Morgunblaðið - 25.07.1992, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992
22
*
Héðinn Olafsson
Fjöllum - Minning
Fæddur 14. janúar 1918
Dáinn 16. júlí 1992
í dag, er tengdafaðir minn, Héð-
inn á Fjöllum, er til grafar borinn,
langar mig að minnast hans í örfá-
um orðum.
Okkar kynni hófust í byijun apríl
1969 er ég kom í fyrsta skiptið að
Fjöllum, með Sigríði Guðrúnu, dótt-
ur hans. Mér var tekið opnum örm-
um, bæði af Héðni, konu hans Sjöfn
Jóhannesdóttur og móður hans
Friðnýju Sigurjónsdóttur. Og þeir
traustu og styrku armar hafa
umlukt mig æ síðan.
Héðinn hafði mikla þekkingu á
náttúru landsins, gæðum þess og
gögnum og kunni á mörgu skil,
eftir áratuga athuganir og yfirferð.
Áhugamál hafði hann mörg, og
vann að þeim, svo sem fískirækt,
skógrækt og fleira. í fjölda ára
skráði hann rjúpnastofninn og
fylgdist náið með dýralífinu, bæði
til sjós og lands. Héðinn hafði
ákveðnar skoðanir á verndun dýra,
þrátt fyrir að vera mikill veiðimaður
á sínum yngri árum.
Er heilsan ekki lengur leyfði ferð-
ir um fjöll og torsótta dali, var
hann brunnur þekkingar fyrir böm
og tengdaböm og gat leiðbeint um
hvar helst var veiðivon og sjaldan
brást sú leiðsögn.
Vinmargur var Héðinn, hann
starfaði sem rafvirki í mörg ár um
nærliggjandi sveitir og vildi hvers
manns vanda leysa. Hann var ein-
staklega fljótur að eignast vini og
kunningja, og voru þeir víðsvegar
um landið. Héðinn hélt nánu sam-
bandi við þá, bæði með heimsóknum
og samtölum, eða eins og hann
hafði tök á. Enda sýndi það sig
hinar síðustu vikur, að sú vinátta
var endurgoldin, svo margir
hringdu víðsvegar af landinu til að
spyrja um líðan hans.
Oft var gestagangur mikill á
Fjöllum og ætíð var gestum tekið
opnum örmum, og að góðum og
gömlum íslenskum sið var öllu því
besta til tjaldað. Þar naut hann
dyggrar aðstoðar síns kæra lífs-
förunautar, Sjafnar, sem var honum
og börnum þeirra sem klettur, hin
órjúfanlegi hlekkur, sem hægt var
að setja allt sitt traust á. »
Þó Héðinn væri ekki afskipta-
samur um heimilishaldið, þá var það
eitt sem hann hugsaði vel um, og
það var að aldrei skorti til matar
né drykkjar. Skipti þá ekki máli þó
bömin flyttu að heiman, bæði til
að stofna heimili eða til náms, þeim
var þá sent eða þau látin taka með
sér „nesti“ er heim var skroppið.
Súrmatur, vel feitt þverhandar-
þykkt sauðakét, siginn fiskur, há-
karl og fleira var matur, og ekki
fengu nútímalegir matarréttir, svo
sem djúpsteiktir kjúklingar, pizzur
og hamborgarar háa einkunn hjá
Héðni. í öllum hans veikindum og
aðgerðum er hann þurfti að ganga
í gegnum, æðraðist hann aldrei og
ekki heyrði maður hann segja „af
hveiju ég“ heldur var áfram barist
og ekki gefist upp.
Þessi baráttuhugur, hið góða
skap, bjartsýni, dugnaður, ásamt
þeim hæfileika að sjá hið skoplega
í málefnum líðandi stundar, og geta
gert hversdagslega atburði að við-
burði. Og um leið var það festa og
áræði sem einkenndi hann og þann-
ig verður hann í minningunni. Gam-
an hafði hann af að kasta fram
stökum um hin ýmsu málefni, sér-
staklega hin síðari ár, en hljótt fór
hann með þennan hæfileika sinn.
