Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 KNATTSPYRNA Bröndby ridará barmi gjald- þrots EITT frægasta knattspyrnufé- lag Danmerkur, Bröndby riðar á barmi gjaldþrots og verður að öllum líkindum tekið til skipta. Hákon Gunnarsson skrifarfrá Danmörku Párhagsstaða Bröndby hefur verið slæm eftir vafasamar flárfestingar. Félagið keypti stóran hlut í InterBank fj ármögnunarfyrir- tækinu en eftir hall- andi gengi hjá Bröndby í deildinni þá hríðféllu hlutabréf félagsins í verði. Forráðamenn lýstu því yfir fyrir þremur mánuðum að það hefði kaupanda að félaginu en nú hefur verið tilkynnt að sá kaupandi er „Hafnia", tryggingarfyrirtæki sem á í miklum fjárhagskröggum. Talið er líklegt að kaupin á Bröndby verði felld á stómarfundi fyrirtækisins í dag. Bröndby hefur lengst af átt mik- illi velgengni að fagna í Danmörku og meðal annars unnið danska meistaratitilinn fimm sinnum frá árinu 1985. í vetur fór að ganga illa, liðið hafnaði í 7. sæti af átta í úrvalsdeildinni dönsku og Morten Olsen, þjálfari liðsins, var látinn fara frá félaginu. Þrír af nýkrýndum Evrópumeist- urum Dana, léku með Bröndby á síðasta keppnistímabili, þeir John Jensen, Kim Christofte og Kim Wilfort. FRJALSIÞROTTIR / OLYMPIULEIKARNIR I BARCELONA /fiRLWR FOLK ■ CHRIS Waddle, sem nýlega gekk til liðs við Sheffield Wed- nesday, segir að Bernard Tapie, forseti Marseille, hafi neytt hann til að fara frá félaginu. Hann seg- ist hafa viljað leika áfram í Frakk- landi, en Tapie hafi komið í veg fyrir það með því að krefja frönsk félög um helmingi hærri upphæð en ensku félögin hefðu þurft að borga. ■ WADDLE segir að Tapie hafi logið að fjölmiðlum þegar hann hafi sagt að hann, Waddle, vildi fara frá Marseille. ■ IVICA Osim, fyrrum landsliðs- þjálfari Júgóslavíu í knattspymu, hefur skrifað undir þriggja ára samning við gríska félagið Pana- thinaikos. Osim kom júgóslavn- eska landsliðinu í úrslitakeppni Evr- ópukeppni landsliða, en liðinu var vikið úr keppni skömmu áður en hún hófst, vegna viðskipta- og sam- skiptabanns Öryggisráðs Samein- uðuð þjóðanna á Júgóslavíu. ■ RUMENSKA knattspyrnuliðið Steaua Búkarest hefur ráðið Ang- hel Iordanescu sem þjálfara, og á hann að sjá um að endurvekja foma frægð félagsins. Hann þjálfaði liðið árin 1988-1990, en hefur þjálfað knattspyrnulið á Kýpur sl. tvö ár. ■ FRANSKI landsliðsmaðurinn Alain Roche, sem leikið hefur sem fríherji með Auxerre, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Par- is St. German. Liðið er einnig á höttunum eftir þýska sóknarmann- inum Jiirgen Klinsmann, en hann hefur leikið með Inter Milan upp ■ LEIKMENN Atletico Madrid fengu 2,4 millj. ísl. kr. á mann fyr- ir að verða bikarmeistarar á Spáni. M BORDEAUX gekk frá ráðn- ingu Rolland Courbis sem þjálf- ara í gær. Hann tekur við af Ger- not Rohr sem sagði upp eftir að hafa komið félaginu upp í 1. deild í vor. ÞÝSKA hlaupadrottningin Katr- ín Krabbe ákvað í gær að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum í Barcelona, sem verða settir eftir þrjár vikur. Stöllur hennar, Grit Breuer og Silke Möller, tóku sömu ákvörðun. Stöllumar þijár vom ásakaðar um að hafa haft rangt við í ljfyaprófi í byijun árs og í fram- haldi vora þær úrskurðaðar í fjög- urra ára keppnisbann. Gerðadómur Alþjóða fijálsíþróttasambandsins aflétti banninu um síðustu helgi vegna formgalla og staðfesti þar með niðurstöðu laganefndar þýska fijálsíþróttasambandsins frá því í byijun apríl. Stúlkunum var þar með heimilt að taka þátt í Ólympíu- leikunum, en þegar til kastanna kom treystu þær sér ekki til þess. Talsmaður íþróttafélags þeirra sagði að útlit væri fyrir að Möller hætti keppni fyrir fullt og allt. Jos Hermens, framkvæmdastjóri Krabbe, sagði að málið hefði haft mikil áhrif á hlaupadrottninguna. „Síðustu fimm mánuðir hafa verið erfíðir og ekki var á álagið bæt- andi. Það gengur ekki að segja að málinu sé lokið og nú verði allt eins og áður. Það er erfitt að ná sér á strik á nokkram vikum.