Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 Háskólinn á Akureyri: Kvöldnámskeið í ís- lensku á haustmisseri HÁSKÓLINN á Akureyri hefur ákveðið að á haustmisseri verði í boði kvöldnámskeið í íslensku. Námskeiðið verður metið að fullu til eininga við væntanlega kennaradeild Háskólans á Akur- eyri. Kennt verður tvo daga í viku frá septemberbyrjun til jóla. í fréttatilkynningu frá Háskólan- um á Akureyri segir að ákveðið hafí verið að bjóða 5 eininga nám- skeið í íslensku á haustmisseri, fá- ist næg þátttaka. Fyrsti kennslu- dagur er áætlaður 2. september og verður kennt á mánudags- og mið- vikudagskvöldum klukkan 18 til 19.30 fram til jóla. Aðalkennari verður Erlingur Sigurðarson cand.mag. Þetta námskeið má skoð- ast sem fyrsti undanfari væntan- legrar kennaradeildar Háskólans. AKUREYRINGAR mega búast við að rekast á fólk á ólíklegustu stöð- um með myndavélar að vopni í dag. Þá fer fram svokallað ljósmynda- maraþon, þar sem þátttakendur eiga að taka 12 myndir af jafn- mörgum verkefnum á 12 stundum. Hjá Pedró-myndum sem standa að keppninni ásamt Kodak-umboð- inu, Hans Petersen, fengust þær upplýsingar að síðdegis í gær hefðu um 40 manns skráð sig til þátt- töku, fólk á aldrinum frá 12 ára og yfir sextugt. Á sunnudag klukk- an 15 verður verðlaunaveiting og sýning á verkunum í portinu við Pedró-myndir á Skipagötu 16 á Akureyri. Háskólanum á Akureyri hafa að undanförnu borist allmargar fyrir- spurnir um þátttöku almennings í einstökum reglubundnum nám- skeiðum innan skólans. Mest hefur verið spurst fyrir um nám í húman- ískum greinum, en skólinn hefur ekki átt mikinn kost á að sinna þeim hingað til. Þá hefur fólk sem stefnir að námi í fyrirhugaðri kenn- aradeild skólans, sem vonir standa til að hefji starf á næsta ári, sýnt þessu námi áhuga. Fyrsta skref Háskólans á Akureyri til að mæta þessum þörfum er áðurnefnt is- lenskunámskeið. Miðað er við að þátttakendur í námskeiðinu hafi lokið stúdents- prófi eða hafi hliðstæða menntun. Megináhersla verður lögð á mál- rækt og hagnýta málnotkun í ræðu og riti, víðtæka málfræðiþekkingu svo og sögu íslensks máls, stöðu þess og gildi. Námskeiðið verður að fullu metið til eininga við vænt- anlega kennaradeild Háskólans á Akureyri, en einskorðast þo ekki við nám í henni. Innritun í íslenskunámskeið Há- skólans á Akureyri fer fram á skrif- stofu skólans klukkan 9 til 12 fram til 25. ágúst. Þátttakendur þurfa að greiða venjulegt skólagjald, 23.000 krónur, og öðlast þar með rétt til að taka þátt í öðrum nám- skeiðum skólans á skólaárinu, með- al annars tölvunámskeiði svo og öðrum kvöldnámskeiðum sem stefnt er að á vormisseri, verði þátt- taka í íslenskunámskeiðinu góð. Úr dagskrá MENOR SÝNINGAR Safnahúsið á Húsavík 15.-25. ágúst sýnir Þorgerður Sigurðardóttir frá Grenjaðarstað óhefðbundin grafíklistaverk. Hólar í Hjaltadal Á Hótel Áningu á Hólum eru sýnd olíumálverk Gísla Sigurðs- sonar sem gerð eru við texta hinna fomu helgiljóða Sólarljóða. Á Hólum er jafnframt sýning á Hólaprenti, bókum úr söfnum sr. Ragnars Fjalars Lárussonar og sr. Bjöms Jónssonar. Báðar sýn- ingarnar standa til 16. ágúst. Nýja bíó á Siglufirði I allt sumar frá klukkan 9 að morgni til kl. 9 að kvöldi er opin ljósmyndasýningin Mannlíf á Siglufirði frá 1930 til okkar daga. Þama eru sýndar myndir Stein- gríms Kristinssonar og myndir sem hann hefur unnið úr safni Kristfinns Guðjónssonar ljós- myndara. Minjasafnið á Akureyri Sýningin Prentverk á Akureyri - brot úr sögu prentlistar og bóka- gerðar er opin til 15. september. Laxdalshús Sýning á ljósmyndum úr safni Hallgríms Einarssonar og frá Þjóðminjasafninu. Myndband um Gömlu Akureyri. Opið til 1. sept- ember. TÓNLIST Laugardagur 29. ágúst Sönghópurinn Galgopar úr Eyjafirði syngur ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur óperusöngkonu á tónleikum í Miðgarði í Skagafirði. HÓLAHÁTÍÐ Hólahátíð verður sunnudaginn 16. ágúst. Hátíðarmessa er klukk- an 14 og klukkan 16 verður sam- koma í kirkjunni. Njörður P. Njarðvík flytur erindi um Sólar- ljóð, félagar úr Leikfélagi Sauðár- króks lesa úr Sólarljóðum og tón- list verður fiutt. Afnot of íbúð í Davíðshúsi, Akureyri Eins og áður hefur komið fram, þá gefst fræði- mönnum og listamönnum kostur á