Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 19 Aðskílnaðarsinnum vex fylgi í Kaliforníu Los Angeles. The Daily Telegraph. ÞEIR eru til sem vilja skipta Kaliforníu í tvö og jafnvel þrjú ríki og þeim vex stödugt fiskur um hrygg. íbúar 37 af 41 sýslu í norður- hiuta Kaliforníu samþykktu fyrr í sumar tillögu um að segja sig úr lögum við suðurhlutann og fulltrúar á þingi ríkisins hafa fylgt málinu eftir. Það er erfitt að taka aðskilnaðarsinna í Norður-Kaliforníu jafn aivarlega og til dæmis fólk með svipaðar hugmyndir á Balkanskaga, en það er víðar í Bandaríkjunum sem menn vilja skera á pólitísk tengsl við stærri stjórnunareiningar og mynstrið er yfirieitt hið sama: hvítt og vel efnað fólk í úthverfum og smábæjum vill sleppa við að borga skatta sem fara einkum í að reyna að slá á vaxandi vanda stórborganna. Kalifornía er ekki lengur það draumaríki sem það var eitt sinn í hugum flestra Bandaríkjamanna; atvinnuleysi er nú hvergi meira í Bandaríkjunum en þar, eða 9,6 prósent. Á myndinni aka ferða- menn framhjá heimilislausum Kaliforníubúum í Santa Barbara. „Árið 2000 verða stjörnurnar í bandaríska fánanum orðnar fleiri,“ segir Stan Statham, þingmaður á ríkisþingi Kaliforníu og einn helsti leiðtogi þeirra sem aðhyllast að- skilnað. „Norður-Kalifornía er sér- stakt land, dreifbýlt með hreint loft og lága glæpatíðni og fólkið hefur lífsviðhorf sveitafólks. Við viljum fá að vera í friði og halda hlutunum þannig." Það var málstaðnum til fram- dráttar að atkvæðagreiðslan um aðskilnað var haldin rétt eftir óeirð- irnar í Los Angeles, en flestir norð- anmenn telja þá borg andhverfu alls þess sem þeir sækjast eftir í lífinu. Þeir vilja helst draga ríkja- mörkin norðan við San Fransisco til að útiloka allar stórborgir úr hinu nýja ríki, en íbúar þar í borg vilja einnig sem minnst af suður- Kaliforníu vita og því eru nú uppi hugmyndir um að ríkinu verði skipt í þrennt. Nyrsti þriðjungur Kaliforníu er að stórum hluta byggð afkomend- um fiskimanna og skógarhöggs- manna frá Nýja-Englandi á austur- ströndinni og þeim finnst áhrif sín í fjölmennasta ríki Bandaríkjanna fara minnkandi eftir því sem straumur innflytjenda magnast, en 2.000 manns flytjast til ríkisins hvern dag og fara flestir í fjölþjóða- deigluna í Los Angeles og ná- grenni. Eftir áratug eða svo verður Kalifornía fyrsta ríki Bandaríkj- anna fyrir utan Hawaii þar sem afkomendur Evrópubúa verða í minnihluta. „Það sem er að gerast í norðurhlutanum er tilraun til að stofna ríki, sem er nokkurnvegin alhvítt," segir Kevin Starr, sagn- fræðingur við Kaliforníuháskóla. Svipaðra tilhneiginga gætir víð- ar í Bandaríkjunum, þó ekki sé kannski rætt um að fjölga stjörnum í fánanum. íbúar Staten Island, eins af fímm borgarhlutum New York, hafa samþykkt tillögu um að segja sig úr lögum við stórborg- ina. Staten Island er friðsælt út- hverfi vel efnaðs fólks, sem telur hlut sinn fyrir borð borinn þar sem talsmenn fátækrahverfa borgar- innar hafa fleiri atkvæði í borgar- stjórninni. í Miami ætlar ríkra- mannahverfið Coconut Grove að lýsa sig sérstaka borg þar sem enska verður helsta tungan, en ekki spænska, sem er töluð af meirihluti Miami-búa. Margir kvarta nú yfir litlu