í frétta-
grein sem birtist í hinu ágæta og
sérstæða vikuriti The
European er rætt um
þau fimmtán tungu-
mál í Evrópu sem
virðast vera að syngja
sitt síðasta en ef þau
deyja út hverfur með
þeim rótgróin og margháttuð menn-
ing sem blómgazt hefur um aldir.
Um 50 milljónir manna innan Evr-
ópubandalagsins tala minnihluta-
tungur en sumar þeirra verða nú
ræktaðar með sérstökum hætti
vegna menntunarátaks og má þar
nefna katalónsku, galisísku, kors-
ísku, sardínísku ogtungumál baska.
En hvað sem því líður er álitið að
15 af 50 tungum Evrópu muni deyja
út án sérstakra aðgerða — og þá
fyrren síðar að mati málfræðinga.
Meðal þessara tungna eru korsíska
og próvenska í Suður-Frakklandi
en þar þróuðust á sínum tíma
merkilegar bókmenntir í tengslum
við riddaramenningu miðalda og
Ezra Pound hafði sérstakar mætur
á. Á írlandi tala flestir ensku og
hún er einnig helzta málið á Möltu
en samt tala flestir Möltubúar enn
sitt eigið tungumál en innan við 100
þúsund manns tala írsku á írlandi.
Umræður um þessi mál hljóta
ekkisízt að vera skilaboð til okkar
og þá má vel minnast þess sem
segir í velskum málshætti, Þjóð án
tungu er þjóð án hjarta.
Annað sem vekur athygli í sam-
talinu við Popper og er í raun mik-
ið íhugunarefni nú um stundir; það
er sókn öfgaafla inní tómarúmið
sem kommúnisminn hefur skilið
eftir sig í Evrópu. Barnabarn Mús-
sólínis er kosið á þing undir merkj-
um afa gamla sem var leiðtogi öfga-
fullra fasista á Ítalíu á sínum tíma
og hinn versti einræðisseggur,
öfgamenn í Frakklandi slá um sig
og nærast á útlendingahatri og nú
er slíkt hatur að skjóta rótum í
Þýzkalandi enn og aftur, og þá
ekkisíður í Austurríki þarsem aldrei
hefur verið gert upp við nazismann
og mannhatursstefnu hans. Naz-
istabullur vaða nú einkum uppi í
Berlín og Austur-Þýzkalandi hinu
gamla — spýttu t.a.m. á kistu Mar-
lene Dietrichs í Berlfn sem sýndi
Hitler í tvo heimana á sínum tíma
— og því ástæða til að halda niðri
í sér andanum og vona í Iengstu lög
að lýðræði hafí þroskazt svo vel í
Þýzkalandi eftir stríð að þjóðin hafí
bolmagn til að hrista af sér þjóðem-
isstefnuna og þá ofbeldissinuðu arf-
taka Hitlers sem nú gera aðsúg að
óæskilegum aðskotadýrum einsog
þeir kalla þá sem eru ekki þóknan-
legir í augum hinna hreinræktuðu
og göfugu aría. f öllum löndum
Evrópu er farið að bóla á andúð
gegn svonefndri úrkynjaðri list.
Þetta er bergmál úr fortíð hélstefn-
unnar og við þurfum að vera vel á
verði, ekkisízt fjölmiðlamenn einsog
Popper benti réttilega á.
M
(meira næsta sunnudag.)
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 27. júní
Fátt er eins óstöðugt og
erfitt að spá fyrir um og
íslenzka veðurfarið.
Sumir segja að svipuðu
máli gegni um íslenzka
pólitík, en það kann að
vera orðum aukið.
Það var vissulega óvænt uppákoma á
sjálfri Jónsmessunni (24. júní), þegar sól-
argangur er lengstur og nótt á vera björt
sem dagur, að haglél heiji á höfuðstað-
arbúa og að fíöll í nágrenninu verði hvít
niður í miðjar hlíðar. Veðráttan lék þó
Norðlendinga og Vestfirðinga enn verr.
