Morgunblaðið - 04.07.1992, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992
íslendingar Norðurlandameistarar í brids:
Geysilega mikilvæg-
ur sigur fyrir okkur
- segir Björn Eysteinsson fyrirliði
ISLENSKA karlaliðið í brids
varð Norðurlandameistari í opn-
um flokki á Norðuriandameist-
aramótinu í Svíþjóð, sem lauk í
gær. Liðið tapaði aðeins einum
leik á öllu mótinu, síðasta leikn-
um gegn Norðmönnum með
minnsta mun, 14 stigum gegn 16.
Björn Eysteinsson fyrirliði ís-
lenska liðsins segir að sigurinn
sé geysilega mikilvægur fyrir
íslenska bridsspilara því hann
sýni m.a. að heimsmeistaratitil-
Blönduós:
Bíll tekinn á
143 km hraða
ÖKUMAÐUR var tekinn á 143
km hraða við bæjarmörk Blöndu-
óss í gærkvöldi. Lögreglan á
Blönduósi svipti manninn öku-
leyfinu á staðnum.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Blönduósi var ökumaður
tekinn á þessum ofsahraða við af-
leggjarann að flugvellinum.
Ánamaðkur-
ínn kominn
í 45 krónur
Stangaveiðimenn leita nú
margir hverjir logandi ljósi
að ánamöðkum til að freista
laxa og silunga. Sú leit er
ekki þrautalaus því nú hefur
ekki rignt um nokkurt skeið
og þegar vel aflast í ám og
vötnum eins og verið hefur,
sitja maðkasalar ekki lengi
uppi með birgðir og í kjölfar-
ið kemur verðsprenging.
Nú er fátt um ánamaðka, en
Morgunblaðið hefur fregnað að
örfáir maðkakarlat sem standa
allan daginn yfir einstökum
görðum og úða yfír þá vatni
fái allt að 45 krónur fyrir hvem
maðk, en til samanburðar má
geta þess, að á meðan nóg var
til af maðki í júnímánuði, var
verðið 20 til 25 krónur stykkið.
Þeir ná hins vegar ekki nærri
því eins miklu af maðki eins
og ef vætan væri tilkomin frá
náttúrunnar hendi.
Sjá veiðiþátt á bls. 10.
inn í Yokohama hafi ekki verið
nein tilviljun.
Lokatölur í opna flokknum eru
þær að íslendingar eru í efsta sæti
með 185,5 stig, Norðmenn í öðru
sæti með 174,5 stig, Svíar í þriðja
sæti með 166 stig, Finnar í fjórða
sæti með 144 stig, Danir í fímmta
sæti með 141 stig og Færeyingar
reka lestina með 70 stig. í kvenna-
flokknum hafnaði íslenska sveitin í
fímmta sæti með 148 stig en Svíar
unnu í þeim flokki örugglega með
192 stig. í öðru sæti af konunum
urðu Danir með 166 stig.
Úrslitin í tveimur síðustu umferð-
unum í opna flokknum í gærdag
fóru þannig hjá íslenska liðinu að
þeir gerðu jafntefli við Svía 15-15
en töpuðu síðan fyrir Norðmönnum
með 14-16. Raunar var staða ís-
lenska liðsins svo góð fyrir síðustu
umferðina að þeir máttu tapa 21-9
en samt halda titlinum.
„Það má segja að við höfum
unnið þetta mót með glæsibrag,"
segir Bjöm Eysteinsson. „Og þessi
sigur er skemmtilegt augnablik fyr-
ir íþróttina á íslandi því hann sýnir
hversu mikil breiddin er og hve
marga góða bridsspilara við eigum.
Þess má geta í þessu sambandi að
Norðurlandaþjóðirnar, Svíar, Danir
og Norðmenn, eru mjög hátt skrif-
aðar á alþjóðlegum mælikvarða í
brids enda hafa þær unnið marga
titla á þeim vettvangi. Ég tel að
það sé full ástæða fyrir íslendinga
að vera stolta af þessum árangri
liðsins."
Norðurlandameistarar í brids eru
þeir Karl Sigurhjartarson, Matthías
Þorvaldsson, Sverrir Ármannsson,
Sævar Þorbjörnsson og spilandi fyr-
irliði var Bjöm Eysteinsson.
Ungir ferðalangar tygja sig af stað í Þórsmerkurferð á Umferðarmiðstöðinni í gær.
Fyrsta helgin í júlí orðin ein af mestu ferðahelgunum:
Á þríðja þúsund manns
í Þórsmörk um helgina
BÚAST má við að á þriðja þúsund manns lyóti útiveru í Þórsmörk
í skipulögðum ferðum um helgina. Uppselt er í allar Þórsmerkur-
ferðir á vegum Ferðafélags Islands, Útivistar og Austurleiðar.
Fulltrúum ferðaskrifstofanna sem rætt var við í gær bar saman
um að fyrsta helgin í júlí væri orðin ein af stóru ferðahelgunum.
