Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 17 Alltaf talið að Stöð 2 ætti mikla möguleika - segir Sigurjón Sighvatsson um kaup sín á hlutafé í Islenska útvarpsfélaginu hf. SIGURJÓN Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi í Los Angeles segir að ástæða þess að einkafyrirtæki hans, Overt Operations Inc., kaupir hlut í Islenska útvarpsfélaginu hf. fremur en einhveiju öðru fyrirtæki, sé meðal annars sú, að hann telji sig geta lagt eitthvað að mörkum til að bæta hag fyrirtækisins. Sigurjón kveðst hafa mikla trú á möguleikum Stöðvar 2. „Það er kannski bjartsýni að halda að erlendir viðskiptajöfrar, sem eru í sjónvarps- eða kvikmyndarekstri, fari að hlaupa til Islands og líklegra að eitthvað annað heilli þá en smæðin á íslandi. Ég tel aftur á móti að við höfum ýmsa möguleika fyrir stöðina, þannig að ef þeir vilja ekki koma til okkar, getum við farið til þeirra,“ segir Sigurjón í samtaii við Morgunblaðið. „Ég hef alltaf talið að Stöð 2 ætti mikla möguleika en ég hef bara ekki verið í aðstöðu fyrr en nú til að kaupa mig inn í hana, þótt ég hafi um árabil verið óbeint í viðræðum við aðila sem eiga í stöðinni. Það hefur bara ekki orðið af því fyrr en nú,“ sagði Sigurjón. „Það er rétt að fyrirtækið er skuldsett en reksturinn hefur breyst mikið til batnaðar og ég á ekki von á öðru en að fyrirtækið geti orðið mjög blómlegt og það séu mörg tæki- færi til að bæta hag þess á ýmsan hátt,“ sagði hann. Sigurjón var spurður hvort hann hefði hug á að hafa bein afskipti af málefnum Stöðvar 2. Sagðist hann fyrst og fremst starfa í fyrir- tæki sínu í Bandaríkjunum og hefði ýmsu öðru að sinna og fyrst í stað yrðu afskipti hans af Stöð 2 því aðeins óbein. „Ég starfa að vísu meira í dagskrárgerð og kvikmyndagerð en við dreifingu en það er sagt að það séu 3.000 manns sem ráði kvik- mynda- og sjónvarpsbransa heimsins og ég þekki töluvert af því fólki,“ sagði hann. Að sögn Siguijóns voru sérstakar aðstæður sem gerðu það að verkum að hann ákvað að leggja fram svo mikið fé í félagið. „Ég væri ekki að gera þetta stórar skuldbindingar ef ég hefði ekki trú á félaginu og þeim sem þar eru, Það kom upp sú hugmynd að ég keypti allan þann hlut sem upphaflega hafði verið hugsaður fyrir erlenda aðila. Ég vona að með þvi að selja mér hlutaféð í staðinn telji þeir að því sé ekki verr varið,“ sagði Siguijón. Aðspurður kvaðst hann telja að söluverð hlutabréfanna, sem er um 70 milljónir króna, hafi verið ásættanlegt. Hann hefði að vísu viljað greiða lægra verð fyrir bréfin en eigend- ur félagsins hefðu viljað fá hærra verð og þetta hefði orðið niðurstaðan. „Ég held að ekki séu miklar breytingar fyrirsjáanlegar á innanlandsmarkaði á þessu sviði og að það sem geti haft áhrif á stöðu fyrirtækisins séu tækniframfarir í Evrópu og áhrif af aðild íslands að Evrópska efnahags- svæðinu. Ég á samt ekki von á að neinar gagngerar breytingar verði á stöðu sjónvarps í Evrópu á næstu fimm árum eða svo,“ sagði hann. Siguijón var einnig spurður hvort hann hefði engar áhyggjur af þeim átökum sem hafa verið á milli hópa hluthafa Stöðvar 2 að undanförnu. „Ég held að tilkoma mín inn í þennan hóp hafi kannski orðið til að menn hafi víkkað sjóndeildarhringinn. Ég hef þar að auki starfað með mönnum úr báðum þess- um hópum um árabil á mjög friðsælan hátt. Ég hef því þá trú að menn geri sér grein fyr- ir því, að málefni fyrirtækisins, sem er í örum vexti, séu mikilvægari en einhveijar landa- merkjadeilur, sem ég kalla svo,“ sagði Sigur- jón. Siguijón Sighvatsson Isafjörður: Ammón- íaksleki í Básafelli KALLAÐ var á lögreglu og slökkvilið þegar öryggisloki í kælikerfi raekjuverksmiðjunnar Básafells