Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 16
 16 MORGtJNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JULÍ 1992 Jöklahj ólaleiðangnr 1992: Ætla að hjóla yfir Vatnajökul FIMM menn leggja í dag af stað í einstaka ferð yfir Vatnajökul. Þeir hyggjast hjóla þvert yfir hann og nota tækifærið um leið til að vekja athygli á landgræðslumálum. Leiðangursmenn hafa í því skyni notið aðstoðar Landgræðslu ríkisins. Stöð 2 sýnir í haust heimildamynd sem jöklafararnir gera um ferðina. Leiðin er áætluð vera um 140 kílómetrar og ferðatími á jöklinum sjálfum taiinn verða um 7-10 sól- arhringar. Lagt verður á jökulinn við Eyjabakkajökul og þaðan hald- ið í vestur. Þeir munu leggja leið sína suður fyrir Grímsvötn og koma ofan af jöklinum við Jökulheima. Aldrei fyrr hefur verið lagt á jökulinn á hjólum. i samtali við Morgunbiaðið sögðu Sigursteinn Baldursson leiðangursstjóri og Ingimundur Stefánsson að það væri að mörgu leyti táknrænt að hjóla því það væri mjög umhverf- isprúður ferðamáti. Engin vélknúin farartæki verða því með og einu tækin sem notuð verða eru fjar- skiptatæki auk GPS-staðsetningar- tækis. Þeir leggja áherslu á í baráttu sinni að allir, jafnt almenningur sem félagasamtök, geta beitt sér fyrir bættri landgræðslu og gegn auknum uppblæstri. Þeir nefna sem dami að hægt væri að gerast sjálf- boðaliði og stunda gróðursetning- ar. Ennfremur mætti styðja samtök á borð við Landið fýkur burt. En fyrst og síðast ætti fólk að reyna að breyta hugarfari sínu og stuðla að góðri og almennri umgengni. Fimmmenningamir hafa notið aðstoðar Landgræðslunnar auk þess sem nokkur fyrirtæki hafa styrkt þá. í fréttatilkynningu frá Landgræðslunni, sem gefín var út af þessu tiiefni, fagnar hún öllum stuðningi. Hún hvetur alla til að gefa gaum vandamálum er lúta að uppblæstri. Hefting foksands við Vatnajökul er einmitt mikið kapps- mál stofnunarinnar. Leiðangursmennimir em allir Morgunblaðið/Sverrir Eins og sjá má eru leiðangursmennirnir reiðubúnir að takast á við jökulinn. Frá vinstri: Ingimundur Stefánsson, Haraldur Örn Ólafsson, Ingþór Hrafnkelsson, Guðmundur Eyjólfsson og Sigur- steinn Baldursson leiðangursstjóri. reynd á Eyjafjallajökli og gekk það að sögn Sigursteins og Ingimundar vel. Þeir geta aðeins hjólað að nóttu til þar sem undirlagið þarf nauð- synlega að vera frosið. Þeir munu þurfa að hjóla á negldum dekkjum sem að hluta til er búið að hleypa loftinu úr. 011 ferðin verður síðan kvik- mynduð af jöklaförunum sjálfum en fyrirhuguð er gerð heimildar- myndar um hana. Hún verður væntanlega sýnd á Stöð 2 næsta haust. á Cfe reiðhjóli yfir Vatnajökul vanir jöklaferðum og með í ferð er einnig hjólreiðasérfræðingur. Þeir hafa undirbúið sig að kappi og hafa hjólin meðal annars verið Tveir Islendingar hyggj- ast klífa Kommúnistatind Kommúnistatindurinn, 7495 metra hár. Ljósmynd/Bjðm Ólafsson Morgunblaéið/KGA Fjallgöngumennirnir Einar Stefánsson og Björn Ólafsson halda í dag af stað til Tadzhíkístan í Samveldisríkjunum. TVEIR íslenskir fjallgöngu- menn munu í dag hefja ferð sína til Samveldisríkisins Tadzhíkístan þar sem þeir ætla að stunda íþrótt sína. Þar ætla þeir að dvelja í rúmar fjórar vikur og hyggjast klífa þijá tinda. Einn þeirra er hæsti tindur Samveldisins Pik Kommunizma eða Kommún- istatindurinn en hann er 7495 metra hár. Félagarnir eru báðir vanir liðs- menn hjálparsveita og eru virkir Alpaklúbbsmenn að auki. Þeir hafa meðal annars klifið hæsta fjall N-Ameríku, Mt. McKinley. Þeir eru og vel kunnugir aðstæð- um í Tadzhíkístan en þangað fóru þeir fyrir réttum tveimur árum. í samtali við Morgunblað- ið lýsti Björn Ólafsson aðstæðum og tók sérstaklega fram að margt hafí breyst síðan. Þar standa upp úr þær pólitísku hræringar sem hafa átt sér stað í landinu. Órólegt hefur verið í ríkinu síðastliðinn vetur en að- spurður kvaðst Björn ekki óttast að hræringarnar stofni ferð fé- laganna í hættu. Fjallgöngumennirnir taka all- an búnað með sér svo og þann mat sem þeir munu neyta á göngunni. Þeir þiggja aðeins aðstoð heimamanna í því er Iítur að ferðalögum til og frá fjall- göngusvæðinu. Fyrsti áfanga- staður þeirra er Moskva, en það- an fljúga þeir til höðuðborgar Tadzhíkístan, Dushanbe. Þangað verða þeir komnir næsta þriðju- dag. Þá er eftir tíu daga ganga