Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 Mjög slæmt veður á hálendinu Hópur 30 útlend- inga í hrakningum HÓPUR 20-30 erlendra ferðamanna sem voru á leið frá Sigöldu til Landmannalauga á reiðhjólum óskuðu eftir aðstoð Slysavarnafélags- ins upp úr kl. 18 í gærkvöldi. Skömmu síðar barst ósk um aðstoð frá tveimur jeppum sem hugðust fara frá Landmannalaugum að Eldgjá, en snarvitlaust veður var á þessum slóðum, að sögn Tilkynn- ingaskyldunnar. Slysavamafélagið hafði samband við rútu sem var stödd við Sigöldu og hélt hún þegar af stað í átt til hjólreiðamannanna og flutti þá að Landmannalaugum þar sem hópur- inn gisti síðustu nótt. Var hann kominn til Landamannalauga upp úr kl. 20. Þama var vont veður, rok og rigning, og ferðalangamir orðn- ir þreyttir og slæptir. Morgunblaðið/Bjöm Biöndal Um svipað leyti og erlendu ferða- mennimir voru komnir í skjól barst tilkynning frá Landmannalaugum um tvo jeppa sem voru á leið þaðan til Eldgjár og áttu þeir í erfiðleik- um. Björgunarsveitarmenn úr Skaftártungum vom sendir af stað ferðalöngunum til aðstoðar og jafn- framt rútan sem flutti hjólreiða- mennina. Jeppamir höfðu fest í á og dró rútan þá á þurrt land. Menn- irnir í jeppunum vora orðnir blautir og kaldir og bílamir ógangfærir vegna bleytu. Ekkert amaði þó að mönnunum og var farið með þá aftur tii Landmannalauga. Töluverð umferð ferðamanna var á þessum slóðum og ætluðu björg- unarsveitarmenn að vera þama á ferli ef aðstoðar þeirra þyrfti við. Morgunblaðið/Júlíus Malbik eða hellulögn ? Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um að | ur fram að ef endurteknar mælingar leiði annað helluleggja Aðalstræti, þ.e. sjálfa götuna, þótt sú í ljós verði gatan hellulögð. Verið er að hellu- hafi verið hugmyndin upphaflega. Sigurður Skarp- leggja stéttar en búist er við að framkvæmdum héðinsson gatnamálastjóri segir að burðarþolsmæl- við götuna ljúki í lok október eða mánuði seinna ingar hafi sýnt að réttara væri að malbika en tek- | en áætlað var í upphafi. Hlutabréf í Samskipum seld fyrir 25 milljónir kr. Efnið var í plastpoka og hafði maðurinn notað límband til að festa það á líkama sinn. Leifsstöð: Fundu 70 grömmaf kókaíni Keflavík. TOLLVERÐIR í Leifsstöð fundu 70 grömm af kókaíni á 23 ára Reykvíkingi sem var að koma til landsins frá Bandaríkjunum sl. sunnudag. Maðurinn var að koma frá Baltimore og lenti hann í úrtakskönnun sem sérþjálf- aðir tollverðir framkvæma reglubundið. Aætlað söluverð á kókaíni hér á landi er talið vera á bilinu 12-15.000 kr. grammið og heildarsöluverð því allt að ein milljón króna. Maðurinn hefur ekki áður komið við sögu fíkni- efnamála. Þettá er mesta magn af kókaíni sem tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur lagt ANNAR áfangi í sölu á hlutabréf- um í Samskipum hf. hófst í gær þegar seld voru bréf fyrir 22,3 milljónir króna að nafnverði á genginu 1,12 eða tæpar 25 miHj- ónir að markaðsverði. Eins og kunnugt er áformar stjórn Sam- bands íslenskra samvinnufélaga að selja 400 milljóna króna hlut í hlutafjáreign sinni í Samskipum í fjórum áföngum. í fyrsta áfanga, sem Iauk í lok júní sl. voru seld hlutabréf fyrir 