Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 18
er 18 seei LIUl ,IÍ 51 UQAQflAOU/ul QieAJaHUÓflOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1992 - Risastórt svarthol fundið BANDARÍSKIR stjamvisinda- menn telja sig hafa fundið svart- hol í hjarta fjarlægrar vetrar- brautar, sem er 100 sinnum stærra en nokkurt annað sem menn vita um. I svartholinu er massa þúsund milljón stjama á borð við sólina þjappað saman í óendanlega litlum punkti og ekk- ert sem kemst inn á þyngdar- svið þess, ekki einu sinni Ijós, á afturkvæmt. Ferlíkið er því ósýnilegt, en vísindamennirnir notuðu athuganir á þyngdarsviði svartholsins til að sanna tilvist þess. Þingið sam- þykkir Suchocku PÓLSKA þingið samþykkti í gær Hönnu Suchocku í embætti for- sætisráðherra Póllands. Hún er fyrsta konan sem gegnir því embætti í sögu landsins. Hún gekk til liðs við verkalýðshreyf- inguna Samstöðu árið 1980, en flokkar þeir sem eiga aðild að stjóm hennar em flestir stofnað- ir upp úr Samstöðu. Pan Am sak- fellt í Loc- kerbie-málinu KVIÐDÓMUR í New York sak- felldi í gær bandaríska flugfé- lagið Pan Am fyrir lélega örygg- isgæslu, sem gerði hryðjuverka- mönnum kleyft að sprengja flu- vél félagsins í loft upp yfir Loc- kerbie á Skotlandi árið 1988, þegar 270 manns fómst. Það vom aðstandendur fómarlamba hryðjuverksins sem kærðu flug- félagið, en ákvörðun um bætur þeim til handa verður að bíða annarra réttarhalda. Víetnam var- ar Kína við ögrunum VÍETNAMAR skomðu í gær á Kínverja að draga til baka her- menn sem þeir sendu nýlega til Spratly-eyja og sögðu það hernám á víetnömsku landi. Kín- verjar hafa að sögn styrkt mjög yfírráð sín yfír stómm hluta eyjaklasans á Suður-Kínahafí, en talið er að olía finnist þar. Kínveijar og Víetnamar hafa lengi deilt um yfírráð yfír eyjun- um, en einnig gera Filippseyjar, Taiwan, Malaysía og Bmnei til- kall til hluta þeirra og hafa öll ríkin nema Bmnei herlið á ein- hveijum hinna 103 eyja. Marcos má ekki hvíla í Manila STJÓRN hins nýja forseta Fi- ippseyja, Fidel Ramos, bannaði í gær að jarðneskar leifar Ferd- inands heitins Marcosar yrðu bornar til grafar í höfuðborginni Manila. Hins vegar mætti jarða einræðisherrann fyrrverandi annarsstaðar á Filippseyjum, en hann hvílir nú í frystihólfí á Hawaii-eyjum, þar sem hann dvaldist frá því hann hrökklaðist frá völdum árið 1986 til dauða- dags. Reiður gestur brennir hótel FIMM fómst og tólf slösuðust í hótelbruna í París í gær. Reiður gestur, sem var rekinn úr hótel- inu eftir vikulangt stapp við eig- andann, kveikti í hótelinu í hefndarskyni og er nú í vörslu lögregiu. Með eldinn á hælunum Menn og kindur flýja undan skógareldi á Gotlandi í Eystrasalti í gær en þar hafa eldar kviknað að undan- fömu vegna hita og þurrks. Vegna eldanna hafa nokkrir bændur og búalið þeirra þurft að flýja jarðir sínar. Göbbels var tilbúinn að taka við af Hitler Lundúnum. Reuter. JOSEPH Göbbels fyrrum áróðursmeistari nasista var reiðubúinn að taka að sér stjórn Þýskalands af Adolf Hitler einræðisherra í júlí 1944 en skömmu áður hafði Hitler særst nokkuð í sprengjutilræði. Þessu var haldið fram í breska dagblaðinu