Morgunblaðið - 16.08.1992, Page 2

Morgunblaðið - 16.08.1992, Page 2
2 FRÉTTIR/IIMIMLEIMT Raufarhöfn: MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992 EFNI Falleg loðna en dauft yf- ir veiðunum ÞRJÚ skip lönduðu loðnu á Rauf- arhöfn í gær. Engar loðnuland- anir voru á miðvikudag, fimmtu- dag og föstudag. Þijú skip, Háberg GK, Guð- mundur Ólafur ÓF og Súla EA, lönduðu um 2.000 tonnum af loðnu hjá SR á Raufarhöfn á þriðjudag. Hlé varð á loðnulöndun miðviku- dag, fimmtudag og föstudag en aftur voru þrjár landanir í gær. Um hádegisbil í gær sagði Haf- þór Sigurðsson, vinnslustjóri SR, að verið væri að ljúka löndun á 670 tonnum af loðnu úr Svani RE, Bergur VE biði með 530 tonn við bryggju og von væri á Guðmundi Ólafi ÓF með tæp 600 tonn seinni- part dags. Sævald Pálsson, skipstjóri á Bergi VE, sagði að dauft væri yfír veiðunum þó eitthvað hefði glæðst þegar skipt hafí verið um svæði aðfaranótt laugardags. Hann sagði að loðnan væri sérstaklega falleg. Fyrir tonnið af loðnu fást 4.200 kr. Átta loðnuskip eru á veiðum. Steindórshúsið rifið Steindórshúsið á Steindórsplani við Aðalstræti var rifið árla í gærmorgun. Húsið er kennt við Stein- dór Einarsson en hann rak bifreiðastöð í húsinu um árabil. Anna Haarde, dóttir Steindórs, segir að húsið hafí verið byggt árið 1938 á grunni eldra stöðvarhúss. Mikil umsvif voru í kringum Bifreiða- stöð Steindórs á árum áður og voru á tímabili 100 bifreiðar í ferðum fyrir stöðina, smábílar og langferðabílar út á Iand. Aðstaða fyrir langferða- bílana var á stórri lóð þar sem nú stendur Hafnar- stræti 5. Bifreiðastöð Steindórs var stofnuð árið 1914 en hætti starfsemi í kringum 1980. Stóraukin aðsókn að Kvenna- athvarfinu það sem af er árinu JAFNMARGAR konur hafa leitað til Kvennaathvarfsins það sem af er þessu ári og allt síðastliðið ár. Á fyrstu þrettán dögum ágúst leituðu 48 konur til athvarfsins. Líkamlegir áverkar á konunum sem þangað leita hafa einnig aukist og að sögn starfskonu hjá Kvennaat- hvarfinu er mikið um slæma og ljóta áverka. Stefnt er að því að kaupa nýtt húsnæði fyrir starfsemina þar sem núverandi húsnæði er of lítið, en samtökin eiga 10 ára afmæli á þessu ári. Að sögn Valgerðar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra söfnunarátaks Kvennaathvarfsins, hafa 216 konur komið í Kvennaathvarfíð frá ára- mótum til 14. ágúst. Ein kona er þar að auki væntanleg þessa helgi og er þá fjöldi þeirra kvenna sem hafa leitað til Kvennaathvarfsins það sem af er þessu ári orðinn jafn- mikill og allt síðasta ár en þá leit- uðu 217 til athvarfsins. Einnig hef- ur fjöldi skráðra símtala i neyðar- síma athvarfsins aukist á milli ára. Árið 1990 var heildarfjöldinn 1.706 símtöl en í fyrra var hann 2.248. Hiutfall kvenna utan af landi sem leita til athvarfsins hefur aukist og er nú um 30%. Einnig leita fleiri erlendar konur búsettar hér á landi til Kvennaathvarfsins. Valgerður benti á í þessu sambandi að kynning hefði aukist og konur viti því af þessum möguleika meira en áður. Hún sagði að einnig gerði smæð samfélagsins það að verkum að ekki væri hægt að reka kvennaathvörf annars staðar en í Reykjavík, sér- staklega þar sem leynd hvíldi yfír heimilisfangi athvarfsins, og konur utan af landi kæmu því þangað. Stefna samtakanna væri að taka á móti öllum konum