Morgunblaðið - 04.07.1992, Side 41

Morgunblaðið - 04.07.1992, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 41 HEILRÆDI Ef bfllinn bilar, reynum þá að koma honum vel til hliðar, svo ekki skapist hætta fyrir aðra vegfarendur. Komum heil heim. Landnýting - landvernd * Frá Má Haraldssyni, Jóni Karls- syni, Haraldi Sveinssyni og Sveini Ingvarssyni: VIÐ undirritaðir fulltrúar í sam- ráðsnefnd sveitarfélaga í austan- . verðri Árnessýslu um afréttarmál viljum koma á framfæri athuga- semdum vegna blaðafregna í vetur og.,vor um að i ráði sé að friða alla frétti á Suður- og Suðvesturlandi fyrir sauðfjárbeit, Við höfum í vetur og vor setið þrjá fundi með fulltrúum Land- græðslu ríkisins og Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins þar sem fram fóru umræður um afréttarmál og þar hefur landgræðslustjóri ítrekað fullyrt að ekki komi til greina einhliða lokun af hálfu Land- græðslunnar. Enda hefur því frá uphafi verið haldið fram af hálfu heimamanna að forsendur skorti fyrir slíku þegar í fé hefur fækkað svo mjög sem raun ber vitni auk þess sem sveitarfélög- in hafa lagt verulegar fjárhæðir til i landgræðslu og landvemdar. Landgræðslan hefur raunar lýst vilja sínum til að standa við fyrir- I heit í lögum um enn frekara sam- starf við sveitarfélögin um upp- græðslu á afréttum og er nú á döf- inni gerð landgræðsluáætlunar fyrir einn þessara afrétta með áfram- haldandi nýtingu í huga. Okkur koma því á óvart síendur- teknar fullyrðingar um að Land- græðslan, í samvinnu við landbún- aðarráðuneytið, sem einungis hefur sent áheymarfulltrúa á tvo áður- Pennavinir Átján ára japönsk stúlka með á mikinn íslandsáhuga. Einnig með tónlistardellu: Ayumi Kudo, i 12-1 Satomi Fukudate Tokiwa- mura, Minamitsugaru-gun, á Aomori 038-12, * Japan. Nítján ára nígerískur piltur með mikinn íslandsáhuga: Damian Diala, 42 Bale Street Oloti, Apapa, Lagos, Nigeria. Frímerkjasafnari í Brasilíu vill komast í samband við íslenska safn- ara með skipti í huga: Antonio Luiz Amato, Av. Pres. Costa e Silva, 99, Jd. Helena Maria - Osasco, | 06250-000 - SP - Brasil. Frá Ítalíu skrifar stúlka fyrir 4 hönd bekkjarsystkyna sinna sem em 14-15 ára gömul og langar að eignast pennavini hér á landi: 4 Sara Rabbia, Liceo Scientigico-Linguistico, Piazza Bavo 2, 12045 Fossano (CU), Italy. nefndra funda, stefni að friðun þeirra afrétta sem við emm fulltrú- ar fyrir. Er það von okkar og ósk að þeir fréttamenn sem um þessi mál fjalla í framtíðinni kynni sér málin og frá fleiri sjónarhomum en tíðkast hef- ur, því öll hljótum við að stefna að auknum skiiningi og betri samstöðu um landnýtingu og landvemd. MÁR HARALDSSON, Háholti, Gnúpveijahreppi, JÓN KARLSSON, Gýgjahólskoti, Biskupstungum, HARALDUR SVEINSSON, Hrafnkelsstöðum, Hmnamannahreppi, SVEINN INGVARSSON, Reykjahlíð, Skeiðum. Rusl- póstur og verðmæta- póstur Frá Erling Erlingssyni: OKKUR hjá ísafoldarprentsmiðju hf. þótti vænt um að lesa ummæli Víkveija í blaðinu þann 26. júní sl., varðandi mslpóst. Við emm sömu skoðunar og leggjum okkur fram um að senda fólki