Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ 16 500 SPECTRal recORDíNG . □ni DOLBYSTERlSiga í A og B sal OÐUR TIL HAFSINS ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ NATTFARAR ^ ' T E P h\f\n\ k I X C MIL NÝJASTA HROLLVEKJA MEISTARA STEPHENS KING. OGNVEKJANDI - ÓGURLEG - SKELFILEG - SKUGGALEG! SANNKALLAÐUR SUMARHROLLUR! Sýnd kl. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9. B.i.14 BÖRNIUÁTTÚRUNNAR Sýnd kl. 7 í A-sal, sýnd kl. 5 íB-sal. ENGLISH SUBTITLE KL. 5. Miðaverð kr. 500. HNEFALEIKAKAPPIl Sýnd kl. 11.15. B.l. 16 ára. INGALÓ Sýnd kl. 7.05. ENGLISH SUBTITLE ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ Náttúruverndarsamtök Austurlands: Aðalfundur í Arnar- dal á Brúaröræfum AÐALFUNDUR Náttúru- verndarsamtaka Austur- lands verður haldinn helg’- ina 22.-23. ágúst. Fundur- inn fer að þessu sinni fram í Arnardal á Brúaröræfum og er fundarstaðurinn val- inn með það í huga að vekja athygli manna á þeim náttúruperlum sem fara munu undir vatn ef af virkjunarframkvæmd- um verður á þessu svæði. Fundurinn fer fram i stóru samkomutjaldi og geta fundarmenn tjaldað inni i því ef illa viðrar. Á laugardaginn verður farið um Brúardali undir leiðsögn kunnugra og m.a. skoðuð þau svæði sem í hættu eru vegna fyrirhug- aðra framkvæmda. Á laug- ardagskvöldið verður kvöld- vaka. Þar munu Hjörleifur Guttormsson segja frá um- hverfisráðstefnunni í Ríó og Kári Kristjánsson landvörður í Mývatnssveit flytja erindi og sýna litskyggnur. Aðal- fundurinn verður haldinn á sunnudag og er stefnt að því að honum verði lokið kl. 14.00. Á fundinn eru allir velkomnir. Rútuferð verður frá Söluskála KHB á Egils- stöðum kl. 18.30 á föstu- dagskvöld. (Úr fréttatilkynningu) Nú ætti að vaxa í ánum Loksins kom rigningin og spurning hvort hún nær að setja mark sitt á laxveiðina. Töluvert þarf til, því ár á Suðvestur- og Vesturlandi eru orðnar veru- lega vatnslitlar. „Pakkað“ í Haukadalsá „Það er alveg hreint pakkað af laxi héma, en það hefur varla rignt. af viti í allt sumar. Fyrstu droparnir em að detta um þessar mundir og vonandi kemur almennileg gusa,“ sagði Torfi Ásgeirsson um- sjónarmaður Haukadalsár í Dölum í samtali við Morg- unblaðið í gærmorgun. Þrátt fyrir hin lélegu skil- yrði voru komnir 515 iaxar á land og sagði Torfí að fyrri hluti veiðitímans hefði verið afar góður og laxinn stór. Svo kom smálax, en það sem hefði verið að fást að undanförnu væri ívið vænni lax, 6 til 7 punda. „Það hafa verið að koma inn þaralegnir laxar að undanfömu og segir það sína sögu um ástandið,“ sagði Torfí. Það er bæði veitt á flugu og maðk í Haukunni og sagði Torfí fluguna hafa vinninginn það sem af er. Stærsti lax- inn til þessa veiddist snemma og vó hann 17 pund. Laxá verið dauf... Vilborg kokkur í veiði- húsinu við Laxá í Leirár- sveit sagði í samtali við Morgunblaðið að veiðin hefði verið dauf að und- anförnu, enda áin orðin afar vatnslítil. „Það er þó komið slagveður hérna og vonandi breytir það dæm- inu,“ sagði Vilborg. i gær- morgun vom komnir 394 laxar á land úr ánni og sáu menn nokkuð af físki víða