Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/LESBOK tramifelafeifr STOFNAÐ 1913 183. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 15. AGUST 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins N ATO vill bíða með hernaðar- íhlutun í Bosníu Brussel, Gcnf. Reuter. MANFRED Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), sagði í gær að bandalagið væri að meta ýmsa kosti til að geta tekið ákvörðun um hvernig tryggja bæri neyðaraðstoð við íbúa Bosníu-Herzegovínu. Hann sagði að yfirstjórn herja bandalagsins hefði fengið frest til 24. ágúst til að ganga frá skýrslu um kostina. Sendiherrar aðildarríkjanna sextán komu saman í Brussel í gær til að fjalla um hernaðaráætlanir sem yfirstjórnin lagði fram eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem heimilar hernaðaríhlutun í Bosníu ef þörf krefur til að tryggja birgðaflutninga í landinu. Sendiherrarnir sam- þykktu yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu drápin í Bosníu, hvöttu «til vopnahlés og lýstu yfir stuðningi við ályktun öryggisráðsins. Áætlað hefur verið að senda þurfi allt að 100.000 hermenn til að tryggja greiða umferð flutningabíla frá hafnarborginni Split við Adría- haf tii Sarajevo, höfuðborgar Bosn- íu. Wörner sagði að NATO myndi hafa samráð við Vestur-Evrópu- sambandið og Ráðstefnuna um ör- yggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) um hugsanlega hernaðaríhlutun í Bosníu. Bein íhlutun af hálfu NATO í Bosníu kæmi ekki til greina nema beiðni um slíkt bærist frá Samein- uðu þjóðunum og aðildarríkin þyrftu síðan að samþykkja hana. Stjórnarerindrekar í Brussel segja að hernaðaríhlutun af hálfu NATO sé ólíkleg þar sem nokkur aðildarríkjanna séu andvíg því að hersveitum á vegum bandalagsins verði beitt utan hins hefðbundna varnarsvæðis þess. Af NATO-þjóðunum hafa aðeins Tyrkir, Frakkar og Spánverjar boð- ist til að senda landhersveitir til Bosníu. Frönsk stjórnvöld sögðust í gær reiðubúin að senda þangað 1.100 hermenn. Danir, Hollending- ar og Norðmenn hafa einnig boðist til að taka þátt í hernaðaríhlutun. Fyrirhuguðum friðarviðræðum, sem átti að efna til í Brussel um helgina á vegum Evrópubandalags- ins, var aflýst í gær eftir að Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, hafði lýst því yfir að hann myndi ekki taka þátt í þeim. „Serbar í Bosníu verða að velja á milli þess að semja um frið eða að heyja stríð. Þeir geta ekki gert hvort tveggja," sagði hann. Forsetar Serbíu og Svart- fjallalands neituðu einnig að taka þátt í viðræðunum. Yfirvöld í Króatíu og Serbíu skiptust í gær á 1.130 stríðsföngum undir eftirliti Rauða krossins skammt frá króatísku borginni Osij- ek. Frelsinu fegnir Rcuter Serbar og Króatar skiptust í gær á stríðsföngum, 1.130 alls, og fóru skiptin fram á „einskismannslandi" á landamærum ríkjanna. Þessir Serbar voru augljóslega frelsinu fegnir þegar þeir voru fluttir með langferðabíl til síns heima. » Ottast að borgarastyrj öld brjótist út í Georgíu Súkhúmí, Georgíu. Reuter. EMBÆTTISMENN í sjálfsijórn- arhéraðinu Abkhazíu í Georgíu sögðu að fjöldi manna hefði fallið í bardögum er sveit stjórnarher- manna hefði sótt að flugveliinum og þinghúsbyggingunni í höfuð- staðnum Súkhúmí í gær. Edúard Shevardnadze, leiðtogi Georgíu, sendi 3.000 manna herlið á mið- vikudag til vesturhluta landsins til þess að freista þess að ná Roman Gventsad&e innanríkis- ráðherra úr klóm stuðnings- manna Zvíads Gamsakhúrdía, fyrrverandi forseta. Er óttast að þessir atburðir marki upphaf borgarastyrjaldar í landinu. 