Kæra Sjöfn, ég veit að missir
þinn er mikill, en sú mikla sam-
heldni í fjölskyldunni, sem ævinlega
hefur ríkt, og kom svo berlega fram
undanfarnar vikur, mun verða þér
og bömum þínum mikill styrkur.
Blessuð sé minning hans.
Evert Kr. Evertsson.
Héðinn Ólafsson er látinn eftir
langa og stranga sjúkdómslegu.
Mig langar í þessum fáu orðum að
minnast Héðins og þeirra kynna
sem ég hafði af honum.
Þegar ég var ungur vár nafn
Héðins snemma sveipað ævintýra-
ljóma í mínum huga. Ég fékk að
heyra sögur af þessari kempu sem
var giftur Sjöfn Jóhannesdóttur
föðursystur minni. Hreysti hans var
rómuð svo og þrautseigja við erfið-
ar aðstæður á heiðum Norður-Þing-
eyjarsýslu þar sem hann vann við
að léggja síma.
Ég fékk tækifæri að vera í sveit
í nokkur sumur hjá Héðni og Sjöfn
á Fjöllum, þar sem Héðinn fæddist
og bjó alla sína ævi. Þar komst ég
nær honum, sá hann við leik og
störf. Ég var þá kominn á þær slóð-
ir þar sem Héðinn þekkti svo vel,
hafði háð baráttu við náttúruöflin
og borið jafnan sigur af hólmi þó
svo að hann hefði jafnvel þurft að
skríða hryggbrotinn á fjöllum á sjö-
unda kílómetra, slíkt hraustmenni
var hann.
Það var mikil tilhlökkun að kom-
ast í Fjöll á hveiju vori, komast í
sauðburðinn og taka þátt í starfínu
á bænum. Minningar frá þessum
árum tengjast mjög Héðni og hans
starfi. Hugur Héðins var mjög
tengdur veiðum og nærveru við
náttúruna. Þar fann hann sig vel.
Hann þekkti landið og staðhætti
mjög vel, gat lesið ótal margt úr
hegðun dýra sem venjulegir menn
gátu ekki og var sannspár fyrir um
veðrabrigði. Það var alltaf mikill
völlur á honum er hann var að útbúa
sig til veiða, hvort sem það var að
leggjast á greni, fara í sjóróðra eða
leita fanga í Lóninu, en þangað
fékk maður að fara með honum til
veiða. Hæfíleikar þessa náttúru-
skoðara nýttust þar vel. Héðinn
fékk að sjá hugsjón sína um físk-
eldi í Lóninu verða að veruleika þar
sem sonur hans og frændur hafa
unnið við uppbyggingu og rekstur
þess til margra ára.
Það var alltaf mikið um að vera
á Fjöllum. Heimilið var stórt og þar
var gestkvæmt enda heimilisfólkið
á Fjöllum skemmtilegt heim að
sækja og sérlega vel tekið á móti
gestum.
Héðinn starfaði sem bóndi og
rafvirki og var sérlega laginn verk-
maður. Minningar úr sveitinni
tengjast mjög ferðalögum Héðins
um Norður-Þingeyjarsýslu þar sem
hann vann við að færa sýslungum
sínum birtu með rafvæðingu sveita-
bíla. Sjálfsagt hefur hann einnig
fært þeim annars konar birtu á
ferðalögunum því hann var heill
hafsjór af fróðleik um menn, mál-
efni og þjóðlegt efni. Einnig kunni
Héðinn mikið af tækifærisvísum og
var hagyrðingur góður. Hann var
óspar að miðla fólki af þekkingu
og fróðleik sínum.
