Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 23
seei Liui.ri huoaujiaouaj uiöAueviuoaoM SS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1992 23 Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Unnið að hleðslu i göngum. Teikning af torfbænum. Jökuldalur: Endurbyggður 150 ára gamall torfbær Vaðbrekku, Jökuldal. HAFIN er endurbygging gamla torfbæjarins á Sænautaseli í Jökul- dalsheiði. Bær þessi mun að stofni til byggður 1843 en þar var búið í hundrað ár að undanskildum sex árum eftir öskufallið 1875. Sæ- nautasel fór í eyði 1943, en síðustu ábúendur þar voru Guðmundur Guðmundsson og Halldóra Eiríksdóttir. Jökuldalshreppur keypti jörðina 1943 og hefur átt hana síðan, en ekki nytjað að marki nema til haga- göngu búíjár af Jökuldal og til sil- ungsveiða úr Sænautavatni, sem er að mestu leyti innan íanda- merkja Sænautasels. Jökuldalshreppur er þessvegna framkvæmdaaðili verksins og kost- ar það að mestu. Það var fyrir forgöngu Auðuns Einarssonar og bama síðustu ábú- enda að umræður hófust um upp- byggingu bæjarins. í vor barst síðan bréf til hreppsnefndar Jökuldals- hrepps frá Auðuni Einarssyni er innihélt eins og segir í fundargerð Tori Amos á Hótel Borg’ BANDARÍSKA söngkonan Tori Amos heldur tónleika á Hótel Borg dagana 23. og 24. júlí n.k. Tori Amos hefur að undanfömu vakið athygli fyrir hljómplötu sína Little Earthquakes. hreppsnefndar „teikningar af bæn- um, efnisáætlun og kostnaðaráætl- un þumalfingurs". Var bréfið tekið fyrir á fundi hreppsnefndar 20. júní sl. og samþykkt þar að fela oddvita að hefja framkvæmdir. Vom í fram- haldi í því ráðnir menn til verksins þeir Auðunn Einarsson og Sveinn Einarsson frá Hijóti og Páll Bene- diktsson á Hákonarstöðum. Fram- kvæmdir hófust síðan í byijun júlí. Að þeim vinna ásamt áðumefndum mönnum unglingavinnuflokkur Jökuldalshrepps sem er skipaður unglingum 10 ára og eldri. Einnig koma að verkinu sjálfboðaliðar og áhugamenn um verkið. Að sögn oddvita, Amórs Bene- diktssonar, miðar verkinu vel áfram en hann hvetur alla þá er áhuga hafa á verkinu að koma og leggja því lið. Áætlað er að ljúka uppbygg- ingu bæjarins, það er að koma hon- um undir þak og þilja innan eldhús og baðstofu ásamt skemmu og skemmulofti, fyrir haustið svo hægt verði að leigja bæinn út til hrein- dýraveiðimanna um hreindýraveiði- tímann í haust. - Sig. Að. íslandsvika í Finnlandi: íslenskir listamenn landi sínu til sóma Grindavík. FJÖLBREYTTRI íslandsviku sem efnt var til í finnsku heim- skautsbaugsborginni Rovani- emi, en hún liggur álíka norðar- lega og Grímsey, lauk nýverið. Ferðamálaráð borgarinnar stóð að íslandskynningunni sem sam- anstóð af myndlistarsýningum, kvikmyndasýningum, söng- skemmtunum og hljómleikum, auk þess sem Hilmar Jónsson mat- reiðslumaður sá um kynningu á íslenskum mat á einu hóteli borg- arinnar. Þá var samhliða íslandskynn- ingunni efnt til vináttudaga Ro- vaniemi og Grindavíkurbæjar, en vinbæjartengsl þessara bæja hafa staðið í þrettán ár. íslandsvikan hófst formlega þriðjudaginn 16. júní þegar Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra opnaði þijár myndlistasýningar, málverkasýningu Vilhjálms Bergs- sonar, grafíksýningu ellefu lista- manna á vegum Norræna hússins og ljósmyndasýningu Kristins Benediktssonar á myndum frá Grindavík auk farandljósmynda- sýningar á vegum Norræna húss- ins með myndum frá íslandi þegar seinni heimsstyijöldin stóð yfir. Málverka- og grafíksýningin voru í Lappia-húsinu, sem er einskonar Norræna