Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 KNATTSPYRNA Guðmundur í ekHínunni með St. Johnstone Fyrsti deildarleikur hans með félaginu GUÐMUNDUR Torfason, knatt- spyrnumaður hjá St. Johnstone verður í eldlínunni í dag en þá mætir lið hans, St. Johnstone, Aidrioniens á heimavelli í skosku úrvalsdeildinni. „Hann er góður leikmaður," sagði Alex Totten, framkvæmdastjóri liðsins, eftir undirskrift samn- ingsins í síðustu viku og minnt- ist á sigurmark hans í 1:0 sigri St. Mirren gegn St. Johnstone á síðasta tfmabili. Guðmundur býr enn í Paisley í úthverfí Glasgow og þarf því að aka rúmlega 100 km til æfínga í Perth, fjörtíu þúsund manna bæjar norðan við Edinborg, til æfinga og -Jræppni með nýja félagi sínu. Hann sagði við Morgunblaðið að hann væri að hugsa sinn gang í húsnæðismál- um. Guðmundur missti af fyrsta deild- arleik liðsins s.l. laugardag, gegn Partick Thistle. Ástæðan fyrir því var að atvinnuleyfi hans barst ekki fyrr en á mánudag. Degi síðar lék hann sinn fyrsta leik með St. Johnstone, í bikarnum gegn Alloa, en leiknum lyktaði með 3:1 sigri St. Johnstone. „Ég var ánægður með frammistöðu mína í þeim leik og vonandi verður bj’art framundan," sagði Guðmundur sem lagði upp fýrsta mark St. Jo- hnstone í leiknum. St. Johnstone hefur keypt leik- menn fyrir um tvær milljónir punda á síðustu tveimur árum. Fyrir vetur- inn keypti félagið auk Guðmundar, vamarmanninn John McClelland frá Leeds og markvörðinn Andy Rhodes sem að sögn Guðmundar hefur verið orðaður við enska landsliðið. Á síð- asta tímabili keypti félagið Paul Wright, markahæsta leikmann Hi- bemian sem leikur í framlínunni með Guðmundi. Þá er hjá félaginu rúss- neskur leikmaður, Sergei Baltacha, sem kom frá Ipswich auk minni spá- manna sem keyptir hafa verið frá öðmm úrvalsdeildarfélögum. „Hóp- urinn er því stór og vonandi er bjart framundan hjá félaginu,“ sagði Guð- mundur. St. Johnstone er eitt af eldri liðum Skotlands. Léleg vallaraðstaða háði lengi félaginu en mikil breyting varð á því fyrir tveimur árum. Verslunark- eðjan Asta í Bretlandi keypti gamla völlinn af félaginu og byggði stóra verslunarmiðstöð. í staðinn byggði fyrirtækið nýjan völl fyrir félagið, á landi sem auðugur bóndi gaf félaginu. „Þetta er nýtísku völlur með öllum þægindum og aðstaðan er góð. Hann tekur tæplega fímmtán þúsund manns, alla í sæti og ég tel að hann sé einn af þeim fjórum bestu í Skot- landi,“ sagði Guðmundur sem sagðist fastlega reikna með að leika sinn fyrsta deildarleik með St. Johnstone í dag. Guðmundur Torfason í leik með St. Mirren í skosku úrvalsdeild- inni. St. Mirren féll, en Guðmundur leikur áfram í úrvalsdeildinni, skipti yfir í St. Johnstone og leikur fyrsta deildarleik sinn með liðinu í dag. Þorvaldur gerði viku- samning við Forest Þorvaldur Örlygsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, ræddi tvisvar í vikunni við forsvarsmenn Nottingham Forest um nýjan samn- ing. Hann sætti sig ekki við það sem þeir buðu og niðurstaðan varð sú að Þorvaldur gerði viku samning. „Ég er ekki tilbúinn að ganga að því sem þeir hafa verið að bjóða mér og því skrifaði ég bara undir viku- samning," sagði Þorvaldur við Morg- unblaðið í gær og bætti við að hann myndi hafa sama hátt á þar til eitt- hvað betra yrði í boði. „Þeir gera mér nýtt tilboð til árs í næstu viku og ef það verður almennilegt slæ ég hugsanlega til.“ Forest fær Liverpool í heimsókn á 5l»nnudag og sagðist Þorvaldur, sem hefur leikið með liðinu í tveimur æf- ingaleikjum í vikunni, ekki vita hvort hann yrði í hópnum. GOLF / NM Setur veður strikí reikninginn? Norðurlandamótið í golfi hefst í Grafarholtinu í dag og ef veð- ur leyfir verða leiknar 36 holur í dag og 18 á morgun. Svo gæti far- ið að þessu yrði snúið við vegna þess að í gær var úrhellisrigning í Reykjavík og völlurinn var kominn á flot. Starfsmenn vallarins unnu að því í nótt að gera göt í völlinn þannig að mestu tjarnirnar verða vonandi horfnar þegar Ragnhildur Sigurðardóttir mætir á teig kl. 8 en hún slær fyrsta höggið. Svíarnir komu síðastir til landsins og ætluðu æfa í gær. Lítið varð úr því enda vart stætt úti á velli auk þess sem hann var á floti. Sænska karlaliðið kom svo til beint frá Flórída, þar sem það var í æfínga- búðum, og piltunum brá því heldur betur í brún er þeir mættu í Grafar- holtið í gær. Golfklúbbur Garðabæjar Golfklúbbur Garðabæjar „OPNA“ ELLEN BETRIX kvennagolfmótið , verður haldið sunnudaginn 16. ágúst nk. kl. 9.00 hjá Golfklúbbi Garðabæjar, Vífilsstaðavelli. Skráning í skála föstudag og laugardag og í síma 657373. Glæsileg verðlaun. