Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKIA/VEÐUR SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992 9 9. sd. e. þrenn. Ottist eigi! eftir JÓNAS GÍSLASON vígslubiskup Jesús sagði: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknazt að gefa yður ríkið! (Lúk. 12:32) Amen Óttist eigi! Hljóma þessi orð ekki hjáróma í óttaslegnum heimi, þar sem margir horfa svartsýnir fram á veginn? Ein atómsprengja gæti á augabragði þurrkað út allt líf á jörðu, mengun og rányrkja ógna lífríki jarðar. Eyðing ózonlagsins vekur ugg. Ótti við eyðni tröllríður mannkyni. Óttaefnin skortir sannarlega ekki. Hvers vegna að minna á þetta á þessum morgni? Ertu að reyna að ræna mig gleðinni yfir því að vera til og eyðileggja fyrir mér daginn? Fjarri því, en taktu eftir: Það eru ekki lengur prestarnir, er oftast boða dómsdag. Vísindamenn hafa leyst þá af hólmi, því þeir óttast mest um framtíðina og fæstir þeirra eygja nokkra von. Satt er það: Vér höfum þúsund ástæður til ótta, vísindamennirnir hafa á réttu að standa, að vissu marki. Samt gleymist þeim ein mikilvæg staðreynd, er öllu breytir: JESÚS KRISTUR! Manstu kveðju englanna á jólum? Verið óhræddir! Yður er í dag frelsari fæddur! Þar urðu þáttaskil. Frelsarinn fæddist í mannheim og braut á bak aftur vald syndar, Satans og dauða. Krossdauði og upprisa Krists veita oss aðgang að náð Guðs í trúnni á hann. Vér þurfum aldrei að óttast framtíðina. Vér hvílum örugg í hendi Guðs fyrir trúna á Krist. Ekkert fær svipt oss úr hendi hans gegn vilja vorum. Satt er það, að hér er hætta á ferð. Vér erum komin ískyggilega nærri hengifluginu og stutt eftir fram af brúninni, að öllu óbreyttu. Óttist eigi! Hljómar hún ekki hjáróma þessi kveðja kristinnar trúar, sem innantóm orð án nokkurs gildis? Eru óttaefnin ekki fjölmörg? Er von um lausn? Þetta er fagnaðarerindið í fyllingu sinni. Eg eyðilegg ekki fyrir þér daginn. Eg flyt þér fagnaðarboðskapinn í allri dýpt sinni: Jesús Kristur hefur frelsað oss, synduga menn! Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá! Leggjum daginn í Drottins hönd. Þá þurfum vér ekkert að óttast. Enginn getur slitið oss úr hendi Guðs. Guð mun vel fyrir öllu sjá, ef vér felum honum vegu vora. Biðjum: Þökk, Drottinn Guð, að vér þurfum ekki að óttast! Vér felum oss þér á vald og treystum vernd þinni. Blessa daginn með návist þinni. Í Jesú nafni. Amen VEÐURHORFUR í DAG, 16. ÁGÚST YFIRLIT í GÆR: Um 400 km vestsuðvestur af Reykjanesi er 972 mb lægð sem hreyfist lítið. HORFUR í DAG: Fremur hæg sunnan- og suðvestanátt með skúrum um sunnan- og vestanvert landið en mestu þurrt norðan- og norðaust- anlands. HORFUR Á MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG: Suðaustlæg átt. Skúrir eða súld víða um land, einkum um sunnanvert landið og á Austurlandi. Hiti á bilinu 8—13 stig, hlýjast norðanlands. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6.00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Staður hiti veður Akureyri 14 alskýjað Reykjavík 11 rigning Bergen 13 skýjað Helsinki 17 skúr Kaupmannahöfn 19 skýjað Narssarssuaq 9 hálfskýjað Nuuk 3 súld Osló 15 skúr Stokkhólmur 16 skúr Þórshöfn 12 heiðskírt Algarve 24 skýjað Amsterdam 18 léttskýjað Barcelona 25 alskýjað Berlín 17 rigning Chicago 13 skýjað Feneyjar 29 heiðskirt Frankfurt 18 skýjað Glasgow 19 skýjað Hamborg 16 skýjað London 17 léttskýjað Los Angeles 22 ' skýjað Lúxemborg 17 skýjað Madríd 31 léttskýjað Malaga 27 skýjað Mallorca 29 léttskýjað Montreal vantar NewYork 18 alskýjað Orlando 24 skýjað París 20 skýjað Madeira 24 léttskýjað Róm 30 heiðskirt Vín 27 , léttskýjað Washington 19 mistur Winnipeg vantar Svarsími Veðurstofu íslands — veðurfregnir: 990600. STEINAR WAAGE Þingmanna- ráðstefna um Norðurheim- skautssvæðin Forsætisráðsnefnd Norður- landaráðs hefur ákveðið að halda alþjóðlega þingmannar- áðstefnu um málefni Norður- heimskautssvæðanna haustið 1993 í Reykjavík. Á ráðstefnunni verður fjallað um nýtingu auðlinda og fleiri sam- eiginleg hagsmunamál þessara svæða, m.a. umhverfis- og sam- göngumál. Til ráðstefnunnar verð- ur boðið þingmönnum frá Norður- löndum, Kanada, Bandaríkjunum og Rússlandi auk vísindamanna og sérfræðinga. Skilningur hefur undanfarið verið að vakna á Norðurlöndum um mikilvægi þess að taka upp svæðisbundið samstarf á norður- hveli og Norðurlandaráð beindi á þingi sínu í Helsinki í mars sl. þeim tilmælum til ríkisstjórna Norðurlanda að þær taki upp sam- starf um málefni Norðurheim- skautssvæðanna. (Fréttatilkynning) SKOVERSLUN Mikið úrval af haustskóm Verð: 5.995,- Stærðir: 36-41. Litur: Svartur. Sóli: Gúmmíbotn. Verð: 4.995,- Stærðir: 36-41. Litur: Svarturog brúnn Sóli: Gúmmíbotn. Verð: 5.495,- Stærðir: 36-41. Litur: Svartur. Sóli: Lipur gúmmíbotn. .... Verð: 6.495,- Stærðir: 36-42. Litur: Svartur. Sóli: Sléttur og lipur. Verð: 6.995,- Stærðir: 36-45. Litur: Brúnn. Sóli: Grófur gúmmíbotn. Verð: 4.995,- Stærðir: 36-42. Litur: Svartur Sóli: Göngubotn 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs. Domus Medica Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunn Kringlunni 8-l 2 sími 689212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.