Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1992 15 an í grein Hermanns, og sem allt of lengi hefur einkennt umræðu á íslandi. Nú þegar ég slæ botninn í þessa grein hlýði ég á viðtal við Eið Guðnason, umhverfisráðherra, í út- varpinu, þar sem hann lýsir yfir þeirri brýnu þörf íslendinga, sem líta verði á sem ríka þjóð samanbor- ið við margar aðrar, að þjóðin sem heild verði að stórauka framlög til þessara mála og reka þar með af sér slyðruorðið. Greinilega fara hugmyndir póli- tíska kommissarsins og ráðherrans ekki saman. ísland - umhverfi og þróun Dagana áður en heimsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Ríó hófst kom út bók á vegum umhverfis- ráðuneytisins er ber titilinn ísland — umhverfi og þróun. í bók þess- ari eru samanteknar ýmsar gagn- legar upplýsingar um land og þjóð, svo og þátttöku íslendinga í alþjóð- legu samstarfi. Þegar fréttir bárust af því að umhverfisráðherra hefði undirritað, ásamt m.a. forseta Bras- ilíu, samkomulag í Ríó um að sporna gegn aukningu koltvíoxíðs, þannig að árið 2000 verði ekki meira magni hleypt út í andrúmsloftið en 1990, minntist ég umræðu fyrir u.þ.b. tveimur árum um þessi mál, í tengslum við áhyggjur manna af aukinni mengun vegna tilkomu nýs álvers og nýundirritaðs samkomu- lags þáverandi umhverfisráðherra, á veðurfarsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf 1990, þess efnis að ísland skuldbatt sig til að draga úr koltvíoxíðlosun út í andrúmsloft- ið, þannig að árið 2000 verði ekki hleypt út meira magni en 1990. Eg bið að lokum umhverfísráðu- neytið um að upplýsa almenning um tvennt: 1. Hvers vegna er þessa samkomu- lags, sem fulltrúi íslands undir- ritaði á veðurfarsráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Genf 1990, að engu getið í framanskráðri nýútkominni bók? 2. Hver er munurinn á fyrrnefndu samkomulagi og því sem núver- andi umhverfisráðherra undirrit- aði í Ríó fyrr í mánuðinum? Höfundur er viðskiptafræðingur. ♦ ♦ ♦ Lögleiðing mannrétt- indasáttmála í athugun í FRAMHALDI af dómi Mann- réttindadómstóls Evrópu 25. júní sl. í máli Þorgeirs Þorgeirssonar gegn íslandi hefur dómsmálaráð- herra ákveðið að skipa nefnd er geri tillögur til ráðuneytisins um viðbrögð við dómnum. í nefndinni eiga sæti Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur, sem er formaður, Björn Bjamason alþing- ismaður, Eiríkur Tómasson hrl., Markús Sigurbjörnsson prófessor og Ragnar Aðalsteinsson hrl. Nefndinni er ætlað að kanna sér- staklega hvort þörf sé á sérstakri vernd opinberra starfsmanna eins og gert er ráð fyrir í 108. gr. al- mennra hegningarlaga. Jafnframt kanni nefndin hvort ekki sé tíma- bært að Mannréttindasáttmáli Evr- ópu verði lögtekinn hér á landi á svipaðan hátt og gert hefur verið í Danmörku og Finnlandi og undirbúi í því falli lagafrumvarp þar að lút- andi. Er reiknað með að nefndin geti lokið störfum svo snemma að laga- frumvarp mætti leggja fyrir Alþingi næstkomandi haust ef til þess kem- ur. Alþingi getur sjálfu sér um kennt eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur Það tókst ver til en skyldi, þegar Kjaradómur tók loksins á sig rögg og gerði tilraun til að koma ein- hverri reiðu á launagreiðslur ís- lenska ríkisins, þ.e. til þeirra manna, sem starfssvið dómsins nær til og skilgreindir eru sem æðstu embættismenn ríkisins. Tími var til kominn - og þó fyrr hefði verið. En nú átti að hreinsa til, afnema aukagreiðslur, ómælda yfirvinnu og sporslurnar allar - og fella inn í sjálf launin. Hætta öllu pukri, hafa hlutina á hreinu. - Þetta er ljósi punkturinn í málinu. Síðan fór allt í bál og brand, þegar ljóst var að úrskurður dóms- ins fól í sér allt upp í 97% launa- hækkun til þessa útvalda hóps skömmu eftir að samið var, eftir sjö mánaða samningaþóf, um 1,7% launahækkun á hinum almenna vinnumarkaði. Þjóðin brást ókvæða við, undrandi, hneyksluð og reið og ríkisstjómin vissi ekki sitt ijúkandi ráð. Endurnýjaðri þjóðarsátt stefnt í voða og stöðugleikanum sem held- ur stórum hópi launafólks áfram við