Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 40
TVÖFALDUR1. vinningur MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, FÚSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HA FNA RSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 MICROSOFT, einar j. WINDOWS. SKÚLASONHF VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Fundir nokkurra leiðtoga Alþýðubandalagsins og sovéskra kommúnista 1970: Fullyrtu að stefnuskráin yrði marxísk og sósíalísk Kristinn E. Andrésson fór fram á eftirlaun frá Kommúnistaflokki Sovétríkjanna NÝHTTALÖGN Í„MENNTA- BRAUTINA“ VERIÐ er að skipta um hita- lögn í tröppum Menntaskólans í Reykjavík, eða í svokallaðri Menntabraut. Hannes Frið- steinsson, húsvörður MR, sagði að í tröppunum hefði verið ein elsta hitalögn í Reykjavík. Menntabrautin var orðin nem- endum nokkuð hál og reyndar stórhættuleg. FULLTRÚI miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna fékk árið 1970 fullvissu fyrir því í samtölum við nokkra af þáverandi forystu- mönnum Alþýðubandalagsins, að stefnuskrá flokksins yrði sósíalísk og marxísk. Þetta kemur fram í skjölum miðstjórnar sovéska kommún- istaflokksins í Moskvu, sem dr. Arnór Hannibalsson, prófessor í heim- speki við Háskóla Islands, hefur fengið aðgang að en hann dvelst nú eystra. Hinn 16. október 1974 samþykkti ’ miðstjórn sovéska kommúnista- flokksins að senda þijá starfsmenn alþjóðadeildar flokksins til íslands til að eiga óformlegar samningaviðræð- ur við forystu Alþýðubandalagsins í þeim tilgangi að endurvekja sam- skipti flokkanna. í þessari sendinefnd var maður að nafni Savko sem fjór- um árum áður hafði gefíð miðstjóm- inni skýrslu um viðræður sínar við forystumenn Alþýðubandalagsins þá Lúðvík Jósefsson og Magnús Kjart- ansson auk Eðvarðs Sigurðssonar. Þann fyrsta október 1970 hafði miðstjóm flokksins samþykkt að koma á óopinberu sambandi við Al- þýðubandalagið og félag sósíalista á Islandi. Jafnframt fékk sendiherra Sovétríkjanna í Reykjavík fyrirmæli um hvernig haga bæri samskiptum við Atþýðubandalagið. í skipun þess- ari segir: „Alþýðubandalagið er í grundvallaratriðum í sömu vaidaað- stöðu á Alþingi og Sósíalistaflokkur- inn áður og hefur úrslitaáhrif í gegn- um fulltrúa sína innan verkalýðs- hreyfingarinnar. I viðtölum fullyrtu leiðtogar Alþýðubandalagsins að þeir myndu leggja alla krafta sína fram til þess að samþykkt yrði stefnuskrá fyrir flokkinn sem yrði marxísk og sósíalísk." — „Þessi fyrirmæli voru samin sam- kvæmt skýrslu Savkos sem fór til íslands í september 1970,“ sagði Amór Hannibalsson. „Þess er getið að hann hafi rætt við Jósefsson, Kjartansson og Sigurðsson og fengið fullvissu um að flokkurinn myndi taka sér sósíalíska og marxíska . stefnuskrá. Hann hefur gefið mið- stjórninni skýrslu um viðræður sínar og hún síðan gefíð fyrirmæli um hvernig haga skyldi þessum sam- skiptum,“ sagði Arnór Hannibalsson. í skjölunum kemur einnig fram að sovéskir sendiráðsmenn á hinum Norðurlöndum áttu að þrýsta á kommúnistaflokka þar um að þrýsta á Alþýðubandalagið um að gefa op- ->&sberlega út yfirlýsingu um að flokk- urinn væri marxískur og þar með bræðraflokkur Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Stefnuskrá í þá veru var samþykkt árið 1974. Heimsókna forystumanna Alþýðu- bandalagsins til Sovétríkjanna er getið í skjölum þessum og er síðasta dæmið, sem rekið hefur á fjörur Arnórs, heimsókn Svavars Gestsson- ar árið 1980. Víða í skjölunum kem- ur fram að sögn Amórs hversu ríka áherslu sovéskir kommúnistar lögðu á „eðlileg bræðratengsl" flokkanna tveggja. I skjölum miðstjómarinnar kemur ennfremur fram að Kristinn E. Andr- ésson, þáverandi forstjórþ Máls og menningar og leiðtogi MÍR, félags sem ætlað var að stuðla að menning- arsamskiptum Islands og Ráðstjóm- arríkjanna, fór árið 1972 fram á að honum yrðu greidd eftirlaun vegna starfa