inn að þeim búðum sem verður miðstöð þeirra. Eftir það er að- eins eftir glíman við tindana. Tindamir þrír eru misháir, sá lægsti 6900 metrar en frægastur þeirra er Kommúnistatindurinn, hæsti tindur fyrrum Sovétríkja, 7495 metra hár. Ef göngumönn- unum tekst að klífa hann yrði það hæsti tindur sem íslendingar hafa lagt að velli. Það er þó, að sögn Björns, ekki það sem þeir sækjast eftir í raun og veru. Svæðið sé fyrst og fremst heill- andi og sniðið að áhugamáli þeirra félaganna. Björn sagðist vera bjartsýnn á ferðina og kvað vandamálin vera þau sömu og alltaf. í fyrsta lagi þyrfti að aðlagast þunnu lofti. Því bæri að varast að flýta sér um of en sé það gert er jafn- an hætta á að háfjallaveiki brjót- ist út. í öðru lagi sagði hann að hvergi væri hægt að treysta á veður og allra síst á háfjalla- svæði. Reynslan hafí einnig mar- goft sýnt að snjóflóð á þessu svæði eru mjög hættuleg. Þetta er að mati Bjöms atriði sem reyndir fjallgöngumenn gera sér grein fyrir. Þeir viti af hættunum og stundi íþrótt sína í samræmi við það. Heimferðin verður að öllum líkindum styttri. Þeir gera ráð fyrir að geta fengið far frá búð- unum með þyrlu og losna þannig við gönguferðina til baka. Fjali- göngumennimir em væntanlegir heim um miðjan ágúst. Lúðrasveit Reykjavíkur 1992. Ljósmynd/Edda Völva Eiríksdóttir Lúðrasveit Reykjavíkur 70 ára: Lúðrasveit tilheyrir við hátíðleg tækifæri - segir Sverrir Sveinsson LÚÐRASVEIT Reykjavíkur varð 70 ára þann 7. júlí síðastliðinn. Sveit- in var stofnuð sumarið 1922 og er því elsta starfandi lúðrasveit lands- ins. Að jafnaði leika um 30-40 manns í sveitinni. Hefur hún í áranna rás tekið þátt í mörgum merkisviðburðum i sögu þjóðarinnar, allt frá Alþingishátíðinni 1930 til 200 ára afmælis Reykjavíkur árið 1986. Síð- an Hljómskálinn var fullbyggður veturinn 1922-1923 hefur sveitin æft þar á hveijum þriðjudegi í 9-10 mánuði á ári, en á síðasta ári fór fram mikd viðgerð á skálanum. Lúðrasveit Reykjavíkur varð til við sammna tveggja lúðrasveita, Hörpu og Gígju, sem störfuðu í Reykjavík fram að þeim tíma. Æfingar hinnar nýju sveitar hófust strax eftir samr- unann, og um leið var hafist handa við að reisa Hljómskálann, sem stendur í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Byggingin tók skamman tíma, og veturinn 1922-1923 var farið að leika í skálanum, og síðan þá hefur hann verið fast aðsetur sveitarinnar. Fyrsti stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur var Þjóðverjinn Otto Bötcher, sem starfaði hér við góðan orðstír í 3 ár. Þá tók Páll ísólfsson við og var stjómandi sveitarinnar í um áratug. Síðan hafa margir tón- listarmenn haldið um tónsprotann, en lengst allra var Páll Pampichler Pálsson, sem starfaði með sveitinni frá 1949 til 1975. Núverandi stjórn- andi er Eiríkur Stephensen. Sverrir Sveinsson, ritari stjómar sveitarinnar, segir sveitina æfa 9-10 mánuði ársins og hafi gert alla tíð. „Við hátíðleg tækifæri finnst fólki það tilheyra að lúðrasveit leiki,“ sagði hann. Hann kvað sveitina með- al annars hafa leikið við Alþingishá- tíðina á Þingyöllum árið 1930, hátíð- arhöldin í tilefni 1100 ára afmæli íslandsbyggðar árið 1974, 200 ára afmæli Reykjavíkur, og við allar embættisinnsetningar forseta lýð- veldisins íslands. Sveitin hefur auk þess farið fímm sinnum í tónleikaferðir til útlanda. Þrisvar hefur sveitin heimsótt Vest- ur-íslendinga í Kanada og Bandaríkj- unum, árið 1972, árið 1975 þegar haldið var upp á 100 ára landnámsaf- mæli íslendinga í vesturheimi og árið 1987. Þótt sveitin samanstandi ekki lengur einungis af karlmönnum er starfandi kvenfélag í sambandi við sveitina, sem aðstoðar við fjáröflun. „Þetta hefur breyst úr algjörum kar- laklúbbi og við höfum fengið mikið af konum til liðs við okkur og það er bara til bóta,“ sagði Sverrir. „Það er heldu ekkert kynslóðabil í lúðra- sveitinni, sá elsti er á sjötugsaldri en yngsti maður er 11-12 ára.“ „Okkur þykir merkilegt að starfa í svo gömlu félagi sem Lúðrasveit Reykjavíkur er,“ sagði Sverrir. „Það er ofarlega í okkar hugum að við- halda hefðinni, og ásamt því er stærsta markmiðið að vera sífellt að bæta tónlistina." Næsta verkefni sveitarinnar verð- ur að Ieika við heimsókn Þýskalands- forseta þann 16. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.