Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 Atvinnuástand nú með versta móti: Ennþá engar tillögur frá atvinnumálanefnd ENGAR tillögur hafa enn borist frá atvinnumáianefnd, er sett var á laggirnar samhliða kjarasamningum í fyrravor. Nefndin er skipuð aðilum frá ríkisstjórn og vinnumarkaði og er ætlað að gera tillögur tii að bæta atvinnuástand og efla hagvöxt. Atvinnuieysi í júlímánuði var um 2,7% samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar, og er það mesta atvinnuleysi í júlímánuði síðan 1969, er það var 1,7%. „Við erum komnir að því núna, að móta ákveðin sjónarmið og tillögur, en þær eru ekki komnar fram,“ sagði Olafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri og formaður nefndarinnar. Aðspurður kvað hann tillagna að vænta með haustinu. „Við erum ekki tilbúnir með neinar tillögur ennþá,“ sagði Ólaf- ur. „Við höfum verið að ræða horf- ur til lengri tíma og ástandið fram- undan, verið að draga að okkur upplýsingar og rætt við ýmsa aðila. Við erum að komast á það stig að geta farið að setja eitthvað frá okk- ur.“ Ólafur kvaðst ekkert geta sagt á þessu stigi um hverjar tillögur nefndarinnar yrðu. „Það sem við munum væntanlega benda á og hugsanlega gera tillögur um, verður í þá veru að gera hagkerfínu auð- veldara að laga sig að þeim breyt- ingum sem eru að verða í umheim- inum. Til dæmis að nýta tækifæri Evrópska efnahagssvæðisins sem best,“ sagði hann. Aðspurður kvaðst hann ekki geta farið nánar út í, hvað slíkt fæli í sér. „Ástæður atvinnuleysisins núna eru fyrst og fremst almennur sam- dráttur sem orsakast af aflasam- drætti og því, að við erum um margt að súpa seyðið af þeirri miklu þenslu sem var hér fyrir nokkrum árum þegar útgjöld þjóðarinnar juk- ust langt umfram tekjur. Við hlut- um að verða að laga það, og það veldur líka samdrætti," sagði Ólaf- ur. Aðspurður kvaðst Ólafur ekki sjá fram á hvenær breytinga væri að vænta á atvinnuástandinu. „Ég skal ekki segja um það núna,“ sagði hann. „Þau beinu áhrif sem verða um leið og samningurinn um EES gengur í giidi verður niðurfelling á tollum á sjávarafurðum, en önnur áhrif á atvinnuástandið munu koma hægt og sígandi á nokkrum misser- um.“ VEÐUR Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.1S I gær) V ÍDAGkl. 12.00 7 F VEÐURHORFUR í DAG, 15. ÁGÚST YFIRLIT: Um 400 km vestsuðvestur af Reykjanesi er 982 mb lægð sem þokast norðaustur en minnkandi hæðarhryggur við Færeyjar. SPÁ: Suðlæg átt, strekkingur suðvestan- og vestanlands. Rigning í fyrra- málið á Norðausturlandi, en síðan léttir þar heldur til. Sunnan- og vestan- lands verða skúraleiðingar og hitinn nærri 10 stigum, en allt að 16 stiga hiti norðaustanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Sunnan- og suðvestan- strekkingur, skúrir og hiti nærri 10 stigum sunnanlands og vestan, en bjartviðri og allt að 18 stiga hiti norðanlands og austan. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600. ▼ Heiðskírt / r r r r r r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * r * * * * * / * * r * r * * * Slydda Snjókoma Skýjað Atskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.( 10° Hitastig V Súld = Þoka 5«g-. FÆRÐÁ VEGUM: ««, 17.301«*;.) Veður er nú heldur að lægja á Kjalarnesi og um Hvalfjörð. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu ætti öllum bílum að vera óhætt umferð eftir kl. 19 í kvöld. Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Fjallabílum er fært um allar leiðir á hálendinu. Uxahryggir og Kaldidalur eru opnir allri umferð. Ferðalangar eru hvattir til þess að leita sér nánari upplýs- inga um færð áður en lagt er af stað í langferð til þess að forðast tafir vegna framkvæmda. Upplýsingar um færð eru veittar lijá Vegaeftirliti í símsvara 91-631500 og á grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 14 alskýjaó Reykjavík 11 rigning Bergen 13 skýjað Helslnki 17 skúr Kaupmannahöfn 19 skýjað Narssarssuaq 9 hálfskýjað Nuuk 3 súld Ósló 15 skúr Stokkhólmur 16 skúr Þórshöfn 12 heiðskirt Algarve 24 skýjað Amsterdam 18 léttskýjað Barcelona 25 alskýjað Berlín 17 