Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 184. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á FJALLABAKSLEIÐ SYÐRI Bandaríkjastjóm undirbýr loftbrú til sveltandi Sómala Washington. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hyggst hefja matvælaflutninga „eins fljótt og mögu- legt er“ til sveltandi fólks í Sómalíu og beita sér fyrir aðgerðum af hálfu Sam- einuðu þjóðanna til að tryggja að neyðar- aðstoðin komist til skila, að því er Banda- ríkjaforseti tilkynnti á föstudagskvöld. „Þjáningar fólksins og fjöldamannfellir- inn í Sómalíu er meiriháttar harmleikur,“ sagði í tilkynningu frá forsetanum. „Varnar- málaráðuneytið hyggst heíja loftbrúarflutn- inga eins fljótt og mögulegt er til að mat- væli berist til hinna nauðstöddu." Gert er ráð fyrir að her Bandaríkjanna flytji 145.000 tonn af matvælum flugleiðis til Sómalíu og að sögn Marlins Fitzwaters, talsmanns Bandaríkjaforseta, bætast þessir matvælaflutningar við matvælaaðstoð að andvirði 77 milljóna dala (4,2 milljarða ÍSK) sem stjórnin hafði þegar lofað. Stjórnin hefur auk þess boðist til að senda 500 her- menn til að tryggja að matvælin komist til skila og íhugar möguleikann á að koma upp loftbrúm innan Sómalíu. Stjórnin í Washing- ton hyggst nú enn- fremur beita sér fyrir ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna til að sam- hæfa hjálparstarfið og vill að öryggis- ráðið samþykki ályktun sem heimil- ar „aukaaðgerðir" || til að tryggja að matvælin berist til nauðstaddra. Gert er ráð fyrir að full- trúar hinna stríð- Reuter andi fylkinga í Sóm- Sómalskt barn sem er alíu taki þátt í ráð- orðið svo veikburða og stefnunni til að vannært að það getur tryggja samvinnu ekki talað. þeirra við að hraða matvæladreifing- unni og draga úr hættunni á að hún fari úr skorðum vegna árása. Hungurdauði blasir við 4,5 af um 7 millj- ónum íbúa Sómalíu og sjötti hver Sómali er flóttamaður. Engin ríkisstjórn hefur verið við völd í landinu frá því Mohamed Siad Barre, fyrr- verandi einræðisherra, var steypt af stóli í janúar í fyrra. Ættflokkar og uppreisnar- hópar voru sameinaðir í baráttunni gegn einræðisherranum en eftir fall hans biðu hundruð þúsunda manna bana eða særðust alvarlega í bardögum sem blossuðu upp á milli þeirra. Vopnaðir glæpahópar hafa truflað hjálparstarfíð í landinu frá því sam- ið var um vopnahlé í maí. Margir hafa sagt að hvergi í heiminum ríki jafn mikið hörmungarástand og í Sómal- íu. James Kunder, yfirmaður Neyðaraðstoð- ar Bandaríkjanna, sagði eftir að hafa heim- sótt höfuðborgina, Mogadishu, að hann hefði séð 7.000 tonn af matvælum frá Sameinuðu þjóðunum í vöruhúsi við höfnina, sem ekki hefði verið hægt að dreifa, á sama tíma og fólk svalt í hel í nokkurra kílómetra fjar- lægð. „Áttu við Bosníu í Suður-Dakota?“ ÞÓTT bandarískir kjósendur hafi knú- ið á George Bush Bandaríkjaforseta um að beita hervaldi í Bosníu-Herz- egovínu virðast margir þeirra ekki vita nákvæmlega hvert eigi að senda hermennina, samkvæmt óformlegri könnun fréttaritara breska dagblaðs- ins The Daily Telegraph í þremur bandarískum borgum. Þótt komið hefði í ljós að fólkið myndi eftir sjón- varpsmyndum af stríðshörmungunum í júgóslavneska lýðveldinu fyrrverandi héldu sumir að Bosnía væri í Suður- Dakota, en aðrir nefndu SauBi-Arabíu. Rúmur helmingur vissi að landið hefði heyrt undir gömlu Júgóslavíu en að- eins þrír af sextíu aðspurðum gátu bent á það á landakorti. I Washingfton vissu flestir að Bosnía er í Evrópu en ekki hvar. Nokkrir bentu á Egypta- land, einn á Síberíu, tveir á Tyrkland, en oftast rugluðu menn Bosníu við lönd sem hafa verið í fréttum vegna hernað- ar, svo sem Afganistan, Falklandseyjar og Líbýu. „Síðasta kvöld- máltíð“ Thatcher Kirkjuleiðtogar í Bretlandi eru nú æfir út af listsýningu, sem var opnuð í Lundúnum á fimmtudag. Þar eru sýndar háðsádeilumyndir og það sem fer fyrir brjóstið á kirkjunnar mönnum er mynd, sem hefur verið notuð til að auglýsa sýninguna. Myndin er frá breska sjónvarpsleikhópnum „Spitting Image“ og lýsir afsögn Margaret Thatcher sem forsætisráðherra með því að vísa til síðustu kvöldmáltíðar Jesú Krists. Thatcher er þar lýst sem Kristi; breski ráðherrann Virginia Bottomley er klædd sem þjónustu- stúlka og færir forsætisráðherranum fyrrverandi höfuð Neils Kinnocks, leið- toga Verkamannaflokksins, á fati; Norman Lamont fjármálaráðherra les reikninginn; Michael Heseltine, sem bauð sig fram gegn Thatcher, undirbýr krossfestingu ... og sir Denis Thatch- er krýpur undir borðinu. SJAVARUTVEGUR A SVEITINNI 10 N RÍMSSON SEGIRFRA STANG- VEIÐI OG FLUGU- HNÝTINGUM BOSNÍII- MENNIRNIR ÍVAL 24 MARIE C THERÉSE ROBIN BÚNDAKONA Á REFSSTÖOUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.