Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. AGUST 1992 15 Um pólitískt hugleysi eftír Kjartan Norðdahl í 47. gr. stjórnarskrárinnar ís- lenzku segir: „Sérhver þingmaður skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórn- arskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild.“ Eiðstafur þessi er á sérstöku skjali merktu Alþingi íslendinga með yfirskriftinni: -. Drengskapar- heit - og hljóðar svo: „Ég undirritaður, sem kosinn er þingmaður til Alþingis íslendinga, heiti því, að viðlögðum drengskap mínum og heiðri, að halda stjórnar- skrá landsins". Undir drengskaparheit þetta hafa allir núverandi og fyrrverandi alþingismenn íslendinga ritað nöfn sín. Um hin almennu þingstörf al- þingismanna segir svo í 48. gr. stjórnarskrárinnar: „Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfær- ingu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.“ Um þetta tvennt, hvort alþingis- menn hafa staðið við drengskapar- heit sitt og hvort þeir hafi látið sína eigin sannfæringu (en ekki flokks- sannfæringu) ráða gjörðum sínum á Alþingi, mætti skrifa margar blaðagreinar, en hér verður látið nægja að minna íslenzka kjósendur vinsamlegast á, að þetta eru þær grundvallarlífsreglur, sem sérhver alþingismaður hefur lofað upp á æru og trú að virða og fara eftir. Utanríkismálanefnd Alþingis Þegar starfandi utanríkismála- nefnd Alþingis var skipuð á sínum tíma, lá alveg ljóst fyrir að átök yrðu í þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins um það, hvor ætti að verða form- annsefni nefndarinnar - Eyjólfur Konráð Jónsson eða Björn Bjarna- son. Það lá einnig ljóst fyrir, hverj- ar voru skoðanir þessara tveggja stjórnmálamanna á Evrópumálun- um - EES/EB, þær lági' alveg á borðinu. Niðurstaðan varð sú, að Eyjólfur Konráð var fyrir valinu. Það traust, sem flokksmenn hans sýndu honum þarna, byggist vafa- laust m.a. á því, að Eyjólfur Konráð hefur áratuga reynslu af stjórnmál- um, þorskastríðum, hafréttarmál- um o.s.frv., fyrst sem stjórnmálarit- stjóri Morgunblaðsins og síðan sem alþingismaður. Það hefur því vakið undrun mína, og vafalaust fleiri, hvers vegna þessir stuðningsmenn hans þegja nú allir þunnu hljóði, þegar á reyn- ir í stefnumálum flokksins varðandi EES-málið. Eyjólfur Konráð hvetur til var- kárni í þessu stórmáli, en flokksfor- ystan virðist vilja gana áfram í blindu trausti á leiðsögn Jóns Bald- vins. Hér þarf að koma til pólitískt hugrekki. Hvað er það, sem þessir menn, þessir sem þegja alltaf, eru svona hræddir við? Stjórnarforystan þorir ekki að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-málið. Þorir ekki að skipa nefnd á vegum Alþingis til þess að meta, hvort samningurinn stangist á við stjórnarskrána. Þorir ekki að hafa Eyjólf Konráð í formannsemb- ætti í utanríkismálanefnd. Þorir ekki að viðurkenna að aðild að EES felur í sér valdframsal. Þorir ekki að viðurkenna, að þótt íslenzkir al- þingismenn hafi vissulega rétt til þess að vera með í lagasmíðaferli EES í framtíðinni og geti vissulega komið með uppástungur og breyt- ingartillögur, þá hafa þeir ekki vald til þess að setja ný EES-lög. Þora ekki að viðurkenna, að þegar kemur svo til kasta Alþingis, þá hefur það aðeins vald til þess að segja - nei! (Börn segja iðulega nei, en samt tekur fullorðna fólkið af þeim brjóstsykurinn). Og við þessu pólitíska hugleysi stjórnvalda, þegja stuðningsmenn Eyjólfs Konráðs Jónssonar, for- manns utanríkismálanefndar, og virðast hugsa sem svo, að fari þeir að taka undir gagnrýni á EES/EB málin, verði þeir umsvifalaust