Morgunblaðið - 28.06.1992, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992
Morgunblaðið/Ámi Johnsen
Framhlið módels Guðlaugs Jðrundssonar af Ráðherrabústaðnum við
Tjarnargötu. Hvert einasta atriði er sérsmíðað úr plasti í þessu líkani,
hver pOár í handriði, gluggapóstur, drekar, allt nema flaggstangirn-
ar, sem eru renndar í málm. AUir brúnu fletirnir eru unnir úr brún-
um skrifborðsbakka úr plasti fyrir A-4 pappír.
Morgunblaðið/Ámi Johnsen
Guðlaugur við líkönin af Kaupfélagshúsinu og Ráðherrabústaðnum.
Landshomaílakk
eftir Ámo Johnsen
GUÐLAUGUR Jörundsson
módelsmiður hefur nýlokið
gerð módels af Ráðherrabú-
staðnum í Tjarnargötu,
listaverks sem brottfluttir
Önfirðingar ætla að gefa
heimabyggð sinni nú um
helgina 25.-28. júní í tilefni
70 ára afmælis Flateyrar-
hrepps, 200 ára afmælis
reglubundinnar verslunar á
Flateyri og 100 ára afmælis
Ráðherrabústaðarins við
Tjarnargötu sem er hús ætt-
að frá Flateyri og uppruna-
legabyggtþar.
að var norski hvalveiði-
kaupmaðurinn Hans
Ellefsen sem lét byggja
sér veglegt og mikið
íbúðarhús á Sólbakka á
Flateyri árið 1892. Ellefsen hafði
þá reist mikla hvalverksmiðju á
Flateyri og var hún um tíma eitt
stærsta fyrirtæki landsins. En þeg-
ar svo hafði verið gengið á hvalinn
um síðustu aldamót fyrir vestan
fluttu hvalfangarar sig til Aust-
fjarða og þá gaf Ellefsen góðvini
sínum Hannesi Hafstein, síðar ráð-
herra, húsið og hann flutti það suð-
ur til Reykjavíkur að Tjamargötu
32. Raunar seldi Hans Ellefsen
Hannesi húsið fyrir 5 kr., en víst
má segja að það hafi verið gjaf-
verð. Ríkissjóður keypti síðan
Tjamargötu 32 um 1910 og var
það bústaður forsætisráðherra allt
fram yfír 1940, en síðasti forsætis-
ráðherrann sem bjó í húsinu var
Hermann Jónasson. Síðan hefur
húsið gegnt hlutverki gististaðar
fyrir erlenda þjóðhöfðingja, mót--
töku fyrir innlenda sem erlenda og
sem ftmdastaður ráðherra þegar
mikið hefur legið við og menn hafa
Hvalfangarínn Ellefsen gafvini sínum
Hannesi Hafstein húsið á Flateyrí
Morgunblaðið/Ámi Johnsen
Framhliðin á Kaupfélagshúsinu, Vígþór bróðir
Guðlaugs ritaði á skiltið, en allir bræðurnir eru
dverghagir á mörgum sviðum.
Morgunblaðið/Ámi Johnsen
Líkan Guðlaugs af gamla Kaupfélagshúsinu þeirra
Önfirðinga fylgir með í gjöfínni vestur á Firði,
byggt 1875 en brann 1982.
PF
G01
viljað vera í húsi mikillar reynslu
og góðs anda.
Annað sérstætt minnismerki en
Ráðherrabústaðinn skildi Hans Ell-
efsen eftir sig á íslandi og það fer
varla fram hjá nokkrum manni sem
tii Flateyrar kemur. Inni á strönd-
inni rís stór og búsældarlegur reyk-
háfur við hlið gufuketils, en þar
hófust framkvæmdir við byggingu
nýrrar hvalverksmiðju í stað þeirrar
sem brann 1901. Þá var orðið svo
langsótt á miðin að brugðið var á
það ráð að flytja verksmiðjuna til
Askness við Mjóafjörð eystri. Áður
var hins vegar lokið framkvæmdum
við reykháfínn sem gnæfír nú eins
og minnismerki um athafnaævin-
týri í íslenskum sjávarútvegi og ís-
lensku þjóðlífí og vonandi verður
reykháfurinn og það sem honum
fylgir varðveitt vandlega komandi
kynslóðum til fróðleiks og hvatning-
ar.
Það hefur aldeilis skipt sköpum
um bæjarbraginn í litlu þorpi vestur
á fjörðum fyrir síðustu aldamót að
vakna upp við slíkar athafnir sem
hvalveiðunum fylgdu. Á Flateyri
bjuggu á þessum tíma 100-150
manns, en á hvalveiðivertíðinni frá
marsbyijun til septemberloka settu
250 starfsmenn hvalverksmiðju Ell-
efsens mikinn svip á bæinn eins og
gefur að skilja og þá var nú oft líf
og ijör í tuskunum. Þar unnu sam-
an íslendingar, Norðmenn, Danir
og Svíar og oft sló í brýnu, því
misjöfn eru nú mannanna merkileg-
heit. Svíamir voru aðgangsharðir í
þeim efnum og litu frekar hráslaga-
lega niður á íslendingana. Kostuðu
þau tog oft slagsmál og mikil til-
þrif í sviptingum, en það var loks
aðfluttur maður, Guðmundur Ein-
arsson af Suðurlandi, refaskytta
góð, sem lækkaði rostann með slík-
um glæsibrag í slagsmálum við
Svíana að allur vindur var úr þeim
upp frá því. Þessi Guðmundur var
afí Jóhannesar Kristjánssonar eftir-
hermu og skemmtikrafts frá