Morgunblaðið - 28.06.1992, Síða 31

Morgunblaðið - 28.06.1992, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992 31 Andy Griffith, sem leikur Matlock lögfræðing í samnefndum þáttum, telur hlutverk Matlocks vera hið besta sem hann hefur nokkum tíma leikið. „Mörg hlut- verkanna sem ég hef leikið síðustu ár hafa verið skemmtileg en slung- inn náungi, sem gæddur er kímni- gáfu Matlocks, er allt sem ég þarf,“ segir Griffith. Gagnrýnend- ur og áhorfendur hafa farið lof- samlegum orðum um þættina um Matlock og túlkun Griffíths á pers- ónuleika hins rólyndislega en kæna lögfræðings. Andy Griffíth býr í Norður- Karólínu, þar sem hann er fæddur og uppalinn. Eftir útskrift úr há- skólanum í Norður-Karólínu kenndi hann tónlist við gagnfræð- askóla í Goldsboro. Hann kom einnig fram, söng og dansaði og flutti gamanþætti. Honum bauðst samningur við Capitol-plötufyrir- tækið eftir að einn af yfírmönnum þess sá hann flytja einn gaman- þátta sinna. Griffíth kom fram i sjónvarps- þætti Eds Sullivans árið 1954 en ferill hans hófst fýrir alvöru þegar hann lék eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsmyndinni „No time for Sergeants" sem hann fýlgdi eftir á svið á Broadway og síðan á hvíta tjaldið en kvikmynd með þessu nafni var gerð árið 1958. Griffíth hefur leikið í ótal sjón- varps- og kvikmyndum síðan en hann er best þekktur fyrir hlut- verk sitt sem Andy Taylor lögregl- ustjóri í sjónvarpsþáttunum „The Andy Griffíth Show“. Nágranninn Les er fimm- faldur Emmy-verðlaunahafí Don Knotts, sem leikur Les „Ace“ Calhoun, nágranna Matlocks, er þaulreyndur gaman- leikari, hefur leikið í 18 kvikmynd- um og hlotið fímm Emmy-verð- laun fyrir túlkun sína á Bamey Fife lögreglufulltrúa í sjónvarps- þáttunum „The Andy Griffith Show“. Knotts var mikill aðdáandi kvikmynda og útvarps í æsku. Hann hafði sérstakt dálæti á glensi og gríni og reyndi að líkja eftir eftirlætisleikara sínum, Jack Benny. Eftir skólagöngu gekk Knotts í herinn og í nokkur ár fór hann um Suður-Kyrrahaf og skemmti hermönnum. Þvínæst lauk hann háskólamenntun sinni og fór til ^New York til að reyna að slá í gegn í skemmtanabransanum. Hann kom fram í fjölda út- varps- og sjónvarpsþátta í nokkur ár og fékk síðan hlutverk í kvik- myndinni „N.o Time for Serge- ants“ en Andy Griffith lék ein- mitt aðalhlutverkið í henni. Síðan þá hefur hann leikið í ótal sjón- varps- og kvikmyndum, sjón- varpsþáttum og framhaldsmynda- flokkum. Félagi Mat- locks fyrrver- andi fegnrð- ardrottning Nancy Stafford, sem leikur Michelle Thomas, lögfræðing og félaga Matlocks, er fædd og uppalin í Wilton Manors á Flórída. Hún lauk B.A.-prófí í fjölmiðlafræði frá háskólan- um í Flórída og tók síðan þátt í keppninni um titilinn Ungfrú Flórída. Hún vann hana og varð önnur í keppn- inni um titilinn Ungfrú Amer- íka. Hún flutti til New York og hóf glæsilegan fyrirsætu- feril hjá Ford-umboðsskrif- stofunni. í kjölfarið á honum bauðst henni að leika í sjón- varpi. Hún hefur leikið í fjölda sjónvarpsmynda og fram- haldsmyndaflokka og m.a. komið fram í þáttunum um Hunter lögreglumann og gamanmyndaflokknum „Hver á að ráða?“ sem íslenskir sjón- varpsáhorfendur þekkja. Matlock mætt- ur á nýjan leik Sjónvarpið: SimpsoivQölskyklan ■I Simpson-fjölskyldan geð- 35 þekka í Springfíeld er ” löngu orðin að heimili- svinum margra Islendinga og kem- ur til með að kíkja í heimsókn á mánudagskvöldum enn um sinn. Þetta ágæta fólk lifír viðburðaríku lífi og það er alltaf gaman að fylgj- ast með uppátækjum þess. Hjóna- kornin Hómer og Marge hin hár- prúða hafa margt brallað um dag- ana en ólyginn segir að í næsta þætti, sem Sjónvarpið sýnir á mánu- dag, fari Hómer í heiftarlega fylu og að í framhaldi af því komi upp ósætti í hjónabandi þeirra. Þá er bara að bíða og sjá hvort þau verðf ekki búin að taka gleði sína á ný áður en þættinum lýkur. 