stimplaðir sem þjóðernislegir ein- angrunarsinnar, eða Alþýðubanda- lagsmenn í laumi, eða kvennalista- kellingar, eða afturhaldssamir sveitalúðar gangandi um á sauð- skinnsskóm - með heimóttarsvip, eða bara einfaldlega kommúnistar. Það var einmitt þetta með kommastimpilinn, sem Uffe Elle- mann Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, var legið á hálsi fyrir eftir nei-ið hjá dönskum við Maastricht. Menn sögðu eftirá, að afar óheppilegt hefði verið að Úffi skyldi hafa stimplað alla, sem vildu segja nei sem komma. Hvað áttu líka kratarnir dönsku að hugsa, en stór partur af flokknum þeirra sagði einmitt nei í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni! Eykon En hvers vegna þorir þá Eyjólfur Konráð, rótgróinn sjálfstæðismað- ur, að segja eitthvað annað en já, já og amen, við öllu því, sem Jón Baldvin og krataforysta Sjálfstæð- isflokksins réttir að honum í þessu máli? Af hvetju er hann ekki hrædd- ur við kommastimpilinn? Af hvetju vill hann fara varlega? Fái ég ekki aðra skýringu hlýt ég að komast að þeirri niðurstöðu, að afstaða hans mótist af því, að hann muni betur en ýmsir aðrir þingmenn eftir því sem ég gat um hér í upphafi - drengskaparheitinu um að virða stjórnarskrána og þeirri grundvallarreglu, að alþingismaður er, og á að vera, aðeins bundinn af eigin sannfæringu, en ekki sann- færingu annarra manna, hvorki kjósenda né annarra þingmanna. Og í svona stórmáli eins og EES dugir ekki að láta aðra hafa sann- færingu fyrir sig, menn verða að komast að henni sjálfir af eigin rammleik. Þess vegna spyr ég - Hvar eru þessir sjálfstæðismenn, sem studdu Eyjólf Konráð til for- mannsembættis í utanríkismála- nefnd, vitandi upp á hár, hvaða skoðun hann hafði í EES-málinu? Hvers vegna þegja þeir allir nú, þegar hann þarf á stuðningi þeirra að halda? Sápukúlan EB Þegar Jóns Baldvins-liðið var að kynna EES hérna á dögunum á Hótel Sögu, komst Evrópumálas- érfræðingurinn hans, próf. Stefán Már Stefánsson, svo að orði, að hann kenndi nemendum sínum í háskólanum það, að EB væri í eðli sínu dýnamískt, þ.e. það leitaðist við að stækka og stækka í allar áttir, og líkti því við sápukúlu. Hún stækkar og stækkar - unz! Það var svolitið spaugilegt að sjá svipinn á Jóns Baldvins-liðinu þegar prófessorinn var að nota þessa óheppilegu samlíkingu, því það vita jú allir hvernig endar með sápukúl- una, sem stækkar og stækkar! En úr þvi að þetta er nú álit hans helzta sérfræðings í Evrópumálunum, hvers vegna skyldi þá Jón Baldvin ekki þora að kannast við sitt rétta álit á EB - þ.e. leyniálitið? Hér á ég við fréttina, sem kom fram i Ríkisútvarpinu 3. mai sl., en þar var kveðið svo að orði: „En í fréttaskeytum Ritzau-fréttastof- unnar segir, að það eina, sem skyggt hafí á gleði manna við undir- ritun samningsins (um EES, inn- skot mitt) hafi verið ummæli ís- lenzka utanríkisráðherrans um að sjá mætti fyrir endalok Evrópu- bandalagsins einhvern tímann á næstu öld. Jón Baldvin sagðist af þeirri ástæðu vera afhuga aðild ís- lands að bandalaginu og ætlaði þess stað að styrkja tengsl landsins í vesturátt." Það varð undarlega fátt um þessa frétt í útvarpinu, engu líkara en að hún væri þögguð niður. Og er það miður. Því hefði Jón Baldvin staðið við þessi orð sín opinberlega, hefði það vissulega borið vott um póli- tískt hugrekki öðrum til eftir- breytni. Ég hef líka ástæðu til að ætla að krataforinginn eigi slíkt til, sbr. ýmis orð hans er hann lét falla, meðan á EES-samningaferlinu stóð, svo sem er hann sakaði EB um þjösnaskap og yfirgangssemi, um auðmýkingu