100 milljónir að nafnverði á sama gengi. Sigurbjöm Gunnarsson, deildar- stjóri hjá Landsbréfum, sem sjá um söluna, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að með þessum viðskiptum væri verið að taka fyrstu skrefín í öðrum áfanga sölunnar. Ákveðið hefði verið að bíða með hann fram í ágústmánuð eftir að fyrsta áfanga hefði lokið i júní. Bréfin hefðu sem fyrr verið seld á genginu 1,12 en óvíst væri hvort það gengi héldist óbreytt áfram. Sigurbjörn sagði ennfremur að nokkuð hefði verið um fyrirspumir um hlutabréf í Samskipum í gær í kjölfar frétta um samstarfssamning félagsins við danska skipafélagið J. Lauritzen um Grænlandssigling- ar. Þá sagði hann að svo virtist sem viðskipti með hlutabréf væru að taka aðeins við sér þó almennt væri ekki um stórar upphæðir að ræða. Auk sölunnar á hlutabréfunum í Samskipum áttu sér í gær stað við- skipti með hlutabréf í Eimskip, 01- ís, Eignarhaldsfélagi Alþýðubank- ans og Tæknivali fyrir rúmlega 1,2 milljónir króna. Gengi hlutabréfa í Eimskip hækkaði úr 4,25 í 4,30 og gengi í Olís hækkaði úr 1,70 í 1,75. Gengi hlutabréfa í Eignarhaldsfé- lagi Alþýðubankans hækkaði úr 1,39 í 1,60. Þess má geta að upp- hæð þessara viðskipta, 1,2 milljón- ir, er sú sama og nam skráðri hluta- bréfasölu í síðustu viku. í vikunni þar á undan nam heildarsala hluta- Range Rover-jeppi með hjólhýsi í eftirdragi fór út af veginum og valt við Eyrarkot í Kjós laust fyrir kl. 15 í gær. Þrennt var flutt á slysadeild, en fólkið var ekki talið mikið meitt. Bíllinn var hins vegar mikið skemmdur og var hann dreginn til Reykjavíkur með kranabíl. Þá fór bíll út af veginum við Búlandshöfða bréfa tæplega einni milljón króna. I kjölfar viðskiptanna í gær hækkað Landsvísitala hlutabréfa úr 96,95 í 97,32 eftir að hafa verið óbreytt síðustu daga. milli Ólafsvíkur og Grandarfjarðar. Engin slys urðu á mönnum en bíllinn skemmdist töluvert. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofunni myndaðist djúp lægð suð- vestur af landinu og var hún orðin kyrrstæð undir kvöld í gær. Búist er við skúrum í dag um mestallt land og hægari vindi en var í gær. Bflar fuku af vegum TVEIR bílar fuku út af vegum í hvassviðrí sem gekk yfir landið í gær. í Vestmannaeyjum voru 11-12 vindstig. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er óvenjulegt að slíkt hvassviðri verði á þessum árs- tima, en djúp Iægð suðvestur af landinu olli því. Amór Hannibalsson rannsakar skjalasöfn kommúnista í Moskvu Vofði vinnubúðavist yfir höfði Stefáns Pjeturssonar? ARNÓR Hannibalsson, prófessor í heim- speki við Háskóla íslands, telur hugsan- legt að ráðamenn í Sovétríkjunum hafi ætlað að senda Stefán Pjetursson, sem fyrstur íslenskra kommúnista reis upp gegn valdi Kremlveija á fjórða áratugn- um, í vinnubúðir þar eystra. Arnór Hannibalsson dvelst nú í Moskvu og hefur fengið aðgang að skjölum úr safni Mið- stjórnar sovéska kommúnistaflokksins, og safni Komintern, Alþjóðasambands komm- únjsta. í skjölum þeim sem Dr. Amór Hannibals- son hefur fengið aðgang að úr safni Komint- em er að finna ýmsar upplýsingar um ís- lenska kommúnista er stunduðu á þessum tíma nám við skóla þá er