Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1992 - tr. ir ^ ♦ íw ,,/lf hvtrju þarHu alitaf oi gem Od,lt cá k&ppnL ? " Gott hjá þér að grafa þig upp um baðherbergisgólfið, vinur! HÖQNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Kynþáttaóeirðir og fátækt í Bandaríkjunum Frá Hallfríði Þórarinsdóttur: Skelfilegir atburðir í Los Angel- es í vor, sem ollu því, að skjálfta- kippir gengu yfir allt bandaríska þjóðfélagið, þó einkum stórborg- imar beindu sjónum heimsins að rótgrónu vandamáli í bandarísku samfélagi, kynþáttahatri jafnframt efnalegri mismunun. Urskurður kviðdómsins í máli Rodney Kings og óeirðirnar og þær hroðalegu afleiðingar sem heimurinn varð vitni að eru sorglegar. Blóðtakan, limlestingar og skemmdarverk eru óafsakanleg en á sama tíma skiljanleg í bandarísku samhengi. Þetta em reiðiviðbrögð undirokaðs hóps sem er innilokað- ur í „ghettói" bandarískrar stór- borgar, þar sem útgönguleiðir eru fáar sem engar. Hóps sem er fé- lags- og efnalega sniðgenginn, þar sem skólamir eru í molum, þar sem morð em daglegt brauð og fólk býr stöðugt við skelfingu hugsan- legra glæpa. í fátækrahverfum Bandaríkjanna er atvinnuleysi yfír fímmtíu prósent, eituriyíjasala og neysla eiturlyfja ekki vandamál heldur plága,_ vonleysið næsta yfír- þyrmandi. Urskurðurinn í máli Rodneys Kings færði öllum banda- rískum blökkumönnum þau ótví- ræðu skilaboð að þeir hefðu engin borgararéttindi. Óeirðimar sem fylgdu í kjölfarið er óbeisluð reiði fólks sem búið er að fá sig fullsatt af efnalegri mismunun, átroðningi og valdníðslu. Þetta er óbeisluð reiði fólks sem æ ofan í æ hefur verið virt að vettugi hvort heldur í efnahagslegu, félagslegu eða réttarfarslegu tilliti. Atburðirnir í Los Angeles hefðu geta gerst í hvaða stórborg í Bandaríkjunum sem er. Það vita allir ungir íslendingar sem hlustað hafa á unga svarta bandaríska rappara á undanfömum ámm,. „Ghettóin“ í öðmm bandarískum stórborgum em engu betri. Hér í New York, stærstu borginni í land- inu, getur að líta heilu borgar- hverfín sem líta út eins og eftir borgarastyijöld, og hafa þó ekki verið neinar óeirðir hér. Flótti bandarískra stórfyrirtækja í ódýrt þriðja heims vinnuafl ásamt stór- felldum niðurskurði ■ Reagans og Bush sl. áratug á fjárframlögum til stórborganna skilar sér í sívax- andi fátækt, aukinni eiturlyfja- neyslu og glæpum, sem em á góðri leið með að gera bandarískar stór- borgir óbyggilegar. Lausnin er heldur ekki fólgin í því að setja alla á opinbera framfærslu. Slík hjálp er bjarnargreiði sem gerir lítið annað en taka bæði fmm- kvæði og sjálfsvirðingu af fólki. Tímasprengjur í stórborgunum Sögulega séð hefur hörandslitur blökkumanna verið notaður til að halda þeim niðri. Þó kynþáttamis- munun nái út fyrir efnalega mis- munun þá er hún engu að síður að hluta til dulbúin stéttamismun- um. Með því að draga línurnar milli ríkra og fátækra í bandarísku samfélagi eftir kynþáttum, er verið að fela vaxandi gap milli ríkra og fátækra í landinu. Staðreynd máls- ins er nefnilega sú að tala hvítra fátæklinga er raunvemlega hærri en tala fátækra blökkumanna. Ekki em heldur allir blökkumenn fátækir og alrangt er að setja þá alla í sama flokk því innan hópsins er gífurlegur stéttamunur. Hlutfall fátækra innan samfélags blökku- manna er hins vegar hlutfallslega mjög hátt. í Bandaríkjunum ólíkt því sem er í Suður-Afríku er hlutfall hvítra og svartra níu á móti einum. „Ras- ísk“ hegðun eða mismunun lítils hóps hvítra gegn svörtum getur haft skaðlegar afleiðingar. Þó færa megi sönnur fyrir því að lítill hóp- ur hvítra hagnist á kúgun blökku- manna þá gerir fjöldinn það ekki. Kynþáttavandamál eru erfið við- ureignar því það er eins mikilvægt að fá meirihluta hvítra eða annarra þeirra sem hlut eiga að máli, til að hætta þeirri lítilvægu mismunun gegn blökkumönnum sem ennþá er mjög algeng eins og það er að fá þennan litla minnihluta hvítra kynþáttahatara til að hætta þeirri blygðunarlausu mismunum sem þeir tíðka. Að spyrða þessa hópa saman með þeim sem einlæglega em lausir við kynþáttafordóma, er eins villandi og að flokka alla blökkumenn sem undirmálshóp. Það má heldur ekki vanmeta