verðmæta- póst í stað raslpósts. Þann 16. júní sendum við til dæmis 12.000 einstaklingum, skól- um og stofnunum hér á landi og erlendis bréf sem hafði að geyma upplýsingar um nýja Dansk- íslenska orðabók sem kemur út á vegum forlagsins í ágústmánuði. Fyrir utan upplýsingamar var einn- ig pöntunarseðill sem gaf þessum aðilum kost á að kaupa bókina með 15% afslætti, ef viðkomandi bregst við fyrir áramót. AUt þetta væri svo sem ekkert merkilegt í þessari umræðu ef umslagið hefði verið venjulegt, en svo var ekki. Hvert einasta umslag var tvístimplað og á því nýtt frí- merki tengt íslenskum iðnaði, þ.e.a.s. þetta vora fyrstadagsum- slög. Þessi umslög eiga með tíman- um eftir að verða verðmæt og á þennan hátt stuðlar ísafoldarprent- smiðjan hf. að því á einfaldan hátt að breyta dæmigerðum mslpósti í verðmætapóst. ERLING ERLINGSSON, útgáfustjóri ísafoldarprentsmiðju Þingholtsstræti 5, Reykjavík. VELVAKANDI BARNASKOR BLÁIR bamaskór nr. 20 fund- ust í Breiðholti 26. júní. Upplýs- ingar í síma 72405. VÍDEÓTÖKU- VÉL PANASONIC M5-vídeótökuvél var tekin traustataki fyrir nokkmm dögum. Spennubreytir sem henni fylgdi var hins vegar skilinn eftir og getur það valdið tjóni á vélinni að nota annars konar spennubreytir. Vinsam- legast látið vita í síma 625571 ef tökuvélin hefur fundist. Fund- arlaun. GALLAJAKKI NÝR grænblár • jogging-galla- jakki með basebalimynd á tap- aðist við Elliðavatn fyrir skömmu. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 41081. ÓSANNGJARN- AR LAUNA- HÆKKANIR Valgerður Eyvindsdóttir: ÉG GET ekki látið ógert að tjá mig um þessar launahækkanir sem hinir æðstu embættismenn þjóðarinnar em að fá núna. Hvernig er það hægt að væla í fjölmiðla eins og Salóme Þor- kelsdóttir forseti Alþingis sem hækkar úr 175 þúsund krónum á mánuði í 380 þúsund krónur á mánuði. Ég og mín fjölskylda höfum ekki efni á að lifa — maðurinn minn er opinber starfsmaður með 61.513 krónur í mánaðarlaun eftir hækkun. Við eram með tvö böm undir þriggja ára aldri og stöndum í íbúðarkaupum eins og svo margir aðrir. Mig langar til að biðja Salóme Þorkelsdóttur og hina æðstu embættismenn þjóð- arinnar að gefa mér, og svo mörgum öðram sem era í okkar aðstöðu, einhver ráð til að ná endum saman. Þökkum fyrir öll þau ráð sem þið getið gefið okk- ur, með ósk um ráðleggingar og svör sem fyrst. í MDGLUM MÆLI Auðunn Bragi Sveinsson: ÉG HEF tekið eftir því að orða- sambandið „í stórum stíl“ hefur vaðið uppi í fjölmiðlum undan- farið en það er ekki góð íslenska og reyndar ekki annað en danska. Betur fer á því að nota orðasambandið „í miklum mæli“. KETTLINGAR KETTLJNGAR fást gefins. Upp- lýsingar í síma 45744. HVERJIR SITJA í KJARADÓMI? Guðmunda Egilsdóttir, Suður- braut 6, Hafnarfirði: MIG langar til að spyijast fyrir um hverir eru í Kjaradómi, það hefur hvergi komið fram. Dómendur kjaradóms eru: Jón Finnsson hrl., Jónas Aðal- steinsson hrl., Ólafur Nilsson löggildur endurskoðandi, Brynj- ólfur Sigurðsson prófessor og Jón Þorsteinsson fyrrv. alþingis- maður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.