Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.07.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JULJ. 1992 1 Minning: Jón Guðmunds- son, Sölvabakka Fæddur 26. nóvember 1892 Dáinn 3. júlí 1992 Þeim fækkar ört hérna megin grafar sem fæddir voru á síðustu öld. Þeir, sem enn eru á lífi eða hafa lifað fram undir þetta, eiga það sameiginlegt að muna tvenna tímana. Þeir hafa lifað ótrúlegar breytingar, tekið sjálfír þátt í þeim hver á sína vísu og kunnað frá ýmsu að segja, sem óðum er að hverfa í djúp gleymskunnar. Einn þessara manna var Jón Guð- mundsson á Sölvabakka, sem andað- ist 3. þ.m. á Héraðshælinu á Blöndu- ósi á 100. aldursári. Jón á Sölvabakka var fæddur í Hjaltabakkakoti 26. nóvember 1892, sonur hjónanna Guðnýjar Sæbjargar Finnsdóttur og Guðmundar Guð- mundssonar, sem að mestu voru af húnvetnsku bergi brotin. Hann hóf búskap í Skrapatungu árið 1915 ásamt Finni bróður sínum og hafði þá haft bústaðaskipti með foreldrum sínum sex eða sjö sinnum frá fæð- ingu. Árið 1920 kvæntist hann Magda- lenu Karlottu Jónsdóttur frá Bala- skarði, mikilli mannkostakonu. Þau hófu búskap á Brún í Svartárdal, en fluttu búsetu sína tvívegis áður en þau byrjuðu búskap á Sölva- bakka, en þar varð síðan heimili þeirra til dauðadags. Augljóst virðist að ekki hafi verið auður í garði hjá ungu hjónunum á Sölvabakka sem þar voru að byrja búskapinn árið 1924. Búferlaflutn- ingarnir, sem að framan er getið, voru síst til þess fallnir að svo gæti verið. En þau voru samhent, vinnuf- ús og úrræðasöm. Jón var ötull við að nytja sjávargagn jarðarinnar og dró þaðan marga björg í bú. Þau hrepptu þó áföll, sem aðrir bændur á þeirri tíð, af völdum verðfalls og fjárpesta. Eigi að síður höfðu þau sigur í sinni baráttu. Þau eignuðust jörðina sfna, bættu hana og byggðu upp og komu upp sínum myndarlega barnahópi. Þau hættu búskap árið 1964 og skömmu síðar tók yngsti sonurinn, Jón Árni, við jörðinni ásamt konu sinni Björgu Bjarnadótt- ur og hafa þau gert jörðina að stór- býli. Magdalena kona Jðns andaðist 1972, en þau hjónin eignuðust þessi börn: 1. Jón Árni, dó 14 ára gamall. 2. Guðmundur Jón, verkamaður á Blönduósi, var kvæntur Ingi- björgu Jónsdóttur frá Akri. Þau hjón eru bæði látin. 3. Guðný Sæbjörg, húsfreyja, gift Finni Kristjánssyni bónda, Skerð- ingsstöðum, Reykhólasveit. 4. Ingibjörg Þórkatla, húsfreyja á Blönduósi, gift Einari Guðlaugs- syni frá Þverá. 5. Finnbogi Gunnar, járnsmiður í Reykjavík, kvæntur Sigurbjörgu Sigfúsdóttur frá Breiðavaði. 6. Sigurður Kristinn, húsasmiður á Blönduósi, kvæntur Guðrúnu Ingimarsdóttur frá Skeggsstöð- um í Svarfaðardal. 7. Jón Árni, bóndi á Sölvabakka, kvæntur Björgu Bjarnadóttur frá Haga. Mér er tjáð að afkomendur þeirra hjónanna á Sölvabakka séu 63, þar af 60 á lífi. Það er myndarlegur hópur, gott fólk og dugmikið eftir því sem ég þekki til. Jón á Sölvabakka var gæfumað- ur. Hann náði því marki, sem hann hafði sett sér ungur, að verða efna- lega sjálfstæður bóndi og hann átti fagurt ævikvöld. Um aldarfjórð- ungsskeið dvaldi hann heima á Sölvabakka í skjóli sonar og tengda- dóttur, en hún reyndist honum frá- bær að umhyggjusemi er árin færð- ust yfir. Hann var heilsugóður með afbrigðum, las og skrifaði gler- augnalaust og hélt skýrri hugsun til síðustu stundar. Hann naut þess að sjá jörð og bú, sem honum þótti svo vænt um, eflast og dafna í höndum ungu hjónanna og studdi sjálfur að hagsæld heimilisins meðan kraftar leyfðu. Hann fylgdist einnig með afkomendum sínum og konu sinnar, sem sífellt voru að vaxa úr grasi, og hann gat svo sannarlega verið ánægður með hópinn sinn. Hann tók þátt í gleði fólksins, fór á þorrablót og aðrar samkomur, og í jólaboðun- um síðustu vakti hann á því athygli að hann hefði lifað 100 jól. Jón hafði frábært minni af svo gömlum