valdi ríkisins á Bandaríkjaþingi, því þó að jafn margir búi í Kaliforníu og í 22 fámennustu ríkjum Bandaríkj- anna hafa Kaliforníubúar aðeins tvo öldungardeildarþingmenn en hinir 44. Menn telja sig því hafa margar góðar ástæður fyrir skipt- ingu ríkisins aðrar en langvinnan ríg á miili brimbretta- og bíófólks- ins í suður-Kaliforníu og norðan- manna, sem telja sig heldur fág- aðri og íhugulli. Repúblikanar ánægðir með ráðningu Bakers Clinton með 20% meira fylgi en Bush Washington. Reutcr. BANDARÍSKIR repúblikanar varpa nú öndinni léttar eftir að James Baker utanríkisráðherra tók að sér að stjórna baráttu Georges Bush Bandaríkjaforseta fyrir forsetakosningarpar hinn 3. nóvember næstkomandi. Repúblikanar vona að Baker snúi vörn í sókn og tryggi Bush forsetaembættið fram til 1996 en sam- kvæmt skoðanakönnunum nýtur Bill Clinton, frambjóðandi demó- krata um 20% meira fylgis en forsetinn. Niðurstöður skoðanakannana benda til að nokkuð hafi dregið saman með Bush og Clinton. Sam- kvæmt niðurstöðum könnunar, sem gerð var fyrir CNN-sjónvarps- stöðina og birt var í gær, nýtur Clinton fylgis 56% Bandaríkja- manna en Bush aðeins 37%. Clint- on gæti því haft um 19% forskot nú en eftir flokksþing demókrata í síðasta mánuði var það næstum því helmingi meira samkvæmt skoðanakönnunum. Stjórnmála- skýrendur bíða með óþreyju eftir að flokksþing repúblikana heijist í Houston í næstu viku en það mun án efa njóta mikillar athygli fjöl- miðla. Repúblikanar gera sér vonir um, að vinsældir Bush muni auk- ast í kringum þingið og hinir bjart- sýnustu láta sig dreym'á um að hann leiki sama leikinn og í barátt- unni fyrir fjórum árum þegar hann skaut Michael .Dukakis, þáverandi frambjóðanda demókrata, aftur fyrir sig í kjölfar flokksþingsins. Bill Clinton sagði í gær að Ba- ker væri mjög hæfur stjórnmála- maður en gaf í skyn að þátttaka hans í skipulagningu kosningabar- áttu Bush yrði til þess að hún yrði enn rætnari en ella. Þá sagði A1 Gore, varaforsetaefni Clintons, að skipan Bakers sýndi best ótta og örvæntingu repúblikana í kosn- ingabaráttunni. ÚÓMSÆTIR RÉTTIR ★ Grillaður svínahryggur 'IOK. m/bakaðri kartöflu og salati Kr. # tw.' ★ Grillaö lamba innra læri m/bakaðri kartöflu og salati Kr. #uU.“ ★ Grillaðar lambakótelettur ccfi m/bakaðri kartöflu og salati Kr. uOU." ★ Pítur með úrvali af fyllingum ★ Hamborgarar ★ Samlokur iVÍOS vtf\. 50c ® BSSBB®ttv\.3o- 22.00 REIÐHJOLAUTSALA - STORLÆKKAÐ VERO 20-50% AFSLÁTTUR NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ VERSLIÐ ÓDÝRT 26“ og 28", verð frá kr. 13.520, stgr. 12.850. 26” og 28", 3 gíra, verð frá kr. 17.360, stgr. 16.490. 24”, verð frá kr. 13.520, stgr. 12.850. 20", verð frá kr. 13.040, stgr. 12.390. 26”, 21 gíra, verð frá kr. 20.950, stgr. 19.900. 24", 18 gíra, verð frá kr. 16.800, stgr. 15.960. 20", 6 gíra, verð frá.kr. 15.120, stgr. 14.365. 16", fótbremsa, verðfrá kr. 10.640, stgr. 10.100. GREIDSLUKORT OG G R EIÐSLUSAMNINGAR - SENDUM í PÓSTKRÖFU VARAHLUTIR OG VIÐGERÐIR - VANDIÐ VALIÐ, VERSLIÐ í MARKINU BMX 20“ með fótbremsu, verð frá kr. 9.310, stgr. 8.845. Ármúla 40. Símar 35320 - 688860 l/^rslunin jvm M 9208

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.