og ægilegan trún- aðarbrest og um embættismenn í Brússel, sem honum væri fjandans sama hvað væru að röfla. Takið eftir að hér er utanríkisráð- herra að vísa til hins aðilans, þessa sem við erum að semja við um stór- hagsmuni, eftir því sem EES/EB- sinnar segja. Þetta eru nú bara svona sýnis- horn af því, hvaða álit ráðherrann hefur á fyrirbærinu EB. Þegar svo við bætist, að aðalsérfræðingurinn hans í EB, segir að það sé eins og sápukúla, sem stækki og stækki, fyndist mér það alveg eðlilegt og sjálfsagt af hálfu utanríkisráðherra að standa við umrædda frétt. Að þora að hafa skoðun Af hveiju er ég að nefna þessi dæmi hér að framan - vegna þess að ég vil vekja athygli alþingis- manna á því, að jafnvel höfuðpaur- inn sjálfur í samningnum um EES, Jón Baldvin, hefur marglýst yfir skoðunum, sem sýna að hann ber ekki traust til hins aðilans, þ.e. EB. Hvað mega þá hinir segja, sem ekki eru jafn sannfærðir um ágæti EES og hann? Menn mega ekki láta það hafa nein áhrif á sig, hvað aðrir kunni að álíta um þá, þegar þeir tjá sig um þetta örlagaríka mál. Menn eiga ekki að gera þetta EES-mál að flokkspólitísku máli, það á að vera yfir það hafið. Báðir ritstjórar Dag- blaðsins hafa t.d. mælt með þjóðar- atkvæðagreiðslu, enda þótt báðir hafi þeir lýst sig fylgjandi EES. Menn verða einfaldlega að þora. Hugleysi - hvort sem það er venjulegt hugleysi eða pólitískt hugleysi, er afskaplega ógeðfelldur eiginleiki í fari sérhvers manns. Og hér duga engin undanbrögð. Hér er um að tefla mál, sem enginn má skorast undan að taka afstöðu til. Að fela sig á bak við þögnina fríar menn ekki frá hugleysisstimpl- inum. Og enn síður dugir að afsaka sig með því, að ekki sé þorandi að taka afstöðu, því þá gæti maður átt það á hættu að vera dreginn í dilk með hinum eða þessum óæski- legum persónum. Við ykkur, alþingismenn, segir ég þetta: Stígið nú fram, hver og einn, og lýsið skoðunum ykkar á þessu máli málanna. Sýnið kjark, pólitískan kjark, til þess að viður- kenna sannfæringu ykkar - alveg burtséð frá flokksyfirlýsingum. Ég er botnsannfærður um það, að á meðal þingmanna allra stjórnmála- flokkanna finnast menn, sem eru á öndverðum meiði við flokksforyst- una í EES-málinu. Hvar eru þið núna, þið, sem höfð- uð einu sinni að pólitísku vígorði „Báknið burt“. Hvað viljið þið eigin- lega í dag, viljið þið frekar fá yfir ykkur „Báknið í Brússel?" Hvar eruð þið núna, stuðnings- menn Eykons, ætlið þið að tala, eða ætlið þið að lenda á spjöldum sög- Kjartan Norðdahl „Hér er um að tefla mál, sem enginn má skorast undan að taka afstöðu til. Að fela sig á bak við þögnina fríar menn ekki frá hugleys- isstimplinum.“ unnar sem pólitískir hugleysingjar? Talið! Eða skrifið. Það er ekkert að óttast. Menn bera virðingu fyrir sannfæringu annarra, þótt þeir séu ekki sammála. En þessir, sem þegja alltaf, þessir, sem vilja ekki láta uppiskátt um skoðanir sínar, fyrr en ljóst er hver hefur unnið orr- ustuna, til þess þá að geta gengið í lið með sigurvegaranum — þeir eru aumastir allra hugleys- ingja. Höfundur er flugstjóri og lögfræðingur. Ríó-ráðstefnan og hinn mamileg’i þáttur eftír Sigurbjörgu Björgvinsdóttur Hefur þú upplifað að fá tíma hjá sérfræðingi klukkan nákvæmlega þetta? Hefur þér verið boðið upp á að þegar þú mættir stundvíslega á biðstofu sérfræðingsins þurftir þú að bíða - jafnvel hálfa klukku- stund? Hvernig leið þér? Fannst þér þetta sjálfsagt? Eða fannst þér sem tíma þínum væri sóað? Finnst þér tími þinn ekki dýrmætur? Margt hefur verið skrifað um Umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Ríó