Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992 SJAVARUTVEGUR Á SVEITINNI Hvað finnst beim um bæjarútgerðir? Sighvatur Bjarnason fram- kvaemdastjóri Vinnslustöóvar- innar hf. i Vestmannaeyjum: Á von á 200 milljóna kr. hagræðingu árlega „VESTMANNAEYJARBÆR hef- ur hingað til ekki þurft að koma inn í sjávarútvegsfyrirtækin í Eyjum og verður vonandi aldr- ei,“ segir Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar hf. Nýja Vinnslustöðin er orðin til úr samruna sex fyrir- tækja. Auk þess hafa Hraðfrysti- stöðin og Isfélagið sameinast í eitt fyrirtæki. Sighvatur Bjarnason Hagræðingiri hjá okkur er fyrst og fremst fólgin í fækkun skipa. Við eigum nú sjö skip í stað tíu áður til þess að veiða 10 þúsund tonna þorsk- ígildiskvóta. Þannig lækkar kostnaðurinn per kg við að ná fisk- inum úr sjónum sem vonandi gerir það að verkum að fleiri krónur koma í kassann svo hægt verði að greiða, niður þær skuldir. Við höfum jafnframt fækkað mjög í yfirstjórn fyrirtækisins. Þar náum við fram ákveðinni hagræðingu. í þriðja lagi höfum við sameinað öll véla- og netaverkstæði - í eitt. Ég áætla að með þessum skrefum, sem stigin hafa verið, megi spara 100-120 milljónir króna á ári. Ekki er gott að segja á þessari stundu hver ha- græðingin verður út úr sameining- unni, en við búumst a.m.k. við 200 milljóna króna hagræðingu á ári sem gera mun það að verkum að hægt verður að reka fyrirtækið á núili, að minnsta kosti,“ segir Sig- hvatur. Brynjólfur Bjarnason forstjóri Granda hf Bæjarútgerdir ekki til bóta „ Almennt er ég þeirrar skoð- unar að aukin þátttaka sveitar- sljórna í atvinnurekstri sé ekki til bóta. Það hefur sýnt sig í sög- unni að pólitískt reknar stjórnir atvinnufyrirtækja hefur ekki skilað þeim árangri, sem ætlast má af fyrirtækjum í rekstri," segir Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Granda. Brynjólfur segir að ekki sé hægt að setja jafnaðar- merki milli hæfni manna til þess að stjórna fyrirtækjum og þess að sitja í sveitarstjórnum. Óæskilegt væri að blanda þessu Brynjólfur Bjarnason tvennu saman og segist hann óttast þá þróun, sem nú virtist ríkjandi. Bæjarútgerð Reykjavíkur var útgerð og fiskvinnsla algjörlega í eigu Reykjavíkurborgar og undir stjórn skipaðs útgerðarráðs. Þegar BUR og ísbjörninn hf. sameinuðust í Granda árið 1985, átti borgin 78% hlutafjár í hinu nýja fyrirtæki. Þremur árum síðar ákvað borgin að selja hlut sinn í Granda. Kaup- endur voru Hvalur, Hampiðjan, Sjóvá-Almennar og Venus og árið 1989 fór Grandi á almennan hluta- bréfamarkað. Árið 1990 átti sér svo stað önnur sameining milli Granda og Hraðfrystistöðvarinnar í Reykja- vík. _ „Ég álít að sameiningarnar, sem standa að baki Granda hf., hafi sýnt að það sem aðferð við að efla fyrirtækið hafi gefið góða raun. En sameining er ekki neitt einfalt mál. Sameiningar eiga helst að eiga sér stað þegar fyrirtækin eru sæmilega öflug, en ekki þegar fyrirtækin eru komin með neikvætt eigið fé. Það hefur verið hálfgerð lenska hér að undanförnu að menn halda að tvö fyrirtæki með neikvætt eigið fé geti allt í einu sýnt fram á plúsrekst- ur við það