Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1992 OLYMPIULEIKARNIR Júgóslavar með — íslenska handbottaliðið fér hvergi Formaður HSÍvill skaðabæturfrá alþjóða Ólympíunefndinni vegna kostnaðarvið undirbúning landsliðsins JÚGÓSLAVNESKIR íþrótta- menn keppa á Ólympíuleikun- um í Barcelona þjrátt fyrir samskiptabann Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Frá þessu var gengið í gær, og þó ekki hafi verið tilkynnt opinberlega hvaða íþrótta- menn þeir sendi er talið full- víst að handknattleiksmenn verði þar á meðal, þannig að íslenska landsliðið fer ekki á leikana, eftir allt saman. Jón Ásgeirsson, formaður hand- knattleikssambands íslands, segist undrandi vegna þess- arar niðurstöðu og ætiar að leggja fram tillögu á stjórnar- fundi HSÍ á mánudag þess efnis að alþjóða ójympíu- nefndin greiði HSÍ andvirði 3-4 milljóna króna í skaða- bætur vegna kostnaðar við undirbúning liðsins. Francois Carrard, aðal-fram- kvæmdastjóri alþjóða Ólympíunefndarinnar (IOC) til- kynnti í höfuðstöðvum nefndar- innar, í Lausanne í Sviss, í gær að Ólympíunefnd Júgóslavíu hefði samþykkt tillögu IOC þess efnis að fulltrúar hennar kepptu ekki í nafni Júgóslavíu heldur sem ein- stakiingar í nafni liðs sem kallað verður „óháða liðið“ og klæddust hvítum ómerktum keppnisbúning- um. Fari svo að einhver þeirra hljóti gullverðlaun hljómar ekki þjóðsöngur Júgóslavíu heldur ólympíuóðurinn og ólympíufáninn blaktir. „Þeir koma til Barcelona,“ sagði Carard í samtali við Reuters fréttastofuna. „Við höfum fengið formlega staðfestingu á að þeir hafi gengið að skilyrðum okkar.“ Talsmaður ólympíunefndar Júgóslavíu sagði í gær að fljótlega yrði sendur nafnalisti 110 íþrótta- manna sem kæmu til Barcelona á vegum nefndarinnar. Yfirvöld á Spáni höfðu áður tilkynnt að þau myndu ekki bijóta samskiptabann Öryggisráðs Sam- einuðu Þjóðanna með því að hleypa inn í landið keppendum sem yrðu fulltrúar Júgóslavíu. Nú eru forsendur aðrar og Júgósla- varnir — Serbar og Svartfellingar - geta komið inn í landið. Jón Ásgeirsson, formaður HSÍ, sagðist undrandi á þessari niður- stöðu er Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi. „Ég er undr- andi og vonsvikinn, sérstaklega vegna þess að allan þann tíma sem liðinn er síðan samskiptabannið var sett af Öryggisráðinu hefur ástandið í Júgóslavíu verið að versna og þar með líkumar að aukast á því að við yrðum með. En þá kemur allt í einu alþjóða ólympíunefndin og hunsar þessa samþykkt. Ég á bágt með að trúa því að Öryggisráðið taki þessu þegjandi. Ég held þetta sé fyrst og fremst verk Samaranch [for- seta alþjóða ólympíunefndarinn- ar] — menn hafa sagt það i mín eyru að hann sé að seilast eftir Friðarverðlaunum Nóbels. Þetta er pólitískur einleikur hans. En ég er á því að hann ætti að fá rauða spjaldið — þetta er alvar- legt brot á öllum viðurkenndum leikreglum.