“ Krabbe sagði fyrr í vikunni að erfitt hefði verið að einbeita sér að æfingum og málið hefði haft áhrif á taugarnar. „Ég fer ekki til Barce- lona til að gera mig að fífli," sagði hún s.I. þriðjudag, en í fyrradag var hún óvænt tekin í lyfjapróf fyrir og eftir æfingu. Krabbe sigraði í 100 m og 200 m hlaupi á HM í Japan í fyrra, en hefur ekki sýnt fyrri styrk að und- anfömu og hafði aðeins tryggt sér sæti í þýsku boðhlaupssveitinni á ÓL en ekki í einstaklingsgreinum. Gert er ráð fyrir að íþróttafélag hennar gefi út yfirlýsingu um málið í dag. Katrfn Krabbe verður ekki á hlaupabrautinni á Ólympíuleikunum í Barcelona. Krabbe keppir ekki á Ólympíuleikunum LYFJAMISNOTKUN Morgunblaðið/Steinþór Dennis Cabot ásamt unnustu sinni að ofan en íbygginn á svip til hliðar. Gróðafíkn, útlit og von um árangur LYFJAMISNOTKUN íþróttamanna hefur verið íbrennidepli und- anfarin misseri. Þekkt íþróttafólk hefur fallið á lyfjaprófum og annað fengið uppreisn æru, en ekki sýnt fyrri styrk samanber Ben Johnson. Sumir hafa viðurkennt misnotkunina i kjölfar niður- staða lyfjaprófa, en aðrir eru ekkert nema sakleysið uppmálað, þrátt fyrir að rannsóknir og fleira bendi til annars. Breski vaxtar- ræktarmaðurinn Dennis Cabot viðurkenndi steraneyslu í sam- tali við Morgunblaðið og sagði hana mun algengari en ætlað væri. Dennis sagði að ekkert væri auðveldara en að verða sér úti um stera í líkamsræktarstöðvum •■■■■■ og málið væri ósköp Eftir einfalt. Söluaðilar Steinþór hugsuðu fyrst og Guöbjartsson fremst um hagnað- inn, íþróttamenn um afrek, frægð og frama og almenn- ingur um bætt útlit. „Hvað mig varðar þá vildi ég ná Iengra í vaxtarrækt. Ekki með keppni í huga heldur hvað útlitið varðar. Ég tel mig þekkja efnin, sem ég notaði, áhrif þeirra og auka- verkanir. Ég tók töflur af og til í ár, en er ánægður með útlitið og hef ekki neytt þeirra síðan í októ- ber á síðasta ári.“ Milljón í hagnað á viku Þekkt er að eiturlyfjasalar svífast einskis til að koma eitrinu á markað og stjórnar gróðafíknin gerðum þeirra. Dennis sagði að sama væri uppi á teningnum varðandi sterana og væra miklir peningar í spilinu. „Mánaðarskammtur kostar í Bret- landi um 25 pund [um 2.500 ÍSK] miðað við fyórar töflur á dag, en margir láta sér það ekki nægja og borga um 100 pund [um 10.000 ÍSK] fyrir mánaðarskammtinn og jafnvel meira. Þetta er stórgróða- fyrirtæki fyrir þá sem stjórna söl- unni og þeir stærstu eru að fá um 10.000 pund (um milljón ÍSK] á viku.“ Árangur háður steranotkun Þegar þekkt íþróttafólk fellur á lyfjaprófi er stöðugt vitnað í hneis- una, sem kanadíski spretthlaupar- inn Ben Johnson varð fyrir á Ólymp- íuleikunum í Seoul 1988. Hann seg- ist sjálfur hafa verið blóraböggull, því flest af fremsta fijálsíþróttafólki notaði stera og hefði það verið tek- ið sömu tökum og hann var væri engin keppni. Dennis tók í sama streng. „Þessi lyf eru bönnuð í íþróttakeppni, en hvað á íþróttamaður, sem vill ná langt, að gera? Ef hann ætlar að vera samkeppnisfær verður hann að taka stera eins og hinir. Misnotk- unin er það útbreidd að menn neyð- ast til að dansa nieð stefni þeir á toppinn. Þeir bestu fá gríðarlegan fjárhagslegan stuðning og era á grænni grein og því taka menn áhættuna. Lyfjapróf, eins og þau hafa verið framkvæmd, hafa ekkert verið nema sýndarmennska og þess era mörg dæmi að íþróttafólk hefur hreinlega getað hagað sér að vild og forðast próf á óheppilegum tíma. En sumir falla á lyfjaprófi og þar með er draumurinn um frægð og frama úti.“ Fræðsla mikilvæg Dennis viðurkenndi að steranotk- un gæti verið hættuleg. „Allt, sem gert er í óhófi er hættulegt. Menn verða að vita hvað þeir eru að gera og það er ekki nóg að segja að þetta sé slæmt fyrir þig heldur verð- ur fræðsla að fylgja. Mér vitanlega hefur ekkert dauðsfall verið rakið beint til steraneyslu, en aukaverk- anir eru þekktar og betra er að byrgja brunninn áður en barnið fell- ur ofan í hann.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.