eitt að sameinast. Mjög mikilvægt er að þau fyrirtæki, sem hyggja á sameiningu, séu sæmilega öflug. Sameining fyrirtækjanna hefur sparað tugi milljóna í gegnum árin. En eðlilega hafa uppsagnir fylgt í kjölfarið. Þær eru hluti af hagræð- ingunni. Þetta er allt hluti af því að vera í samkeppni með afurðir við erlenda keppinauta. Við liggjum vissulega enn með óseldar fasteign- ir og eigum alls ekki von á því að geta selt þær í þessari tíð, sem nú er. Það staðfestir það sem margir hafa haldið fram að umframaf- kastagetan í fiskvinnslunni er til staðar. Það kostar sitt að eiga hús- næði, sem er ónotað. Umframaf- kastageta er og verður ekkert ann- að en kostnaður og gerir okkur þar af leiðandi ekki eins samkeppnis- hæfa,“ segir Brynjólfur. Pétur Reimarsson fram- kvaemdastjóri Árwess hf, Menn gera betta í neyð „Mér finnst ekki eðlilegt að sveitarfélögin séu að leggja skattpeningana í atvinnurekstur og ekki réttlátt að ætlast til þess af þeim. Mér finnst það einfald- lega ekki vera þeirra hlutverk. Hlutverk sveitarfélaganna er að sjá til þess að félagsleg þjónusta sé í þokkalegu horfi. Atvinnulífið á að standa undir sér sjálft. Hins- vegar skilur maður það alveg að menn gera þetta í neyð,“ segir Pétur Reimarsson, framkvæmda- stjóri Arness hf., sem sameinað var um sl. áramót upp úr Hrað- frystihúsi Stokkseyrar og Glett- ingi í Þorlákshöfn. Til skamms tíma átti Stokkseyrar- hreppur mikinn meirihluta í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar hf. I rekstrarerfið- leikunum 1987 o g 1988 lagði Hlutaljársjóður 170 milljónir kr. Pétur Reimarsson í fyrirtækið sem gerði það að verk- um að eignarhlutfall hreppsins datt niður. Nú, eftir sameininguna, er Hlutaíjársjóð- ur stærsti hlut- hafinn, á 22% í Árnesi. Stokks- eyrarhreppur jók ekkert við hlut- afé sitt við sam- eininguna. Eign- arhlutdeild hreppsins nemur Guðmundur Hermannsson 2,6% sem svarar til 5,4 milljóna. Aftur á móti keypti Ölfushreppur hlutabréf í Árnesi fyrir tíu milljónir á genginu 1,85. Eignarhlutdeild hans er því 2,1% sem svarar til 5,4 milljóna að nafnvirði. Auk þess hef- ur Olfushreppur ákveðið að kaupa hlutabréf í Meitlinum fyrir 60 millj- ónir á árinu, en stjórn Meitilsins ákvað um sl. áramót að auka hlut- afé um 130 milljónir. Heildartekjur Ölfushrepps á sl. ári voru um 160 milljónir. „Þetta væri ekki hægt ef staða sveitarfélagsins væri ekki í þokkalegu standi," segir Guðmund- ur Hermannsson, sveitastjóri. „Ég held að sá sparnaður, sem menn telja að muni nást með sam- einingu fyrirtækja, komi til með að skipta tugum milljóna á ársgrund- velli,“ segir Pétur. Árnes gerir út sex 100 til 200 tonna báta og á auk þess togarann Jón Gíslason, sem að undanförnu hefur verið á leigu úti við Kanada. „Erfiðleiki þessara ■ fyrirtækja var fyrst og fremst hráefnisskortur frá því seint á haustin og fram í febrúar áður en vetrarvertíð hófst. Lykilatriðið er að geta haldið snúningi allt árið. Hvað það snertir bindum við miklar vonir við togarann okkar sem við fáum heim frá Kanada í septem- ber,“ segir Pétur Reimarsson. Sturlaugur Þorsteinsson baeiarstjóri ó Höfn: Malió