„Lágheiði, Víkurskarð og Óxarfjarðar-
heiði ófær vegna snjóa“ er fyrirsögn á
frétt hér í blaðinu síðastliðinn fímmtudag.
„Smalað af Lágheiði - Mannhæðarháir
skaflar á heiðinni" er yfirskrift á annarri
frétt í blaðinu þennan sama dag.
„Það haust-
aði snemma
þetta vorið“
„ÞAÐ HAUSTAÐI
snemma þetta vor-
ið,“ sagði orðhepp-
inn maður þegar
hann var að lýsa
veðráttunni þessa
hásumardaga í seinni hluta júnímánaðar
1992. Svoddan tal er ekki nýtt af nál. í
gömlum annálum er talað um „sumarið
sem aldrei kom“ og fleiri veðurfarslegar
hliðstæður.
Svo svartur er veruleikinn ekki að þessu
sinni, þótt heiðar og jafvel byggðir hafí
orðið hvítar fáein dægur. Sumarið hafði
sagt vel til sín eystra og nyrðra fyrr í
mánuðinum og þar voraði vel í maí. Suð-
vesturlandið hefur á hinn bóginn verið
kalblautt lungann úr þessu naumast full-
burða sumri enn sem komið er. En það
standa vonir til að Eyjólfur hressist. Bjart-
eyg sumamóttin getur enn gert vart við
sig. Sumarið á enn vikur og mánuði til
að sanna sig.
En hvem veg sem fer um veðráttuna
það sem eftir lifír sumars komust fjölmiðl-
ar í feitt þegar „haustaði“ á sjálfri Jóns-
messunni. Það voru skrautlegar fyrir-
sagnir og hressilegar frásagnir sem
mættu fréttaþyrstum lesendum á þessum
árstíma „gúrkunnar“.
í FRÉTT
Morgunblaðsins
síðastliðinn
fimmtudag segir
m.a. um júnífærð-
ina á Vestfjörðum:
„Reynt er að
halda Dynjanda-,
Hrafnseyrar-, Breiðadals- og Botnsheið-
um opnum eftir föngum og em stórvirk
snjómðningstæki stanzlaust að störfum á
fjallvegum..."
Ekki viðraði betur á Norðlendinga. Á
Akureyrarsíðu Morgunblaðsins þennan
sama dag segir:
„Snjómoksturstæki vom á ferð um
Norðurland í gærmorgun, enda fjallvegir
víða ófærir. Búið var að opna flesta vegi
síðdegis, en þó var Lágheiði enn ófær svo
og Öxarfjarðarheiði, en ekki átti að hefja
hreinsum vega þar fyrr enveður skánaði.“
Húsfreyjan á Bakka í Ólafsfirði „sagði
að byijað hefði að snjóa á þriðjudags-
kvöld og snjó kyngt niður alla nóttina
[aðfararnótt Jónsmessu, 24. júní]. Börnin
gerðu snjókarla heima við bæinn. Og
huga þurfti að fé af veðurfarsástæðum.
Á þriðjudagskvöld höfðu 250-260 kindur
náðst niður af heiðinni. „Við óttumst það
að hafa misst eitthvað af fénu,“ sagði
húsfreyjan á Bakka „en vitum það ekki
með vissu fyrr en snjóa leysir. Sennilega
hefur eitthvað farið yfir í Fljótin..."
Og í frétt blaðsins úr Mývatnssveit
segir:
„Kuldalegt var um að litast snemma í
gærmorgun ... Grátt niður í byggð og
alhvítt til heiða og fjalla. Ömurlegt var
að sjá tijágreinar sligast undan snjó-
„Stórvirk
snjóruðn-
ingstæki að
störfum“
þunga. Þá þurftu ökumenn að skafa bílr-
úður sínar.“
Þetta voru ekki sumarlegar fréttir. En
það er sem betur fer ekki á hveiju ári
sem Fjallkonan skrýðist júnísnjó í byggð,
eða tijágreinar sligast undan sumarsnjó
í Mývatnssveit á Jónsmessunni, eða að
börn búi til snjókarla við bæi á þessum
árstíma, eða að bjarga verði fé af heiðum
vegna þess að snó kyngir niður heila sum-
arnótt.