rigning Chicago 13 skýjað Feneyjar 29 heiðskírt Frankfurt 18 skýjað Glasgow 19 skýjað Hamborg 16 skýjað London 17 léttskýjað LosAngeles 22 skýjað Lúxemborg 17 skýjað Madríd 31 léttskýjað Malaga 27 skýjað Mallorca 28 léttskýjað Montreal vantar NewYork 18 alskýjað Orlando 24 skýjað París 20 skýjað Madeira 24 léttskýjað Róm 30 heiðskírt Vín 27 léttskýjað Washington 19 mistur Winnipeg vantar Morgunblaðið/Júlíus Bresku skipin við Grófarbryggju í Reykjavík i gær. Skip leggja ljósleið- arastreng yfír 10 fírði LOKAÁTAK í lögn ljósleiðara um landið er nú að hefjast, en hingað til lands eru komin tvö bresk skip, sem munu leggja strengi yfir tíu firði á vesturhluta landsins. í haust er áformað að ljósleiðarahring um landið verið lokið, en þegar er komið á stafrænt samband um ljósleiðara milli nokkurra staða. Endan- lega mun hringtengingin verða komin í gagnið í árslok 1993. Páll Jónsson, tæknifræðingur hjá Pósti og síma, segir að til hafí staðið að skipin, sem sérbúin eru til slíkrar lagnar, færu af stað í gær. Vont veður hafí hinsvegar frestað för þeirra þangað til í dag. „Það verður lagður tvöfaldur strengur yfir Hvalfjörð, Berufjörð, fírðina frá Þorskafirði til Vatns- fjarðar, og Arnarfjörð," sagði hann. Tvöfaldur strengur gæfí meira rekstraröryggi auk þess sem erfítt væri um vik við viðgerð- ir á þessum stöðum. Kostnaðinn við þennan loka- hluta verksins kvað Páll vera um 200 milljónir króna, og væri þá heildarkostnaður kominn upp í um 2,5 milljarða fyrir 2.000 kílómetra ljósleiðarahring um landið. í haust mun Póstur og sími leggja strengi yfir nokkra firði sem eftir eru, og er þá strengjalögninni sjálfri lokið. „Þetta kemst vonandi í gagnið í árslok 1993, og hefur í för með sér meiri gæði í símtölum, nánast ekkert suð og öruggari tengingar milli símstöðva." Dragnótaveiðar í Faxaflóa: Misjöfn aflabrögð AFLABRÖGÐ hjá þeim 13 bát- um sem leyfi hafa til að stunda dragnótaveiðar í Faxaflóa hafa verið misjöfn frá 15. júlí er veið- arnar hófust. Kvóti þessara báta er 1.400 tonn af skarkola og yfirleitt standa veiðarnar fram í september. Fyrstu vikuna sem veiðarnar voru leyfðar voru aflabrögðin ágæt en á síðustu tveimur vikum hafa þau verið dræm. Veiðarnar í Faxaflóa eru aðal- lega stundaðar af bátum frá Reykjavík og Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá hafnarvoginni í Reykjavík hafa sex bátar landað þar samtals tæplega 160 tonnum frá mánaðamótum. Aflahæst er Guðbjörg RE með 33,2 tonn í 7 róðrum á þessu tímabiii. Jón B. Jónasson skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins segir að leyfí bátanna til dragnótaveiða sé bundið við að þeir veiði eingöngu skarkola. Fjöldi bátanna hafí verið svipaður á undanförnum árum og yfírleitt leggi þeir afla sinn upp í Reykjavík eða Keflavík. Suðurlandsvegur: Tveir fluttir á sjúkradeild eftir árekstur ÖKUMENN tveggja bifreiða voru fluttir á heilsugæslu- stöðina á Selfossi eftir all- harðan árekstur á mótum Suðurlandsvegar og Þor- lákshafnarvegar í gær. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður á Þorlákshafnar- vegi ók bifreið sinni út á Suð- urlandsveg og í veg fyrir aðra bifreið. Ökumenn beggja bíl- anna voru fluttir á heilsu- gæslustöðina á Selfossi. Meiðsl þeirra eru ekki talin í lífs- hættuleg. Báðar bifreiðamar eru óökufærar eftir árekstur- inn. Strætisvagnar Reykjavíkur: Yfír 100.000 miðar á tveimur dögum Ný gjaldskrá tók gildi í dag hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og gripu því margir tækifærið á fimmtudag og aðallega á föstudag og birgðu sig upp af miðum. Hörður Gíslason, skrifstofustjóri hjá SVR, sagði að búist hafi verið við þessari miklu eftirspum og því hafi verið séð til þess að birgðir af miðum hafi verið nægilegar. í venjulegum mánuði selur SVR Hann sagði að það liti út fyrir að um 200.000 strætómiða en Hörður tekist hefði að anna allri eftirspurn gerði ráð fyrir að seinni part og hann vissi ekki til þess að það fímmtudags og á föstudeginum hafi orðið uppselt neins staðar. hafi selst vel yfir 100.000 miðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.