Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 10
10
sefet i>.U()A ,oi }iui:'A<mvíviu« 'HUAaiivuuMor/
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992
Skuldbreytinga-
lán, Atvinnu-
tryggingasjóður
og Hlutaff jár-
sjóóur dugóu
ekki til. Nú er
horff t til sveitar-
félaganna i stór-
auknum mæli og
j»au kölluó til
sjávarútvegs-
fyrirtækjunum
til bjargar. Haffa
sveitarffélögin
ffjárhagslegt
bolmagn til þess
aó axla ábyrgó-
ina? Eóa er sú
steffna ekki bara
aóeins ávisun á
skattpeninga
ibúanna i Ijósi
stóraukins
þorskveióisam-
dráttar á næst-
unni og veró-
lækkunará
mörkuóum okk-
ar erlendis?
SUVHUTYEGW
eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur.
Smákóngasjónarmið, röng
ákvarðanataka, offjárfesting,
þröngsýni og lítil framtíðarsýn eru
slagorð, sem oftar en ekki heyrast
í umræðunni um sjávarútvegs-
stefnuna. Okkur hefur, þrátt fyrir
allt, tekist að halda íslenskum
sjávarútvegi í fyrstu deild sjávar-
útvegsþjóða, bæði hvað varðar
fiskveiðar og fiskvinnslu. Þar með
er þó ekki öll sagan sögð því grein-
in í heild er skuldum vafin og mun
í náinni framtíð, að minnsta kosti,
búa við verulega rekstrar- og
greiðsluerfiðleika, ekki síst í ljósi
aukins samdráttar í þorskveiðum
og verðlækkunar á mörkuðum er-
lendis. Sú krafa verður æ hávær-
ari meðal lánastofnana og sjóða
að sveitarfélög axli fjárhagslega
ábyrgð sjávarútvegsfyrirtækja.
Sveitarstjórnarmenn hafa miklar
áhyggjur af þessari þróun mála
enda er þátttaka sveitarfélaga í
atvinnurekstri ekki lögskylt verk-
efni þeirra þó að í sveitastjórnar-
lögum sé kveðið á um að þau skuli
„gera ráðstafanir til þess að koma
í veg fyrir almennt atvinnuleysi
og bjargarskort". Sveitarfélög eru
nú nauðbeygð. Atvinna íbúanna
er í veði. Menn hljóta því að spyrja:
Eru bæjarútgerðir ekki aðeins
ávísun á skattpeninga íbúanna
þegar illa árar?
Jú, vissulega,“ segir Guðmundur
Malmquist, forstjóri Byggða-
stofnunar. Og hann bætir við:
„Þegar ekki tókst að bjarga sjávar-
útveginum með skuldbreytingalán-
um hjá bönkum og sjóðum, var
búinn til Atvinnutryggingasjóður
útflutningsgreina síðla árs 1988.
Þar sem hann dugði ekki til var
kallaður til Hlutafjársjóður Byggða-
stofnunar í byijun árs 1989. Þegar
allt þetta þraut, er nú komið að því
á einstökum svæðum á landinu að
farið er að leita á náðir sveitarfélag-
anná í stórauknum mæli með fjár-
magn og ábyrgðir.
Félagsmálastofnun
Ég'hef satt best að segja miklar
áhyggjur af bæjarútgerðum og er
persónulega á móti þeim. Einhvern
veginn verður það svo að það er
eins og enginn beri almennilega
ábyrgð á bæjarútgerðum. Menn
hugsa sem svo að alltaf sé hægt
að leita á náðir sveitarfélagsins með
vandamálin. Á móti kemur það að
sveitarfélagið freistast til þess að
nota fyrirtækið, hvort sem um er
að ræða útgerð eða fiskvinnslu, sem
félagsmálastofnun fyrir sig. Og þá
'er farið að blanda saman atvinnu-
starfsemi og félagsmálastarfsemi.