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. r Ellen Betrix Ellen Betrix i HANDBOLTI / 1. DEILD KVENNA Víkingar leita að markmanni Islands- og bikarmeistarar Víkings í kvennaflokki eru í vandræðum með að fínna markvörð fyrir íslands- mótið sem hefst eftir tæpan mánuð, en ljóst er að hvorugur þeirra mark- varða sem stóð á milli stanganna í fyrra gera það á komandi vetri. Hjördís Guðmundsdóttir tilkynnti félagaskipti yfír til Selfoss fyrr í sum- ar og landsliðsmarkvörðurinn Sigrún Ólafsdóttir er þunguð. Þar sem loka- dagur félagaskiptanna er liðinn, er óhugsandi að markverðir úr meistara- flokkum annarra félaga skipti yfir. Víkingar þurfa því að leita að mark- verði erlendis. Theodór Guðfinnsson nýráðinn þjálfari Víkinga sagði að sú leit hefði ekki enn borið árangur. faám FOLK I GLASGOW Celtic greiddi í gær 1,5 millj. punda (tæplega 160 millj.íSK) fyrir miðherjann Stuart Slater hjá West Ham. Celtic hefur ekki greitt svo háa upphæð fyrr fyr- ir leikmann. H SKÖMMU áður skipti Celtic við Middlesbrough - fékk miðheijann Andy Payton fyrir Chris Morris. H RUDI Vata verður fyrstur Al- bana til að leika í skosku knattspym- unni, en Celtic keypti varnarmann- inn fyrir 200.000 pund (um 30 miilj. ISK) frá Dinamo Tirana. H CELTIC fékk tæplega milljón pund frá Middlesbrough fyrir De- rek Whyte. H ALAN Mclnally, sem hefur ver- ið hjá Bayern Miinchen í þijú ár neyðist til að leggja skóna á hilluna vegna hnémeiðsla. H MARK Robbins leikmaður Manchester United á í viðræðum við Norwich sem leitar að sóknar- manni til að fylla skarð Roberts Flecks. Líklegt kaupverð er talið um 750 þúsund pund. H HOWARD Kendall fram- kvæmdarstjóri Everton hefur komist að samkomulagi við Glasgow Ran- gers um framheijann Paul Rideout. Rideout sem lék með Aston Villa og Bari hefur ekki staðið sig með skyldi hjá Rangers. H Chelsea greiddi 150 þúsund pund fyrir Mal Donaghy hjá Manc- hester United. H Wimbledon greiddi Leyton Ori- ent í 2. deild 200 þúsund pund fyrir framheijann Graig Berry. H MAIDSTONE, sem er í 3. deild, er aðeins með tvo samningsbundna ieikmenn og skuldar um 65 millj. ÍSK. Félagið hefur frest til hádegis á mánudag til að leggja fram viður- kenndar tryggingar á rekstrinum, en leiknum gegn Scunthorpe í dag hefur verið frestað. H ENSKA knattspyrnusamband- ið sektaði Southampton um 20.000 pund (um 2,1'millj. ISK) vegna aga- brota leikmanna á síðasta tímabili. Féaginu var gert að borga 5.000 pund strax og afganginn í lok tíma- bilsins. Fari allt í sama farið verður enginn frestur. H DÝRLINGARNIR eða syndg- ararnir eins og þeir hafa verið nefnd- ir voru 80 sinnum skráðir í bókina á síðasta tímabili og fímm sinnum fengu þeir að sjá rauða spjaldið. H 20 leikmenn Southampton voru bókaðir og 11 þeirra tóku út leik- bann. H KEVIN Keegan var gert að greiða um 105.000 ÍSK vegna um- mæla við dómara í leik. Terry McDermott, aðstoðarmaður hans hjá Newcastle, fékk tæplega 30.000 ÍSK í sekt fyrir svipað atvik. H NORSKU piltarnir í golflandslið- inu ætluðu að æfa í gær, og létu sig hafa það þrátt fyrir veðrið. Þeir fóru út á 18. flöt og þar í glompuna vinstra megin. H ÞEIR slógu glæsilega upp úr henni, inn á miðja flöt, en síðan tók vindurinn völdin, feykti boltanum aftur ofan í glompuna og sandinum líka þannig að það var eins og aldrei hefði verið slegið í henni! H NORÐMENN gáfust þó ekki upp, þeir héldu áfram og höfðu orð á að þetta væri þægileg æfingaað- staða því boltinn kæmi alltaf aftur til þeirra og þeir þyrftu ekkert að gera annað en slá. Ekkert labb. H KYLFINGAR láta bjóða sér ýmislegt. í slagviðrinu í gær tóku 105 kylfingar þátt í boðsmóti Ör- tölvutækni og fór mótið fram hjá Keili í Hafnarfírði. H UPPHAFSHÖGGIN á fyrstu braut voru erfið enda á móti rokinu. Einn náði góðu höggi, horfði á eftir boltanum sem fór hærrra og hærra og endaði einum 20 metrum fyrir aftan teiginn! Leiðrétting Ingólfur Ingólfsson, Fram, fékk dæmda á sig vítaspyrnuna í leiknum gegn Val í fyrra kvöld en ekki Ómar Sigtryggsson eins og sagt var í blað- inu og er beðist velvirðingar á mistök- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.