manni að vera, einkum er laut að viðburðum fyrri tíðar. Hann var í lægra meðallagi að vexti, grannur og nokkuð lotinn í herðum, en þegar hann sagði frá var eins og hann færðist í aukana. Skilmerkilegt málfarið og glampinn í augum hans sýndi að löngu liðnir atburðir stóðu honum ljóslifandi fyrir sjónum. Hann bjó yfir miklum fróðleik um fyrri tíðar lífshætti, sem að litlu leyti mun hafa varðveist. Yfír honum hvíldi æðruleysi og ró öldungsins, en þó átti hann í senn kjark og bjartsýni, viljann til að lifa lífinu hvem dag sem guð gaf. Sú var og gæfa hans að þurfa ekki á sjúkrahús nema fáa daga. Obrigðul vinátta stóð milli föður míns og nafna hans á Sölvabakka. Fjölskyldutengsl juku samskipti heimilanna og fólksins þaðan og gera enn. Fyrir þetta er ljúft að þakka. En að síðustu flyt ég Jóni þakkir fyrir okkar kynni, hlýhug hans og vinsemd í minn garð og míns fólks. Við Helga biðjum honum blessunar og fararheilla við vista- skiptin og sendum kveðjur til barna hans, annarra afkomenda og vensla- fólks. Pálmi Jónsson. Hann Jón gamli Guðmundsson á Sölvabakka er látinn. Kynni mín og Jóns hófust þegar ég var átta ára og ákvað að fara í sveit norður á Sölvabakka, eins og alltaf var sagt. Ég var ráðin til ungra hjóna, þeirra Björgu Bjarnadóttur og Jóns Árna Jónssonar til þess að passa eins árs dóttur þeirra. Þegar út á Sölvabakka kom hitti ég strax Jón gamla. Mér eru minnis- stæð hans fyrstu orð þegar hann sá mig, en hann sagði: „Ekki líst mér á hana þessa — og svo hefur hún gleraugu í þokkabót." Og mér leist eins illa á Jón. En bæði áttum við eftir að skipta um skoðun og það fljótlega. Á milli okkar Jóns myndaðist sérstök vin- átta og virðing sem ef til vill var einstök miðað við aðstæður. Ég var borgarkrakki í húð og hár eins og ég heyrði hann segja og þeir duga nú lítið, gjörsamlega án verkvits og þekkingar á öllu sem tilheyrir búskap og sveitamennsku. Hann hafði verið dugandi og framsýnn bóndi framan af, en þau hjónin urðu að bregða búi snemma á sjöunda áratugnum, þar til yngsti sonurinn náði sér í forkunnar dug- lega bóndadóttur og búskapur hófst aftur á Sölvabakka, þá gat ekkert haldið Jóni frá búskapnum lengur. Hjónin á Sölvabakka tóku oft krakka í sveit, bæði ókunn börn og skyld- menni. Jón gamli mat hvert og eitt þeirra — ekki vegna skyldmenns- kunnar, heldur út frá manngildi og dugnaði hvers og eins. Það dugði ekki fyrir Jón gamla að vera frændi hans eða frænka, annað hvort var maður duglegur og skynsamur og um leið vinur hans og félagi eða ekki. Svo einfalt var það. Mörgum þótti erfitt að lynda við Jón, hann átti til að vera hvassyrtur, gagnrýn- inn og óþolinmóður ef hlutirnir gengu ekki upp, enda forkur dugleg- ur, skarpgreindur og ósérhlífinn sjálfur. Ég fékk að reyna margar aðrar hliðar á Jóni. Hann hafði sérstaka hæfileika til þess að finna á sér ef eitthvað var að hjá mér eða gengið á minn hlut. Hann átti til einstaka hlýju og tillitssemi og hafðj mikla innsýn í tilfinningalíf mitt. Ég man t.d. eftir ótal dæmum, þar sem hann með einstakri nærfærni tókst að ræða við mig og jafna málin. Ég er alveg viss um að sveitadvöl mín að Sölvabakka, að öllum öðrum ólöstuðum, hefði aldrei skilið eins mikið eftir sig ef Jóns hefði ekki notið við. Hann kenndi mér svo ótal margt sem ekki er hægt að læra í skóla, hann kenndi mér ekki aðeins að þekkja búfé, heldur líka mannfólkið, því eins og hann sagði, sumir stofn- ar eru góðir stofnar — aðrir eru allt- af til leiðinda. Hann kenndi mér ekki aðeins að nýta landið, heldur líka að sjá fegurð þess og gjöfulleika. Hann kenndi mér líka bjartsýni og þrautseigju og sagði ævinlega: „Hanna mín — öll mál eiga sér bjart- ar hliðar, það þarf aðeins visku og innsæi til að átta sig á því, gæska." Með þessum orðum vil ég kveðja einstakan vin og