Morgunblaðið - 04.07.1992, Side 15

Morgunblaðið - 04.07.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 15 „Þama er tvennt ólíkt á ferðinni“ eftir Svavar Gestsson Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra gaf alþingi skýrslu um EES-málið á árinu 1991 rétt fyrir kosningar. Þar greindi hann með- ferð dómsmálaþáttar EES-samn- ingsins en þróun þess máls var þá skammt á veg komin. Björn Bjarna- son alþingismaður vitnar í þessa skýrslu í blaðagrein fímmtudaginn 25. júní, bersýnilega til þess að reyna að sanna að Alþýðubandalag- ið hafi fallist á þessar dómsmálanið- urstöðu EES-samningsins strax ár- ið 1991 en hafí nú snúið við blað- inu. Einkum telur Björn að afstaða okkar til fullnustuákvæða EES- samningsins hafí breyst. Það er sjálfsagt að pólitíkusar leiki sér að því að snúa út úr hver fyrir öðrum — þannig telur almenn- ingur stjórnmálin raunar vera. En það er leiðinlegt þegar fjallað er um örlagaríkasta mál þjóðarinnar frá stofnun lýðveldis að menn skuli gera sér leik að því að ljúga til um staðreyndir. Þess vegna er þessi grein skrifuð — til þess að svara Birni Bjarnasyni ef verða mætti til þess að hann öðlaðist skilning á lykilatriðum EES-samningsins. Það er vissulega mikilvægt þar sem hann er formannsefni Davíðs Odds- sonar í utanríkismálanefnd alþingis. í skýrslu sinni vitnar Jón Baldvin til nokkurra alþjóðasamninga sem Island er aðili að til sannindamerk- is um það að í fullnustuákvæðum EES-samningsins felist engin breyting frá því sem verið hefur og ákvæðin séu því ekki stjórnar- skrárbrot. Hvaða ákvæði eru þetta? 1. Norðurlandasamningur frá 1932 um viðurkenningu dóma. 2. Lög nr. 111 frá 1972 um að- stoð í skattamálum. 3. Lög nr. 92/1962 um inn- heimtu meðlaga. 4. Mannréttindasáttmáli Evrópuráðsins. Tvennt ólíkt Þessi dæmi telur Björn Bjamason sanna að aðfararákvæði EES- samningsins standist stjórnarskrá og að Alþýðubandalagið hafí fallist á þau í sinni tíð. Hvort tveggja er rangt og útúrsnúningur í senn. Þau dæmi sem Jón Baldvin nefndi í skýrslu sinni eru ósambærileg. Ég segi reyndar fyrir mína parta: Ég hefði engar athugasemdir gert við þennan þátt EES-samningsins ef hann hefði verið sambærilegur áð- urnefndum sáttmála og lagabálk- um. Svo er alls ekki. Dr. Guðmundur Alfreðsson fjall- aði einmitt um þetta atriði í ræðu sinni á fundi lögfræðingafélagsins og sagði orðrétt: „Varðandi fram- kvæmdavalds- og dómstólaþættina hefur verið bent á að það megi hugsanlega bera saman vald eftir- litsstofnunar og dómstóls EFTA við þær viðurkenningar á aðfararhæfí erlendra stjórnsýsluathafna og er- lendra dóma sem við höfum gengist undir skv. fáeinum alþjóðasamning- um og þó aðallega Norðurlanda- samningum. Nánari athugun leiðir í ljós að þarna er tvennt ólikt á ferðinni. (Leturbreyting mín.) ' BILALEIGA Úrval 4x4 fólkabfla og station bila. Pajero jeppar o.tl. teg. Pickup-bílar meS einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bílar. Farslmar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 ~ BÍLALEIGA interRent Europcar AKUREYRAR Fáðu gott tilbo&l „Það er ekki skynsam- legt fyrir alþingismenn á fyrstu misserum starfs síns að umgang- ast stj órnarskrána án þess að sýna henni lág- marks virðingu. “ Útlendir dómstólar fá samkvæmt síðarnefndu samningunum aldrei dómsögu yfír einstaklingum eða fyrirtækjum nema þeir hafi sjálfír með gerðum sínum komist undir vald erlendra dómsögu. Á EES- svæðinu getur hins vegar EFTA- dómstóllinn fengið lögsögu án þess að þessir sömu aðilar aðhafíst nokk- uð til að kalla hana yfir sig. Ég verð þess vegna að telja að þessi samanburður eigi ekki rétt á sér.“ (Leturbreyting mín.) Með öðrum orðum: 1. Þau tilvik sem Jón Baldvin nefndi og Alþýðubandalagið gat stutt fyrir sitt leyti eru ekki sam- bærileg því ákvæði sem nú er í EES-samningnum. 