I Þórsmörk er til dæmis búist við meira fjölmenni en um verslun-
armannahelgina.
Aðsókn í ferðir Ferðafélagsins
í Langadal hefur verið mikii í
sumar og það er fyrir löngu upp-
selt í ferðir um helgina. Tjald-
stæði voru öll uppbókuð í maí og
uppselt er í sæluhúsin. 350 manns
mega tjalda í einu á vegum Ferða-
félagsins í Langadal og 80 manns
í sæluhúsi.
Austurleið er með daglegar
ferðir í mynni Húsadals, en bann-
að er að tjalda í sjálfum dalnum.
Starfsmaður Austurleiðar sagði
að fyrsta helgin í júlí væri orðin
ígildi verslunarmannaheigar og
hefði reyndar verið það í nokkur
ár. Margt spilaði eflaust inn í vin-
sældir þessarar helgar, e.t.v. það
að þá hafa skólafólki verið borguð
út laun í fyrsta sinn á sumrinu
og oft væri gott veður í Þórsmörk
um þetta leyti.
Útivist býður upp á skipulagðar
ferðir í Bása í Goðalandí. Á svæð-
inu mega mest vera 6-700 manns
í einu. Starfsmaður Útivistar
sagði að aðsókn í ferðir um næstu
helgi væri gífurlega mikil. Félagið
hefði getað selt hvert pláss 3-5
sinnum. Uppselt var á tjaldsvæðin
fyrir meira en mánuði. Hann sagði
að iðulega hefði verið meiri áð-
sókn í ferðir fyrstu helgina í júlí
en um verslunarmannahelgina.
Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood Corp.:
Veiðibann á þorski við NA-Kan-
ada hækkar verð á þorskblokk
„BANN við veiðum á norðurslóð-
arþorski við austurströnd Kanada
leiðir til einhverrar verðhækkun-
ar á okkar þorskblokk hér og
eykur líkur á að við getum haldið
verði á þorskflökum óbreyttu og
aukið sölu á þeim. Von var á miklu
magni af þorskafurðum, aðallega
blokk, úr norðurslóðarþorskinum
á næstunni en hann er sá af
Kanadaþorskinum, sem hefur ver-
ið næstur okkar þorski að gæð-
um,“ segir Magnús Gústafsson
forsljóri Coldwater Seafood
Corp., dótturfyrirtækis Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna í
Bandaríkjunum.
Magnús Gúsfafsson segir sölu á
þorskflökum og þorskafurðum hafa
verið dræma í Bandaríkjunum und-
anfarið og mikið komi af blokk úr
Alaskaufsa m.a. frá Rússlandi. „Við
erum fyrst og fremst að selja unna
vöru úr blokk núna, m.a. þorskblokk,
og þorskflök og eigum nokkurra
mánaða birgðir miðað við sölu und-
anfarinna mánaða. Þá er verðið á
þorskblokk í Evrópu hærra en hér,
eða 2,35-2,40 dollarar pundið, og því
hefur áhersla verið lögð á að fram-
Kristinn Pétursson telur vafasamt að lög um stjómun fiskveiða standist stjórnskipan:
Hæpið að Alþingi geti veitt ráðherra
umboð til að ákveða heildarafla
KRISTINN Pétursson framkvæmdastjóri á Bakkafirði og fyrrverandi
alþingismaður telur afar hæpið að það umboð sem Alþingi hefur veitt
sjávarútvegsráðherra til ákvörðunar aflahámarks standist stjórnskipun
lýðveldisins, að minnsta kosti hvað varðar ákvörðun um heildarafla
þorsks á næsta fiskveiðaári miðað við núverandi kringumstæður. Telur
hann að sjávarútvegsráðherra beri skylda til að vísa ákvörðuninni til
sjávarútvegsnefndar Alþings sem síðan leggi tillögur sínar fyrir Al-
þingi. Vegna mikilvægis málsins telur hann brýnt að ráðherra feli
nefndinni þetta mál sem allra fyrst.
Kristinn hefur borið þessa skoðun
sína undir lögfræðinga og hafa þeir
tekið undir sjónarmið hans. „Það
getur ekki verið að það standist
stjórnskipun lýðveldisins að einum
ráðherra sé ætlað að ákvarða með
reglugerð svo mikla ákvörðun sem
getur haft í för með sér að hálf at-
vinnugreinin fari nánast beint í gjald-
þrot með tilheyrandi keðjuverkun
gjaldþrota, fjöldaavinnuleysi og eyð-
ingar heilu byggðarlaganna," sagði
Kristinn í samtali við Morgunblaðið
í gær. Hann vakti jafnframt athygli
á því að þær fjárhæðir sem hér væri
um að ræða skiptu milljörðum og
upphæðin væri hærri en farið hefði
samtals í gegnum Hæstarétt frá
upphafí.