þær breytingar sem orðið hafa á viðhorfum hvíta meirihlutans und- anfarin ár. Skoðanakannanir sýna að stór hluti þess hóps er ákaflega sáttur við að búa í samfélagi sem er í menningarlegu tilliti margleitt. Né heidur skyldi horfa framhjá gífurlegum vinsældum sjónvarps- þáttarins Fyrirmyndaföður, hetju- dýrkun á íjöldanum öllum af af- rísk-amerískum skemmtikröftum og íþróttamönnum, vegsömum og virðingu rithöfunda á borð við Toni Morrison eða jazzjöfranna John Coltrane og Miles Davis. Áhrif bandarískra blökkumanna á bandarískt menningarlíf er ómet- anlegt. Þó færa mætti sönnur fyrir því að hvítir væru ábyrgir fyrir því vandamáli sem heijar hlutfallslega stóran hóp blökkumanna þá er frá- leitt að ætla þeim einum að leysa vandann. Hins vegar kennir sagan okkur að meirihlutinn hvar sem hann er, er ekki knúinn til að tak- ast á við grandvallarvandamál nema þegar það þjónar hagsmun- um hans að gera það. Vaxandi fátækt, stjórnleysi und- irmálshópsins ljóst og leynt hvort heldur svartra eða hvítra eða ann- arra, er ógnun við alla í bandarísku samfélagi. Það er jafn mikil ógnun og afskræming réttlætisins af hálfu „rasísks“ kviðdóms. Banda- ríska þjóðin verður að leysa þessi vandamál í sameiningu með aðstoð yfírvalda. Valdboð og beiting her- afla er engin lausn. Það er engin lausn að afmá sjúkdómseinkennin ef meinið er enn til staðar, því það kemur þá aftur fram þó síðar verði. Stórborgirnar í landinu eru í tímasprengjuástandi. Ef stjórnvöld í Washington taka ekki höndum saman við pólitíska leiðtoga stór- borganna og leiðtoga innan menn- ingarhópa sem undir högg eiga að sækja, þá er eins víst að sprengjan springi. HALLFRÍÐUR ÞÓRARINS- DÓTT'IR mannfræðingur, New York. Víkverji skrifar Brúðhjón sem Víkveiji þekkir duttu óvænt í lukkupottinn í brúðkaupsveislu sinni sem nýlega var haldin. Fjölmenn veisla var haldin í Skíðaskálanum í Hveradöl- um og var þar glatt á hjalla. Þegar veislan stóð sem hæst bámst þau boð til hjónanna að maður sem þeim er alveg ókunnugur en stadd- ur var í öðmm sal hússins vildi bjóða þeim í vikuferð til Sviss, honum lit- ist svo vel á ungu hjónin. Þau þáðu boðið með þökkum og verður þetta því önnur brúðkaupsferð hjónanna þar sem þau höfðu tekið forskot á sæluna og farið í brúðkaupsferð sína fyrir brúðkaupið. Umræddur maður, Beat Iseli, rekur svissnesku ferðaskrifstofuna Saga Reisen og flytur fjölda Svisslendinga hingað á hveiju ári. xxx að er nú gott og blessað að borgaryfirvöld skuli hafa samþykkt aukafjárveitingu til þess að útvega skólafólki sumarvinnu. Víkveiji er hins vegar þeirrar skoð- unar að gjaman mætti líka kenna unga fólkinu að vinna, en á því virð- ist oft vera misbrestur. Víkveiji kom fyrir stuttu að þremur ung- mennum í bæjarvinnunni, tveimur piltum og stúlku, sem voru að snyrta grasbala í borginni. Annar pilturinn var vopnaður svokölluðu vélorfi, en hafði greinilega aldrei kynnzt slíku verkfæri svo heitið gæti, enda var slátturinn eins og tanníaus rolla hefði nagað grasið. Á eftir sláttumanninum gekk stúlk- an og rakaði og mundaði hrífuna eins og ryksugu, sem er ekki sér- lega vænlegt til árangurs. Hinum piltinum hafði verið trúað fyrir garðsláttuvél og sá Víkvetji ekki annað en að honum færist verkið sæmilega úr hendi, enda er erfítt að klúðra notkun á einfaldri garð- sláttuvél. Lítur enginn til með þess- um krökkum og kennir þeim að nota verkfærin á réttan hátt? XXX Oft eru það smáatriðin.sem gera mönnum lífíð hvað leiðast þegar lítið annað er að agnúast útí. Þegar Víkveiji horfír á erlent sjónvarpsefni í ríkismiðlinum.sting- ur það hann í augun,að sjá aldrei ritað orðabil á eftir kommu í þýðing- artextum. Þótt það sé Víkveija gleðiefni,að fá aðstoð við að skilja torræðar.framandi tungur,mætti þetta atriði betur fara. Svo sem glögglega má sjá.sé vandlega rýnt í þennan texta.hefur Víkveiji gert sér það að leik.að fara hér eins að. Vonandi pirrar það sem flesta.því að ekki er það eftirbreytnivert. Ef til vill sér ríkissjónvarpið sér fært að bæta úr þessu hvimleiða smáatr- iði,því að ágætt málfar þýðenda sjónvarpsefnis líður fyrir þessa framsetningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.