Snjókarlar í
Mývatns-
sveit
HÉR Á LANDI ER
ferðaþjónusta vax-
andi atvinnugrein.
Rúmlega 130 þus-
und erlendir ferða-
menn lögðu leið
sína til landsins árið 1990 og nokkru
fleiri árið 1991. Líkur standa til að erlend-
ir ferðamenn verði eitthvað færri í ár
(jafnvel 10% til 20%) en síðast liðin tvö
metár í hingaðkomu útlendinga.
Morgunhost er að erlendir ferðamenn.
koma til Islands annarra erinda en að
liggja í sólbaði. Samt sem áður má búast
við að veðráttan í vikunni sem leið hafi
komið þeim hressilega í opna skjöldu. „Ég
átti alveg von á því að það yrði kalt
héma,“ sagði þýzkur ferðalangur í Mý-
vatnssveit, „en við þessu bjóst ég alls
ekki“. Starfsmaður Iceland Safari með
hóp erlendra ferðamanna í Mývatnssveit
komst svo að orði í viðtali við blaðið:
„Þetta var þriðja nótt þessa hóps hér
á landi, áður höfðum við verið í Stykkis-
hólmi og Skagafirði og allan tímann
hreppt rigningu. Svo lentum við í snjó-
komu hér í Mývantssveit. Fólkið hafði
aldrei lent í öðru eins, en við reyndum
að gera þeim ljóst að okkur þætti þetta
óvenjulegt líka.“
Skafrenningur var í Mývatnssveitinni
síðastliðið þriðjudagskvöld. Þegar hinir
erlendu ferðamenn vöknuðu í tjaldbúðun-
um eftir kalsama nótt höfðu myndast
skaflar á milli tjaldanna. „Þegar ég kom
út um morguninn,“ sagði íslenzki farar-
stjórinn, „var búið að gera nokkra snjó-
karla hér í kringum tjöldin, þannig að
menn virtust hafa húmor fyrir þessu.“
Trúlega hafa hinir yngri í hópi er-
lendra ferðamanna ekkert á móti veðurf-
arslegum uppákomum af þessu tagi. Öðru
máli kann að gegna um hina eldri. Þeir
kunna því trúlega miður að lenda í slíku
veðri í sumarleyfi sínu.
En við þessu er einfaldlega ekkert að
gera annað en að vanda þjónustu alla,
sem heimafólk hefur í hendi sér, eins og
kostur er. Fjallkonan getur sett upp veð-
urfarslega ygglibrún á öllum tímum árs.
í annan tíma er sólbros í augum hennar.
Og þá er fegurð hennar engu lík.
Júníhretið,
lömbin og
fuglarnir
ÞAÐ ERU FLEIRI
utankomandi sum-
argestir hér á landi
en af tegundinni
maður, meira að
segja árvissir sum-
argestir; gleðigjafar, sem hingað koma
til að deila íslenzka sumrinu, hvem veg
sem viðrar, með lífverum sem hér dvelja
árið um kring. Þetta eru að sjálfsögðu
sumarboðarnir, farfuglarnir, sem hingað
koma til að verpa og viðhalda stofni sínum
og eru öllum fagnaðarefni.
Þessir sumarboðar eru í raun íslending-
ar, því hér koma þeir úr eggjum, en flýja
skammdegismyrkrið, hríðar og hregg
Veturs konungs, til suðrænna landa, eins
og reyndar fleiri. En þeir koma heim vor
hvert til að syngja íslenzka sumarið og
gróðurríkið til nýs lífs af vetrarsvefni.