sinna í þágu hinnar alþjóðlegu hreyfingar kommúnista. „Þeir sam- þykktu að greiða honum eftirlaun, að hann fengi í eitt skipti ákveðna upphæð. Hins vegar kemur ekki fram hversu há hún var,“ sagði Arnór Hannibalsson. Sjá bls. 2. Morgunblaðið/Júlíus Sjávarútvegsráðherra um hugmyndir um styrki til útgerðarinnar: Fyrirtæki fái ýmist vaxta- afslátt eða beina greiðslu TILLÖGUR um fjármögnun þeirra aðgerða sem Byggðastofnun hefur sett fram til að jafna áhrif af samdrætti í þorskveiðum á byggðarlög voru ekki teknar á dagskrá ríkisstjórnarfundar í gær, en að sögn Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra hefur verið sett fram sú hugmynd að styrkir til útgerða verði annars vegar í formi eftirgjafar á vöxtum og hins vegar í beinum greiðslum. „Það var einungis greint frá því, að hugmyndin væri sú, að sumir fengju þetta í formi vaxfaafsláttar en aðrir í formi ávísana en annað hef- ur ekki verið upplýst um málið,“ sagði Þorsteinn. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sem á sæti í stjórn Fisk- veiðasjóðs, sagði að sjóðnum hefði ekki borist neitt erindi frá ríkis- stjórninni um þetta efni. Hann sagði að hugmynd sem forsætis- ráðherra hefði nefnt um vaxtaaf- slátt kæmi ekki öllum útgerðarfyr- irtækjum til góða því aðeins hluti flotans skuldaði Fiskveiðasjóði og því yrði afslætti ekki komið til Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Lundatíma lokið Vestmannaeyjum. LUNDATÍMANUM er nú að Ijúka. Veiði í Eyjum hefur gengið vel seinni hluta tímans, en hún var dræm framan af. Eftir Þjóðhá- tíð hefur lundinn gefið sig vel. Hafa veiði- menn fengið góða daga og hafa stærstu veiðidagarnir í einu veiðifélagi verið 20 til 25 kippur, 2.000 til 2.500 fuglar, sem veidd- ar hafa verið af fimm til sjö mönnum. Sigur- geir smellti þessari mynd af veiðimönnum úr Álsey, á Bæjarbryggjunni í Eyjum, er þeir komu til lands með góða veiði í síðustu sókn sumarsins. Grímur skila til útvegsmanna almennt með slíku kerfi. „Eldri skip sem eru skuldlaus við Fiskveiðasjóð eiga líka rétt á þessum bótum að mér skilst. Auk þess nota menn engan vaxtaafslátt til að kaupa sér veiðiheimildir. Forsætisráðherra var búinn að segja að mönnum yrði heimilt að ráðstafa þessu að eigin vil<;l með hliðsjón af hagsmunum sínum. Því virðist mér að verið sé að draga í land með það. Það finnst okkur mjög sérkennilegt," sagði Kristján. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, sagði að þessar aðgerðir væru málefni ríkis- stjórnarinnar og vildi ekki tjá sig um hugmyndir um að atvinnu- tryggingadeild stofnunarinnar fjármagni hluta styrkjanna. Hann sagði að Atvinnutryggingasjóður væri á ábyrgð ríkissjóðs en sjóður- inn hefði hins vegar haft verulegar tekjur á þessu ári og væri það ríkis- stjórnar og fjármálaráðherra að ákveða hvað gert yrði. Að sögn Guðmundar er atvinnu- tryggingadeildin vel stödd greiðslulega þar sem innheimta dráttarvaxta hefur verið mikil á þessu ári. Sagði hann að bókhalds- leg afkoma sjóðsins hefði verið jákvæð um 100 milljónir eftir fyrstu sex mánuði ársins en við ramman reip væri að draga, þar sem höfuðstóll sjóðsins væri nei- kvæður um 1.400 milljónir króna. Sjávarútvegsráðherra sagði eft- ir ríkisstjórnarfundinn í gær að málið væri í höndum forsætisráð- herra en að greint hefði verið frá því að viðræður væru hafnar við Fiskveiðasjóð vegna þessara hug- mynda um fjármögnun. -----» ♦ ♦---- Upp í 2 ára bið eftir dagvistun UM 1.000-1.100 börn eru á bið- listum eftir leikskólaplássi í þremur nágrannabæjarfélögum Reykjavíkur og allt að tveggja ára bið eftir dagvistun. í höfuð- borginni sjálfri eru um 2.000 börn á biðfistum. Markús Orn Antonsson borgar- stjóri segir að borgarstjórnarmeiri- hluti Sjálfstæðisflokksins hljóti að skoða þetta vandamál sérstaklega fyrir næsta kjörtímabil. Sjá nánar miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.