Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 Rússar hækka tolla BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hefur gefið út tilskipun þar sem kveðið er á um almenna hækkun innflutningstolla 15. september nk. Verður lágmarkstollur þá 15% í stað 5% nú, að sögn Inter- fax-fréttastofunnar. Þá verða tollar á bifreiðum og rafmagns- vörum 25% og áfengistollur verður hækkaður í 50%. Hins vegar verða engir tollar settir á flest matvæli og nauðsynjar svo sem feiti, grænmetisolíu, kjöt og fiskmeti, hveiti, grænmeti og ávexti. Herinn í stríð við villiketti SVEIT ástralskra hermanna hefur verið send í stríð gegn villiköttum sem leika lausum hala og eru til vandræða í nátt- úrunni. Tíu skyttur' felldu 420 ketti á þremur dögum við ána Diamantina sem er 1.300 km vestur af Brisbane. Smávaxin pokadýr, sem eiga heimkynni á þessum slóðum, eru í útrýming- arahættu af völdum kattanna sem veitt hafa þau. Kapella reist við Lúbjanka RÚSSNESK kirkjudeild hefur ákveðið að reisa kapellu fyrir framan Lúbjanka, höfuðstöðvar KGB, öiyggislögreglunnar al- ræmdu, í virðingarskyni við milljónir fómarlamba lögregl- unnar. Er henni ætlaður staður þar sem stytta af Felíks Dzerz- hínsky, stofnanda KGB, stóð. Teikningar af kapellunni eru til- búnar og einungis er beðið eftir byggingarleyfí. Rússi biður Breta um hæli VÍKTOR Ostsjenko, rússneskur gagnnjósnari við sendiráðið í París, hefur skotið upp kollinum í Bretlandi ásamt konu sinni og 14 ára dóttur og beðið um póli- tískt hæli, að sögn Itar-TASS- fréttstofunnar. Hafði ekkert spurst til hans frá 24. júlí er hann hvarf í París. Ostsjenko var sendur til Parísar í október 1985 og var komið að starfslok- um hans þar. Er hann talinn hafa óttast afhjúpun við heim- komuna. Alsælan er lífshættuleg BRESKIR vísindamenn hafa komist að því að fíkniefnið al- sæla sé mun hættulegra en áður var talið. Neysla þess geti leitt til lifrar- og nýmarskaða, blóð- tappa, vöðvarýmunar, heila- skemmda og þunglyndis. Einnig geti neysla alsælu leitt til eitur- myndunar í líkamanum og dreg- ið viðkomandi til dauða. Eru dæmi þess frá Bretlandi. Komast Saud- ar í kröggur? SAUDI-Arabar kunna að lenda í erfiðleikum með afborganir og vexti af opinberum skuldum dragi ríkissjóður ekki úr skulda- söfnun þegar í stað, að sögn hagfræðinga og bankamanna í höfuðborginni Riyadh. Allt stefnir í að opinberar skuldir Sauda nemi 60 milljörðum doll- ara, jafnvirði 3.240 milljarða ÍSK, um næstu áramót, en skuldirnar eru fyrst og fremst ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf sem bankar, sjóðir og fyrirtæki í landinu hafa keypt. Afborgan- ir og vextir nema 5-8 milljörðum dollara á þessu ári og mun upp- hæðin von bráðar tvöfaldast verði ekki hægt á skuldasöfnun- inni. Kabúl. Reuter. HERSVEITIR íslömsku stjórnarinnar í Afganistan hafa stökkt skæru- liðum, sem hafa gert árásir á höfuðborgina, Kabúl, á flótta, að sögn útvarpsins í Kabúl í gær. „Óvinurinn hefur algjörlega misst baráttuviljann og sveitir ísl- amska hersins halda áfram að sækja fram,“ hafði útvarpið eftir heimildarmanni innan hersins. Hann sagði að mikið mannfall hefði orðið í liði skæruliðanna og stjórn- arherinn hefði náð stórskotavopn- um og skriðdrekum af andstæðing- unum. Allt var með kyrrum kjörum í Kabúl í gær og fólk áræddi út á götumar eftir harðar árásir skæru- liða á borgina undanfarna daga sem kostuðu hundruð manna lífið. Al- Japanir draga úr yfirvinnu Tókýó. Reuter. JAPÖNSK stjórnvöld eru nú að hefja baráttu gegn aukinni tíðni hjartasjúkdóma og annarra kvilla af völdum of mikillar yfirvinnu. Verða fyrirtækjalæknar fræddir um þá sjúkdóma, sem helst hrjá vinnuþjarka og reynt að stemma stigu við óhóflegri yfirvinnu. Lækn- ar fá hugsanlega vald til að skipa þeim duglegustu heim úr vinnu á skikkanlegum tíma. Of mikil vinna er talin eiga sök á fjölda sjúkdómstilfella í Japan og áætla þariend stjómvöld að um 10.000 manns deyi á ári hveiju af völdum hjartaáfalls eftir að hafa ofreynt sig á vinnu. varlegur lyfjaskortur er í borginni og öll sjúkrahús full af særðu fólki. Skæruliðarnir eru undir stjórn Gulbuddins Hekmatyars, heittrúaðs múslima, sem hafði krafist þess að efnt yrði til kosninga og að hreyf- ingu fyrrverandi kommúnista yrði vísað úr borginni. Reuter Madonna á Piccadilly? Vegfarendur á Piccadilly-torgi í Lundúnum