sl. vor. Greinahöfundar hafa verið að velta því fyrir sér hvort þessi ráð- stefna hafi verið gagnleg eða ekki. Allir greinahöfundar sem ég hef lesið hafa komist að þeirri niður- stöðu að þessi ráðstefna hafi verið hin gagnlegasta, þar hafi orðið til formlegar afurðir í formi sam- þykkta auk þess sem vandamál heimsbyggðarinnar hafi verið rædd á breiðum grundvelli. Ég ætla ekki í þessu greinar- korni að velta því fyrir mér hvort þessi ráðstefna skilaði miklu eða litlu né heldur í hvaða formi það var. Hinsvegar ætla ég að vekja at- hygli á þeirri óvirðingu sem æðstu leiðtogar þjóða heims sýndu hver öðrum svo og öðrum ráðstefnugest- um að skipuleggjendum ráðstefn- unnar ógleymdum. í fréttaflutningi af ráðstefnunni kom fram að hveijum þjóðarleið- toga var fyrirfram úthlutað ákveðn- um tíma til að ávarpa ráðstefnuna. í umræddri frétt kom einnig fram að aðeins tveir af hinum fjölmörgu leiðtogum sáu ástæðu til þess að virða þessi tímamörk. Það voru Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands og Castró Kúbuleiðtogi. Vegna þessa hljóta þeir þjóðar- leiðtogar sem seint voru á mælenda- skrá að hafa orðið að sætta sig við að bíða eftir að geta ávarpað ráð- stefnuna. Einnig- hljóta ráðstefnu- gestir að hafa orðið að hlíta því að dagskrá ráðstefnunnar færi veru- lega úr skorðum að ógleymdum óþægindum þeirra, sem án efa hafa veið búnir að leggja á sig ærna vinnu við að skipuleggja tímasetn- ingar ráðstefnunnar. Er tími þessara valdamiklu ein- staklinga ekki dýrmætari en þetta eða eru þeir vanir því að sýna öðr- um slíkan yfirgang? Kunna þeir ekki að taka tillit til annarra eða hafa þeir ekki lært að skipuleggja tíma sinn betur en þetta? Það er ástæðulaust að láta sér fátt um finnast þegar tímamörk eru ekki virt. Það skiptir máli ef þú ætlar að sitja fund sem á að standa í tvær klukkustundir að honum ljúki innan þess tíma. Þú gætir t.d. verið á leiðinni á annan jafnvel mikilvæg- ari fund. Mér finnst mér sýnd mikil óvirð- ing ef mér hefur verið úthlutað ákveðnum tíma hjá sérfræðingi og er svo látin bíða. Á sama hátt sýni ég þeim sem hefur gefið mér hluta af sínum dýrmæta tíma óvirðingu ef ég mæti of seint. Ég hef verið virkur félagi í ITC samtökunum á Islandi undanfarin tvö starfsár. Innan þessara alþjóða- samtaka læra félagarnir að skipu- leggja tíma sinn. Þar læra þeir að byggja upp hnitmiðaðar ræður og flytja þær á fyrirfram ákveðnum tíma. Þar eru refsistig fyrir að virða ekki tímamörk og ræðumönnum er vikið úr ræðustól ef þörf krefur. Þar læra félagarnir að virða aðra og þeim er kennt að skilja að tíminn er dýrmætur. Sennilega ef ég hefði heyrt frétt- ina um málgleði leiðtoganna á ráð- stefnunni í Ríó fyrir um það bil tveim árum hefði ég látið mér fátt um finnast. Ég hefði einfaldlega ekki skynjað óvirðinguna við ein- staklinginn sem felst í fréttinni. Ég Sigurbjörg Björgvinsdóttir „Innan þessara alþjóða- samtaka læra félagarn- ir að skipuleggja tíma sinn. Þar læra þeir að byggja upp hnitmiðað- arræður og flytja þær á fyrirfram ákveðnum tíma.“ hefði sennilega ekki skynjað að verið er að óvirða mannleg sam- skipti og almenn kurteisi er fótum troðin. En með því að starfa innan ITC hefi ég skynjað að það er almenn kurteisi við áheyrendur að ræðu- menn virði fyrirfram ákveðin tíma- mörk. Ég tek því undir með Ragnari Reykás að við eigum ekki „að láta vaða yfir okkur á skítugum skón- um“ án þess að skynja hvað í at- höfninni felst. Höfundur er húsmóðir og félagi í ITC.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.