1 ............."" "iff' ._J »m ¦> >0tM I _j,i : tH&- ¦ «S 1 0% F&z? l-^d HÍfw** y's Kw /r^- , : Br ^Æ 9Mr m, #án Georgískur stjórnarhermaður. Meira en nægileg refsing að vera sviptur höfðinu Raleigh heldur titlinum London. Daily Telegraph. ELÍSABET Englandsdrottning hefur ákveðið, að Sir Walter Raleigh fái að halda titli sínum jafnvel þótt hann hafi orðið til að flytja tóbakið til Bretlands frá Ameríku skömmu eftir 1580. Það er bæjarstjórnarfulltrúi í Pudsey skammt frá Leeds, sem vill refsa Sir Walter fyrir tiltækið og svipta hann öllum veraldlegum virðingarmerkjum. Bæjarstjórnarfulltrúinn, Peter Kersting, sem er að sjálfsögðu bindindismaður á tóbak, segir í bréfi að það geti orðið ungu fólki víti til Sir Walter refsað með þessum hætti athygli á því, að mörg hundruð manns deyi árlega í Bretlandi af völdum reykinga. Sir Walter sé því sá Englendingur, sem hafi unnið landi og þjóð mest ógagn. Kenneth Seott, aðstoðarritari drottningar, skýrði frá ákvörðun hennar en sagði, að uppástungan væri „athyglisverð". „Eg óttast hins vegar, að það hefði engin áhrif á afstöðu almennings til reykinga þótt Sir Walter yrði sviptur titlinum og ég minni á, að einn af forfeðrum til drottningar, hennar hátignar, James konungur I, svipti hann varnaðar verði öðru mikilvægara, sjáifu höfðinu. Það hlýtur að vera og hann vekur nóg refsing," sagði Scott. Sir Walter Raleigh Hersveitirnar sem leita Gventsadze mættu mikilli mót- spyrnu frá sveitum uppreisnar- manna sem styðja Gamsakhúrdía er þær sóttu á skriðdrekum og bryn- vögnum inn í Súkhúmí. Barist var á mörgum stöðum í borginni og sagði Alexander Ankvab innanrík- isráðherra Abkhazíu að nokkurt mannfall hefði átt sér stað og frétta- menn sáu víða lík en óljóst er hversu mikið manntjónið var. Leiðtogar í Abkhazíu sökuðu þjóðvarðlið Georgíu í gær um að hafa gert innrás í fullvalda ríki en yfirvöld þar lýstu yfir sjálfstæði í síðasta mánuði frá Georgíu. Yfirvöld í Tblísí, höfuðborg Georgíu, hafa ekki viðurkennt þá ákvörðun og neitaði Shevardnadze að um innrás hefði verið að ræða er hann varði í gær þá ákvörðun sína að senda herlið þangað. Á leið sinni inn í Abkhazíu kembdu hersveitir Shevardnadze m.a. skóglendi og fjallstoppa í leit að sveitum uppreisnarmanna sem taldar eru hafa Gventsadze í haldi. í fyrradag rann út frestur sem Shevardnadze hafði gefið liðsmönn- um Gamsakhúrdía til þess að sleppa Gventsadze og sendi hann þá herlið áleiðis til Zúgdídí þar sem stuðning- ur við forsetann fyrrverandi er hvað mestur. Einnig héldu sérsveitir lög- reglu á vettvang en kunnugir telja að leitin verði erfið, eins og finna ætti saumnál í heysátu. Gventsadze og fimm aðstoðar- mönnum hans var rænt er þeir fóru til friðarviðræðna við liðsmenn Gamsakhúrdía á þriðjudag. Shev- ardnadze sagðist í fyrradag hafa gefið upp alla von um að friðsamleg lausn. Namibía: Norðmenn skammaðir Bonn. Reuter. RÁÐAMENN í Namibíu eru ævareiðir norsku . stjórninni og skamma hana blóðugum skömmunum fyrir að ætla að hætta við eða fresta þróunar- hjálp við landið. Norski þró- unarmálaráðherrann segir hins vegar að ríkisstjórn sem hafi efni á rándýrri einkaþotu undir forsetann þurfi ekki á mikilli hjálp að halda. „Mega fátæku ríkin ekki ráða sínum eigin málum án afskipta þeirra sem styrkja þau?" sagði í yfirlýsingu frá sendiráði Namibíu í Bonn í gær og upplýs- ingamálaráðherra Namibíu sagði í gær, að þótt Namibía væri örsnauð hefðu landsmenn fullan sjálfsákvörðunarrétt. „Það hefur valdið leiðtogum landsins verulegum öþægindum á ferðum sínum innanlands og um allan heim að ráða ekki yfir eigin flugvélakosti," sagði ráð- herrann en viðurkenndi þó að flugvélarkaupin hefðu komið „á óheppilegum tíma, í neyðará- standi af völdum þurrka". Þotan sem keypt var undir Sam Nujoma Namibíuforseta og ráðherra hans er af gerðinni Dassauit Faicon 900 og kostaði tæplega 1,4 milljarða ísl. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.