Morgunblaðið - 25.07.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 25.07.1992, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992 Skálholtsútgáfan: Bænabók komin út ÚT ER komin bænabók á vegum Skálholtsútgáfunnar, útgáfufé- lags Þjóðkirkjunnar, í samantekt sr. Karls Sigurbjörnssonar. Bók- in er prýdd myndum eftir Björn Rúriksson ljósmyndara. í frétt frá útgáfunni segir, að allar fyrri bænabækur séu löngu uppseldar og þessi bók bæti því úr brýnni þörf. Bókin hefur að geyma fjölda bæna frá frumkristni til þessa dags, sem höfundur hef- ur ýmist þýtt, safnað eða samið sjálfur. Þá eru í bókinni greinar um bæn og lestur Biblíunnar eftir dr. Sigurbjöm Einars- son biskup. Annar kaflinn hefur að geyma daglega bænagjörð í fjórar vikur, morgun- bænir og kvöld- bænir. Þriðji kaflinn fylgir kirkjuár- inu og fjórði kaflinn ýmsum við- burðum, sem verða á vegi fólks á lífleiðinni. Fimmti kafli er um trúar- lífið og sjötti kafli biblíulestrarskrá. í lok bókarinar eru svo Fræði Lút- ers hin minni, skýringar Marteins Lúters á fmmatriðum trúarinnar og auðar síður, sem eru ætlaðar fyrir eigin bænir og hugleiðingar. Bókin fæst í Kirkjuhúsinu, Kirkjuhvoli, gegnt Dómkirkjunni og er hægt að fá hana senda í póst- kröfu, auk þess sem hún fæst í öil- um bókaverslunum. ----♦ ♦ » Kápa bókarinnar Bænabók, leidsögn á vegi trúarlífsins. Sjóblandaður spíri fannst LÖGREGLUNNI var tilkynnt um að fundist hefði 25 lítra brúsi fullur af sjóblönduðum spíra í fjörunni við Hvassahraun suður af Hafnarfirði. Maður sem var á gangi þarna í fyrrakvöld fann brúsann. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni hafði brúsann greinilega rekið á land því áföst við hann var merkt bauja og öruggt talið að um smygl sé að ræða. Morgunblaðið/Þorkell Listasmiðjan opnaði fyrir stuttu nýja verslun, Jólasalan er hafin hjá Listasmiðjunni LISTASMIÐJAN hefur opnað nýja verslun í Nóatúni 17. Versl- unin selur keramikmuni, allt frá styttum og blómavösum til nytjahluta í eldhúsið. Einnig selur hún tól og tæki til að skreyta og vinna frekar tilbúna muni. Um níu manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Langmesta salan er í ómáluð- um munum, að sögn Eiríks Harð- arsonar hjá Listasmiðjunni. Fólk kaupir hlutina ómálaða og málar þá síðan sjálft. Af þeim sökum er jólasalan að hefjast núna, þrátt fyrir að nú sé hásumar, og alls- kyns jólastyttur og jólamunir selj- ast vel. Listasmiðjan býður einnig upp á námskeið, sem eiga að heíj- ast næstkomandi september og á þeim er kennt að mála keramik- hlutina en ýmsar mismunandi aðferðir eru til. Leirinn, sem notaður er í mun- ina, er á þykkt við súrmjólk og er steyptur í mót þannig að hlut- imir eru holir að innan. Minni sala er á sumrin og er sá tími nýttur til að koma upp lager því að sögn Eiríks, hafa starfsmenn ekki undan eftirspurninni þegar líða fer á veturinn. Eiríkur segir að yngri við- skiptavinir og á miðjum aldri séu aðallega konur en kynskipting sé nokkuð jöfn hjá eldra fólki. Af nytjahlutum selst ekki eins mikið því Eiríkur segir að vinnan hér á landi sé svo dýr að þesskon- ar vörur standist engan veginn verðsamkeppni við ódýrari vörur frá Austurlöndum. Þeir sem helst kaupi nytjahluti séu að leita að einhveijum ákveðnum lit og kom- ist að þeirri niðurstöðu að