snýst ekki einn sinni um pólitík „Mér finnst það vera skref aftur á bak að sveitarsjóðirnir þurfi að koma með fé inn í at- vinnureksturinn til að halda hon- um gangandi. Það leikur enginn vafi á því að hlutverk þeirra er allt annað. Um það eru allir sam- mála, hvar svo sem í flokki þeir annars standa. Þetta er ekki einu sinni spurning um pólitík," segir Sturlaugur Þorsteinsson, bæjar- stjóri á Höfn. Qæiarstióm hefur ákveðið að leggja um 100 milljónir á árinu í hlutabréfakaup í Borgey hf., sem er rúmur helm- ingur af skatt- tekjum bæjarins í ár. En nú er unnið að því að flytja allan sjáv- Sturlaugur Þorsteinsson arútveg KASK yfir í Borgey. Kaup- félagið mun þó eiga sinn hlut í fyrir- tækinu. Ekki er Ijóst hver eignarað- ild bæjarins verður eftir sameining- una, þar sem unnið er að því þessa dagana að meta eignir. Ekki er heldur Ijóst á hvaða gengi bærinn kaupir bréfín. „Persónulega tel ég það vera slæmt mál að sveitarsjóð- irnir þurfi að leggja fé í atvinnu- reksturinn. Þetta er hinsvegar stað- reynd, sem við verðum að horfast í augu við, ef til vill vegna þess að það er eitthvað vitlaust gefið í þjóð- félaginu. Það er hreinlega eitthvað að í efnahagslegri uppbyggingu þessa lands,“ segir Sturlaugur. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri i Bolungarvik: Eðlileg rekstrarskil- yröi ekki fyrir hendi „Stofnanir, sjóðir og viðskipta- bankar sjávarútvegsins veita nú orðið ekki fyrirgreiðslu nema gegn bæjarábyrgðum. Hjá okkur var þetta óþekkt fyrirbæri fram til ársins 1988, en síðan þá hefur bærinn lagt fram 160 milljónir í formi ábyrgða og hlutabréfa- kaupa. Eflaust má leita skýring- anna í því að sjávarútveginum hefur ekki verið búin þau rekstr- arskilyrði, sem eðlileg mega telja. Við viljum meina það að verslun og iðnaður hafi notið þess að búa við óréttláta gengis- skráningu sem hefur verið sjáv- arútveginum óhagstæð,“ segir Ólafur Kristjánsson, bajarstjóri í Bolungarvík. |Jolungarvík- Ólafitr Kristjánsson urbær keypti í fyrravet- ur meirihlutann í útgerðarfélag- inu Græði hf. ásamt Verka- lýðs- og sjó- mannafélagi Bolungarvíkur, en kauptilboð hafði borist í 200 tonna bát fyrirtækisins, Flosa ÍS, og hefðu Bolvíkingar þurft að sjá á eftir 700 tonna þorskkvóta úr byggðarlaginu ef bærinn hefði ekki gengið inn í tilboðið. Bærinn setti í fyrirtækið 43 milljónir króna, en þess má geta að skatttekjur bæjar- ins í ár nema um 137 milljónum króna. „Við gátum ekki horft fram á það að atvinnulífið missti af þess- um afla. Þegar hluturinn var keypt- ur var ljóst af hálfu bæjaryfirvalda að hér væri um tímabundna ráðstöf- un að ræða. Bærinn myndi síðan reyna að selja hlutabréfin innan bæjarins eins fljótt og hægt væri. Ég held að bæjarfulltrúar séu allir sammála um að það sé mjög óæski- legt að bæjarfélagið sé í atvinnu- rekstrinum. Sveitarfélagið hefur einfaldlega verið þvingað til þátt- töku.