Morgunblaðið - 04.07.1992, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992
39
FRUMSÝNIR
7
MIÐAVERÐ KR. 300
Á 5 OG 7 SÝNINGAR
ALLA DAGA
NÆSTUM OLETT
Eldf jörug gamanmynd um vandræði hjóna sem langar að eignast barn.
Það er leitað aðstoðar víða og allar aðferðir notaðar. Eitthvað róttækt
verður að gera þegar eiginmaðurinn skýtur púðurskotum. Læknirinn
(Dom deLuise) gefur góð ráð, vinur kemur til „hjálpar", en því miður
er enginn kraftur í honum.
Aðalhlutverk: Tanya Roberts (A view to a Kill), Jeff Conaway (Petes
Dragon), Dom deLuise.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11. - Bönnuð innan 14 ára.
k\M0$r
TÖFRALÆKNIRINN
Stórbrotin mynd um mann,
sem finnur lyf við krabba
meini. Stórkostlegur leikur
Sean Connery gerir þessa
mynd ógleymanlega.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
VÍGHÖFDI
Stórmynd með Robert De
Niro og Nick Nolte.
***'/, MBL. **** DV
Sýnd kl. 5 og 9.
MITT EIGIÐIDAHO
Frábær verðlaunamynd
með úrvalsleikurum.
★ ★★ Mbl.
Sýnd kl. 7.05 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
★ ★★ 'h Bíólínan
„HRAÐUROG SEXÍ
ÓGNARÞRILLER11
★ ★★ Al Mbl.
(Sumir sjá hana tvisvar).
Miðasalan opnuð
kl.4.30
Miðaverð kr. 500.
Sýnd kl. 5,9 og 11.30.
Stranglega bönnuð
innan 16ára.
★ ★★★ SV MBL.
★ ★★★ PRESSAN
★ ★★ BÍÓLÍNAN
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Bönnuðinnan14.
FREEJACK
Sýnd kl.5,7,9 og 11.
Bönnuðinnan16.
31. sýningavika. Ekki
láta þessa einstöku
mynd framhjá þér fara.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
LÉTTLYNDA RÓSA
Sýnd kl. 5,7,9og11.
SIÐLAUS...
SPENNANDI... ÆSANDI...
ÓBEISLUÐ... ÓKLIPPT...
GLÆSILEG... FRÁBÆR.
„BESTA MYND ÁRSINS11
★ ★ ★ ★ Gísli E. DV
REGNBOGINN SÍMI: 19000
■ VERSLUNARMANNA-
FELAG Arnessýslu hefur
sent Ríkisstjórn Islands eft-
irfarandi ályktun: „Aðalfund-
ur Verslunarmannafélags Ár-
nessýslu, haldinn á Selfossi
2. júlí 1992, mótmælir harð-
lega úrskurði kjaradóms um
kjör æðstu embættismanna
ríkisins. Fundurinn telur það
siðlaust að á sama tíma og
láglaunafólk fær aðeins 1,7%
launahækkun skuli hálauna-
fólki færðar kjarabætur svo
nemur tugum prósenta.
Fundurinn krefst þess að Al-
þingi verði kallað saman án
tafar og tekið verði á málinu.
Verði úrskurður kjaradóms
látinn standa mun Verslunar-
mannafélag Ámessýslu gera
kröfu um samskonar leiðrétt-
ingar fyrir sína félaga."
(Fréttatilkynning)
■ ALMENNUR félags-
fundur Sveinafélags málm-
iðnaðarmanna á Akranesi
haldinn 2. júlí 1992 fagnar
innilega þeirri niðurstöðu
kjaradóms að hæstlaunuðu
mönnum í þjóðfélaginu sé
dæmd tugir prósenta launa-
hækkun á meðan aðrir þjóð-
félagsþegnar verða að láta
sér nægja 1,7% launahækk-
un. í ljósi þessa skorar fund-
urinn á launþegasamtökin í
landinu að krefjast nú þegar
samsvarandi leiðréttingar á
sínum kjörum og beita til
þess þeim ráðum sem tiltæk
eru.
(Fréttatilkynning)
■ FUNDUR haldinn í
stjórn Verkamannafélags-
ins Hlífar, mánudaginn 29.
júní 1992, telur að dómur
Kjaradóms um tuga prósenta
hækkun á launum alþingis-
manna og fleiri embættis-
manna sé siðleysi við ríkjandi
aðstæður. Verði dómurinn
ekki dreginn til baka eða
honum hnekkt þannig að
hann komi ekki til fram-
kvæmda mun Verkamanna-
félagið Hlíf hefja baráttu
fyrir samsvarandi hækkun á
launum félagsmanna sinna
og hvetja önnur verkalýðsfé-
lög til að gera slíkt hið sama.
(Fréttatilkynning)
fttftcgmt*
bíatiiíl
I Haupmannanotn
FÆST
i BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG A RÁDHÚSTORGI
_____ \_____v_
Félagarnir forheimsku
Kvikmyndir
' Arnaldur Indriðason
Veröld Waynes („Wayne’s
World“). Sýnd í Háskóla-
bíói. Leikstjóri: Penelope
Spheeris. Handrit: Mike
Myers og Bonnie og
Terry Turner. Aðalhlut-
verk: Mike Myers, Dana
Carvey, Rob Lowe.
í gamanmyndinni Veröld
Waynes, sem hlaut miklar
og óvæntar vinsældir í
Bandaríkjunum í vor, gerir
gríndúettinn Mike Myers og
Dana Carvey út á nokkurn
veginn galtómar persónur
sem heita Wayne og Garth.