Það á ekki vel saman. Annars veg-
ar tel ég að hér eigi að vera öflug
almenningshlutafélög þar sem að
mikillar hagræðingar er gætt og
stærðin sé þannig að fyrirtækin
hafi efni á að hafa þá aðila í sinni
þjónustu sem þau þurfa. Hinsvegar
vil ég áfram sjá gott og hollt ein-
staklingsframtak, sem sagt gamla
útgerðarmanninn og litla fiskverk-
andann. Þeir eiga báðir fullan rétt
á sér.“
Hlutafjársjóður á
9.308 þorskígildi
Hlutafjársjóður Byggðastofnunar
á hlutafé í tíu sjávarútvegsfyrir-
tækjum, allt frá 22% og upp i 48%.
Alls hafa fyrirtækin, sem um ræðir,
yfirráðarétt yfir 27.378 þorskígild-
um. Miðað við 34% meðaleign-
arhlutdeild í fyrirtækjunum tíu, hef-
ur Hlutafjársjóður ráðstöfunarrétt á
9.308 þorskígildum sem áætla má
í krónum talið að séu rúmar 1.650
milljónir króna. Nýlega auglýsti
Hlutafjársjóður hlutabréf sín til
sölu, en samkvæmt lögum skal
stofnuninn bjóða þau til sölu eigi
síðar en íjórum árum eftir kaup
þeirra og eiga eigendur og starfs-
fólk viðkomandi fyrirtækja for-
kaupsrétt að hlutafénu. Þau sjávar-
útvegsfyrirtæki, sem um ræðir, eru:
Búlandstindur hf. á Djúpavogi,
Fáfnir hf. á Þingeyri, Fiskvinnslan
hf. Bíldudal, Gunnarstindur hf.
Stöðvarfirði, Hraðfrystihús Grund-
arfjarðar, Árnes hf. Stokkseyri,
Hraðfrystihús Þórshafnar hf., Meit-
illinn hf. Þorlákshöfn, Oddi hf. Pat-
reksfirði og Tangi hf. Vopnafirði.
Útistaridandi lán Atvinnutrygg-
ingasjóðs vegna sjávarútvegs nema
8 milljörðum. Þar af nema vanskil
við sjóðinn 800 milljónum. Um 60%
af lánum Byggðastofnunar renna
til sjávarútvegs, en útistandandi lán
hennar nema 5,2 milljörðum og
vanskil eru 700 milljónir. Ný lög
um greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði
sjávarútvegsins koma að líkindum
til með að létta á vanskilum, en úr
Verðjöfnunarsjóði er gert ráð fyrir
þremur milljörðum króna sem fara
eiga í að standa straum af vanskila-
skuldum sjávarútvegsins við banka
og sjóði.
Rekstrarerfiðleikar
Nýlegar úttektir hafa sýnt að á
undanförnum 10 árum hefursjávar-
útvegurinn á engan hátt skilað
nægilegum arði. Staða sjávarút-
vegsins er nú þannig að greinin
skuldar um 95 milljarða króna, en
heildartekjur sjávarútvegsins á síð-
asta ári voru um 75 milljarðar.
Haustmánuðirnir reyndust sjávar-
útveginum afar erfiðir og hafa fyr-
irtækin eitt af öðru verið að kynna
reikninga, sem sýna mikið tap á
árinu 1991. Jafnframt er fyrirsjáan-
legt að þau munu lenda í miklum
rekstrar- og greiðsluerfiðleikum á
næstu misserum og árum í kjölfar
stóraukins kvótasamdráttar og
sölutregðu á mörkuðum erlendis.
Ekki er að vænta neinna heildar-
björgunaraðgerða eða efnahagsað-
gerða af hálfu ríkisstjórnar sem
rétta af hag sjávarútvegsfyrirtækj-
anna ef marka má stefnu hennar.
Sú stefna hefur aftur á móti leitt
til þess að sveitarfélög hafa í stór-
auknum mæli verið nauðbeygð til
þess að taka þátt í rekstri sjávarút-
vegsfyrirtækja hringinn í kringum
landið. Jafnframt hafa lánastofnan-
ir gripið til þess að sameina skuld-