jafnvel þó að núverandi húsnæði væri að springa. Valgerður kvað vera pláss fyrir 6 konur í athvarfínu en nú dveldu þar 10 konur. Hún sagði að það stæði fyrir dyrum að kaupa stærra hús- næði og væri undirbúningur söfnun- arátaks hafínn. Valgerður sagði að líkamlegir áverkar hefðu aukist mjög mikið frá' því sem áður hefði verið, en þeir hefðu einnig verið áberandi í fyrra. Hvað varðaði hugsanlegar ástæður benti hún á samdráttinn i þjóðfélag- inu til dæmis hvað varðaði atvinnu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fyrsta ferð Almenningsvagna Almenningsvagnar bs. hófu starfsemi í gærmorgun, en starfsvettvang- ur fyrirtækisins er fólksflutningar á höfuðborgarsvæðinu utan Reykja- víkur og Seltjamamess, í Hafnarfírði, Kópavogi, Garðabæ og Mosfells- sveit. Samstarf verður á milli Alménningsvagna bs. og Strætisvagna Reykjavíkur. Fyrsta ferðin var farin frá skiptistöðinni við Fjarðargötu í Hafnarfírði kl. 6.20 í gærmorgun og sjást á myndinni fyrstu farþeg- arnir sem voru viðstaddir er fyrirtækið var formlega tekið í notkun. Ókeypis •er með vögnum Almenningsvagna bs. um helgina. Þórann Þórarinsdóttir, starfs- kona hjá Kvennaathvarfínu, sagði að hægt væri að vera með ýmsar getgátur um ástæður þess að að- sókn hefði aukist að Kvennaathvarf- inu og líkamlegir áverkar aukist. Hún sagði að margir þættir kæmu til, en erfítt væri að fínna einn afger- andi þátt. Þórann benti á að þær konur sem leituðu til athvarfsins nú væra margar búnar að vera í 10-15 ár í sambúð með sama manni sem beitti ofbeldi og væra mörg mál sem kæmu nú til meðferðar erfið og svæsin. Hún sagði að mikið væri um hrottalegt ofbeldi eins og í fyrra og konurnar kæmu með slæma og ljóta áverka. Hún undir- strikaði að konumar kæmu úr öllum stéttum og tók þar undir orð Val- gerðar sem benti á að ofbeldi á heimilum fyndist í öllum stéttum. Valgerður sagði að Kvennaat- hvarfíð hefði skilað mjög góðu starfi bæði fyrir konurnar og einnig börn þeirra. En frá áramótum til 14. ágúst hafa 123 börn komið í at- hvarfíð. Eins og kemur fram í árs- skýrslu Samtaka um Kvennaathvarf eru bömin síst minni þolendur í heimilisofbeldi en mæður þeirra og hjá Kvennaathvarfinu starfar sér- stök kona sem sinnir málefnum bama sem þar dvelja. Lífeyrisjóðsgreiðslur skráðar á launaseðia: Gengið verður frá mál- inu í næstu samningum - segir framkvæmdastjóri YSÍ ALLAR líkur eru á að á næsta ári muni greiðslur atvinnurekenda í lífeyrissjóði verða skráðar á launaseðla launþega. Þessar greiðslur nema nú 6% af launum á móti 4% sem launþegar sjálfir greiða. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI, segir að gengið verði frá málinu formlega í næstu samningum enda eru aðil- ar vinnumarkaðarins sammála um að þetta eigi að koma til fram- kvæmda. „Hugsunin sem liggur að bakí þessari skráningu er af tvennum toga,“ segir Þórarinn. „Annars vegar að gera launþegum betur grein fyrir þeim fjárhæðum sem fari í iðgjöld og hins vegar að efla eftirlit með þessum greiðslum til lífeyrissjóð- anna.“ í máli Þórarins kemur fram að umræða um þetta mál hafí komið upp í tengslum við umræðuna um ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot fyrirtækja. „Með þessu vinnst að ið- gjöld ættu ekki að safnast upp hjá atvinnurekendum og verða að stóram vanskilakröfum," segir Þórarinn. „Þótt reiknað sé með að ganga form- lega frá málinu í næstu samningum, en þeir eru lausir 1. mars, gæti jafn- vel farið svo að gengið yrði frá mál- inu fyrr. í það minnsta mundi þessi skráning koma til framkvæmda á næsta ári.