Morgunblaðið - 16.08.1992, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 16.08.1992, Qupperneq 32
Hraðarí póstsendíngar tnilli landshlula sm PÓSTUR OG SÍMI MORGUNBLAÐIÐ. AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Búvöru- samning- -urtilbúinn SKRIFAÐ verður undir nýjan búvörusamning í kvöld, en samn- ingar tókust í meginatriðum á föstudagskvöld. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er samningurinn því sem næst sam- hljóða tillögum sjömannanefndar frá því í vor, en þó er gerð minni krafa um framleiðniaukningu til bænda. Sjömannanefnd gerði tillögu, um 1% framleiðniaukningu, sem þýðir 1% raunverðslækkun á mjólk á þéssu ári, 2lh% 1993 og 2‘/2% 1994. Samkvæmt búvörusamningnum, sem tekur gildi 1. september nk., _. yerður lækkunin 1% minni en tillög- urnar gerðu ráð fyrir. Á þessu ári verður 1% raunverðslækkun á mjólk, 2% 1993 og 2% 1994. Samið var um að niðurgreiðslur á heild- söluverði hætti og teknar verða upp beinar greiðslur til bænda, þ.e.a.s. allar niðurgreiðslur greiðast til bænda á framleiðslustigi, hliðstætt því sem er í sauðfjárframleiðslu. Mesta breytingin í búvörusamn- ingnum, sem þó var ekki samnings- atriði við bændur, er að lögð er nið- ur regluleg verðmiðlun milli mjólkubúa. Þessi breyting hefur enn frekari áhrif á lækkun mjólkurverðs til neytenda. Innheimt verðmiðlun- argjald á mjólk er 3% en samkvæmt samningnum lækkar það í 1% og er þá aðeins gert ráð fyrir svokall- aðri flutningsjöfnun, sem hefur í för með sér 2% lækkun á mjólk sem kemur til framkvæmda á árunum 1993-1994. Tekist var á um endurgreiðslu virðisaukaskatts á kjötframleiðslu sem bændur gerðu kröfu um að héidi áfram. Málamiðlunarsam- komulag varð um að heimilt yrði að semja um frávik frá framleiðni- aukningu bænda ef endurgreiðslum •af virðisaukaskatti yrði hætt. Fullvirðisréttur í mjólkurfram- leiðslu lækkar úr 104,5 milljónum lítra í 100 milljónir lítra í haust í takt við innanlandsneyslu. Endur- skoðast hann arlega í takt við neyslu innanlands. Útflutningsbætur falla niður og ríkisstuðningur miðar al- farið við íslenskan markað héðan í frá. Morgunblaðið/Júlíus Reykjavíkur- höfn 75 ára Höfnin í Reykjavík hélt upp á 75 ára afmæli sitt í gær og voru margvfsleg hátíðahöld á gamla hafnarsvæðinu í tilefni dagsins. Eldri vísitalan: Yísitölulán væru 2.100 millj. hærri LÁNSKJARAVÍSITALA hefur hækkað um 41,7% frá því grunni hennar var breytt í jan- úar 1989. Á sama tíma hefði vísitalan hækkað um 47,1% ef hún væri reiknuð samkvæmt eldri aðferðinni. Sé miðað við að vísitölutryggð lán hafi staðið í stað frá janúar 1989, en þá nam heildarupphæð vísitölu- tryggðra lána tæpum 39 millj- örðum króná, væru eftirstöðvar þeirra rúmum 2.100 milljónum króna hærri í dag ef vísitölu- grunninum hefði ekki verið breytt. Breytingin sem gerð var á út- reikningi vísitölunnar á sínum tíma fólst í því að launavísitala var tekin inn í lánskjaravísitölu að þriðjungshluta. Seðlabanki Ís- lands hefur frá breytingunni reikn- að vísitöluna út samkvæmt eldri grunninum til viðmiðunar, og þeg- ar þróun þeirra er borin saman kemur í ljós, að eldri vísitalan hefur oftast hækkað hraðar en sú nýja. Þó hækkaði hún minna árið 1991, 7,9% miðað við að sú nýja hækkaði 8,4%. Sé staða þeirra borin saman nú sést að eldri vísi- talan hefur hækkað um 13% um- fram þá nýju síðan breytingin var gerð. Hækkun þeirrar nýrri und- anfarna 12 mánuði hefur verið 2,4%, en þeirrar eldri 2,7%. Lúðvík Jósefsson segist hafa hitt fulltrúa sovézkra kommúnista 1970: Persónuleg’ samtöl við Savko en ekki formlegar viðræður Forseti Islands í opinberri í heimsókn í Njarðvík Morgunblaðið/Kristinn Hálfrar aldar afmæli FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kom í opinbera heimsókn til Njarðvíkur í gær í tilefni 50 ára afmælis endurreisnar Njarðvíkurhrepps. Heimsóknin hófst við leiðsögumarkið á Fitjum þar sem Sólveig Þórðardóttir, forseti bæjarstjómar, sem sést með forsetanum á myndinni, og Kristján Páls- son, bæjarstóri, ásamt bæjarstjórn og ráðamönnum bæjarins tóku á móti forsetanum og fylgdarmanni hennar, Sigríði Hrafnhildi Jónsdóttur deildarsérfræð- ingi. Fjöldi Njarðvíkinga og gesta voru samankomn- ir á Fitjum til að taka á móti forsetanum og fylgd- arliði og við móttökuna lék Lúðrasveit Tónlistaskól- ans. Arnar Vilhjálmsson, 12 ára Njarðvíkingur, af- henti forsetanum blóm. - BB Fulltrúar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna hittu leiðtoga fleiri flokka LÚÐVÍK Jósefsson, sem var formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1969-1971, segist muna eftir því að Savko, starfsmaður alþjóðadeildar sovézka kommúnistafiokksins hafi hitt sig að máli um 1970. Sovét- menn hafi á þeim tíma sótt fast að fá flokkslegt samband við Alþýðu- bandalagið, en það hafi aldrei komið til greina. Lúðvík segir að hann og aðrir forystumenn Alþýðubandalagsins á þeim tíma hafi þó ekki átt neinar formlegar viðræður við fulltrúa sovézkra kommúnista, heldur hafi verið um persónulegar samræður að ræða. í Morgunblaðinu í gær kom fram að í skjölum miðstjórnar Kommún- istaflokks Sovétríkjanna, sem dr. Arnór Hannibalsson hefur rannsak- að, segir að Savko hafi árið 1970 hitt Lúðvík Jósefsson, Magnús Kjartansson og Eðvarð Sigurðsson og þeir hafi fullvissað hann um að Alþýðubandalagið myndi taka sér sósíalíska og marxíska stefnuskrá. Einnig er sagt frá því að 1974 hafi staðið til að hefja óformlegar samn- ingaviðræður við Alþýðubandalagið um flokksleg tengsl. „Ég man eftir því að þeir [sovézk- ir kommúnistar] sendu oftar en einu sinni einhvéija menn hér heim. Þeir komu hingað á ýmsum vegum, en ekki á vegum okkar,“ sagði Lúðvík í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við þessa menn áttum við aldrei nokkrar formlegar viðræður. Þeir hafa kannski talað við okkur per- sónulega einn og einn en við höfum aldrei nokkurn tímann rætt formlega við þessa menn. Þeir vissu að það var samþykkt okkar flokks að hafa ekki flokksleg sambönd og um það var aldrei að ræða.“ Aðspurður hvort hann hefði hitt Savko að máli 1970, játti Lúðvík því. „Ég man að hann kom hér einu sinni þessi maður og heilsaði upp á mig. Eg kannast við manninn þann- ig séð, en ég átti aldrei neinar samn- ingaviðræður við hann og enginn okkar,“ sagði hann. Blaðamaður spurði Lúðvík hvort hann hefði í samtölum við Savko fullvissað hann um að stefnuskrá Alþýðubandalagsins yrði marxísk og sósíalísk. „Það hefur legið fyrir frá upphafi að stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins, eins og Sósíalistaflokksins áður, var sósíalistísk. í því efni ligg- ur beinast við fyrir menn að kynna sér stefnuskrána," sagði Lúðvík. „Nánari skilgreining hefur ekki ver- ið á því og hann [Savko] hefur ekki fengið eitt eða neitt um það frá rieinum okkar, annað en það að vera má að einhver hafi sagt honum að Lúðvík Jósefsson Alþýðu- banda- lagið væri sós- íalistísk- ur flokk- ur.“ Lúð- vík sagði að hugsan- legt væri að ein- hver hefði líka sagt Savko að stefnuskráin yrði marxísk. „Það var líka í stefnuskrá Alþýðuflokksins á sínum tíma að hann væri marxískur flokkur. Það er ekkert nýtt, enda á sósíalisminn allur rætur að rekja til þeirrar hug- myndafræði, sem kom fram hjá Marx,“ sagði Lúðvík. Hann sagðist hafa rætt við Savko, rétt eins og marga aðra, sem hér hefðu verið á vegum sovézka sendi- ráðsins. „Því fór víðs fjarri að þessir menn væru bara að tala við okkur,“ sagði Lúðvík. „Þeir töluðu við menn úr öðrum stjórnmálaflokkum og það liggja fyrir í þessum sömu rússnesku glöggum nöfn annarra manna. Jón Ólafsson [fréttamaður Ríkissjón- varpsins] og aðrir hafa viðurkennt fyrir mér að þarna eru nöfn annarra stjómmálaleiðtoga en bara frá okk- ur.“ Hann sagði að forystumenn Al- þýðubandalagsins hefðu ekkert vitað af ákvörðun miðstjórnar Kommún- istaflokks Sovétríkjanna í október 1970 um að koma á óformlegu sam- bandi við Alþýðubandalagið og félag sósíalista á íslandi. „Það var aldrei um það talað að koma á neinu sam- bandi við þá. Þarna er verið að tala um sósíalista, það eru leifarnar af gamla Sósíalistaflokknum, sem héldu áfram í ákveðnu félagi. Þeir [Sovétmenn] þráðu auðvitað og minntust oft á að fá hér flokkslegt samband, sem þeir sögðust hafa við sósíaldemókrataflokkana á Norður- löndum, og við værum svona sértrú- aðir að við neituðum öllu. En okkar tilkoma var svona; við neituðum að vera þátttakendur í alþjóðlegum flokkasamsteypum eins og Alþýðu- flokkurinn hefur verið allar götur síðan 1926. Hann hefur verið í Al- þjóðasamtökum jáfriaðarmanna, Öðru internationali, og Kommún- istaflokkurinn hér var í Þriðja intern- ationali [Alþjóðasamtökum komm- únista] á meðan hann starfaði 1930- 1938. Eftir það hefur flokkur okkar sósíalista staðið utan allra alþjóð- legra flokkasamtaka," sagði Lúðvík Jósefsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.