Morgunblaðið - 25.07.1992, Qupperneq 32
MlCROSOFT.
WlNDOWS.
EINAR).
SKÚLASON HF
MORGUNBLAÐW, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVtK
SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 25. JULI 1992
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Fiskveiðasjóður skuldbreytir og lengir lán fyrirtækja:
Greiðslubyrði létt-
ist um 600 milljómr
MÁR Elísson forstjóri Fiskveiðasjóðs segir að í kjölfar samþykkt-
ar stjórnar Fiskveiðasjóðs frá því í fyrra um að líta á stöðu
hvers einasta fyrirtækis sem er í viðskiptum við sjóðinn, hafi
sjóðurinn skuldbreytt lánum með þeim hætti að greiðslubyrði
fyrirtækja í sjávarútvegi hafi lést um allt að 600 miHjónir króna.
Hann telur af þessum sökum að innstreymi í Fiskveiðasjóð
minnki um nokkur hundruð milljónir næstu tvö ár.
„Auðvitað erum við sem lána-
stofnun alltaf að skoða stöðu við-
skiptavina okkar og ef okkur
finnst að það svari kostnaði og
þjóni hagsmunum sjóðsins og við-
skiptavinanna að við lengjum lán,
eða stokkum upp, þá gerum við
það,“ sagði Már í samtali við
Morgunblaðið, „en ef okkur fínnst
að það taki því ekki, þá gerum
Myndritar
vekja fólk
um nætur
EIN TIL tvær kvartanir berast
daglega til bilanadeildar Pósts
og síma um myndrita, sem
þrjóskast við að senda fólki
skilaboð á nóttunni í venjuleg-
an talsíma. Er þá um að ræða
mannleg mistök þegar röng
símanúmer eru slegin inn í
tækin. Að sögn Arinbjarnar
Arnbjömssonar hjá bilana-
deild geta sumir myndritar
endurvalið númer sjálfkrafa
5-10 sinnum eða jafnvel oftar.
„Það er ekkert hægt að gera
í þessu, nema taka símann úr
sambándi,“ sagði Arinbjöm.
Hann kvað þó bilanadeildina
reyna að vera til aðstoðar á opn-
unartíma. Væri þá móttökutæki
tengt inn á línuna, tekið á móti
sendingunni svo senditækið
hætti að senda, og skilaboðum
komið til sendanda um hvers
kyns væri. Arinbjöm kvað þó
mun fleiri kvartanir berast frá
fólki sem telur sig vera að
hringja í talsíma en fær samband
við myndrita.
Að sögn Þorvaldar Birgisson-
ar hjá Skrifbæ geta myndritar
endurvalið númer sem ekki svar-
ar eða er á tali. Ekki væri um
að ræða, að tækin hringdu sjálf-
virkt aftur og aftur, ef svarað
væri.
Stómjarð-
ýtu stolið
STÓRRI jarðýtu af gerðinni Ca-
terpillar D-6B árgerð 1960 hefur
verið stolið af svæði Fáks í grennd
við Reiðhöllina í Víðidal um síð-
ustu helgi.
Að sögn lögreglunnar var ýta þessi
notuð til ýmissa verka á svæðinu en
þess á milli stóð hún rafgeymalaus.
Þar sem ýtan stóð má sjá vörubíla-
hjólför og ummerki þess að ýtan
hafi verið sett upp á vörubílspall.
við það ekki. Fyrirtæki verða
gjaldþrota, það er ljóst og sumum
þeirra er ekki við bjargandi. Það
er alveg sama hvað við myndum
gera og bankakerfið myndi gera.
Hjá ákveðnum fyrirtækjum geng-
ur dæmið einfaldlega ekki upp,
nema svo og svo mikið nýtt fé
komi inn í reksturinn.“
Már segir að Fiskveiðasjóður
hafi seinni hluta sl. árs og á þessu
ári verið að framfylgja ákveðinni
stefnu í því að létta þá byrði sem
lögð var á fyrirtækin í fyrra, þeg-
ar aflamagn var skorið niður.
„Hvort við reynum að gera eitt-
hvað svipað núna, hefur enn ekki
komið til tals,“ sagði Már, „en að
óbreyttu liggur ekkert fyrir um
að við getum gert eitthvað til við-
bótar því sem við þegar höfum
gert.“
Már segir að þær aðgerðir sem
sjóðurinn hefur þegar gripið til
kosti Fiskveiðasjóð nokkur hundr-
uð milljónir króna í minna inn-
streymi, vegna þess að verið sé
að lengja lán og fresta afborgun-
um.
Dráttarvél
og bíll rák-
ust saman
FÓLKSBÍLL sem var að koma
út af brúnni yfir Laxá í Aðaldal
við Laxamýri rakst á dráttarvél
með hlöðnum aftanívagni, sem
var að koma úr gagnstæðri átt.
Ökumaður dráttarvélarinnar
náði ekki að stöðva hana og ók
á brúarstólpa þar sem fólksbíll-
inn lenti á henni. Engin slys
urðu á fólki.
„Brekkan er nokkuð brött alveg
niður að á að austanverðu,“ sagði
Jón Gunnar Steinarsson, ökumað-
ur dráttarvélarinnar. Hann kvaðst
hafa reynt að stansa þegar ljóst
hafi verið að ökumaður fólksbílsins
ætlaði ekki að víkja, því brúin er
einbreið.
