Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 Ef ég- á að forðast að ganga ^22'TA'RMOvJÍ>V<' stiga á ég þá að fara upp ______ til mín á rörinu úr þakrenn- ' unum? BKEF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Súnbréf 691222 Athugasemdir um S VR Frá Bimi Finnssyni: STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur gætu verið mikið borgþrifafyrir- tæki væri því markvisst beint á þær brautir. Svo er ekki nú, undir þeirri stjórn er situr. Fyrirtæki sem gæti sparað tugi eða hundruð millj- óna króna í viðhaldi gatna, bygg- ingu bílastæða og umferðarmann- virkja, minnkað loftmengun og verið félagslega uppbyggjandi, er því miður allt annað. Til þess þarf að sníða starfsemina að þörfum notenda og reyndar lífi fólks í borg- inni. Þess í stað hefur þjónustan verið skorin niður og fargjöld sí- fellt hækkuð, með þessu eru fleiri knúðir til að reka rándýra einka- bíla með tilheyrandi opinberum kostnaði, auknum slysum og eyðslu gjaldeyris sem ekki er til of mikið af. Það að hafa 20 mínútur milli ferða á mestu annatímum er fárán- legt, en hentar ágætlega á daufari tímum. Þá er það skrípaleikur einn að láta marga vagna vera á sama tíma. Kl. 04 og 05 mínútur yfir heila tímann á daginn fara fjórar leiðir, fjórir 12 metra vagnar, sömu leið frá Lækjartorgi og allt að Ell- iðaám, þama mætti á mörgum tím- um hafa einn vagn og annan sem færi með sjónum eða um Suður- landsbraut, gætu hann mætt þar innanhverfísbflum. Á kvöldin og um helgar aka leið- ir 3,4 og 5 á sama tíma frá Hlemmi á vesturleið en 5 mínútum síðar kemur leið 2 og farþegar úr Heim- um og Vogum verða að bíða í 25 mínútur eftir leiðum 3, 4 og 5. Þetta mætti leysa með því að hafa t.d. leið 2 og 4 á sama tíma og leiðir 3 og 5 fimmtán mín. síðar. Þá mætti hafa vagna í efri hverfi borgarinnar sinn á hveijum tíman- um, nú aka þeir á sömu stundu frá Hlemmi og Mjódd. Það má oft nota bíla áleiðis og sálfræðihliðin að vagnar séu alltaf að koma verkar vel á fólk. Við hönnun bifreiðastæða við skiptistöð í Mjódd hefði mátt horfa á slíkt við BSÍ, það er hagkvæm- ara og hættuminna fyrir farþega. Vona ég að slík skástæði verði ofan á við hönnun miðbæjarskipti- stöðvarinnar. Smáatriði eins og að litamerkja viðkpmandi biðstöð á tímatöflu í biðskýlunum mundi hjálpa mörg- um sem ókunnugir eru og líka út- lendu fólki sem ferðast mikið á sumrin með vögnunum. Þá er komið að fargjaldamálum SVR, nú laugardaginn 15. ágúst hækka gjöldin úr 70 ki\ í 100 kr. Þetta er ansi mikil hækkun, sér- staklega í ljósi þess hvaða hópar nota vagnana mest og eiga ekki aðra möguleika. Frá því að þjóðar- sáttarsamningar voru gerðir hafa fargjöld í tvígang hækkað um 10 kr. og mun hækkunin nú vera orð- in um 100%, ekki held ég að Reykjavíkurborg vildi hækka laun okkar borgarstarfsmanna um sömu prósentu enda ekki gert neitt í þá veru. Okkur er nú boðið upp á „græn“ mánaðarkort og getur fjölskyldan notað sama kort. Vel má svo vera, en mest er notkun fullorðinna og unglinga á sama tíma dagsins. Varðandi verð af- sláttarkorta þeirra sem nota vagna tvisvar á dag virka daga er þetta hækkun um yfir 20%, úr 50 kr. í rúmar 60 kr. Allt er þetta gert til að láta fargjöld standa undir öllum rekstrinum. Samt er okkur líka ætlað að kosta hið