hús staðarins, en ljós- myndasýningin frá Grindavík var í ráðhúsinu og stríðsárasýningin í bókasafninu. Eftir opnunarathöfnina var há- tíðardagskrá í hljómleikasal Lapp- ia-hússins, en þar fluttu ræður Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra, Matti Pelttari borgar- stjóri Rovaniemi og Halldór Ing- varsson bæjarfulltrúi í Grindavík. Að ræðuhöldum loknum spiluðu félagar úr Harmonikkuunnendum frá Reykjavík, barnakór Tónlist- arskólans í Hafnarfirði spilaði og söng undir stjórn Guðrúnar Ás- björnsdóttur við undirleik Kristj- önu Þórdísar Ásgeirsdóttur, Elín Ósk Óskarsdóttir söng einsöng við undirleik Ólafs Vignis Albertsson- ar auk þess sem Elín Ósk stjóm- aði söng Rangæingakórsins. Þá fluttu finnsk böm bamaó- pem eftir Eyjólf Ólafsson tónlist- arkennara sem hann stjómaði og Morgunblaðið/Kr.Ben. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra opnar Islandsvikuna. Hilmar Jónsson matreiðslumaður ræðir við ánægða matargesti um íslenska lambakjötið. Vilhjálmur Bergsson listamað- ur (til hægri) við eitt málverka sinna, en margir skoðuðu sýn- ingarnar á opnunardaginn. spilaði undir, en Eyjólfur hefur verið búsettur í Rovaniemi í nokk- ur ár og kennt bömum tónlist Næstu daga héldu kóramir söngskemmtanir og Harmonikku- unnendur spiluðu víða um borgina, meðal annars vom heimsóttir skól- ar, sjúkrahús, elliheimili og versl- unarkringlur, auk þess sem kirkju- kór Grindavíkurkirkju söng í Ro- vaniemikirkju undir stjórn Siguróla Geirssonar ásamt bamakór Tón- listarskóla Hafnarfjarðar. Vöktu Islendingamir mikla athygli og var gerður góður rómur af flutningi þeirra. Vegna vinabæjatengsla Rovani- emi og Grindavíkurbæjar áttu bæjarfulltrúar Grindavíkur, sem voru meðal gesta, fundi með ráða- mönnum Rovaniemiborgar og lögðu Finnarnir til að reynt yrði að auka viðskipti á milli staðanna og sýndu mikinn áhuga á að kaupa fisk af Grindvíkingum og munu þau mál vera í athugun. Kr.Ben. i | Hella: Nýr frjálsíþróttavöllur í augsýn Hellu. FYRSTA skóflustungan var tek- in að nýjum frjálsíþróttavelli fyr- ir skömmu á Hellu. Framtak þetta er unnið eftir samvinnu- samningi ungmennafélagsins á staðnum og Rangárvallahrepps. Nýju lífi hefur verið blásið í Ungmennafélagið Heklu og er mikill áhugi meðal barna og unglinga á fijálsum íþróttum en félagið stendur fyrir margs kon- ar íþróttaæfingum. Nýi völlurinn er staðsettur aust- an við grunnskólann og nokkru norðar en gamli völlurinn sem reyndar var aðeins möl og tvö mörk. Nýi völlurinn verður grasi gróinn með hlaupabrautum, kast- og at- rennubrautum. Þá verða útbúin áhorfendastæði austan vallarins við Heiðvang og skjólgarður norðan vallarins. íþróttafólk mun geta not- að búningsaðstöðu sundlaugarinnar sem haft var í huga þegar valinn var staður fyrir völlinn auk þess sem þetta þykir skjólsæll reitur í þorpinu. Áætlað er að taka völlinn í notkun að ári. - AH Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Friðsemd Hafsteinsdóttir, formaður Ungmennafélagsins Heklu tekur fyrstu skóflustunguna að nýjum frjálsíþróttavelli á Hellu. £LANTI^A ...þessi með betri htíðamar - btltínn sem ber af • 4 dyra stallbakur • 114 hcstafla vél. •16 ventla. • Tölvustýrð fjölinnspýting. • 5 gíra beinskipting eoa 4 þrepa tölvustýrð sjálfckipting. • Rafdrimar rúður og samlæsing á hurðum. • Hvaríakútur. HYunoni ...til framtíðar Vcrðfrá; 1.049.000,-kr. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 68 12 00 ÖRKIN 2114-28*21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.