á Isafirði gaf sig með þeim afleiðingum að ammóníak fór út í andrúmsloftið uppúr hádegi í gær. Lögregla tæmdi húsið og lokaði svæðinu í kring. Sent var eftir Antoni Helga- syni, heilbrigðisfulltrúa, en hann segir að ekki hafi verið mikil hætta á ferðum þar sem ammóníakið hefði farið út í andrúmsloftið utandyra. Anton sagði að þar sem ammón- íak væri hvarfgjarnt efni og hyrfí fljótt í tengslum við súrefni hefði ekki verið mikil hætta á ferðum. Aftur á móti ef lekinn hefði orðið innandyra hefði sú hætta verið fyr- ir hendi að fiskur skemmdist og hefði það stundum gerst. Hjá lögreglunni á ísafirði feng- ust þær upplýsingar að húsið hefði verið rýmt og svæðinu í kring lok- að þar sem óttast hefði verið að ammóníak fyki inn í rokinu. Ekki hefði hins vegar komið til þess. Beið starfsfólkið fyrir utan meðan loftað var út úr húsinu en 30—40 manns starfa að jafnaði í verk- smiðjunni. Ekki aðilar að verð- samkomulagi um lax - segir Guðmundur G. Þórarinsson GUÐMUNDUR G. Þórarlnsson segir Islendinga ekki hafa verið aðila að samkomulagi um lág- marksverð á laxi, eins og kom fram í frétt norska dagblaðsins Dagens Næringsliv í gær. „Það hefði enginn aðili hér getað staðið að slíku samkomulagi, enda voru þetta fyrirtæki sem hvert um sig barðist á markaðinum," sagði hann, en Guðmundur var stjórnar- formaður Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva á árun- um 1988-1990. í frétt Dagens Næríngsliv segir að framkvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins hafi afhjúpað samráð um verð milli sölusamtakanna í Skot- landi, Noregi og Hjaltlandi í árslok 1989, sem valdið hefði verðhækkun- um á laxi á árunum 1990 og 1991. Þá segir blaðið íslendinga, Færey- inga og íra einnig hafa tengst sam- komulaginu, sem var andstætt EB- reglum. „Mér er kunnugt um, að Norð- menn freistuðu þess að koma á lág- marksverði til að hindra það sem þeir kölluðu undirboð," sagði Guð- mundur. „Hér heima voru hins vegar engin samtök með stöðvunum um sölu á laxi.“ Landssambandið kvað Guðmundur hafa verið hagsmunafélag er ekki hafi beitt sér í sölumálum. „Við vor- um aldrei aðilar að nokkru samkomu- lagi um verð, enda hefðum við aldrei getað það. íslendingar eru ailir kóng- ar í sínu ríki, og hvert fyrirtæki seldi fyrir eins hátt verð og það gat náð,“ sagði Guðmundur. Guðmundur kvaðst hins vegar minnast kvörtunar frá Norðmönnum, um að íslendingar seldu laxinn á lægra verði en þeir. „Auk þess var talsvert um almennar fréttir í blöðun- um á þessum tíma um að Islendingar fengju lægra verð fyrir laxinn en Norðmenn og Skotar," sagði hann. ----------»■ ----- Kjaradómur: Reikningur fyrir 220 tíma JÓN Finnsson, forseti Kjaradóms, vill koma því á framfæri að tíma- fjöldi sá, er hann nefndi í samtali við Morgunblaðið vegna reiknings dómenda Kjaradóms fyrir vinnu sína, hafi verið rangur. Um 220 tíma sé að ræða, en ekki á annað hundrað, eins og haft var eftir Jóni í frétt Morgunblaðsins í gær. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur verið gerður reikningur fyrir 770.000 króna greiðslu til hvers kjaradómenda, auk ritara dómsins. Miðað við 220 tíma vinnu jafngildir það 3.500 króna tímakaupi. Jón Finnsson segir að vinna á lögfræðistofum sé oft seld út á 5.000-6.000 kr. tíminn. ÓSKUM EFTIR SAMSTARFSAÐILUM AÐ FYRIRTJEKI MEÐ FRAMTÍÐ Óskum eftir samstarfsaðilum er vilja gerast hlut- hafar og vinna við iðnfyrirtæki sem hefur góða framleiðsluvöru með mikla framtíðarmöguleika. Þeir, sem hafa áhuga og óska frekari upplýsinga, leggja inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 19. ágúst merkt: „Fyrirtæki meðframtíð."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.