ráku upp stór augu í gær þegar poppstjarnan og kyntáknið Madonna varð óvænt á vegi þeirra. Þegar betur var að gáð kom í ljós að Madonna var ekki á ferðinni í eigin persónu heldur vaxmynd af henni, sem var afhjúpuð í gær og síðan höfð til sýnis á torginu. Þijá mánuði tók að gera vaxmyndina en hún á að sýna Madonnu eins og hún leit út á hljómleikaferðalagi árið 1990. Grænlandsheimsókn Pauls Schliiters forsætisráðherra Dana: Frekari ríkisstyrkir koma ekki til greina Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaösins. GRÆNLAND getur ekki vænst frekari styrkja frá ríkinu til að leysa fjárhagsvandræði sín, sagði Poul Schluter forsætisráðherra í ávarpi sem hann flutti, þegar hann kom við í sumarskíðamiðstöð- inni Apussuit fyrir norðan Nuuk. Þar sem dagskrá Grænlands- heimsóknar Schlúters er mjög ásett, fengu fréttamenn aðeins tækifæri til að ræða við hann um málefni Grænlands hátt uppi í fjalli í Apussuit í brennandi sólkskini og við miskunnarlausa ásókn mý- vargs. Lyse Lyck, þjóðhagfræðingur á Grænlandi, sagði nýlega, að Græn- lendingar þyrftu meiri peninga vegna þess að lífskjör færu versn- andi. Hún taldi að aðeins tvennt kæmi til greina í því efni, aukning útflutningsframleiðslu eða frekari ríkisstyrkir. Nú hefur forsætisráðherrann kveðið upp úr um, að hið síðar- nefnda komi ekki til greina, en hann kveðst mæla með því að dönsk fyrirtæki fjárfesti á Græn- landi sjái þau sér það fært og vilji Grænlendinga standi til þess. Schlúter sagði við Lars Emil Johansen, formann grænlensku landstjórnarinnar, að hann væri ekki kominn til Grænlands til samningaviðræðna, heldur til að sjá, hlusta og upplifa. Þetta er sem sé kynnisferð hjá forsætisráðherr- anum, sem einnig er Grænlands- málaráðherra. Hann kom fyrst til Grænlands árið 1967, en þá var hann aðstoðarborgarstjóri í Glads- akse. Danskri konu dæmdar bætur fyrir áreitni Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DÖNSK kona hefur unnið mál á hendur fyrrum yfirmanni sínum fyrir kynferðislega áreitni og er það fyrsti dómur í máli af þessu tagi sem gengur konu í hag í Danmörku. Stéttarfélag konunnar sótti málið fyrir hennar hönd. Málsatvik voru þau að konan sagðist hafa neyðst til að segja upp í vinnu eftir að hafa sætt langvarandi kynferðis- legri áreitni af hálfu verkstjóra á vinnustað hennar. í hálft ár er verkstjórinn sagður hafa elt konuna á röndum með til- boðum sem gengu út á kynlíf. Á hann jafnframt að hafa hringt heim til konunnar og hvatt hana að koma til sín þegar hann var einn á vinnu- stað. Dómstóllinn tók afstöðu með konunni og dæmdi verkstjórann til að borga henni bætur, 35.000 danskar krónur, jafnvirði 336.000 ÍSK. Fulltrúi stéttarfélags konunnar hélt því fram við réttarhöldin að daglega sættu þúsundir kvenna kynferðislegri áreitni af hálfu karl- manna sem gerðu sér ekki grein fýrir því hvenær kurteisislegu við- móti lyki og við tæki kynferðisleg áreitni. Skæruliðum stökkt á flótta frá Kabúl Agirnast rófuleysingja Á REERS0SKAGA í Danmörku, nánar tiltekið á Vestur-Sjálandi, er komið upp vandamál; ferða- menn ágirnast svo mjög rófulausa ketti sem þar hafa lengi átt náð- uga ævi, að þeir stela þeim, að sögn Berlingske Tidende. Gestgjafamir á Reerso-krá áttu fyrir nokkrum árum allmarga ketti af þessari tegund sem ættaðir eru frá bresku eynni Mön og eru nefndir Manxkettir. „Frá okkur hafa horfið þrír kettlingar og tveir fullvaxnir kettir,“ segja gestgjafahjónin, Ina og Per Nielsen. Nú eiga þau aðeins þijá Manxketti eftir. Á öllum skagan- um eru nú 15 kettir sem ekki skarta rófu. Ræktunin hefur átt við nokkra erfiðleika að stríða vegna úrkynjunar í stofninum er veldur því að kettling- ar fæðast oft dauðir. Manarköttur með kettlinga á Reersoskaga. Eiturfíklar flykkjast til Maastricht Maastricht. The Daily Telegraph. HOLLENSKA lögreglan hef- ur skorið upp herör gegn er- lendum eiturlyfjaneytendum, sem koma til Hollands vegna þess að sterk eiturlyf eru ódýrari þar en í nágranna- löndunum. Lögregla telur að um 90 prós- ent kaupenda í suðurhluta landsins séu útlendingar og að um 1.000 manns komi dag hvem bara til Maastricht-borgar í því skyni að kaupa fíkniefni. Eftir að reiðir borgarbúar kröfðust hreinsunarátaks setti lögreglan á fót sérsveitir til höf- uðs útlendu eiturfíklunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.