“ Jón sagðist hafa boðað fund í stjórn HSI á mánudag, „þar sem ég mun leggja fram tiílögu um að við förum fram á að alþjóða ólympíunefndin bæti okkur þann skaða sem við höfum orðið fyrir vegna undirbúnings landsliðsins. Þá er ég að tala um upphæð á bilinu B-4 mílljónir króna," sagði Jón Ásgeirsson. Reuter Italinn Claudio Chiappucci og Bandarikjamaðurinn Greg LeMond nálguðust toppinn í Tour de France hjólreiðakeppninni í gær. Chiappucci, sem er til hægri á myndinni, fór úr sjötta sæti í það þriðja, og LeMond skaust úr fjórtánda sæti í það fimmta. KEILA Keilusamband stofnað Amánudag var Keilusamband íslands; KLÍ, stofnað og er það 21. sérsam- , bandið innan ÍSÍ. Ellert B. Schram forseti ÍSÍ stýrði stofnfundinum og Jón Ármann Héðinsson stjórnarmaður í ÍSÍ gerði grein fyrir drögum að lögum hins nýja félags. Fyrsta stjórn Keilusambandsins skipa þeir Haraldur Sigur- steinsson formaður, Guðmundur J. Kristófersson, Sigutjón Guðfinnsson, Sigur- jón M. Egilsson og Ingiber Óskarsson. Jóhannog Unnur Evrópu- meistarar EVRÓPUMEISTARAMÓT öld- unga í frjálsíþróttum var haldið í Kristjansand í Noregi um mánaðamótin. Átta íslenskir keppendur tóku þátt í mótinu og urðu Jóhann Jónsson og Unnur Stefánsdóttir Evrópu- meistarar í sínum aldursflokki. Þrjú þúsund keppendurfrá 29 þjóðum tóku þátt í mótinu að þessu sinni. óhann Jónsson úr Víði í Garði varð Evrópumeistari í þrístökki karla í 70-74 ára flokki, stökk 8,98 m. í spjótkastinu vann hann til bronsverðlauna, kastaði 34,94 metra. Hann komst einnig í úrslit í langstökki og stökk 4,15 m sem dugði honum í sjötti sætið. Unnur Stefánsdóttir úr HSK keppti í 40-44 ára flokki og varð Evrópumeistari í 800 m hlaupi, hljóp á 2:23.37. Unnur sigraði naumlega með mjög góðum 300 metra endaspretti. Hún varð önnur í 400 m hlaupi á 60.11 sekúndum. Trausti Sveinbjömsson úr FH keppti í 45-49 ára flokki. Hann vann til bronsverðlauna í 400 m grindahlaupi á 63.02, varð sjötti í 110 m grind og í 14. sæti í 400 m hlaupi. Guðmundur Hallgrímsson frá UÍA keppti í flokki 55-59 ára. Hann varð í fimmta sæti í 200 m hlaupi á 26.25 sekúndum sem jafnframt er íslandsmet í þessum flokki. í 100 m hlaupi varð hann í sjöunda sæti á 12.96 sekúndum og í 400 m hlaupi í 12. sæti á 61.12 sekúndum. Jón H. Magnússon úr ÍR keppti í sleggjukasti í flokki 55-59 ára og Evrópuinelstararnir Jóhann Jónsson og Unnur Stefánsdóttir. varð sjötti með 47,16 metra kast. Þórður B. Sigurðsson úr KR keppti einnig í sleggjukasti, en í flokki 60-64 ára. Hann kastaði sleggjunni 37,94 m og náði 8. sæti. Ölafur J. Þórðarson frá Akranesi keppti í kúluvarpi í flokki 60-64 ára og varð í 12. sæti, varpaði kúlunni 10,96 metra. Helgi Hólm frá Keflavík keppti í flokki 50-54 ara og varð níundi í hástökki, stökk 1,50 m og í 12. sæti í langstökki með 5,09 metra stökk. Chiappucci vinnur á Pascal Lino heldur enn forystunni eftir sjötta legg, sem lauk í Brussel í gær FRAKKINN Laurent Jalabert kom fyrstur í mark á sjötta legg Tourde France hjólreiða- keppninnar, sjónarmun á und- an þremur öðrum köppum, og mæidust allir