á svæðinu, en hann hefur tekið mjög illa. Þrjá daga af síðustu sjö hefur t.d. aðeins veiðst einn lax hvern dag og í sömu vikunni ,hef- ur veiðin mest orðið 7 lax- ar, en veitt er með sjö stöngum á dag. Með regn- inu má hins vegar búast við kipp í veiðinni. Svartá verið lífleg... Ágæt veiði hefur verið í Svartá og hún verið líflegri fyrri hluta veiðitímans heldur en í allnokkur ár, en Svartá er ein af „hreinni" síðsumarsám landsins. Að sögn Rúnars Óskarssonar leigutaka ár- innar höfðu veiðst 60 laxar rétt upp úr mánaðamótun- um þrátt fyrir gloppótta nýtingu í júlí. Rúnar hafði ekki nákvæma tölu, en sagðist hafa fengið fréttir öðru hvoru síðan og þær væru góðar. Einn hópurinn fékk 15 laxa á tveimur dög- um, annar var kominn með 5 stykki á jand eftir fyrstu vaktina.„„Ég hef verið að skjótast þarna öðru hvoru og það er kominn talsverð- ur lax í ána. Besti veiði- tíminn í ánni er nú rétt hafínn og þetta lofar því góðu,“ sagði Rúnar. Gengur vel í Eystri-Rangá Veiðin gengur mjög vel í Eystri-Rangá og í gær- morgun voru komnir 225 laxar á land úr ánni. Ytri áin hafði þá gefið um 150 laxa. Veiðin hefur verið lang best á tveimur efstu svæðunum, 5 og 6. Á svæði 6 er Bergsnef þekktasti staðurinn og þar veiddust t.d. 9 laxar í fyrradag, þar af þrír yfír 10 pund. Aðal- staðurinn á svæði 5 er aftur á móti Móbakki, en megnið af veiðinni þar hefur þó verið tekin fyrir ofan hinn eiginlega Móbakka, út frá eyri sem er á svæðamörk- unum. Sleppingar göngu- seiða í efsta hluta Eystri- Rangár virðast hafa tekist afar vel, en eitthvað heimt- ist laxinn verr í Ytri-Rangá, að minnsta kosti enn sem komið er. Það er ekki ein- ungis að meira sé af Iaxi í efri hiuta Eystri-Rangár en í annan tíma, heldur er lax- inn að jafnaði 50 prósent þyngri en áður. STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS HASKOLABIO SÍMI22140 AutlrrH MrGurtliy Krlly Hrlrti Pr«ífctott Iluni FRUMSYNIR TRYLLINN ÁSTRÍÐUGLÆPIR SEAN Y0UNG 0G PATRICK BERGIN IEINUM MEST EGGJANDITRYLLIARSINS HANN NÆR ALGJÖRU VALDIÁ FÓRNARLÖMBUM SÍNUM. HANN ER DRAUMSÝN ALLRA KVENNA. HANN ER MARTRÖÐ HVERRAR K0NU. Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára. .LUNKIN OG SKEMMTILEG GAMANMYND UM BÍRÆFNA FJÁRSJÓÐSLEIT. Al. MBL. GRÍN, SPENNA, SVIK OG PRETTIR. Sýndkl. 5,7,9 og 11. GRIIÚ, SPEMIUA OG ROMAMTÍK! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 ★ ★★FRABÆRMYND A.l. Mbl. ★ ★★★IWEISTARAVERK Bíólínan. Sýnd kl. 5, 7.30 og Islenskir fossar í kínversku bleki LU HONG heldur sýn- ingu í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, Reykjavík, sem hún kallar „Islenska fossa í kínversku bleki“. Lu Hong hefur áður haldið tvær sýningar hér á landi. Hún túlkar íslenska náttúru með aðferðum hefðbundinnar kínverskrar myndlistar, en þær eru all- nokkuð frábrugðnar þeim sem við þekkjum. Myndirn- ar eru málaðar með vatns- litum á sérstakan kínversk- an bambuspappír. Sýningin stendur til 30. ágúst og er opin mánudaga til föstudaga kl. 12 til 18, laugardaga kl. 10 til 16 og sunnudaga kl. 13 til 17. (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.