Þó svo Héðinn hafí staðið uppi
sem sigurvegari gegn náttúruöflun-
um, þá þurfti hann marg oft að
taka á öllu sem hann átti til að
beijast við afleiðingar slysa eða
erfiðra sjúkdóma. Hann sigraðist
jafnan á þeim með miklum stuðn-
ingi Sjafnar og sérlega samhents
barnahóps þó svo að sú barátta
setti mark á líkamann. Að lokum
var Héðinn þrotinn kröftum og lét
loks undan þungum og þrálátum
sjúkdómum.
Fyrir mína hönd, systkina minna
og maka votta ég Sjöfn og öðrum
aðstandendum, okkar innilegustu
samúð. Blessuð sé minning Héðins
Ólafssonar.
Lárus Ásgeirsson.
Héðinn Ólafsson er allur. Hans
löngu og erfíðu sjúkrasögu er lokið.
Héðinn var fyrst og fremst Þing-
eyingur-Keldhverfíngur. Einatt
kynnti hann sig sem Héðinn á Fjöll-
um. Þar kunni hann best við sig,
þekkti hvert kennileiti eins og sinn
eigin lófa. Oft þurfti Héðinn að
skjótast inn á Reykjaheiði, inná
Tunguheiði, út á Reka eða út á
Brekkur, til að líta á landið eða
náttúruna, virtist þá stundum eins
og hann sæi þar eitthvað sem aðrir
sáu ekki. Þetta svæði átti hug hans
allan.
Vegna fötlunar sinnar nú síðustu
ár gat hann ekki farið eins langt
og víða eins og hann hefði gjarnan
viljað. En Héðinn fór eins langt og
víða og hægt var að komast á
„Rússanum“.
Héðinn átti marga og góða vini,
bæði karla og konur, víða um land
sem hann hafði eignast á sinni veg-
ferð. Skrifaði hann nöfn þeirra í
litla vasabók sem hann bar alltaf á
sér og átti það til að hringja í þetta
fólk rétt til að halda sambandinu
eða til að bjóða í kaffí eða mat.
Héðinn var mikill fjölskyldumað-
ur. Hugsunin var alltaf sú að alltaf
væri nóg til af góðum mat handa
fólkinu, bæði gestum og gangandi.
Jafnvel eftir að bömin vom flutt
að heiman og komin með sín eigin
heimili og fjölskyldur var hugur
Héðins enn við það að þau hefðu
nóg að bíta og brenna. Ósjaldan
fengum við sendingu af ýmsum
mat s.s. fugli, físki eða haustmat.
Þessari gestrisni og rausnarskap
í l»lonia-kr<‘> liii^iiin
>ió öll lu'kilæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sínii 19090
Héðins kynntist ég af eigin raun
þegar ég varð tengdasonur hans.
Það var mér mikið heillaspor.
Oft var leitað ráða hjá Héðni
þegar átti að taka stórar ákvarðan-
ir. Við hjónin leituðum álits Héðins
þegar til stóð að við keyptum okkar
fyrstu íbúð. Gmnur min og raunar
vissa er að fleiri af börnum hans
hafí gert slíkt hið sama.
Áður en til áðumefndra ættar-
tengsla kom hafði ég heyrt um
Héðinn á Fjöllum þar sem hann var
að vinna á bæjunum í minni heima-
sveit bæði við uppsetningu og við-
hald á AGA eldavélunum sem þá
voru mjög víða til og einnig við
rafmagn sem seinna varð hans, svo
að segja aðalstarf. Við rafmagnið
vann ég með honum allt frá Þistil-
firði í austri til Báðardals í vestri.
Það var gott að vinna með Héðni.
Hann var ákveðinn, duglegur og
fylginn sér. Hann leiðbeindi mér á
sinn mildilega hátt en þó ákveðið.
Hann var mjög vandvirkur í sínu
starfí og lærði ég margt af honum
í þvi sambandi.