“ Mörg dæmi eru um að sveitarfé- lög fái lán hjá Byggðastofnun sem þau síðan kaupa hlutabréf fyrir í fyrirtækjum í heimabyggð. En að- eins eitt dæmi er um að sveitarfélög hafi fengið lán, sem það síðan hefur endurlánað fyrirtæki, en fyrr á þessu ári lánaði Byggðastofnun Bolungarvíkurbæ 50 milljónir kr. sem bærinn síðan endurlánaði Ein- ari Guðfinnssyni hf. Að sögn Guð- mundar Malmquist lá Ijóst fyrir að fyrirtækið hefði ekki upp á eigin spýtur fengið fyrirgreiðslu. Því hafi sveitarfélagið orðið að taka lánið. „Við gátum ekki neitað þessu stóra fyrirtæki sem Einar Guðfinnsson hf. er um aðstoð því það hefði haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér. Ef atvinnulífið gengur ekki, þá er ekkert annað fyrir okkur að gera en að panta eina blokk hjá Davíð í Reykjavík og biðja sömuleiðis um farseðla,“ segir Ólafur. Miðað við að veidd yrðu 150 þúsund tonn af þorski á næsta ári, eins og Alþjóðahafrannsóknaráðið lagði til, yrði tekjutap Reykjavíkur- borgar vegna útsvars og aðstöðu- gjalds á hvern íbúa 113 krónur. Súðavík yrði á hinn bóginn af 14 þúsundum króna á hvern íbúa og Bolungarvík af 4.800 kr. „Ég tel að það verði að meta sérstöðu Vest- firðinga í tengslum við niðurskurð á þorskveiðum. Ljóst er að við yrð- um mjög illa úti ef niðurskurðurinn kæmi flatur niður. Þjóðarbúið allt verður að bera það áfall, sem fylg- ir samdrætti í þorskveiðum og því verður að jafna skerðinguna eftir því hver grunnatvinnugrein hvers byggðarlags er fyrir sig. Ef ekkert verður að gert af hálfu stjórnvalda, óttast ég að mörg byggðarlög, sem hyggja á sjávarútvcgi, séu í miklum þrengingum," segir Ólafur. Gisli Gislason bæjarstjóri á Akranesi: Viljum vera lausir úr atvinnurekstri „Meginstefna bæjaryfirvalda er sú að veralausir úr atvinnu- rekstrinum. Eg held að allir séu sammála um að það sé algert neyðarbrauð að þurfa að hafa einhver afskipti af honum og al- mennt eru sveitarstjórnarmenn mjög tregir til þess,“ segir Gísli Gíslason, bæjarsljóri á Akranesi. Hitt er annað að vara- stefnan hefur verið sú að að- stoða fyrirtækin með það að markmiði að losna sem fyrst út aftur. Þannig hefur bærinn ekki verið að kaupa varanlega Gísli Gíslason hluti í fyrirtækjum, enda hefur hann handfylli af verkefnum sjálfur. At- vinnureksturinn á að vera í höndum þeirra, sem hafa tíma, vilja og getu til þess að sinna honum vel.“ Bær- inn á ekkert í öflugasta sjávarút- vegsfyrirtækinu á Akranesi, H.B. & Co. Aftur á móti á bærinn 41,34 í Haferninum. Árið 1988 lagði bær- inn 22 milljónir að nafnvirði í kaup á hlutabréfum í Hafeminum og svo aftur 50 milljónir 1991. „Við vildum með því reyna að skjóta styrkari stoðum undir rekstur fyrirtækis og þar með atvinnulífið, enda skiptir 100 manna vinnustaður töluvert miklu fyrir staðinn. Við höfðum í rauyi engra annarra kosta völ. Á aðalfundi Hafarnarins ekki alls fyrir löngu var ákveðið að auka hlutafé um 200 milljónir króna og kæmu um 80 milljónir kr. í hlut bæjarsjóðs ef farið yrði eftir eignar- aðild. „Ég reikna með að bærinn verði með einhveija hlutafjáraukn- ingu, en svo há upphæð er ekki á borðinu. Fyrst viljum við heyra í öðrum hluthöfum auk þess sem ég reikna með að menn vilji sjá hvern- ig fiskveiðiheimildarnar koma til með að líta út áður en ákvörðun verður tekin.“ i c < c i I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.