best sé að mála hlutina sjálfír til að fá eina rétta litinn. Nýr togari til Seyðisfjarðar: Bærínn í ábyrgð fyrir 100 mílljón króna láni Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur gengist i ábyrgð fyrir láni upp á 11 norskar milljónir (rúmlega 100 milljónir ísl. kr.) vegna kaupa Útgerðarfélagsins Ottos Wathnes á 750 tonna frystitogara frá Noregi. Gert er ráð fyrir að tvö skip, Otto Wathne NS og Erling KE sem sökk fyrir 2 árum, verði úreld vegna kaupanna. Þorvald- ur Jóhannsson, bæjarstjóri, segir að hér sé um að ræða framlag til að auka atvinnutækifæri í byggðarlaginu. Þorvaldur sagði að í kjölfar kaupanna yrðu sennilega til 17 ný störf. Ennfremur mætti ætla að árleg tekjuaukning í gegnum bæjar- og hafnarsjóð gæti orðið 7-8 milljónir á ári. „Hér er um stórt og mikið atvinnutækifæri að ræða,“ sagði Þorvaldur,,, og við metum það svo að með því að vera með annan veðrétt í skipinu og sérstakan baksamning við eig- enduma sé þetta áhættunnar virði,“ sagði hann en ákvörðun um að gangast í ábyrgði fyrir láninu var tekin samhljóða á bæjarstjóm- arfundi á miðvikudag. „Sennilega hefðum við ekki geta keypt skipið ef ekki hefði verið fyrir ábyrgð frá bænum,“ sagði Trausti Magnússon, sem gerir út Otto Wathne. „Það em margir sem vilja hjálpa okkur nema þessir aðiiar sem eiga að gera það. Við höfum verið í við- skipum við Landsbankann síðan 1974 og aldrei lent í vanskilum, •ekki skuldað krónu. Samt er ekki hægt að fá þá til að hjálpa á einn eða neinn veg,“ sagði hann. Trausti sagði að skrifað hefði verið undir úreldingu Ottos Wat- hnes en margir hefðu sýnt skipinu áhuga. Það væri í góðu lagi enda hefði því verið vel við haldið. Með- al þess sem rætt hefur verið um er að skipið fari til Akranes og komi í stað Höfðavíkurinnar en Trausti segir að engin ákvörðun hafi verið tekin varðandi það mál. Þess má geta að Höfðavíkin er smíðuð sem fjölveiðiskip en Otto Wathne er fyrst og fremst tog- veiðiskip. Nýja skipið er eins árs en hefur verið í rekstri í 9 mánuði. Það kemur frá Tromsö í Noregi en er nú í slipp í Harstad í Norður-Nor- egi. Síðan siglir það til Esbjerg í Danmörku þar sem komið verður fyrir flotvörpuvindu í skipinu. Von er á því hingað til lands í ágúst. Trausti sagði að mikill söknuður myndi fylgja hvarfi Ottós Wathne sem er 15 ára gamall. Aftur á móti benti hann á að nýja skipið myndi breyta miklu að því leyti að útgerðin losnaði algjöriega við miklar siglingar sem áður hefðu tíðkast. Töluverð áhætta fylgir 220.000 tonna þorskveiði - segir Jakob Magnússon, fískifræðingur JAKOB Magnússon, starfandi forstjóri Hafrannsóknastofnunar, seg- ir að töluverð áhætta fylgi því ef leyft verði að veiða 220 þúsund tonn af þorski á næsta fiskveiðiári. Við bestu aðstæður þýði slík veiði að ekki sé gengið á hrygningarstofninn, en það geti líka farið á verri veg. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til við sjávarútvegsráðherra, að á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september, verði aðeins leyfð veiði á 190 þúsund tonnum af þorski, en alls verði á næsta almanaksári leyft að veiða 175 þúsund tonn. Alþjóða- hafrannsóknaráðið skilaði fyrr í sumar tillögum um að ekki yrðu veidd nema 154 þúsund tonn á næsta almanaksári og undir þær hefur tekið John Pope, enskur sér- fræðingur, sem sjávarútvegsráð- herra fékk til að meta niðurstöður ráðsins. Jakob Magnússon, starfandi for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, seg- ir að muninn á tillögum stofnunar- innar og Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins megi skýra með því, að Hafrann- sóknastofnun telji rétt að fara mild- ari leið í niðurskurðinum næstu tvö árin, en hinir erlendu aðilar leggi til að aflinn verði minnkaður í einu skrefi. Þessar tvær leiðir ættu hins vegar báðar að leiða til þess að hrygingarstofninn gæti náð 400.000 tonnum að 4 árum liðnum, en það sé sú stofnstærð, sem talin sé viðunandi. Jakob segir að töluverð áhætta fylgi því ef leyft verði að veiða 220 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Ef allar aðstæður verði með besta móti geti verið að með slíkri veiði sé ekki gengið á hrygningarstofn- inn, en hættan á því að hrygningar- stofninn minnki niður fyrir hættu- mörk sé auðvitað miklu meiri þá, heldur en ef farið yrði að tillögum Hafrannsóknastofnunar. 25. alþjóðlega skákhátíðin í Biel: Héðinn með 3 vinninga eftír jafnmargar umferðir ÁRLEG skákhátíð í borginni Biel í Sviss hófst þann 17. júlí með keppni í Iokuðum flokki. Þremur dögum síðar hófst keppni í opnum meistaraflokki þar sem Héðinn Steingrímsson er meðal keppenda. Þegar þrjár umferðir hafa verið tefldar hefur Héðinn hlotið 3 vinn- inga. Þátttakendur í opna meistara- flokknum eru 190. Þar af eru um 30 alþjóðlegir meistarar og svipaður fjöldi stórmeistara. Meðal keppenda í þessum flokki má nefna stórmeist- arana Sokolov og Portisch. And- stæðingar Héðins hafa hingað til verið FIDE-meistarar en í fjórðu umferð mun hann mæta alþjóðlega meistaranum Ariel Sorin frá Arg- entínu. í lokaða flokknum taka átta keppendur þátt. Þar á meðal eru Karpov, Beljavski frá Úkraínu, Lettinn Shirov, Hansen frá Dan- mörku og heimamaðurinn Korts- jnoj. Að loknum sex umferðum er Karpov efstur með 5 vinninga en næstur honum er Búlgarinn Georgi- ev með 4 vinninga. Fyrir fimmmtu umferð var Shirov jafn Karpov að vinningum en hafði hvítt gegn Ge- orgiev í þeirri umferð og tapaði. Eitthvað virðist tapið hafa farið illa í Lettann því hann tapaði einnig næstu skák og þá gegn Karpov. Morgunblaðið/Kristjana Gullmávurinn, bátur Jóhannesar Kjarvals, á sýningunni í Fjarðar- borg. Borgarfjörður eystri: Listsýning í Fjarðarborg SÝNING á verkum 15 listamanna stendur nú yfir í félagsheimilinu Fjarðarborg. Hún hófst 5. júlí og stendur til 31. júlí nk. Stærsti hluti verkanna eru fenginn frá Listasafni alþýðu en það er sljórn Fjarðarborgar sem stendur fyrir sýningunni. Á sýningunni er jafn- framt bátur sem var í eigu Jóhannesar Kjarvals. Frá Listasafni íslands koma verk urðsson, skipstjóri, gaf Jóhannesi 13 grafiklistamanna og frá Kjarv- alstöðum voru fengnar að láni fimm myndir eftir Jóhannes Kjarval. Á sýningunni er að auki Kolbrún Kjarvals, Ieirkerasmiður, með sölu- sýningu. Á sýningunni í Fjarðarborg er jafnframt bátur sem Ásgeir Sig- Kjarval. Báturinn heitir Gullmávur- inn og sigldi Kjarval honum sumar- ið 1959 frá Selfljótsbrú við Unaós, út fljótið, fyrir Kögur og að bryggju á Borgarfírði. Kjarval var 74 ára gamall þegar hann sigldi þessa leið en hún er um 21 km.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.