Morgunblaðið - 16.08.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 16.08.1992, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992 Rósa Þorsteins- dóttir - Minning Fædd 16. júlí 1920 Dáin 8. ágúst 1992 En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hveiju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Laugardaginn 8. ágúst lést Rósa móðursystir okkar á heimili sínu Skúlagötu 40b. Hún fæddist að Þverhamri í Breiðdal 16. júlí 1920, dóttir Önnu Kristínar Aradóttur og Þorsteins Stefánssonar, bónda og hreppstjóra. Rósa var sú þriðja í röð fjögurra systkina, eldri eru Ingi- björg og Margrét en yngstur bróðir- inn Ragnar. Vegna veikinda ömmu flutti fjöl- skyldan suður árið 1935 og settist að á Setbergi við Hafnaríjörð. Rósa var þá 15 ára gömul og hóf því skólagöngu í Flensborg og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Frá Set- bergi lá leiðin að Haukalandi við Öskjuhlíð, en þegar að stríðstíma kom þurfti afi enn að flytjast með fjölskyldu sína því þarna skyldi byggður flugvöllur. Þá var byggt húsið að Hrísateigi 8 og þar bjuggu afi og amma síðan ásamt börnum sínum og þeirra fjölskyldum, öllum nema Ingibjörgu. Þegar Rósa var um tvítugt gift- ist hún Kristjáni Kristjánssyni frá Seyðisfirði. Kristján var góður söngvari og hafði m.a. stundað söhgnám á Italíu. Hann lést haust- ið 1977. Þau Rósa og Kristján eign- uðust tvö börn, Kristján og Önnu. Kristján er búsettur á Reyðarfirði og er kvæntur Álfheiði Hjaltadótt- ur. Anna er gift Loga Runólfssyni og búa þau í Garðabæ. Þau eiga tvö börn, Nönnu og Kristján Frosta og eitt barnabarn. Kristján og Álf- heiður eignuðust 5 dætur, tvíburana Aðalheiði Erlu og Margréti Rósu, Önnu Báru, Kolbrúnu og Láru Val- dísi. Barnaböm þeirra eru orðin 5. í mars sl. lést Ánna Bára af heila- blóðfalli aðeins 26 ára gömul. Hún var búsett í París ásamt manni sín- um og ungum syni. Það var mikið áfall fyrir fjölskylduna að missa hana Önnu Báru svo unga og lífs- glaða, en Rósa bar harm sinn í hijóði enda dul og flíkaði ekki tilfinningum sínum. í húsi stói-fjölskyldunnar að Hrísateigi 8 ólumst við systurnar upp ásamt 10 frændsystkinum okk- ar. Tengsl frændfólks sem býr sam- an í einu húsi hljóta að verða sterk og varanleg. Þannig var það með okkur og því var Rósa okkur meira en móðursystir. Hún var góður vin- ur sem gott var að leita til. Alltaf vorum við systurnar velkomnar upp á loft til hennar og Kristjáns, hvort heldur til að horfa á sjónvarp, hlusta á Kristján syngja eða spjalla um landsins gagn og nauðsynjar yfir kaffibolla. Þá var oft skemmtilegt að fylgjast með þrefi fullorðna fólksins um stjórnmál, en Rósa var eins og afí mjög trú sinni pólitísku skoðun. Kristján og Rósa voru okk- ur systrunum fjórum mjög góð og buðu okkur oft með sér á tónleika og óperur eða leikrit í Þjóðleikhús- inu. Það voru ógleymanlegar stund- ir fyrir litlar stelpur. Hjá fjölskyldunni heima var mik- ill áhugi á brids, sem allt fullorðna fólkið spilaði nema Margrét, mamma okkar. í sambandi við spilamennskuna voru ákveðnar reglur, t.d. mátti aldrei spila á að- fangadag jóla og alltaf þurftum við krakkarnir að vera stillt þegar spil- að var. Rósa var dugandi bridsspil- ari og vann oft til verðlauna fyrir leikni sína. Þannig keppti hún ásamt félögum sínum, m.a. fyrir íslands hönd á bridsmótum erlendis. Rósa vann hjá Tryggingastofnun ríkisins allan sinn starfsaldur. Hún var vei liðin í starfi og vinsæl á vinnustað eins og annars staðar enda var hún fádæma jafnlynd og geðgóð manneskja. Anna, amma okkar, lést fyrir rúmum 30 árum og afi árið 1982. Þá flutti mamma úr húsinu á Hrísa- teigi og keypti íbúð ásamt Ingi- björgu, systur sinni, að Gullteigi 6. Þar hafa þær búið síðan ásamt einni okkar systranna, Sigrúnu. Fyrir einu og hálfu ári flutti Rósa af Hrísateigi í nýja íbúð. Systurnar höfðu samband sín á milli daglega, símleiðis eða með heimsóknum og Ragnar, sem alltaf var óþreytandi að aðstoða systur