19.00 Róamarkaður Bylgjunnar. 19.19 Fréttir. 20.00 Kristófer Helgasort 23.00 Bjartar nætur. Erla Friðgeirsdóttir með góða tónlist. 3.00 Naeturvaktin. EFFEMM FM 95,7 7.00 í morgunsárið. Sverrir Hreiðarsson. 9.00 Morgunþáttur. Ágúst Héðinsson. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Valdís Gunnarsdóttir. Tónlist og getraunir. 15.00 ivar Guðmundsson. Stafaruglið. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Gullsafnið. Ragnar Bjamason. 19.00 Halldór Backman. Kvöldmatartónlistin. 22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 1.05 Haraldur Jóhannsson. 5.00 Náttfari. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson fylgir ykkur með góðri tónlist. Tekið á móti óskalögum og afmæl- iskveðjum. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00. Rás 1; „Carmilla" - hádegis- leikrit í fimm þáttum ■■■■ Á mánudag verður á Rás 1 1 Q 05 fluttur fyrsti þáttur fram- Að “ haldsleikritsins „Carmilla" sem byggt er á samnefndri skáldsögu eftir Sheridan LeFanu. Útvarpsleik- gerðin er eftir Eric Bauersfeld. Leikrit- ið, sem er í fimm þáttum, gerist í fom- um kastala í Austurríki,-þar sem hers- , höfðingi nokkur býr ásamt ungri dóttur Sigrun Edda Bjomsdottir sinni og þjónustuliði. Kvöld nokkurt (t-v.) og Harpa Amardóttir. verða þau vitni að því er hestvagni hvolfir þar skammt frá og ung stúlka, sem er farþegi í vagninum, er borin heim í kastalann til aðhlynningar. HITTNÍU SEX FM86.6 7.00 Morgunþáttur. Umsjón Amar Albensson. 10.00 Klemens Amarson. Tónlist. 13.00 Arnar Bjamason. Tónlist. 16.00 Páll Sævar Guðjónsson. Tónlist. 19.00 Karl Lúðviksson. 22.00 Rokkhjartað. Umsjón Sigurjón Skæringsson. 1.00 Næturvaktin. SÓLIN FM 100,6 8.00 Morgunþáttur. Umsjón Ólafur Birgisson. 10.00 Jóhannes. 13.00 Hulda Skjaldar. 17.00 Steinn Kári. Óskalög. 19.00 Kvöldmatartónlist 21.00 Vigfús. 1.00 Næturdagskrá. ÚTRÁS FM97.7 16.00 Iðnskólinn i Reykjavik. 18.00 FB. 20.00 Kvennaskólinn. 22.00 (öftustu röð. Umsjón Ottó Geir Borg og Isak Jónsson. 1.00 Dagskrárlok. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Þriðja hendin? úkkk ði margir lyfta glasi milli klukkan fímm og sjö síð- degis. Sumir mæta oft og alls staðar, aðrir sjaldan og eru kresnir. Þetta er raunar hin hag- kvæmasta aðferð til að fagna einhveijum áfanga eða atburði með vinum eða viðskiptafólki, bjóða mörgUm og hitta margt fólk stutta stund. Hefur líka þann kost að enginn þarf að stansa lengur en tekur að heilsa húsráð- endum við dymar, skrifa í gesta- bókina, renna hring um stofuna og láta sig hverfa. Eða getur haft eins langa viðdvöl og kostur er. Auk þess sem endapunkturinn á samkvæminu er skriflega fast- settur. Skrúfað af mestu kurteisi fyrir þá þaulsætnustu. Semsagt gottl Enda hefur þessi tegund samkvæma síðdegis breiðst út um álfur og unnið sér sinn sess undanfama áratugi. Hér em það sem upphaflega kölluðust „kokk teilboð" sýnilega komin til að vera. Að standa og lyfta glasi svo fastur liður í tilverunni að þau hljóta að fara að hafa áhrif á framþróun manneskjunnar, ef nokkuð er að marka þróunar- kenninguna. Að menn og skepn- ur lagi sig að aðstæðum og áunn- um lífsháttum. Skrýtið að ekki skuli hafa komið fram á sjónarsviðið sér- fræðingar með diplómu til að gefa góð ráð þeim stóra hópi sem af mesta dugnaði sækir síðidegis- boð. Eðli málsins samkvæmt er löngu fyrir bý í borgum erlendis að fólk æði heim til að skipta um föt eftir vinnu áður en það fer í slík boð. Vegalengdir ein- faldlega of langar og tímasetn- ingin