sultarmörkin. Þar við bættist niðurskurðurinn í þorskveiðum, ál- ver í óvissu, samdráttur hér og sam- dráttur þar, vaxandi atvinnuleysi, þrengingar framundan - ef marka má tóninn í forsætisráðherra og samheijum hans innan ríkisstjórn- ar. Sjá nú ekki allir, að blessuð þjóð- in okkar verður að slá af kröfum um hærri laun, sýna skilning á að- stæðum og nokkra fórnfýsi í þágu þjóðarhags. Bætt upp vaneldið Hvað sem líður skilningi og fórn- fýsi launafólks þessa lands, ríkis- starfsmanna sem annarra, þá er það ljóst, að úrskurður Kjaradóms, með mótatkvæði fulltrúa félags- málaráðherra í dómnum, ber vott um hróplegt skilningsleysi á þjóðfé- lagsaðstæðum, skort á raunsæi og réttlætiskennd í lágmarki. - Allt þó byggt á lögum, en á afar veikum siðferðilegum grunni og afar óheppilegum tíma. Það er alkunna, að aukagreiðsl- urnar og sporslurnar voru fyrir löngu komnar úr öllum böndum, námu jafnvel í sumum tilvikum hærri upphæð en sjálf grunnlaunin og undirmenn komnir með hærri laun en yfírboðarar þeirra. Kjaradómur taldi greinilega, að nú væri svigrúm til að bæta okkar æðstu mönnum upp vaneldið fram að þessu, svo skarðan hlut sem þeir höfðu hlotið í kapphlaupinu um sporslurnar. Til þess beitti dómur- inn lögum frá 1986 um Kjaradóm, sem áður, samkv. lögum frá 1962 og 1973 (um kjarasamninga opin- berra starfsmanna) gegndi hlut- verki gerðardóms í kjaradeilum en var síðan (1986) gerður að einskon- ar launaákvörðunarnefnd - um launakjör tiltekins hóps æðstu manna ríkisins. Listi yfir þann hóp hefur birst í fjölmiðlum að undan- förnu. Rök alþingismanna? Ljóst er, að afdrifaríkasta breyt- ingin með setningu nýrra laga um Kjaradóm (1986) var niðurfelling ákvæðis um, að dómurinn skyldi við úrlausn mála hafa hliðsjón af „afkomuhorfum þjóðarbúsins“. Al- þingi - löggjafinn sjálfur - getur því sjálfu sér um kennt þessa uppá- komu núna. Eða hver voru rök al- þingismanna fyrir þeirri aðgerð á því herrans ári 1986? Á að skilja hana svo, að það sé aðeins hin breiða fylking almennra launþega, sem þarf að taka mið af hag þjóðar- búsins og gæta hófs í kröfum sínum en hina „æðstu menn“, m.a. þá sem stýra þjóðarskútunni hveiju sinni, varði ekkert um slíkt, þeir eigi að vera stikkfríir? Léleg verkstjórn Og hvernig gat það gerst, að aukagreiðslurnar og sporslurnar hafa gengið svo langt fram úr öllu hófi og velsæmi? Manni hefur skil- ist, að ráðuneytin, þ.á m. fjármála- ráðuneytið, séu bærilega mönnuð. Ráðherra í broddi fylkingar með aðstoðarráðherra sér við hlið, ráðu- neytisstjóra, skrifstofustjóra, svo og svo marga deildarstjóra, fulltrúa og hvað þeir heita allir titlarnir auk annars skrifstofuliðs. Er ekki skýr- ingin einfaldlega sú, að verkstjórn, eftirlit og aðhald hafi verið þarna eitthvað laust í reipunum? Og hvernig stendur á því, að nú, þegar hin viðamikla réttarfarsbreyting; aðskilnaður framkvæmdavalds og dómsvalds í héraði, er gengin í gildi (1. júlí sl.) þá skuli launamál lög- fræðinga hjá höfuðembættum vera í lausu lofti og starfsemi þeirra, þegar þetta er skrifað, lömuð vegna fjai*veru löglærðra fulltrúa, sem vita ekkert um launalega stöðu sína eft- ir breytinguna? Eru ekki ein þijú ár síðan tekin var ákvörðun með lögum um þennan aðskilnað? Hefði ekki mátt ætla, að fjármálaráðu- neytið fyrir sitt leyti hefði hugað fyrr að launahliðinni í stað þess að stefna öllu í klúður og þjark um hluti, sem þegar hefðu átt að liggja fyrir? Stórlaxaleikur í þjóðfélaginu En hverfum aðeins að öðrum þætti málsins, þeim þætti, er varðar ábyrgð starfsmanna ríkisins. Laun „hinna útvöldu" skulu vera, samkv. títtnefndum lögum um Kjaradóm frá 1986, „í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim, sem sam- bærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar". Haft er fyrir satt, að Kjaradómur hafi í úrskurði sínum tekið mið af launum nokkurra tiltekinna há- tekjumanna í forsvari ýmissa hags- munasamtaka. Spyija má hvort orðið „sambæri- legur“ i þessu tilliti sé ekki það teygjanlegt og margslungið hugtak og „ábyrgðin" það vandmetin, að