Daily Mail í gær, en þá birti blaðið útdrátt úr dagbókum sem Göbbels á að hafa skrifað. Ekki er þó getið um það í blaðinu hvort Göbbels greip til einhverra aðgerða í þessu skyni eða fór þess á leit við Hitler að taka að sér stjórn ríkisins. Rússnesk rann- sóknarnefnd: Engir banda- rískir fang- ar fluttir til Rússlands Moskvu, Beying. Reuter. ENGAR sannanir hafa fundist fyrir því að bandarískir stríðs- fangar í Víetnam-stríðinu hafi verið fluttir til Sovétríkjanna, að sögn rússneskrar rannsóknar- nefndar. Sovésk skjöl benda til þess að níu bandarískar flugvél- ar hafi verið skotnar niður yfir Sovétríkjunum í tíð kalda stríðs- ins, en hafa engar upplýsingar að geyma um afdrif áhafnanna. Borís Jeltsín Rússlandsforseti vakti mikla athygli í heimsókn sinni í Bandaríkjunum í síðasta mánuði með yfírlýsingum um að bandarísk- ir stríðsfangar frá Víetnam-stríðinu hefðu verið fluttir til Sovétríkjanna og kynnu sumir jafnvel enn að vera á lífi. Dmítríj Volkonogov, yfírmað- ur rannsóknarnefndarinnar, sagði hins vegar í viðtali við rússneskt blað að ummæli Jeltsíns ætti að skilja sem svo að það væri mögu- legt en ekki sannað. Hins vegar hefðu sjö bandarískir liðhlaupar verið fluttir yfír sovéskt landsvæði á leið frá Víetnam til hlutlausra ríkja. Þá stæði í skjölum að 114 banda- rískir ríkisborgarar sem voru á mála hjá nasistum í síðari heim- styijöld hafí verið fluttir í fangabúð- ir í Sovétríkjunum. Sovéskir liðsfor- ingjar hefðu einnig tekið þátt í yfír- heyrslum yfír bandarískum stríðs- föngum í Kóreustríðinu. Kínversk yfirvöld sögðu í gær að engir banda- rískir stríðsfangar frá Kóreustríð- inu væru í haldi í Kína og neituðu ásökunum sem fram komu í skýrslu bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins að bandarískir fangar hefðu verið pyntaðir, heilaþvegnir og teknir af lífí í haldi Kínveija. ERLENT í útdrætti úr dagbókinni, sem á að vera frá því í júlí 1944, segir Göbbels að Hitler hafí elst mjög á stuttum tíma og kraftar hans séu á þrotum. Göbbels fjallar hins vegar þannig um sjálfan sig að hann hafi eflst og styrkst og sé nú reiðubúinn til þess að taka að sér stjórn ríkis- ins. „Eg hef það á tilfinningunni að þegar mér verður falin stjórnin, þá muni hún farast mér einstaklega vel úr hendi,“ á Göbbels meðal ann- ars að hafa skrifað. Daily Mail seg- ir einnig að í dagbókunum komi skýrt fram djúpstætt hatur Göbbels á ýmsum öðrum leiðtogum nasista og má þar meðal annarra nefna Herman Göring yfirmarskálk. Dagbækurnar spanna tímann frá 1924-1945 og mun blaðið halda áfram að birta upplýsingar úr þeim á næstunni. Vonast það meðal ann- ars til að bregða ljósi á viðbrögð manna í innsta hring þýska ríkisins við griðasáttmála Hitlers og Jósefs Stalíns, þáverandi alræðisherra Sovétríkjanna, upphafi seinni heimsstyijaldarinnar og innrás bandamanna í Frakkland. Með birtingu Daily Mail upp úr dagbókunum skaut blaðið keppi- nauti sínum Sunday Times ref fyrir rass, en það hefur einnig komist yfir afrit af dagbókunum. í Daily Mail segir að sérfræðingar hafi far- ið yfir dagbókarafritin og þeir telji að bækurnar séu ófalsaðar . Breski sagnfræðingurinn Peter