að sækja um 1-6 mánaða dvöi í lítilli íbúð í Davíðshúsi, til að vinna að fræðum sínum eða listum. Ákveðið hefur verið að frestur til að skila umsóknum um afnot af íbúðinni árið 1993 renni út 15. septem- ber nk. Umsóknir ber að senda til: Akureyrarbær, c/o Ingólfur Ármannsson, menningarfulltrúi, Strand- götu 19b, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar á skrifstofu menningarmála, sími 27245. Menningarfulltrúi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Blómabros í rigningunni Þær létu rigninguna ekki á sig fá, þessar brosandi stúlkur, sem voru að snyrta litskrúðugt blómabeð á Eiðsvelli á Eyrinni í gær. Gott atvinnuástand á Grenivík í sumar Menn óttast afleiðingar kvótaskerðingar Morgunblaðið/Haukur Tngólfsson Frá framkvæmdum við grunn að íþróttahúsi á Grenivík. GÓÐ atvinna hefur verið á Greni- vík í sumar, mikil vinna við fisk- verkun og einnig á vegum sveit- arfélagsins við malbikun gatna og umhverfis frystihús Kaldbaks auk frágangs við hafnargerð. Þá er hafin bygging íþróttahúss á Grenivík. Hins vegar er uggur í fólki vegna aðgerða í fiskveiði- málum, sem koma hart niður á fiskverkafólki í landi. Að sögn Guðnýjar Sverrisdóttur sveitarstjóra hefur atvinnuástand verið gott á Grenivík í sumar og mikil vinna en uggur er í mönnum vegna ótíðinda í sjávarútvegi og fyrirsjáanlegrar skerðingar á afia, sem koma mun niður á byggðarlag- inu. Guðný sagði vissulega slæmt að útgerðin missti kvóta, en hún sagðist einnig sakna þess í umræðu um áföll í sjávarútvegi að athygl- inni væri beint að fiskverkafólki í landi, sem hlyti að verða fyrir veru- legum skelli ef afli drægist saman eins og fyrirhugað væri. Að sögn Guðnýjar hefur verið unnið í sumar að malbikun á Ægis- síðu og Hafnargötu og í kringum frystihús Kaldbaks, búið er að ganga frá kantsteinum og verið að vinna að gerð gangstétta. Þá var í sumar lokið við framkvæmdir við höfnina. í fyrra var rekið niður 50 metra langt stálþil og í sumar geng- ið frá steyptri þekju. Ennfremur er verið að byggja á Grenivík tvær félagslegar kaupleiguíbúðir. Nýlega hófust framkvæmdir við íþróttahús á Grenivík. Guðný sagði að salur þess yrði 16 sinnum 28 metrar að stærð, en þar gæti verið góður körfuboltavöllur eða blakvöll- ur og þarna hægt að koma fyrir mörgum borðtennisvöllum, en ungir Grenvíkingar hafa getið sér gott orð í þeirri íþrótt, sérstaklega á undanförnum misserum. Fyrirhug- að er að í þessum áfanga verði lát- ið við það sitja að reisa íþróttasalinn og nýta búnings- og baðaðstöðu í kjallara skólahússins, en í framtíð- inni verði útbúin slík aðstaða sem nýst geti hvoru tveggja, íþróttahús- inu og sundlauginni. Að sögn Guðnýjar verður í húsinu aðstaða til leikfimikennslu skólans og auk þess verður það leigt út til íþróttafélaga og einstaklinga, en töluverður áhugi væri á því, meðal annars hjá starfsfólki frystihússins. Á Fjórðungsþingi á Húsavík í fyrra var ákveðið að stefna að því að stofnuð yrðu samtök sveitarfé- laga í Norðurlandskjördæmunum hvoru um sig og kæmu þau í stað Fjórðungssambands Norðlendinga. Töldu ýmsir þingfulltrúar það heppilegra en að hafa svo umsvifa- mikið samband sem Fjórðungssam- bandið væri. Meðal dagskrárefna á síðasta fjórðungsþinginu er umræðufundur Þar voru fyrst hér á landi teknar upp líkamsræktaræfingar á vinnu- stað og sagði Guðný að þær hefðu leitt til aukins áhuga fullorðins fólks á almennri leikfimi og líkamsrækt. Auk þess væri mikill íþróttaáhugi meðal ungs fólks. um atvinnumál og byggðaþróun þar sem framsögumenn verða Davíð Oddsson forsætisráðherra og Hall- dór Blöndal landbúnaðar- og sam- gönguráðherra. Annar umræðu- fundur verður um hlutverk samtaka sveitarfélaga og uppstokkun á sveitarfélagakerfinu. Þar verða framsögumenn Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra og Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga. Fjórðungssamband Norðlendinga lagt niður STJÓRN Fjórðungssambands Norðlendinga hélt síðasta fund sinn á Akureyri 12. ágúst síðastliðinn. Fjórðungsþing verður haldið á Hvammstanga dagana 28. og 29. ágúst. Þá verður Fjórðungssamband- ið lagt niður í núverandi mynd en í stað þess stofnuð samtök sveitar- félaga í hvoru kjördæmi fyrir sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.