„Ég minni á að nú eru breyttir
starfshættir á Alþingi. Nefndir
þingsins starfa nú allt árið og ein
stór sjávarútvegsnefnd er starfandi
í stað tveggja nefnda sem voru í
deildum þingsins. Ef sjávarútvegs-
ráðherra vísar þessu stórmáli ekki
til Alþingis getur sjávarútvegsnefnd
sjálf tekið til hendinni í því og er það
jafnvel skylt að mínu mati,“ sagði
Kristinn.
Kristinn sagði að í lögunum um
stjómun fískveiða væri sjávarútvegs-
ráðherra falið, að fengnum tillögum
Hafrannsóknastofnunar, að ákveða
með reglugerð heildarafla einstakra
nytjastofna við ísland sem nauðsyn-
legt sé talið að takmarka veiðar á.
„Þessi lagagrein felur í sér víðtækt
framsal á valdi sem vafasamt er að
standist stjómskipun landsins. Nú-
verandi lögum var böðlað í gegnum
deildir Alþingis með hrossakaupum
og hroðvirknislegum vinnubrögðum
vorið 1990 og er þetta einn af mörg-
um afleitum göllum sem á þeim eru.
Alþingi íslendinga er ætlað ákveðið
hlutverk í stjómskipun landsins. Al-
þingismenn verða að vera meðvitaðir
um skyldur sínar gagnvart fram-
kvæmdavaldinu. Ég tel að leita eigi
álits iögfróðra manna á réttmæti
þessa valdaframsals," sagði Kristinn.
Hann minnti jafnframt á dóm Hæsta-
réttar frá árinu 1986 þar sem dæmd
hafi verið marklaus lög frá Alþingi
þar sem það hafði framselt umboð
til fjármálaráðherra með lögum um
að honum væri heimilt að ákveða
með reglugerð þungaskatt á vörubif-
reiðar.
Kristinn rökstyður skoðanir sínar
einnig með því að óeðlilegt sé að
Hafrannsóknastofnun geri tillögur
um aflahámark sem byggðar eru á
eigin rannsóknum stofnunarinnar.
Ekki eigi að láta menn dæma eigin
rannsóknir. Jafnframt bendir hann á
að sjávarútvegsráðherra sé æðsti
yfirmaður Hafrannsóknastofnunar.
„Þetta er sama ástæða og liggur til
grundvallar nýgerðum breytingum á
dómskerfínu þar sem hætt var að
láta sýslumenn dæma í málum sem
þeir rannsökuðu sjálfír. Það fyrir-
komulag stóðst ekki mannréttinda-
sáttmála Evrópu. Menn ættu að
íhuga það að tillögur og ákvörðun
um aflahámark er nokkurs konar
dómstóll um lífskjör þjóðarinnar,"
sagði Kristinn Pétursson.
I
I
t
leiða þorskblokk fyrir Evrópu. Auk
þess eru sumarfrí í frystihúsunum
heima og því eðlilegra að framleiða
einfaldari vöru eins og þorskblokk
fyrir Evrópu.“
Ákveðið hefur verið að banna veið-
ar á norðurslóðarþorski við austur-
strönd Kanada í tvö ár. Þar voru
veidd 350.000 tonn af þorski í fyrra,
þar af 130.000 tonn af norðurslóðar-
þorski en kvótinn af honum var skor-
inn niður úr 185.000 í 120.000 tonn
fyrr á þessu ári. Þá verður, sam-
kvæmt heimiidum Morgunblaðsins,
líklega kunngert eftir u.þ.b. viku að
annar þorskkvóti við austurströnd
Kanada verði minnkaður úr 212.000
í 100.000 tonn. Því má gera ráð fyr-
ir að þar verði veidd um 160.000
tonn af þorski í ár en 100.000 tonn
á næsta ári. Þorskurinn, sem unninn
hefur verið á Nýfundnalandi að und-
anförnu, hefur verið svo smár að
nánast hefur þurft að nota síldarflök-
unarvélar til að flaka hann.
í Bandaríkjunum fást nú 2,10
dollarar fyrir pundið af íslenskri
þorskblokk. „Með verðhækkun á
þorskblokk auka menn kaup sín á
öðrum tegundum, fyrst og fremst
Alaska-ufsa, sem hefur komið í stað-
inn fyrir þorskinn í unnu vörunni.
Nög virðist vera til af Alaska-ufsa
og verð á honum hefur lækkað úr
1,50-1,60 dollara fyrir pundið í fyrra-
sumar í 80 sent núna.“
Kanadamenn, íslendingar, Al-
askabúar, Norðmenn, Rússar Danir
og Bretar veiddu samtais 1.325 þús-
und tonn af þorski í fyrra en þorsk-
afli þeirra verður trúlega 1 071 þús-
und tonn í ár og 991 þúsund tonn á
næsta ári, þannig að þá yrði aflinn
einungis a/i af aflanum 1991.
Sjá einnig frétt á bls. 20.
I
I
>
I
i