mikla gatna- kerfi, bílastæði og viðhald sem greitt er úr sameiginlegum sjóðum. Það lýsir heldur ekki viðskipta- viti að hækka vöruverð og minnka þjónustu, þá væri heiðarlegra að hætta þjónustunni. Á hinn bóginn væri hægt að auka til muna notk- un SVR með því að fella niður fargjöld og greiða allan kostnað úr sameiginlegum sjóðum. BJÖRN FINNSSON, F’álkagötu 18, Reykjavík HEILRÆÐI ERU BARNALÆSINGAR í INNSTUNGUNM HEIMA HJÁ ÞÉR ? SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS HÖGNI HREKKVÍSI „ HÖiSMI /MEiND^RAEyÐlR . * Víkverji skrifar Framfærsluvísitala fyrir ágúst- mánuð hefur nýlega verið reiknuð út af Hagstofu íslands og er óbreytt frá fyrra mánuði. Síðast- liðna tólf mánuði hefur verðbólga á mælikvarða vísitölunnar verið 2,7% og ef hækkun vísitölunnar síð- ustu þijá mánuði er umreiknuð til árshækkunar jafngildir það 2,3% verðbólgu á heilu ári. Athygli vekur að innfluttar mat- og drykkjarvörur lækka í verði um 2,2% frá fyrra mánuði. Þar á sennilega í hlut hin harða samkeppni sem ríkt hefuV í smásöluverslun. Húsnæðiskostnað- ur lækkar einnig nokkuð en aðrir liðir verða hins vegar til að vega upp þessar lækkanir, svo sem 0,6% hækkun á innlendum mat- og drykkjarvörum. xxx að er hreint út sagt ótrúlegt hver umskipti hafa orðið í þessum efnum á örfáum árum eða frá því þjóðarsáttarsamningamir voru gerðir í upphafi árs 1990. Verðbólgan hefur stöðugt farið lækkandi á þessu tímabili og allar spár benda tii að framhald verði á þessari lágu verðbólgu svo framar- lega sem gengi verði ekki breytt. Áður var verðbólga hér mæld með tveggja stafa tölu og það þarf ekki að orðlengja hversu miklu þetta breytir fyrir allt efnahagslífið hvort sem einstaklingar eða fyrirtæki eiga í hlut. Verðskyn almennings skerpist þegar verð er óbreytt frá mánuði til mánaðar en það er for- senda þess að samkeppnin fái að njóta sín. Auk þess verður öll áætl- anagerð miklu auðveldari vegna stöðugleikans. Að mati Víkveija er þessi stöðugleiki einn mesti ávinn- ingur síðustu ára og ætti að gera okkur auðveldara um vik að mæta þeim efnahagsörðugleikum sem em framundan. xxx Stjórnvöld setja efnahagslífinu ramma og einstaklingum og fyrirtækjum reglur til að fara eftir. Hringlandaháttur með reglurnar gerir alla áætlanagerð erfiða og það hefur löngum valdið Víkveija undr- un hvemig staðið er að málum í þeim efnum. Þannig er það til dæm- is með skattakerfið. Það eru ekki nema fimm ár síðan staðgreiðslu- kerfí skatta var tekið upp og maður skyldi ætla að vel hefði verið vand- að til slíkrar breytingar á tekju- skattskerfi ríkisins og ekki þyrfti að breyta því í grundvallaratriðum. Það er engu að síður staðreynd að kerfínu hefúr verið breytt í veruleg- um mæli þó ekki sé lengra liðið. Þar má bæði nefna vaxtabætur vegna öflunar eigin húsnæðis og barnabæturnar svo sé ekki minnst á hækkun skattprósentunnar úr rúmum 36% í tæp 40% eða breyting- ar á skattareglum vegna kaupa ein- staklinga á hlutabréfum. Hann var fyrst hækkaður og þegar almenn- ingur tók við sér og fór að Ijárfesta í atvinnulífinu var hann lækkaður aftur. Nú hafa verið boðaðar frek- ari breytingar, til að mynda í spam- aði vegna húsnæðiskaupa og skatt- lagningu vaxtatekna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.