Héðinn var einstaklega greiðvik-
inn og vildi allt fyrir alla gera og
jafnvel bar það við að fyrr var
brugðist við að lagfæra það sem
aflaga fór hjá nágrannanum heldur
en heima fyrir. Oft hefur leið okkar
legið austur í Fjöll, en aldrei fannst
dætmm okkar við vera komin „í
sveitina" fyrr en komið er í hlað á
Fjöllum jafnvel þó farið sé í gegnum
margar sveitir á leiðinni frá Akur-
eyri austur í Fjöll.
Oft var setið tímunum saman í
eldhúsinu eða stofunni á Fjöllum
eða „úti í skúr“ þar sem unnið var
að ýmsum hugðarefnum hans en
þau voru mörg. Má þar nefna að
stóran þátt átti Héðinn í að komið
var á fót því fiskeldi sem nú er í
Lónunum. Síðustu árin helgaði
hann krafta sína skógrækt og land-
græðslu.
Aldrei var komið að tómum kof-
anum hjá Héðni. Hann hafði sínar
skoðanir á mönnum og málefnum
og stóð fast á sínu. Oftar en ekki
virtist hann vera búinn að velta
hlutunum fyrir sér og var þá með
svar á reiðum höndum. Ekki vorum
við Héðinn alltaf sammála en við
deildum aldrei.
Að lokum vil ég þakka þeim sem
öllu ræður fyrir að haga örlögum
mínum svo að ég fékk að kynnast
og vera í samvistum við Héðinn á
Fjöllum, þennan stórbrotna og
sterka mann sem hægt var að læra
svo margt af. Ef ætti að gefa hon-
um einkunnarorð held ég að þau
ættu helst að vera að gefast aldrei
upp og að skulda aldrei neinum
neitt.
Stórt skarð hefur nú myndast í
hina samhentu fjölskyldu Héðins
og Sjafnar á Fjöllum. Það skarð
fyllist aldrei. Sár er nú söknuðurinn
hjá börnum hans og öðrum afkom-
endum og ekki síður hjá aldraðri
móður hans sem horfír nú á eftir
syni sínum en sárastur hlýtur þó
söknuður þinn að vera elsku Sjöfn
mín.
Ég bið góðan guð að styrkja
ykkur um ókomin ár.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá hug þinn aftur og þú munt
sjá að þú grætur vegna þess sem
áður var gleði þín. (Úr Spámannin-
um).
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
SNORRI GUÐMUNDSSON,
Þverbrekku 2,
andaðist í Borgarspítalnum að kvöldi 23. júlí.
Kristfn Jónasdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Móðirokkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,
SIGURJÓNA JAKOBSDÓTTIR
frá Akureyri,
verður jarðsett frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. júlí kl. 15.
Þórir Björnsson,
Jakob Þorsteinsson,
Guðbjörg Þorsteinsdóttir,
Þórhalla Þorsteinsdóttir,
Halldór Þorsteinsson,
Jón Óli Þorsteinsson,
Anna Lára Þorsteinsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
Við skulum vera þakklát og glöð
fyrir það að hafa fengið að vera
samferða góðum dreng.
Megi Héðinn Ólafsson hvíla í
friði. Hann var vinur minn.
Magnús Sigurðsson.
„Það hefír ekki verið sparað efn-
ið í þennan pilt“. Þessi orð lét Ólaf-
ur Jónsson, bóndi á Fjöllum í Keldu-
hverfí, eitt sinn falla um son sinn,
Héðin, sem þá var á besta aldri og
í blóma lífsins, saman rekinn og
kraftalegur svo að af bar og á orði
var haft. Það fer hins vegar eftir
eðli og upplagi hvers og eins hvern-
ig hann notar afl sitt, andlegt eða
líkamlegt, sem skaparinn hefír gef-
ið honum en auðna ræður hve aflið
endist hveijum og einum.
Héðinn Olafsson fæddist á Fjöll-
um í Kelduhverfí, 14. janúar 1918.
