Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1992 fclk f fréttum SNIGLARNIR Haldið upp á hjóladaginn Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, héldu hátíðlegan svokallaðan hjóladag síðastliðinn laugardag. Sniglamir óku í hóp um höfuðborgarsvæðið og söfnuðust síð- an saman á Austurvelli, þar sem flutt voru ávörp um málefni bifhjóla- manna. Meðal ræðumanna var Ámi Johnsen alþingismaður, snigill nr. 500. Einnig fjölluðu þeir Steini Tótu, snigill nr. 161, og Hlöðver Gunnars- son, snigill nr. 272, um umferðarátak Sniglanna og leiðir til að draga úr hraðakstri á vegum landsins. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Júlíus Sterkasti maður í heimi, Magnús Ver Magnússon, ásamt umboðsmannin- um Howard Kruger, en meðal þeirra sem hann hefur starfað fyrir og komið á framfæri eru Michael Jackson, Julio Iglesias og Rudolf Nurey- ev. SONGUR Lauk áttunda stigi í söng með hæstu einkunn Ung Dalastúlka, Hanna Dóra Sturludóttir, lauk nú í vor átt- unda stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík með glæsilegum árangri, en hún hlaut hæstu einkunn sem gefin hefur verið við söngskólann fram að þessu, 145 stig af 150 mögu- legum. Hanna Dóra er fædd og uppalin í Búðardal. Hún hefur undanfarin ár lagt stund á söng og tónlistamám. Aðalkennari hennar í söng hefur undanfarið verið Snæbjörg Snæ- bjamardóttir. Hanna Dóra hefur sótt námskeið í söng til Þýskalands og Austurríkis. Hún hefur sungið með Háskólakóm- um og tekið þátt í sýningum í Þjóð- leikhúsinu og íslensku óperunni. Vorið 1991 söng hún hlutverk Ritu í samnefndri óperu í nemendaupp- færsiu söngskólans. Hún hefur kom- ið fram sem einsöngvari í sjónvarpi og á tónleikum við ýmis tækifæri, m.a. söng hún í Búðardal og á áreið- anlega eftir að ná langt á tónlistar- sviðinu. Við hér í Dölunum emm alltaf stolt af því þegar unga fólkið okkar skarar fram úr á einhveiju sviði og munum fylgjast af áhuga með þess- ari ungu söngkonu í framtíðinni. - Kristjana. Hanna Dóra Sturludóttir. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Frá hátíðarhöldunum í tilefni þjóðhátiðardags Bandaríkjanna þar sem ýmislegt var að skoða og margt hægt að gera sér til skemmtunar. ÞJÓÐHATÍÐ á Keflavíkurflugrelli Fj'ölmenni Tjjóðhátíðardagur Bandaríkj- anna var haldinn hátíðlegur á Keflavíkurflugvelli á laugardag- inn og fóru hátíðarhöldin fram í flugskýli 886 sem enn er stærsta bygging landsins. Suðumesja- mönnum var boðið að taka þátt í •hátíðarhöldunum sem fram fóru með kameval-sniði og lögðu marg- ir leið sína upp á Keflavíkurflug- völl af þessu tilefni enda margt hægt að gera sér til skemmtunar, fróðleiks eða til að snæða margs konar góðgæti sem var á boðstól- um. _bb KRAFTAR Keppnin um sterk- asta mann heims í njgurn numngi Breska umboðsfyrirtækið, TKO Entertainment Group, hefur um nokkurt skeið unnið að undirbún- ingi nýs keppnisfyrirkomulags til að finna sterkasta mann heims. Keppn- in sem ætti að vera íslendingum að góðu kunn verður nú í formi stiga- móta og lýkur henni með úrslita- keppni stigahæstu manna. Fyrsta mót af fyrirhuguðum átta mun fara fram á íslandi 15.-17. september næstkomandi. Umboðsfyrirtækið hefur sett upp sérstaka svæðisskrif- stofu á íslandi til að annast fram- kvæmd keppninnar. Keppnin sem hefur fengið nýtt nafn, World Strength Champion- ships, er nú skipulögð undir stiga- mótafyrirkomulagi. í viðtali við Morgunblaðið sagði Howard Kruger stjómarformaður umboðsfyrirtækis- ins að þessi skipan væri mun eðli- legri. Nú yrði mótum dreift yfir allt árið og nægileg verkefni sköpuðust fyrir kraftamennina. Hann telur einnig eðlilegast að hefja mótaröðina á íslandi þar sem hér býr sterkasti maður heims. Samkvæmt áætlun munu mótin átta fara fram á einu ári auk úrslita- keppninnar. Á mótunum munu 10 atvinnumenn keppa en tveir heima- menn fá tækifæri á hverjum stað. Til mikils er að vinna því verðlauna- fé er áætlað að verði samanlagt 37 milljónir krónur fyrir öll mótin. Að lokinni úrslitakeppni verður heims- meistari krýndur. Mótin átta verða staðsett víða um heim og ávallt tengd menningu og sögu hvers staðar. Þrautir verða því með þjóðlegu sniði í september þegar keppnin fer fram hér á landi. Keppn- isstaðir verða meðal annars við Bláa lónið og Gullfoss, á Þingvöllum og við Tjömina í Reykjavík. Undirbún- ingsaðilar tengja keppnina við vík- ingatímabilið og nefna hana á ensku „The Viking Trials" en í lauslegri þýðingu mætti kalla hana Víkinga- raunir. íslensk náttúra er einnig nýtt til að skapa sérstaka umgjörð um mótið. I máli Howard Kruger kom fram aðdáun á Íslandi og taldi hann mögu- leika mikla fyrir umboðsfýrirtæki sitt. Tilgang með opnun sérstakrar svæðisskrifstofu hér á landi sagði hann meðal annars þann að fá beina þátttöku íslendinga og nýta þekk- ingu þeirra. Kruger hefur ásamt forsvars- mönnum nýju skrifstofunnar gert samning við íslenska Ríkisútvarpið um upptöku- og sýningarrétt á keppninni á íslandi. Þá hefur hann samið við bresku sjónvarpsstöðina Sky um kaup á 10 sýningartímum. Loks er búið að semja við 10 kraft- íþróttamenn um þátttöku í mótaröð- inni. Meðal þeirra er Magnús Ver Magnússon og kvað hann, í samtali við Morgunblaðið, sér lítast vel á nýja fyrirkomulagið. COSPER VHjið þið ekki passa hana fyrir okkur á meðan við erum í sum- arfríi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.