fjórir á sama tíma. Landi hans, Pascal Lino, heldur eftir sem áður forystu í keppninni. Igær var hjólað frá Roubaix til Briissel, alls 167 km. Jalabert kom fyrstur í mark, hjólaði vega- lengdina á þremur klukkutímum, 37 mínútum og sex sekúndum. Annar varð Italinn Claudio Chi- appucci, þriðji Daninn Brian Holm og fjórði Bandaríkjamaðurinn Greg LeMond, allir á sama tíma. Chi- appucci, sem var í sjötta sæti eftir legg fimmtudagsins, skaust upp í þriðja sæti, og LeMond fór úr fjórt- ánda sæti í það fimmta. Alvarlegur árekstur varð í keppn- inni í gær vegna bleytu, og lentu um fimmtíu hjólreiðamenn i vand- ræðum. Nokkrir meiddust, þar á meðal fyrrum heimsmeistari, ítal- inn-Moreno Argentin. Í dag liggur leið hjólreiðamann- anna frá Briissel í Belgiu til Valken- burg í Hollandi, og er leiðin 196 km löng. HJOLREIÐAR / TOUR DE FRANCE FRJALSAR / EM OLDUNGA Króatar jöfnuðu á elleftu stundu Íslenska landsliðið í handknattleik gerði jafntefli við landslið Króa- tíu á æfingamóti í Þýskalandi í gærkvöldi. Króatar náðu að jafna, 25:25, þegar sautján sek. voru til leiksloka. Júlíus Jónasson skoraði flest mörk fyrir ísland, eða 8. Kon- ráð Olavson skoraði sex, Patrekur Jóhannesson þijú, Jakob Sigurðs- son og Héðinn Gilsson tvö, Birgir Sigurðsson, Einar Gunnar Sigurðs- son, Gunnar Gunnarsson og Sigurð- ur Bjamason, eitt hver. Framsigur í Danmörku Strákar úr 5. flokki Fram urðu sigurvegarar á alþjóðlegu hand- knattleiksmóti í Danmörku. Strák- amir, sem eru fæddir 1980, unnu finnska liðið B 46 í úrslitaleik 20:16. Strákar úr Fram, fæddir 1978-79, urðu siguvegarar í B-úrslitum á mót- inu, sem fór fram á Jótlandi. Strák- amir unnu norska liðið Oppegárd í örslitaleik, 15:10. Stúlknalið Fram hafnaði í fimmta til áttunda sæti. ÚRSLIT Hjólreiðar Heildarstaða eftir sex sérleiðir í Tour de France. 1. Pascal Lino (Frakklandi).... 26:22.53 klst. 2. Steve Bauer (Kanada).3.11 mín. á eftir 3. Claudio Chiappucci (Ítalíu)........3.34 4. Richard Virenque (Frakklandi)......4.02 5. GregLeMond (Bandar.)...............4.29 6. Jens Heppner (Þýskalandi) .........4.37 7. Gianni Bugno (Ítalíu)..............5.06 8. Stephen Roche (Irlandi)............5.28 9. Miguel Indurain (Spáni)............5.33 10. Giancarlo Perini (Italíu)........5.35 11. Eddy Bouwmans (Hollandi).........5.40 12. Laurent Fignon (Frakklandi)......5.49 13. ValerioTebaldi (Ítalíu)..........5.54 14. Eric Boyer (Frakklandi)..........6.24 15. Pedro Delgado (Spáni)............6.25 16. Raul Alcala (Mexíkó) ............6.27 Leiðrétting Ófeigur Jóhann Sverrisson, sem gerði sigurmark Fylkis gegn Aftureld- ingu í úrslitaleik A-liða á Essó-móti KA í 5. flokki í knattspyrnu um sl. helgi var rangfeðraður í blaðinu á miðvikudaginn. Beðist er velvirðingar á mistökunum. FELAGSLIF Aðatfundur hand- knattleiksdeildar FH Aðalfundur handknattleiksdeild- ar FH verður haldinn sunnudaginn 19. júlí kl. 20 í Kaplakrika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.