Foreldrar hans voru hjónin Ólafur
Jónsson, bóndi á Fjöllum og Friðný
Siguijónsdóttir, sem er enn á lífi,
nálega 94 ára og hefir verið í skjóli
sonar síns, Héðins, og tengdadóttur
um nálega 40 ára skeið. Olafur lést
árið 1953.
Héðinn ólst upp á Fjöllum, elstur
í hópi 5 systkina, og vandist þar
algengum sveitastörfum. Þegar
hann var 16 ára hlaut faðir hans
alvarlegt heilsutjón og kom þá í
hlut Héðins að standa fyrir búi með
móður sinni og mikil ábyrgð lagðist
á herðar honum. Héðni lærðist
snemma í föðurtúni að líta í kring-
um sig en að mörgu var að hyggja
í náttúrunnar ríki. Fuglaskoðun
hans leiddi til þess að hann fylgdist
grannt með ijúpnastofninum í landi
Fjalla um árabil og skráði hjá sér.
Þá veitti hann og athygli marg-
breytilegum gróðri, varð og nær-
gætur um veður með því að hlusta
eftir veðurhljóðum, beina sjónum
að skýjafari og hafa gát á hvort
forystuær væri treg að fara úr húsi
til beitar að morgni en það var
órækt merki um illt veður í aðsigi
er á daginn liði. Allt var þetta þekk-
ing sem erfst hafði í aldanna rás
frá kynslóð til kynslóðar, ómetanleg
þeim sem allt sitt áttu undir sól og
regni.
Héðinn var snemma áhugasamur
um veiðiskap til að afla fæðu handa
heimilinu. Reri snemma á bátkænu
og komst í snertingu við lífríki sjáv-
arins og hafði á því áhuga jafnan
síðan.
Tólf ára gamall tók Héðinn að
fylgja föður sínum upp á Tungu-
heiði þar sem Ólafur hafði eftirlit
með símalínum sem þar vildu slitna
í misjöfnum veðrum. Við þessu
starfí tók Héðinn ungur að árum
og gegndi fram yfír miðjan 6. ára-
tuginn.
Akvegur um Reykjaheiði var
lagður rétt upp úr 1930 en naum-
ast fær nema 2-3 mánuði á ári.
Leiðin úr Kelduhverfi vestur á bóg-
inn lá því og hafði legið um aldir
um Tunguheiði og gat verið villu-
gjörn ókunnugum í vondum veðrum
og ófærð. Var lagt upp frá Fjöllum
þegar farið var vestur yfír og kom-
ið þar við á leið austur um. Var
því Iöngum gestkvæmt á Fjöllum
en gestrisni þar og greiðasemi við
brugðið. Það kom því oft í hlut,
húsbænda á Fjöllum að fylgja fólki
lengri eða skemmri spöl upp á heið-
ina í misjöfnum veðrum og færð.
Urðu þær æði margar ferðimar sem
Héðinn fór um heiðina til að lið-
sinna fólki. Var þá gott að vera
veðurglöggur og þekkja til stað-
hátta.
Árið 1939 fór Héðinn upp á heiði
eitt sinn sem oftar í svartasta
skammdegi vetrarins og hríðarbyl
til að gera við símalínu, ferð sem
átti eftir að reynast honum örlaga-
rík. Hann kleif upp í staur til að
losa klökuga símalínu. Kom þá
hnykkur á staurinn gaddfreðinn svo
hann hrökk í sundur en Héðinn
þeyttist langa leið og vissi ekki af
sér um stund. Komst að lokum heim
við illan leik, ýmist gekk eða skreið
og tók heimferðin 6-7 klukkustund-
ir. Var Héðinn mjög illa til reika
er heim kom og var lengi að ná sér
eftir byltuna og varð ekki fullgóður
fyrr en eftir tvö ár að því er hann
hugði þótt annað ætti eftir að koma
í ljós.
í viðtali við Héðin fyrir fáum
árum um þessar ferðir á heiðina til