sovéskir kommúnist- ar starfræktu í Moskvu. Tíu til fimmtán ís- lendingar stunduðu nám við Lenínskólann sem starfræktur var á á áranum 1926 til 1936. Að sögn Arnórs Hannibalssonar var rekin við skólann sérstök „Leynideild" er fylgdist grannt með gjörðum og ummælum nemend- anna og voru menn skyldugir til að gefa deild þessari skýrslu teldu þeir sig hafa orðið vara við_ að einhveijir fylgdu ekki flokkslínunni. Í skjölum sem Arnór Hannibalsson hefur fengið að kanna kemur m.a. fram að skrifað- ar voru skýrslur um Stefán Pjetursson, sem síðar varð ritstjóri Alþýðublaðsins, en hann var fyrstur íslenskra kommúnista til að rísa upp gegn yfírdrottnun ráðamanna í Kreml. Árið 1933 var Stefán Pjetursson kallaður til Moskvu en hann hafði áður þótt efnilegastur íslenskra ungkommúnista og mikið leiðtoga- efni. Stefán hafði sér það til saka unnið að leggjast gegn því að sósíaldemókratar yrðu lýstir „þjóðfélagsleg höfuðstoð auðvaldsins" í stjórnmálaályktun annars flokksþings Kommúnistaflokks íslands árið 1932. „í skjölunum kemur fram að Tage Lars- son, sænskur kommúnisti sem var í Moskvu á sama tíma og Stefán eða árið 1933, skrif- aði starfsmannastjóra Lenínskólans skýrslu þar sem fram kom m.a. að Stefán iðraðist einskis og að hann hygðist jafnvel freista þess að komast frá Sovétríkjunum," sagði Amór Hannibalsson í samtali við Morgunblað- ið. „Skýrslu þessa sendi starfsmannastjórinn þekktum kommúnista, Kúsínen að nafni, sem m.a. var leiðtogi finnskra kommúnista, leið- togi Komintern og síðar náinn samstarfsmað- ur Leoníds Brezhnevs og Níkíta Khrústjovs. I þessu skjali bað starfsmannastjórinn Kúsín- en um fyrirmæli en lagði sjálfur til að Stefán Pjetursson yrði sendur til að „stunda vinnu innan Sovétríkjanna", eins og segir í skjal- inu.“ Þetta telur Arnór Hannibalsson að geti vísað til þess að senda hafí átt Stefán Pjeturs- son í vinnubúðir í Sovétríkjunum. „Stefán komst síðan frá Sovétríkjunum með hjálp starfsmanna danska sendiráðsins eins og fram hefur komið. Ég tel að þetta skjal sýni að Stefán mat ástandið rétt er hann afréð að flýja frá Sovétríkjunum," sagði Arnór Hannib- alsson. í skjölunum kemur fram, að sögn Arnórs, að íslensku kommúnistarnir í Moskvu þóttu flestir standa sig með afbrigðum vel. Þeir lAdvönm I tfl félaga og alls verkalýðs. ■ Liðhlauparnir og svikaramir, isem reknir hafa verið úr K. F. í. ■útbreiða nú þá lygi, að Alþjóða- ■sarriband K. hafi meft síntsbeyti llagt blessun sína yfir verklýðs- Isvik Stefáns Pj. & Co., og hina Itœkifærissirmuðu afstöðu Einars ■Olgeirssonar til þeirra. I K. F. í. stimplar þessa lygi, Fsem hámark hinna svívirðilegu en lárangurslitlu baráttu Iiðhlaup- lanna fyrir klofningi K. F. 1. 1 F. N. — K. F. I. Úr Verkalýðsblaðinu, málgagni Kommún- istaflokksins, 4. júní 1934. Afstöðu Stefáns Pjeturssonar er lýst sem „verkalýðssvik- um“. þóttu hollir og traustir stuðningsmenn flokks- línunnar. Ennfremur kveður Arnór það koma fram að íslenákir kommúnistar sendu Komm- únistaflokki Sovétríkjanna skýrslur um ástand-mála hér á landi fram til þess tíma er nasistar réðust inn í Sovétríkin 1941.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.