Aðspurður kvað Jón Gunnar aft-
anívagninn vera gámavagn, hann-
aðan til dráttar. „Þessi vagn tekur
tólf tonn, en ég var ekki með nema
tvö eða þijú tonn á pallinum,"
sagði hann. Fólksbíllinn lenti með
aðra hliðina á dráttarvélinni og
skemmdist hann mikið.
Morgunblaðið/Bjarni
Norðan-
áttáfram
Veðrið hefur leikið við íbúa á suð-
vesturhominu undanfarna daga
og um leið fyllast sundlaugamar.
Um helgina verður norðanátt ríkj-
andi á landinu,. kalt nyrðra en
hlýtt syðra. Hins vegar verður
ekki eins bjart og verið hefur að
undanfömu. Þessi mynd var tekin
í Sundlaug Kópavogs í blíðviðrinu
og er greinilegt að sundlaugar-
gestir kunnu vel að meta veðrið.
Morgunblaðið/Eiríkur
Nicklaus
kominn
Kylfingurinn heimsfrægi, Jack
Nicklaus, er kominn til landsins.
Nicklaus er hingað kominn til
að veiða lax og auk þess mun
hann sýna hvernig þeir bestu
munda golfkylfuna.
Sjá Akureyrarsíðu og golf-
fréttir í íþróttablaði.
Athugnn lögreglunnar á ofbeldisverkum í Reykjavík á undanförnum árum;
Alvarlegum árásum
fækkar í miðbænum
í ATHUGUN sem Guðmundur Guðjónsson
yfirlögregluþjónn hefur gert á ofbeldisverk-
um í Reykjavík árin 1989 til 1991 kemur
fram að alvarlegum tilvikum hefur fækkað
mjög í miðborginni á þessu tímabili. Þetta
er talinn árangur af aukinni gæslu lögregl-
unnar á þessu svæði frá upphafi ársins 1990.
I athugun Guðmundar kemur m.a. fram hvað
varðar Reykjavík í heild að tilvikum þar sem
hnífum var beitt í átökum, eða ógnað með
hnífum, fækkaði á þessu svæði úr 20 árið
1989 niður í 11 í fyrra.
Ef miðborgin er tekin út úr heildarmyndinni
kemur í ljós að alvarlegum tilvikum þar fækk-
aði úr 10 árið 1989 og niður í 3 árið eftir. Hér
eru vínveitingahús ekki talin með en Guðmundur
Guðjónsson segir að fækkun tilvika inni á þeim
hafi einnig orðið á milli þessara ára og haldi sú
fækkun áfram í ár.
Ef tekin eru saman tilvik þar sem hnífum
og/eða bareflum var beitt í borginni í heild kem-
ur í ljós að þau urðu samtals 31 tajsins árið
1989 en voru á síðasta ári 23 talsins. í athugun
Guðmundar segir m.a.: „Það vekur athygli að
veruleg fækkun er á því að hnífum sé beitt eða
ógnað með slíku á síðustu tveimur árum eða
úr 20 tilvikum árið 1989 í 12 tilvik árið 1991.
Lögreglan hefur á undanförnum árum lagt mikla
áherslu á að leggja hald á ólöglega hnífa.
í um 60% tilvika þar sem hnífum eða bareflum
er beitt eða ógnað með slíku er árásarmaðurinn
25 ára eða eldri. Fá tilvik eru þar sem aðilar
eru yngri en 16 ára. Yngra fólkið virðist frekar
ógna með hnífum en þeir eldri beita þeim. Alvar-
legustu hnífatilvikin, þ.e. hnífsstungumálin, eru
flest í heimahúsum og þar sem áfengi er haft
um hönd.“
í sérstöku yfirliti með athugun Guðmundar
er að finna tölur yfir morð og morðtilraunir á
fyrrgreindu tímabili. Árið 1988 voru framin tvö
morð í borginni og gerðar tvær morðtilraunir.
Árið 1989 voru tvær morðtilraunir, 1990 var
eitt morð framið og 1991 voru tvö morð framin
og ein morðtilraun. Athygli vekur að öll tilvikin
1991 áttu sér stað í febrúarmánuði.
í athugun Guðmundar eru skoðuð áhrif áfeng-
is- og fíkniefnaneyslu á ofbeldisverk. Þar segir
að þegar lögregluskýrslur séu skoðaðar bendi
ýmislegt til að aldur þeirra sem byija að neyta
áfengis sé að færast niður og jafnframt obeldis-
verk barna og unglinga. Síðan segir: „Árið 1989
virðist hafa verið sérstaklega slæmt bæði varð-
andi mikla áfengisneyslu, sem var 22,99% aukn-
ing frá árinu 1988 pr. mann 15 ára og eldri ...
og fjölda afbrota. Þetta ár var sérstaklega slæmt
varðandi fjölda tilvika svo sem rána og líkams-
meiðsla þar sem börn og unglingar áttu hlut
að máli bæði sem gerendur og þolendur en tölu-
verð breyting varð til batnaðar í þessum efnum
'á árinu 1990, sérstaklega í miðborg Reykjavíkur
og í námunda við hana en til þess verður að líta
að stóraukin löggæsla á því svæði og virkara
samstarf lögreglu og deilda Félagsmálastofnun-
ar eiga þar sennilega stærstan þátt svo og
umræða um aukna löggæslu á því svæði.“