Þessir farfuglar urðu sem aðrir fuglar
illa úti í júníhretinu. Ungar þeirra, sumra
hverra, lágu eftir í valnum, eins og lömb-
in, þegar garrinn var genginn yfír. Sjón-
varpið sýndi síðastliðið fimmtudagskveld
hryggilegar myndir af ungavalnum í fu-
glaparadísinni Hrísey á Eyjafriði.
Sem betur fer verpa sumir þessarra
fugla aftur. Það er eins og tegundirnar
hafi þróað með sér nauðsynleg viðbrögð
af þessu tagi; lagað sig að aðstæðum sem
reikna verði með hér norður undir dumbs-
hafi. Lærðir menn um fugla telja því að
viðkomandi stofnar bíði ekki varanlega
hnekki af hretinu, þótt skaðinn sé jafnsár
eftir sem áður.
Lömb og ungar liggja í valnum. Það
er harmsefni. En lífið heldur sinn gang
og ský hrekur frá sólu. Það má nefnilega
treysta því að aftur kemur vor í dal, þrátt
fyrir öll hret, bæði mannlífshret og veður-
farsleg hret.
mmm^mmm sú var tíð að
Á mörknm íslendingar voru
AmorKlim Stórum háðari ár-
hins byggl- ferði og veðurfari
lesra heims e!l ™er- F™m ^r
° siðustu aldamót
sótti þjóðin lifíbrauð sitt svo að segja með
berum höndum í gróðurkragann umhverf-
is hálendið, það er til hefðbundins land-
búnaðar, og á opnum handrónum smábát-
um á haf út. Sól og regn réðu gróður-
fari. Gæftir sjávarafla. Veðurfarið lífi og
dauða landsmanna.
Það var á þessum liðnu tímum, sem
þó eru svo undurskammt að baki, tímum
langömmu og langafa okkar, þegar sú
staðhæfing var sönn, að ísland væri á
mörkum hins byggilega heims. „Sumarið
sem aldrei kom“, að sögn annála, hafði
allt önnur og hrikalegri áhrif en tveggja
daga „haust“ að sumri 1992. Ef heyfeng-
ur brást, féll búpeningur, og þegar búpen-
ingur féll var stutt í mannfallið.
Ef við förum dulítið lengra aftur í tím-
ann, svo sem tvö hundruð ár, blasir við
hryggileg mynd. Mikið harðindaskeið ríkti
um og eftir miðja 18. öldina hér á landi,
auk þess sem gosaska Skaftárelda (1783)
barst víða um land, eyddi gróðri, heyfeng-
ur brást og búpeningur féll. Talið er að,
að um 9.000 manns hafi fallið á árunum
1783-85 eða tæplega fímmtungur þjóðar-
innar á þeirri tíð.
í heimildariti sem Framkvæmdastofn-
un, áætlanadeild, gaf út 1981 um mann-
fjölda á íslandi á ýmsum tímum segir svo
um árabilið 1880-1890, það er um þjóð-
hagsstöðu og landflótta fyrir rúmum 100
árum:
„Á síðasta tímabilinu var veðurfar með
eindæmum kalt, auk þess sem flutningar
manna til Ameríku voru í hámarki. Talið
er, að 10-15 þúsund manns hafí flutzt
þangað.“
í frásögn í Öldinni sem leið um júní-
mánuð árið 1887 segir:
„Víðsvegar að berast nú fréttir um
stórversnandi afkomu fólks, og í sumum
sveitum er almennt bjargleysi og vand-
ræði. Aðalorsökin er gífurlegur fíárfellir
í vetur og vor, einkum norðan lands og
vestan ..."
Framangreindar tilvitnanir segja löngu
liðna sögu um veðurfar og landshagi;
sögu sem þó má ekki gleymast, því að
hún er bakland okkar. Það er í þessari
sögu sem rætur okkar liggja.
