Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 155. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 11. JULI 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: Noriega hlaut 40 ára fangelsisdóm Miami. Reuter. MANUEL Noriega, fyrrverandi einræðisherra Panama, var í gær dæmdur í 40 ára fangelsi í Flórída fyrir að hafa leyft Me- dellin-eiturlyfjahringnum kol- umbíska að nota Panama sem bækistöð fyrir kókaínsmygl til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn gerðu innrás í Panama árið 1989 til að koma Noriega frá völdum og draga hann fyrir rétt. Varnarræða Noriega var þriggja stunda löng og sagðist hann vera fómarlamb pólitískra ofsókna Bandaríkjastjórnar. Tékkóslóvakía: Frumvarp um skiptingu ríkisins Prag. Reuter. Frumvarp ríkisstjórnar Tékkó- slóvakíu um skiptingu landsins í tvö sjálfstæð ríki var lagt fram i gær. Samkvæmt því munu Tékkar og Slóvakar verða með aðskilin fjárlög fyrir árið 1993 en munu þó halda áfram samvinnu í utan- ríkis- og varnarmálum og nokkr- um öðrum málaflokkum. Nefndir þingsins fá eina viku til að ræða frumvarpið áður en það verður lagt fyrir deildir þess. í sept- ember munu þingdeildir Tékka og Slóvaka síðan semja um skiptinguna í smáatriðum. Úrslit þingkosning- anna í síðasta mánuði urðu til þess að dregin voru enn skarpari skil en áður á milli landshlutanna tveggja og ljóst varð að klofningur landsins yrði ekki umflúinn. Eftir kosningarnar urðu leiðtogar Tékka og Slóvaka, Vaclav Klaus og Vladimir Meciar, sammála um að mynda stjórn sem hefði það megin- verkefni að skipta ríkinu í tvennt með sem minnstum sársauka. Forsætisráðherra ávarpar leiðtoga RÖSE Davíð Oddsson, forsætisráðherra, ávarpaði í gær leiðtoga Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE/CSCE)_en fundur þeirra fór fram í Helsinki í Finnlandi. í ræðu sinni lagði forsætis- ráðherra áherslu á þann árangur sem samstarf aðildarríkjanna á þessum vettvangi hefði skilað. Meginreglur RÖSE hefðu veitt frelsisöflunum í ríkjum kommúnismans siðferðislegan styrk er þau risu upp gegn ógnarstjórninni. I ræðunni sagði forsætisráðherra m.a.: „Þrátt fyrir þau umskipti sem átt hafa sér stað frá tímum kalda stríðsins, er heimsmyndin sen við hefur tekið ekki eins fög- ur og vonast hafði verið til. Þeir, sem héldu að hrun kommúnismans myndi hafa í för með sér varanlegan frið og stöðugleika í Evrópu, hafa orð- ið fyrir vonbrigðum." Vísaði Davíð til ófriðarins í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu og svæðisbundinna átaka á landsvæði því sem áður heyrði Sovétríkjun- um til. Hvatti hann og til þess að samið yrði sem fyrst um brottflutning herafla Rússa frá Eystra- saltsríkjunum. Reuter Serbar láti gerðir fylgja orðum og hætti hernaði Atlantshafsbandalagið og V-Evrópusambandið senda herskip og flugvélar að strönd- um Júgóslavíu - Jeltsín Rússlandsforseti varar við hættunni á ofríki þjóðernissinna Keuter Hermaður úr röðum Serba skýlir sér bak við skriðdreka í bosnísku þorpi í gær. Barist var víða um landið og leyniskyttur skutu á íbúa í höfuðborginni Sarajevo. Serbar sækja nú að borginni Mostar og sagði Taryug-fréttastofan í Belgrad að þeir hefðu fellt yfir hundrað Króata og múslima en ekki var hægt að staðfesta þær fregnir. • • Utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundi ROSE: inga. „Þjóðir heims krefjast þess nú að Júgóslavar láti gerðir fylgja orð- um. Við höfum heyrt nógu mörg fögur orð,“ sagði utanríkisráðherr- ann. Sumir þjóðarleiðtoganna voru lítt ánægðir með að átökin í Bosníu skyldu taka svo mikið af tíma fund- armanna. Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, kvaddi sér hljóðs þegar ályktunin um stríðið í Bosníu hafði verið samþykkt og sagði m.a. að herseta Rússa í Eystrasaltslönd- unum væri alþjóðlegt vandamál sem varðaði öryggi allrar álfunnar. Samþykkt var á fundi RÖSE að stofna sérstakt embætti fulltrúa fyr- ir minnihlutahópa. Borís Jeltsín, for- seti Rússlands, varaði menn við hættunni af öfgafullri þjóðernis- stefnu og sagði að svo gæti farið að hún yrði „mesta plága“ næstu aldar. Hann tók undir hugmyndir George Bush Bandaríkjaforseta um að stofnað verði alþjóðíegt herlið er hægt verði að senda með skömmum fyrirvara til svæða þar sem hætta sé talin á átökum. RÖSE ákvað að settur yrði á laggirnar nýr vettvang- ur fyrir afvopnunarviðræður í Vín og verður þar fjallað um hefðbundin vopn af öllu tagi. Áður en fundi RÖSE lauk var undirritaður samningur 29 ríkja, þ.á m. Bandaríkjanna og Rússlands, þar sem þau skuldbinda sig til að fækka í herliði sínu milli Atlantshafs og Úralfjalla. Sjá ennfremur viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra á bls. 19. Helsmki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. ÖLL ríkin, 51 að tölu, sem tóku þátt í leiðtogafundi Ráðstefnunn- ar um öryggi og samvinnu í Evr- ópu (RÖSE) í Helsinki, sameinuð- ust í gær um lokaályktun þar sem Serbar voru sagðir bera „mesta ábyrgð“ á stríðinu í Bosníu- Herzegovínu. Auk þess tóku tveir fundir, annars vegar fundur utan- ríkisráðherra aðildarríkja Vest- ur-Evrópusambandsins (VES) og hins vegar fundur utanríkisráð- herra Atlantshafsbandalagsins (NATO), efnislega samhljóða ákvarðanir um að auka þrýsting á Serba. Herskip og flugvélar verða send til Adríahafs til að hindra siglingar skipa sem bijóta viðskiptabann Sameinuðu þjóð- anna. Þessi viðbrögð eru í sam- ræmi við lokaskjal RÖSE-fundar- ins um nýja þætti samstarfsins. Þar er m.a. sagt að RÖSE geti beðið hernaðarsamtök um aðstoð við að tryggja frið. VES gerir ráð fyrir að senda 4-6 skip en óljóst er hve mörg skip NATO sendir en talið að þau verði úr fastaflota bandalagsins. Aðildar- ríki VES, sem eru níu, eru öll aðilar að NATO og hefur sambandið ekki áður samþykkt sameiginlegar að- gerðir herafla ríkjanna. í júgóslavneska ríkjasambandinu eru nú aðeins Serbía og Svartfjalla- land og eru Serbar ráðandi í sam- bandinu. Júgóslavía var útilokuð frá RÖSE-fundinum en nýr forsætisráð- herra landsins, Milan Panic, sem er bandarískur ríkisborgari en af serb- neskum ættum, kom fyrirvaralaust til Helsinki í gær. Hann vildi ræða friðarlíkur við fulltrúa á fundinum og hitti að máli fulltrúa Bandaríkj- anna og Rússlands auk þess sem hann ræddi við Franjo Tudjman, forseta Króatíu. Panic sagðist ekki myndu láta Slobodan Milosevic, for- seta Serbíu, koma í veg fyrir friðar- tilraunir sínar. „Ég mun sinna mín- um verkefnum og hann sínum, Guð hjálpi honum ef hann reynir að bregða fyrir mig fæti,“ sagði Panic. Sumir stjórnmálaskýrendur álíta að að ummælin séu pólitískt herbragð sem ætlað sé að milda álit umheims- ins og fá viðskiptabanninu aflétt. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist hafa tjáð Panic að Serbar yrðu að hlíta öllum skilyrðum SÞ, hætta strax öllum hemaði og tilraunum til landvinn- Laxaft- urí Rln Metz, Frakklandi. Reuter. LAXAGENGDAR hefur orðið vart í Rín, en lax hefur fúlsað við fljótinu í yfir tvo áratugi vegna mengunar. Þrír laxar veiddust fyrir skömmu nálægt Köln í Þýskalandi og telja menn það merki um að vel hafi tekist til við að draga úr mengun eftir að svissneska efnaverksmiðjan Sandoz drap mest allt líf í ánni þeg- ar mikið magn eiturefna slapp frá henni árið 1986. Nefnd sérfræðinga Rínar- landa ætlar að fjárfesta sem svarar um 130 milljónum ÍSK til að auka laxagengd í fljótinu og verður tveimur milljónum seiða sleppt í það á næstu fjórum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.