2. Björn Bjarnason fer því með rangt mál. 3. Ákvæðið um aðfararhæfí í EES-samningnum er að mati dr. Guðmundar Alfreðssonar brot á stjómarskránni. Forúrskurðir verða lögteknir hér í grein minni um stjómarskrár- málið í Morgunblaðinu 17. júní flall- aði ég um svokallaða forúrskurði og fullyrti að það ákvæði stangað- ist á við stjómarskrána. Þar er gert ráð fyrir því að dómstólum aðildarríkjanna verði heimilt að leita éftir 'túlkun EB-dómstólsins á tilteknum lagaákvæðum og að túlk- un EB-dómstólsins sé þá bindandi. Jafnvel utanríkisráðuneytið lætur að því liggja að þessi framkvæmd mála væri stjórnarskrárbrot. En í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem fylgir samningnum er ekki gert ráð fyrir því að þetta ákvæði komi til framkvæmda nema með sérstöku lagaákvæði eða með stjórnarskrár- breytingu. En þetta ákvæði er í samningunum og samningana á að lögtaka. Þar með er ljóst að það getur reynt á þetta ákvæði strax í einhverju EFTA-ríkjanna og samn- ingurinn hefur verið samþykktur og þar með er ljóst að röðin kæmi að Islandi hvort sem við viljum nú eða ekki. Það er því útúrsnúningur að gera lítið úr þessu atriði — ekki Svavar Gestsson síst líka þegar þess er gætt að Evrópubandalagið taldi þetta ákvæði um forúrskurði i raun úrslit- amál af sinni hálfu við frágang samningsins. Umræður um lögfræðileg álita- efni eru fróðlegar og gagnlegar um þessar mundir. Allt of fáir íslenskir lögfræðingar hafa tjáð sig um mál- ið fram undir það síðasta. Fundur lögfræðingafélagsins markaði þátt- askil í þeim efnum. Ef lögfræðing- arnir þar hefðu skipað Qölskipaðan dómstól hefði niðurstaðan verið þessi: Helmingurinn (Ragnar Aðal- steinsson, Eiríkur Tómasson og Guðmundur Alfreðsson) taldi óhjá- kvæmilegt/skynsamlegt að breýta stjómarskránni. Hinn helmingurinn taldi stjómarskrárbreytingu óþarfa. í þeim hópi var einn lögfræðingur sem starfar fyrir utanríkisráðherra og telst því tæplega marktækur í þessum samanburði. Það er því nauðsynlegt fyrir Björn Bjarnason að gera sér grein fyrir því að marg- ir af virtustu lögfræðingum lands- ins eru þeirrar skoðunar að breyta þurfi stjórnarskránni. Það er ekki skynsamlegt fyrir alþingismenn á fyrstu misserum starfs síns að umgangast stjórnarskrána án þess að sýna henni lágmarksvirðingu. Til lítils var þá barist fyrir sjálf- stæðum þjóðríkisréttindum íslend- inga ef Björn Bjarnason talar fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Því verður ekki trúað að þeir hafí allir gleymt sögunni þó að Bjöm Bjama- son virðist hafa gleymt því sem síst skyldi. Höfundur er þingmaður fyrir Alþýðubandalagið í Reykjavík. + FJOLSKYLDUPAKK11 TJALD DR-8 + 2 SVEFNPOKAR + 2 DÝNUR 4 manna tjald úr bómull, himinn úr nælon 2 NITESTAR svefnpokarO0 2 dýnur + UNGLINGAPAKKI KULUTJALD + 1 SVEFNPOKI + HIPPAGRILL DD-200 kúlutjald úr vönduðu nælonefni 1 MARCO POLO-450 svefnpoki -20° Einfalt grillsett BORÐ+STOLAPAKKI HRINGBORD + 2 STÓLAR MALAGA Plastborð 86 O sm 2 BLÁNES plaststólar með háu baki og þykkum púðum hringdu - vid sendum bæhling Sendum einnigípósHtrðfu + VEISLUPAKKINN KÆLIBOX + PICNICSETT + POTTASETT Kælibox 32 Iftra 4 stólar og borð (tösku 3 pottar, panna og ketill Nældu þérí plGsNlboð í Seglogerðinni. Tiðldvagnasíjning FellihQsi Sólhfisgögn Bðrngferflðröm figrnð Gðsgrill Göngushór erflggrind ASTRO TJALDVAGN BREMSUBÚNAÐUR 13* FELGUR STERK GALVANISERUÐ STÁLGRIND MÁ BREYTA í BILAKERRU EINFÖLD UPPSETNING SÉRHANNAÐUR FYRIR ISLENSKAR AÐSTÆÐUR Sijning um helgina. ...þar sem ferðalagið bgrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7 • REYKJAVÍK • SÍMI91-621780 • FAX 91-623853

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.