Margt hefur
breytzt síð-
an byggð
var hér reist
ATVINNU- OG
þjóðlífshættir hafa
gjörbreytzt með
stóraukinni mennt-
un og þekkingu
þjóðarinnar og með
mikilvirkum tækni-
búnaði atvinnu-
vega á 20. öldinni, einkum og sér í lagi
á lýðveldistímanum. Við framleiðum meiri
og meiri búvöru með færri og færri bænd-
um. Við getum og sótt (og höfum trúlega
sótt) verulega meiri afla í sjó með tækni-
væddum fiskiflota okkar en fiskifræðileg-
ar niðurstöður telja rétt að gera.
Jónsmessan 1992.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
i
Við erum ekki háð veðurfari í jafn rík-
um mæli og áar okkar fyrr á tíð. En við
erum engu að síður háð veðráttunni sem
og umhverfi okkar öllu. Gamla spakmæl-
ið, „enginn kann sig í góðu veðri heiman
að búa“ er enn í fullu gildi. Og við verð-
um að umgangast náttúru landsins, haf
og hálendi af tilhlíðilegri varúð og virð-
ingu. Annars getur illa farið, eins og oft
önnum kafnar björgunarsveitir og slysa-
skýrslur eru til vitnis um.
Og tæknin, sem léttir brauðstritið á
flesta lund, felur í sér nýjar slysahættur.
Umferðin á vegum landsins hefur kostað,
svo dæmi sé tekið, að meðaltali 24 manns-
líf á ári á líðandi áratug, auk meiri og
minni meiðsla á hundruðum einstaklinga
og umtalsverðs eignatjóns.
í KRAFTI
aukinnar þekking-
ar og tækni höfum
við fullnýtt (og
sumir segja ofnýtt)
helztu fískistofna okkar stóru fiskveiði-
landhelgi. í því sambandi er skemmst að
Landið og
miðin
minnast tillagna Fiskveiðiráðgjafanefdar
Alþjóðahafrannsóknaráðsins og tillagna
Hafrannsóknarstofnunar um verulega
skertar þorskveiðheimildir. Það er ekki
heldur úr vegi að minna á hrun Norður-
landssíldarinnar, sem er tiltölulega
skammt að baki í sögu okkar, og mætti
gjarnan vera okkur víti til varnaðar.
í ljósi þeirrar reynslu og þekkingar,
sem fyrir hendi er um lífríki sjávar, er
óveijandi, að taka augljósar áhættur með
þorskinn, gjöfulasta nytjafiskinn, sem
lífskjör í landinu hvíla á öðrum auðlindum
fremur. Nútíma veiðitækni [veiðigeta]
hefur flýtt ferð okkar til velmegunar, en
hún felur augljóslega í sér hættur, og þær
verulegar, ef við kunnum ekki með hana
að fara.
Tæknin hefur og gert okkur kleift að
framleiða búvöru langt umfram innlenda
eftirspurn með verulega færri starfs-
mönnum í landbúnaði en fyrir nokkrum
áratugum.
Við höfum á hinn bóginn ekki nýtt
nútíma þekkingu og tækni nægilega vel
til að stöðva gróðureyðingu. Landið er
að blása upp í höndunum á okkur. Svo
virðist sem við séum að ganga of nærri
gróðurkraganum umhverfis hálendið og
fískimiðunum út af strandlengjunni.
Okkur þarf að lærast, sem fyrr segir,
að umgangast náttúru landsins og um-
hverfí okkar af varúð og virðingu. Það
gildir ekki hvað sízt um gróðurlendið og
fískimiðin, að öðrum náttúruperlum og
náttúruauðlindum ólöstuðum.
Við verðum að
umgaugast nátt-
úru landsins og
umhverfi okkar
af varúð og virð-
ingu. Það gildir
ekki hvað sízt um
gróðurlendið og
fiskimiðin, að öðr-
um náttúruperl-
um og náttúru-
auðlindum ólöst-
uðum.
i