það hefði verið eðlilegra og heilla- vænlegra fyrir Kjaradóm, hvað sem loðnum lagabókstaf líður, að láta heilbrigða skynsemi, raunsæi og réttsýni ráða ferðinni, fremur en að taka þátt í þeim stórlaxaleik úti í þjóðfélaginu, sem búinn er að riðla svo gersamlega öllum eðlilegum launahlutföllum, að til háðungar er. Skal í því sambandi bent á, að byij- unarlaun hjúkrunarfræðings eru í dag 70.767 kr. og hjá framhalds- skólakennara 75.077 kr. á mánuði. Þessar upphæðir eru að krónutölu fyrir neðan meðalhækkun á launum „hinna útvöldu" samkvæmt úr- skurði Kjaradóms og ríflega tvöfalt lægri enhækkun á launum forseta Alþingis. Það fer ekkert á milli mála eftir hvaða mælistiku íslenska ríkið metur ábyrgð starfsmanna sinna. Ekki hvað síst þegar í hlut eiga launastéttir þar sem konur eru í miklum meirihluta. Sé þarna mið- að við Dagsbrúnarmanninn eða Sóknarkonuna með kr. 50.000 í mánaðarlaun, þá verður útkoman af þessum samanburði auðvitað enn fráleitari. Virðing ekki keypt fyrir peninga Það er alveg rétt, að léleg launa- kjör fæla hæfa menn frá mikilvæg- um ábyrgðarstörfum, einkanlega ef þau hrökkva hvergi til sómasam- legrar framfærslu. Hitt felur líka í sér hættu, ef peningavonin freistar um of. Það því fremur, sem stöðu- veitingar eiga það til að ráðast af pólitísku bitlingamakki og klíku- skap fremur en hæfni og verðleik- um umsækjanda. Og hafi Kjaradómur talið, að vegið væri að virðingu hinna æðstu manna með lélegum launum þeirra mætti svara á móti, að virðing verð- ur ekki keypt fyrir peninga. Mann- kostir, svo sem hófsemi og heiðar- leiki, trúmennska og metnaður til að skila góðu verki vega þar þyngra á metunum. Við höfum löngum stært okkur af að búa í stéttlausu þjóðfélagi. Nú er hinsvegar greinilega verið að rembast við að skapa hér yfír- stétt peningamanna á meðan gjáin á milli hæstu og lægstu launa fer enn breikkandi. Efnahagskreppan, sem talað er um í tíma og ótíma, er látin kreppa fyrst að þeim, sem aumastir eru, á sama tíma sem fé- græðgin blómstrar í þjóðfélaginu. Hinn almenni borgari vart óhultur lengur fyrir óprúttnum ævintýra- mönnum, sem stunda allra handa fjármálabrask í skjóli gráðugrar geninga- og markaðshyggju. Osjaldan bitnar slík iðja á saklaus- um einstaklingum og seilist jafnvel í almannafé. Beðið eftir næsta leik Og nú bíða menn eftir næsta leik Kjaradóms undir bráðabirgðalögum ríkisstjórnar, sem hefur áður þver- tekið fyrir að gripið yrði til þeirrar aðgerðar. Þar er nú að finna ákvæð- ið, nokkuð ítarlegra en í fyrri lög- um, um hliðsjón af afkomuhorfum Sigurlaug Bjarnadóttir „Við höfum löngum stært okkur af að búa í stéttlausu þjóðfélagi. Nú er hinsvegar greini- lega verið að rembast við að skapa hér yfir- stétt peningamanna á meðan gjáin á milli hæstu og lægstu launa fer enn breikkandi. Efnahagskreppan, sem talað er um í tíma og ótíma, er látin kreppa fyrst að þeim, sem aum- astir eru, á sama tíma sem fégræðgin blómstr- ar í þjóðfélaginu.“ þjóðarbúsins, sem fellt hafði verið niður. Meiri mannsbragur hefði verið á því að ríkisstjórnin hefði gengið hér hreint til verks, tekið rækilegar af skarið með atbeina Alþingis - strax. Altént er það nokkur rauna- bót fyrir okkur æðstu menn að fá þó dágóð laun í einn mánuð. En líklega gæti íslenska þjóðin, eftir allt írafárið út af þessari furðu- legu uppákomu tekið undir hin gamalfrægu orð Viktoríu heitinnar Englandsdrottningar á sínum tíma: „Oss fínnst þetta ekkert fyndið!" Höfundur er menntaskólakennari. Trílllllllll Vandaður og fallegur sundfatnaður á börn og full- orðna í miklu úrvali. Einnig töskur, töfflur, sund- hettur og gleraugu. Verð við allra hæfi. Fæst í helstu sportvöruverslunum og deildum. GÆÐI og GLÆSILEIKI frá TR'UMPH SPORT. E1N1NGABREF2 KAUPPING HF [Jiggilt verðbréfajyrirtœki Kringlunni 5, sími 689080 í eigu fíúnaðarbanka íslantis og sparisjóðanna BILASYNINGIDAG KL. 10-14 Komiö og skoöiö 1992 árgeröirnar af MAZDA ! SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S.61 95 50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.