Patfíeld sagði þó í gær að ýmsir aðilar yrðu að fara vandlega yfir dagbækurinar áður en hægt væri að segja um slíkt með vissu. Kosningaúrslit fyrirsjáanleg í Víetnam: Andstæðingar kommúnista ýmist heilsulausir eða of tímabundnir VÍETNAMSKIR kjósendur gera ekki ráð fyrir mörgum óvæntum niðurstöðum þegar þeir ganga að kjörborðinu 19. júlí til að velja 395 fulltrúa á þjóðþingið. Frambjóðendur eru rúmlega sex hundruð en ekki virðist mikið um skoðanaágreining. Samt ber að geta þess að þrátt fyrir mótmæli hersins var ákveðið að frambjóðendur hans fengju aðeins 7% þingsæta úthlutað en á sitjandi þingi hefur herinn 19% sætanna. í aprfl sl. var samþykkt að óháðir frambjóðendur mættu reyna sig í kosningunum. Þeir sem fóru fram á leyfi til þess hafa nú allir verið úrskurðaðir óhæfir af ýmsum ástæðum, að sögn tímaritsins Far Eastern Economic Review. Samkvæmt nýju lögunum geta allir sem náð hafa 21 árs aldri „að undanskildum geðsjúkum og þeim sem dómstólar hafa úrskurðað van- hæfa“ boðið sig fram. Til að fá leyfi til framboðs verða menn að fá með- mæli kjósenda í næsta nágrenni við sig, á vinnustaðnum og frá Föður- landsfylkingunni, fjöldasamtökum á vegum stjórnvalda. Félagar í sam- tökunum sjá um framkvæmd kosn- inganna. Vitað er að minnst 32 óháðir einstaklingar, þar á meðal sjö í Hanoi, ellefu í Ho Chi Minh- borg og einn í hafnarborginni Haip- hong, hafa reynt að fá að bjóða sig fram. í Hanoi var sex hafnað vegna þess að umsóknirnar voru ófull- komnar eða lagðar fram eftir að frestur rann út um miðjan maí, að sögn talsmanns Föðurlands- fylkingarinnar í Hanoi, Pham Van Ngoc. Einn af sjömenning- unum, Nguyen Thanh Giang, sem er þekktur jarðelisfræðingur, var með pappírana í lagi. Honum var hins vegar hafnað af sam- verkamönnum sínum hjá jarð- fræðistofnun yfírvalda, að sögn Ngocs. Sjálfur segir Giang að hann hafí fengið stuðning 96% nágranna sinna en aðeins 30% á stofnuninni. Um 300 manns Do Muoi, leiðtogi víetnamska kommúnistaflokksins. starfa þar en aðeins 16 - aðallega fulltrúum flokksdeilda, verka- lýðsfélaga og ungliðahreyfinga - var boðið á fund til að meta hvort hann væri hæfur til að bjóða sig fram. Heltust úr lestinni Ekki gekk betur í Ho Chi Minh [sem áður hét Saigon]. Fimm af væntanlegum óháðum frambjóð- endum drógu sig til baka vegna þess að þeir „áttu við heilsuleysi að stríða og höfðu ekki nægan tíma,“ að sögn dagblaðsins Saigon Giai Phone. Einn neyddist til að hætta við framboð af því að hann bjó erlendis og hinir fimm voru úrskurðaðir úr leik vegna þess að þeir „fengu aðeins meðmæli fáeinná kjósenda," sagði blaðið. Þótt yfírvöld hafi komið fyrir spjöldum með hvatningum um að kjósa hefur ekki enn borið á miklum áhuga meðal almennings. Sumir Hanoi-búar segja að þeir ætli ekki að kjósa nema stjórnin dragi til baka ákvörðun frá marsmánuði urii að tvöfalda verð á rafmagni. Marg- ir fulltrúar á þjóðþinginu hafa sett fram þess kröfu. Stjórnmálaskýr- endur eru þó flestir á því að komm- únistastjórninni takist enn á ný að fá fólk til að mæta á kjörstað. Er síðast var kosið, árið 1987, fullyrtu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.