Líkt og Billi og Teddi (í
„Bill and Ted’s Excellent
Adventure" og „Bill and
Ted’s Bogus Journey") eru
þeir eins og gangandi
slangurorðabók með sitt
eigið sérstaka tungumál
(„dudespeak" eða „way-
nespeak"). Þeir eru sérstak-
lega heimskulegir í orði,
æði og athöfnum, aðhyllast
mjög hið villta þungarokk
og hrærast í veröld þar sem
sjaldan er sagt eitt orð af
viti. Af hveiju ættu þeir
ekki að verða vinsælir?
Menn hafa löngum hlegið
að heimskupörum og þessir
hafa gert þau að milljarða
króna söluvöru.
Myndin er byggð á gam-
anatriðum félaganna í hin-
um frægu skemmtiþáttum
„Saturday Night Live“.
Söguþráðurinn, svo lítils
sem hann er annars virði,
snýst um skemmtikraftana
Wayne og Garth og sjón-
varpsþáttinn sem þeir halda
úti og senda um kapalkerfi
neðan úr kjallaranum heima
hjá Wayne. Risafjölmiðill,
sem hinn sleipi og spillti
Rob Lowe er fulltrúi fyrir,
vill eignast þættina og beit-
ir bellibrögðum til að
hremma þá en félagarnir
forheimsku eru ekki dauðir
úr öllum æðum og gera
gagnárás.
Það er þó algert aukaatr-
iði. Myndin snýst fyrst og
fremst um daglegt líf og
yndi dúettsins, mótorhaus-
ana félaga þeirra, stelpurn-
ar sem þeir girnast og hina
furðulegu veröld sem þeir
hrærast í. Persónurnar
sjálfar, uppljómaðar af
barnalegum einfaldleik, eru
afar kómískar og hinir
heimskulegu tilburðir og
samtöl er fyndin á köflum,
stundum mjög fyndin, en
sumt fer líka forgörðum.
Eitthvert eftirminnilegasta
og skemmtilegasta atriðið
er þegar þeir taka undir
með hljómsveitinni Queen í
bíltúr að kvöldlagi. Annars
fá þeir fjölbreytilegt og að
mörgu leyti frumlegt grínið
sitt úr ýmsum áttum og
ekki síst úr öðrum kvik-
myndum. Þeir skopast að
t.d. auglýsingum í bíómynd-
um og grátatriðunum sem
yfirleitt vinna Óskarsverð-
launin, sjónvarpsþáttunum
hallærislegu „Mission Im-
possible” og Tortímandan-
um 2.
Veröld Waynes höfðar að
sjálfsögðu mest til ungling-
anna sem eiga örugglega
eftir að njóta þess í botn
sem flest fullorðið fólk
mundi líklegast kalla „tóma
vitleysu".
Úr gamanmyndinni Veröld Waynes.
Mafían fær á baukínn
I kröppum leik („Pay-
off“). Sýnd í Bióhöllinni.
Leikstjóri: Stuart Coo-
per. Aðalhlutverk: Keith
Carradine, Kim Greist,
Harry Dean Stanton.
í hefndartryllinum í
kröppum leik fer Keith
Carradine, sem lítur full
gáfulega út fyrir slappa
formúluhasarmynd eins og
þessa, með hlutverk manns
sem hefur harma að hefna
frá því foreldrar hans voru
myrtir að undirlagi maf-
íunnar. Hann man eftir
andliti eins morðingjans og
þegar hann sér því bregða
fyrir kominn á fullorðins-
aldur býr hann sig undir
að leggja líf morðingjans í
rúst og koma höggi á maf-
íuna í leiðinni.
Myndin hefst á afar al-
varlegum nótum þegar
hefndarþátturinn er
byggður upp en smám
saman hverfur það út í blá-
inn, sérstaklega þegar
kemur að skoplegri lýsingu
á mafíunni, sem erfitt er
að sjá að passi inní drunga-
legt andrúmsloftið. Höfuð
mafíunnar er hefndarþyrst
gamalmenni er talar um
heiður fjölskyldunnar;
tengdasonur hans, sem
stjómar í raun, er kynferð-
islega afbrigðilegur og
nógu vitlaus til að festa það
á fílmu og sonur hans, sem
erfír veldið, er eins og
fermingardrengur að
herma eftir A1 Pacino í
Guðföðurnum. Allir eru
þeir mátulega kvikindisleg-
ir og kannski sérstaklega
drengurinn sem leggur
kapp á að koma sínum eig-
in föður undir græna torfu.
Myndin fjallar um þessa
fugla á furðulega léttum
nótum og í öðru samhengi
væri það kannski fyndið en
það þarf ekki nema sjá
framan í Carradine til að
vita að hann a.m.k. tekur
þetta alvarlega. Persóna
hans er ákaflega þreytt og
klisjukennd. Carradine er
þessi hefðbundni einfari
sem hefur það eina hlut-
verk í lífinu að hefna sín
og ætlar að gera það með
þvf að ræna öflugt spilavíti
í eigu mafíunnar. í leiðinni
hittir hann FBI-konuna
Kim Greist og við tekur hið
vemmilegasta ástaræfin-
týri, sem að auki gerir
myndina leiðinlega lang-
dregna.
Carradine bætir engu við
klisjuna en Harry Dean
Stanton er ljós punktur
sem leigumorðingi mafí-
unnar, skemmtilega ósvíf-
inn og svalur eins og hans
er von og vísa. Annars er
lítið í myndina varið. Hún
er bara enn ein lumman
úr hasarmyndagerðinni
vestra.