félaga. Hansína B. Einarsdóttir. Afi var fæddur á Hjaltabakka 28. nóvember 1892, næstelstur af sex systkinum. Foreldrar hans voru Guð- mundur Guðmundsson og Guðný Sæbjörg Finnsdóttir. Afi ólst upp hjá foreldrum sínum, en þau bjuggu síðar í Glaumbæ, byggðu síðan ný- býli á Blönduósi sem þau kölluðu Grund, en síðar var nefnt Klaufin, síðan bjuggu þau í Bakkakoti, Kú- skerpi og Svangrund. Árið 1915 fluttist fjölskyldan að Skrapatungu á Laxárdal og stóðu afi og Finnur þá fyrir búinu en for- eldrar þeirra voru innanstokks hjá þeim. Árið 1920 kvæntist afi Magðalenu Karlottu Jónsdóttur frá Balaskarði. Amma var fædd 7. desember 1892, en dó 3. apríl 1972. Afí og amma byrjuðu hjúskapinn í húsmennsku á Brún í Svartárdal, bjuggu síðan í eitt ár í Skrapatungu og eitt ár í Háagerði utan við Skaga- strönd. Árið 1924 fluttu þau síðan að Sölvabakka og áttu heima þar meðan þau lifðu, utan tvö ár sem Sölvabakki var í eyði. Oft sagði afi okkur að þegar hann hefði verið lít- ill strákur að hlaupa á eftir kindum í Bakkakoti hefði hann ákveðið að bóndi skyldi hann verða og það á Sölvabakka, en þangað sóttu kind- urnar í fjörubeitina. Fyrstu fjögur árin voru afi og amma leiguliðar á hálfri jörðinni en 1928 réðust þau í það stórvirki að kaupa jörðina. Þá hófst uppbygging jarðarinnar og var þeim báðum það alltaf kappsmál að gera Sölvabakka að sem bestri bújörð. Jafnframt stundaði hann ásamt nágrönnum sínum útræði frá Sölvabakka. Bú- skap stunduðu afi og amma á Sölva- bakka í 40 ár eða til ársins 1964. Tveimur árum seinna hófu pabbi og mamma búskap þar og þá fluttu afi og amma til þeirra og bjuggu þar síðan. Afi og amma áttu sjö börn og eru afkomendur þeirra orðnir 64. Afi var skapmikill maður og stolt- ur. Fram yfir nírætt hélt hann áfram að klifra bratta brekkuna til að leggja silunganetin. Síðustu sumrin hélt hann til í tjaldi niðri í fjöru til að þurfa ekki að fara upp fyrr en að kveldi. Dagbókina sína skrifaði afi þar til í vor, eða í rúm 20 ár. Þannig hélt hann við skriftinni og skrifaði alltaf gleraugnalaust. Frá Þjóð- minjasafninu fékk hann hin síðustu ár sendan fjöldann allan af spurn- ingalistum og svaraði þeim mjög samviskusamlega. Þá fylgdist afi alltaf með í búskapnum og vissi hvað var um að vera þennan daginn eða hinn. Nú er stóllinn hans afa tómur, en í hugum okkar geymum við minn- ingu hans. Það var gæfa okkar að fá að hafa hann svo lengi hjá okk- ur. Myndabrot úr samverunni lifna við á kveðjustund. Veiðiferðir niður í fjöru til að leggja netin sep ávallt voru lögð í Guðs nafni. Óteljandi sögur sem sagðar voru frá liðinni tíð og hlýjar hendur sem vermdu litla lófa. Minning um stolt, áhuga og óbil- andi dugnað. Langur dagur er að kveldi kom- inn. Við biðjum Guð að geyma afa. Systurnar, Sölvabakka. 4 i 1 ííles&ur r a morgun Guðspjall dagsins: Lúk. 6.: Veriö miskunnsam- ir. ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er minnt á guðsþjónustu í Laugarneskirkju sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Dómkórinn syngur. Organisti Mar- teinn H. Friðriksson. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10.00. Sr. Baldur Sigurðs- son. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRfMSKIRKJA: Messa og barnastund kl. 11.00. Sr. Karl Sig- urbjörnsson. Þriðjudag: fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beð- ið fyrir sjúkum. LANDSPfTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Hámessa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Vegna sumar- leyfa starfsfólks Langholtskirkju er minnt á guðsþjónustu í Bú- staðakirkju, sunnudag kl. 11. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjarts- son. Heitt á könnunni eftir guðs- þjónustu. Barnagæsla. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðviku- dag: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKiRKJA: Helgi- stund kl. 11 í umsjá sóknamefnd- ar. Organisti Nína Margrét Gríms- dóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organleikari Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Pálsson. Organisti Daníel Jónas- son. Sr. Gísli Jónsson. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30 í Fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Ath. breyttan messutíma. Organisti Sigurbjörg Helgadóttir. Kaffi eftir messu. Vigfús Þór Árnason. FELLA- og HÓLAKIRKJA: Sum- arsamveru kvöldguðsþjónusta sunnudagskvöldið kl. 20.30. Hug- leiðing: Ragnhildur Hjaltadóttir. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Bænir og ritningarlest- ur annast: Astrid Skarpaas Hann- esson, Benedikt Guðlaugsson, Höskuldur Jónsson, Paul V. Mic- helsen, Salome Ósk Eggertsdóttir og Sigurborg Skúladóttir. Kirkju- kór Fella- og Hólakirkju syngur. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Veitingar. Allir velkomnir. Prest- arnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11. Org- anisti Sighvatur Jónasson. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta kl. 20. Organisti Kjartan Sig- urjónsson. Molasopi eftir guðs- þjónustuna. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Rvík: Safnaðarferð verður farin sunnudaginn 19. júlí nk. Farið í Rangárþing undir leið- sögn Jóns Böðvarssonar. Skrán- ing og upplýsingar í síma 29105. Miðvikudag 15. mars kl. 7.30, morgunandakt. Sr. Cecil Haralds- son. KRISTSKIRKJA Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14, ensk messa kl. 20. Laugardagsmessa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messa kl. 18. Pólskur prestur sr. Laukasz Kasterek OCD dvelur hér á landi fram til 9. september og býr í Karmelklaustri. Hann flytur messu á pólsku í Kristskirkju nk. sunnudag kl. 7 og einnig sunnu- dag 20. júlí nk. Eftir messu gefst tækifæri til að tala við sr. Lukasz Kasterek. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Messa kl. 11. Laugard. kl. 14, fimmtu- daga messa kl. 19.30. Aðra rúm- helga daga messa kl. 18.30. KFUM/K: Fagnaðarsamkoma kl. 20.30 fyrir kristniboðana Guðlaug Gunnarsson, Valgerði Gísladóttur og fjölskyldu. HVfTASUNNUKIRKJAN Ffladelf- ía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 20 með Celebrant- singers. Fjölbreytt dagskrá. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 11. Sr. Jón Þorsteinsson. GARÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar. Ferming: Anna Marta Sigurðar- dóttir, Furulundi 7, Garðabæ, Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir, Drafnarstíg 2 A, Reykjavík, Krist- ján Davíðsson, Bræðraborgarstíg 41, Reykjavík. Kór kirkjunnar syng- ur. Organisti Ferenc Utassy. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. VEGURINN, kristið samfélag: Al- menn samkoma kl. 16.30. Prédik- un: Björn Ingi Stefánsson. Al- mennar samkoma kl. 16.30 og 20.30. Prédikari: Wynn Goss frá Wales. Biblíulestrar falla niður júlí- mánuð. HA:-NARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Org- anisti Helgi Bragason. Sr. Gunn- þór Ingason. KAPELLAN St. Jósefsspftala: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 10.30. Organisti Hákon Leifsson. Sr. Svavar Stefánsson. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Organisti Hákon Leifsson. Sr. Svavar Stefánsson. KEFLAVfKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Baldur Rafn Sig- urðsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Þor- kell Sigurbjörnsson tónskáld flytur erindi um kirkjutónlist i dag, laug- ardag kl. 14. Sumartónleikar verða kl. 15 og 17. Sunnudagsmessan er kl. 17, en kl. 15 verða tónleik- ar. Tónlistarhópurinn Caput tekur þátt í sunnudagsmessunni. Org- anisti Hilmar örn Agnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.