“ Skráning á lífeyrisgreiðslum á næsta ári á launaseðlum verður með tvennum hætti, þ.e. sýnt verður hvað launþeginn borgar, hvað atvinnurek- andi borgar og heildarfjárhæðin sem fer til lífeyrissjóðs viðkomandi. Sophia hitti ekki dætumar FYRRUM eiginmaður Sophiu Hansen braut í sjötta sinn dómsúr- skurð um umgengnisrétt hennar við dætur þeirra þegar hann kom ekki með stúlkurnar, Dagbjörtu og Rúnu, til fundar við Sophiu í Istanbúl í Tyrklandi í gærmorgun. Sophiu hefur verið dæmdur réttur til að vera með dætrum sínum tvo laugardaga í mánuði frá kl. 7 að morgni til kl. 14 eftir hádegi. Faðir telpnanna hefur hins vegar ekki kom- ið með þær til fundar við hana í 6 seinustu skipti. Hans var leitað án árangurs í Istanbúl í gær. Vonast er til að stúlkurnar komi í leitirnar þegar tyrkneskir skólar hefjast í september. Sjávarútvegur á sveit- inni ► Skuldbreytingalán, Atvinnu- tryggingasjóður og Hlutafjársjóð- ur dugðu ekki til. Nú er horft til sveitarfélaganna í stórauknum mæli og þau kölluð til sjávarút- vegsfyrirtækjunum til bjargar. En hafa þau fjárhagslegt bolmagn til þess að axla ábyrgðina?/ 10 í hægum valsi ►Kolbeinn Grímsson segir frá stangveiði, fluguhnýtingum, þroskaferli veiðimannsins og fleiru./ 14 Vita ekki hvort fjöl- skyldan er á lífi ►Bosníumennimir í Val, Salih Porca og Izudin Dervic, hafa ekki fengið neinar fréttir að heiman í tæpa þijá mánuði./ 24 Bavinna/radoo SMÁA UGL ÝSINGAR FASTEIGNIR ► l-16 Cjg^J_ Það er ekkert að mér ► Um vorið var Marie Térése í mánuð á Refsstöðum til að hjálpa til við sauðburðinn. Og það varð afdrifaríkt. Á Refsstöðum bjó glæsilegur ungur maður, Gunnar Pálsson. Islenskar vornætur, þegar vakað er yfir ánum, hafa löngum orðið ungu fólki skeinuhættar. /1 Ævintýriá Jökli ► Rætt við Matta Ósvald Ás- björnsson áttræðan, sem fyrir 60 árum dvaldi í heilt ár á Snæfells- jökli. /4 Kóngurinn ► Fyrir réttum fímmtán árum voru tónlistaráhugamenn um allan heim slegnir þegar spurðist að rokk- kóngurinn Elvis Presley hefði dóp- að sig í hel. Elvis var þá ekki nema svipur hjá sjón, en tónlistin sem hann tók upp á sjötta áratugnum breytti ásýnd dægurtónlistarinnar um alla framtíð./7 Sumar í lífi öfganna ►Á íslandi er engu að treysta, sumarkoman er duttlungafyllri en sjálf síldin og henni fylgir lauflétt vitfirring á öllum sviðum, ekki síst í tómstundaiðju: Allt annað hvort of eða van. Oftast of./8 í Ástralíu ►Af fólki, náttúru og atvinnulífi í Drottningarlandi./ 12 Af spjöldum glæpa- sögunnar ► Hér segir af mannráni og svo- nefndu Stokkhólms-sjúkdómsein- kenni á háu stigi, er höfðingjadótt- irin í Kansas City heillaðist af ræningjum sínum og reyndi að leiða þá af rangri braut./14 ► FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndir lOc Leiðari 16 Dægurtónlist llc Helgispjall 16 Myndasögur 16c Reykjavíkurbréf 16 Brids 16c Minningar 22 Stjömuspá 16c íþréttir 24 Skák 16c Fólk í fréttum 26 Bíó/dans 17c Utvarp/sjónvarp 28 Bréf til blaðsins 20c Gárur 31 Velvakandi 20c Mannlifsstr. 6c Samsafnið 22c INNLENDARFh .ÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.