upphaflega beinlínis valin til að hægt sé að líta inn eftir vinnu. Gestir þurfi ekki að fara aftur út að kvöldinu. Því taka karlar í hæsta lagi með sér hreina skyrtu að morgni og konur halda til vinnu í góðri dragt og með hreina blússu og spariskóna í poka. Stinga kannski skartgrip í töskuna sína. Hér virðist þetta ekki eins algilt, enda hætta a.m.k. opinberir starfsmenn upp úr klukkan fjögur. Sjálf hefí ég fyrir löngu búið mér til þá kenn- ingu - eða afsökun - að gestgjaf- inn viiji a.m.k. allt eins vel fá óstressaðan gest þótt hann sé obbolítið sjúskaður en tandur- hreinan og fínan gest, sem er allur á tauginni eftir að hafa þotið heim, farið í sturtu, klætt sig hálfrakur, iðað í skinninu á rauðum ljósum eða umferðar- stoppi og loks komist á staðinn til að setja upp brosið handa húsráðendum. Svo mjakar gesturinn sér í gegn um þröngina, heilsar mörg- um og lyftir glasi. Þá getur nú farið að vandast málið. Með glas í annarri hendi, konur með tösk- una hangandi á handleggnum, og kannski sígarettu í hinni, get- ur orðið snúið að heilsa. Að ekki sé nefnt ef staðið er með kaffi- bolla á skál með glamrandi te- skeið í annarri og disk með tertu í hinni. Nú eða ef mann langar til að taka þetta fína framboðna snarl af bökkunum og stinga upp í sig. Freistast jafnvel til að taka eitthvað af þessu indæla góðgæti með lausa, hrynjandi ofanálegg- inu eða lekandi majónesi eða öðru góðgæti sem spýtist úr sam- lokum eða innan úr bollum um leið og bitið er í. Við því bregð- ast sjálfsagt allir þjálfaðir síð- drykkjugestir með því að mæta í fatnaði sem auðveldlega má þvo úr fitubletti. Það er orðið svo fjári dýrt að hreinsa. Málið er þó ekki þarmeð leyst. Augljóst er að skaparinn hefur alls ekki séð fyrir svona boð. Maðurinn er með hönnunargalla. Það vantar einfaldlega eina hendi. En ef eitthvað er að marka þessa margsannprófuðu þróunar- kenningu þá hlýtur það að standa til bóta. Einhvem tíma fær mað- urinn þennan þarfagrip fyrir síð- degisboðin. Svona rétt eins og hinn óþarfí botnlangi er smám saman að hverfa úr líkama hans. Maðurinn er að ýmsu leyti svolítið úr stíl við nútímasiði. Skaparinn hefur t.d. séð honum fyrir lifur til afnota við áfengis- drykkjuna, en hann hefur gleymt að setja á hann stromp, eins og reyklaus góðkunningi benti á í einu slíku boði. Þetta er auðvitað laukrétt. Hér getum við að vísu iila verið að setja út á það að huga betur að þörfum þeirra sem drekka en reykja. Sjálf höfum við tekið skaparann til fyrir- myndar og hlynnt mun betur að þyrstum. Geram alls kyns ráð- stafanir til þess að hindra reyk- ingamennina í að iðka sína illu iðju og vísum þeim miskunnar- laust í skammarkrókinn. Þeir fá engan stromp eða rós í hnappagatið. En drykkjufólkið fær miklu blíðari móttökur og sina „lifur" í samfélaginu til að létta afleiðingamar. Ekki er það skikkað til að hætta heldur freist- að til þess með góðri aðbúð á fallegu, fríu meðferðarheimili, þá framhaldasdvöl á fögram stað í sveit og loks á dagpeningum úr tryggingum að lifa á - hvenær sem þeir vilja láta það yfír sig ganga. Semsagt gott. Er ekki ánægjulegt að einhvers staðar skuli vera hægt að veita myndar- lega þjónustu og lítt hefta. Kannski þetta eigi líka eftir að koma fram í þróuninni í framtíð- inni. Vali náttúrannar. Ólíkt höfumst við að, ég hossa barni þínu og þú berð bónda minn, sagði tröllkonan í þjóðsög- unni. Á víst ekki lengur við í nútímasamfélagi. Samt skaut því upp við lestur frétta um nauðsyn- legan niðurskurð á hjartaaðgerð- um og mjaðmaviðgerðum af aur- aleysi. En alltaf verður víst að velja hvað síst megi missast - og hafa áhrif á þróunina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.