sínar, hélt áfram góðu sambandi við Rósu, þó þau byggju hvort í sínum bæjarhlutan- um. Ragnar flutti ásamt Guðrúnu, konu sinni, í Breiðholti svo nú er enginn úr fjölskyldunni lengur á Hrísateigi 8. Afa hefði eflaust þótt þetta undarlegt, en þróunin er sú að ekki þykir lengur sjálfsagt að margar kynslóðir búi undir sama þaki. Rósa fór ekki varhluta af sjúk- dómum um ævina frekar en margir aðrir. Þó fannst manni oft að henn- ar skerfur væri stærri en annarra. Þessi áföll stóð hún af sér hvað eftir annað og undruðust flestir hversu mikið þrek og lífsvilja hún hafði. Það fór þó ekki hjá því að dregið væri af henni þetta síðasta ár, en samt bar lát hennar óvænt að enda er maður aldrei fyllilega undir missi ástvina búinn. Við sökn- um móðursystur okkar en biðjum guð að geyma hana. Ef lífsins gáta á lausnir til, þær ljóma bak við dauðans þil. Og því er gröfin þeim í vil, sem þráðu útsýn stærri. (Magnús Ásgeirsson) Margrétardætur. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi þitt Ijósið blessað gef í nótt mig dreymi. I Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (M. Joch.) Við viljum hér minnast yndislegr- ar æskuvinkonu okkar, Rósu Þor- steinsdóttur, en hún varð bráðkvödd á heimili sínu að morgni laugardags 8. ágúst sl. Margs er að minnast frá bernsku okkar saman og allt dásamlegt. Rósa fæddist á Þverhamri austur í Breiðdal 16. júlí 1920, á þeim heiðursdegi sem margar brúð- kaupsveislur hafa verið í fjölskyld- unni, þ. á m. foreldra Rósu. Foreldr- ar hennar voru þau merku hjón Anna Aradóttir og Þorsteinn Stef- ánsson, bóndi og hreppstjóri á Þver- hamri. Móðurafi hennar var Ari Brynjólfsson, alþingismaður Sunn- Mýlinga, og kona hans, Ingibjörg Högnadóttir af ættum Eydalspresta langt fram. Þorsteinn Stefánsson var sonur séra Stefáns Péturssonar og frú Ragnhildar Methúsalems- dóttur, einni tólf systkina og af Kjarnaætt að norðan. Rósa fæddist í stóra og hlýja húsinu sem afi hennar lét byggja en þau voru mörg stór timburhúsin sem byggð voru fyrir austan um aldamót. En það var fólkið sem þó prýddi húsið. Það var efnilegt og gott fólk en Anna Aradóttir bar af öllum. Það hafa margir búið ævi- langt að þeirri líkamlegu og andlegu uppbyggingu sem þar fór fram. Það var mikill skaði fyrir sveitina þegar þetta fólk flutti til Reykjavíkur 1935. Rósa lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg eins og systkini hennar, Ingibjörg, Margrét og Ragnar. Hún vann svo alltaf frá því börn hennar stálpuðust á skrifstofu Trygginga- stofnunar ríkisins þangað til hún varð sjötug. Rósa giftist tvítug Kristjáni Kristjánssyni, söngvara og skrifstofumanni, síðast í álverinu í Straumsvík. Hann var mjög góður maður og var hjónaband þeirra hið besta en hann dó 72 ára, fyrir 15 árum. Þau eignuðust tvö efnileg böm, Kristján, vélsrriið á Reyðar- firði, sem kvæntur er Álfheiði Hjaltadóttur frá Reyðarfirði, og Önnu, flugfreyju, gift Loga Run- ólfssyni verslunarmanni. Þau eru búsett í Garðabæ. Fyrir utan að vera glæsileg var Rósa skemmtileg og góð og átti fallegt heimili. Hún átti góðar vin- konur sem reyndust henni vel í veikindum hennar, þar á meðal konur sem hún spilaði með árum saman, en hún var um langt skeið í fremstu röð brids-spilara kvenna hér á landi. Henni leiddist að hún gat ekki lengur farið út að spila. En heilsu Rósu fór hrakandi síðustu misseri. Hún átti þó góða að. Anna dóttir hennar kom til hennar næst- um daglega og keyrði hana það sem hún þurfti. Hún var henni einstak- lega góð. Kristján sonur hennar og t Eiginmaður minn, ELÍAS HELGASON netagerðarmeistari, Miðvangi 98, Hafnarfirði, lést í Landspítalnum 14. ágúst. Erla Bessadóttir. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR, Skúlagötu 40b, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Kristján Kristjánsson, Álfheiður Hjaltadóttir, Anna Kristjánsdóttir, Logi Runólfsson, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Margrét Rósa Kristjánsdóttir, Kolbrún Kristjánsdóttir, Lára Valdis Kristjánsdóttir, Nanna Logadóttir, Kristján Frosti Logason. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN GUÐJÓNSSON verslunarmaður, Hvassaleiti 56, lést 6. ágúst. Útförin hefur fram. Sigríður Sveinsdóttir, Bergur Jónsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Guðjón Jónsson, Jóhanna Jónsdóttir, Dóra Jónsdóttir, Hreinn Ágústsson, Erna Jónsdóttir, Smári Jósafatsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA ÍSAFOLD THOMASSEN, sem lést laugardaginn 8. ágúst sl. í Borgarspítalanum, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 19. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Krabbameinsfélagið Hafsteinn Flórentsson, . Þóra Runólfsdóttir, Borghildur Flórentsdóttir, Björgvin Gunnarsson, Dagbjört Flórentsdóttir, Sæmundur Alfreðsson, Asgeir Flórentsson, Sigurrós Eðvarðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg föðursystir okkar, VILHELMÍNA JÓNSDÓTTIR SCHICKLER, Ásvallagötu 10, lést í Landspítalanum 2. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð. Margrét Helga Halldórsdóttir, Þorsteinn Jón Halldórsson, Markús Halldórsson. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfda 4 — sími 681960 Álfheiður kona hans báru hana mjög fyrir bijósti sér og buðu henni að vera eins oft og hún vildi og var hún fyrir austan í hálfan mánuð nú fyrir stuttu. Innilegustu samúð- arkveðjur sendum við börnum, tengdabörnum, barnabörnum og systkinum sem öll reyndust henni svo vel. Kær kveðja til elsku Rósu að lokum. Nanna Tryggvadóttir og Dagrún Gunnarsdóttir. Lífið er fljótt líkt er það elding, sem glampar um nótt, ljósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. (Matthías Jochumsson) Dauðinn virðist alltaf koma manni á óvart. Þó ég vissi að Rósa Þorsteinsdóttir væri löngu viðbúin kallinu, þá kom fregnin um að hún hefði kvatt þennan heim mér samt á óvart. Ég hefði komið til hennar skömmu áður og fannst hún lík því sem hún hafði verið undanfarna mánuði og hélt að ég ætti eftir að koma oftar til hennar en það var í síðasta sinn og það sem mig hefði langað til að segja við hana að skiln- aði verður ósagt. Kynni okkar Rósu hófust fyrir 24 árum, þegar ég hóf störf í Trygg- ingastofnun ríkisins, en þá hafði hún starfað þar lengi og þar starf- aði hún meðan kraftar hennar leyfðu. Við vorum báðar komnar yfir þann aldur, þegar vináttubönd tengjast auðveldast, en ég laðaðist strax að Rósu og við urðum trúnað- arvinkonur og fyrir það er ég þakk- lát. Rósa var glæsileg kona og óefað hefur margur yngissveinn litið hana hýru auga en prinsinn, sem kom sá og sigraði var Kristján Kristjáns- son söngvari, mikill ágætismaður, fágaður í framkomu svo af bar. Heimili þeirra stóð opið gestum og gangandi. Þar ríkti menningar- bragur. Tónlistin sat í fyrirrúmi. Þar gat að líta stóran skáp fullan af verðlaunagripum, sem þau hjónin höfðu fengið fyrir unna sigra í brids en þau voru bæði miklir bridsspilar- ar. í gegnum árin mun margur hafa átt yndisstund á þessu heimili við frábæra gestrisni húsráðend- anna og eflaust sumir gerst þaul- sætnir. Eins og skilja má af framan- sögðu voru Rósa og Kristján afar vinsæl og vinamörg. Það segir nú eiginlega allt sem segja þarf. Þau báru þess bæði fagurlega vitni, að vera komin frá góðu fólki og alin upp á meriningarheimilum. Það var líf í kringum þau. Þau voru bæði sterkir persónuleikar, hrein- skiptin og óhrædd að láta í ljósi skoðanir sínar, þótt þær féllu kannske ekki í „kramið" hjá öllum viðstöddum, þau voru greiðug og hjálpsöm. Þrátt fyrir alla þessar góðu eigin- leika, dettur mér ekki í hug að halda því fram, að líf þeirra hafi verið dans á rósum. Þau hafa áreið- anlega fengið sinn skerf af erfið- leikum. Fyrir um það bil 15 árum féll Kristján skyndilega frá. Um líkt leyti fór að síga á ógæfuhlið með heilsu Rósu. Hvert áfallið rak ann- að. Lengi vel reis hún upp og tók

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.