Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992 IASS í Búdapest Ráðstefna um rannsóknir á nor- rænum nútímabókmenntum Bókmenntir IngiBogi Bogason Árið 1956 var í fyrsta sinn efnt til fundar fræðimanna í norrænum fræðum í Cambridge á Englandi. Þetta var upphafið að ráðstefnum sem síðan hafa verið haldnar óslitið annað hvert ár. Þótt heiti samtak- anna, sem að ráðstefnuhaldinu stendur, sé býsna vítt (International Association for Scandinavian Studi- es) hafa ráðstefnumar yfirleitt verið haldnar um fremur þröngt svið og þá aðallaga innan norrænna nútíma- bókmennta. Um árin hafa mörg og ólík lönd verið í gestgjafahlutverkinu. Nor- rænudeildir einstakra háskóla hafa borið_ hita og þunga ráðstefnuhalds- ins. í þetta sinn var það norrænu- deild Elte-háskólans í Búdapest sem var gestgjafinn. Fyrirkomulagið var til fyrirmyndar, skipulagið með ágætum og gestrisnin með ólíkind- um. Mönnum mátti vera ljóst að fulltrúum norrænu deildarinnar í Búdapest var í mun að sýna vestræn- um starfsbræðrum að umbreytingar hefðu átt sér stað í þjóðlífínu og myndu áfram eiga sér stað. Búdapest Ungveijar eru stolt og menning- arrík þjóð. Þeir bera slíku vitni bæði efnislega og andlega. Búdapest ber fagurt vitni þrautseigju og stórhug þjóðar sem hefur ekki kunnað að gefast upp. Einhvern tíma var sagt að mikil menning hæfíst á góðum mat og góðri tónlist. Hvort tveggja getur átt við um Búdapest. Gestur- inn gengur ekki lengi um strætin áður en lifandi tónlist eftir t.a.m. Liszt eða Brahms laðar hann að góðu veitingahúsi. Sjálf er borgin gersemi; mannlífíð andar frá sér sérkennilegu samblandi af kapítal- isma og kommúnisma og víða glittir í brot af rómverskri, tyrkneskri og austurrískri sögu. Búdapest státar af mörgum byggingum frá seinustu öld sem kenndar eru við Jugend- stíl, og eru þær í góðu ásigkomulagi miðað við það sem þekkist í mörgum öðrum borgum í fýrrum austan- tjaldsríkjum. Sjá mátti vinnuflokka vera að endurgera gömul hús með fábrotnum verkfærum meðan ann- ars staðar var verið að reisa nýtísku háhýsi í póstmódemískum stíl með stórvirkum vinnutækjum. Ráðstefnan Meginefni ráðstefnunnar tengdist andófsbókmenntum, ritskoðun og bókmenntum smáþjóða og þjóðar- brota. Ráðstefnugestir voru tæplega 200 talsins frá ýmsum löndum. Flutt vom um 56 erindi á fimm dögum, eða um 11 daglega. Það má því segja að ráðstefna af þessu tagi hafí mörg andlit, raunar réttara að tala um margar ráðstefnur samþjappaðar í eina. Sumir fýrirlestrarnir, sem tóku þá um klukkustund í flutningi, vom fluttir í allra áheym. Einir 6 vinnu- hópar störfuðu um ákveðin þemu og röðuðu þátttakendur sér í hópa eftir áhuga. Flest framsöguerindin þar vom stutt (tóku um 20 mín. í flutningi) og vom flutt og rædd inn- an hópanna. Til að gefa nokkra hugmynd um fjölbreytileika dagskrárinnar má til- greina nokkur erindi. Bente Aamots- bakken, lektor frá Noregi, fjallaði um norska rithöfundinn Taijei Vesa- as sem kaus að vera um kyrrt þegar Þjóðveijar hemámu Noreg. Sam- kvæmt Aamotsbakken dæmdi Vesa- a3 sig með þessu í andlega útlegð, lokaði sig af, eins og sjá má í bókum hans sem hann skrifaði á þessum tíma. Sandra Saari, frá Bandaríkjun- um, fjallaði um Ibsen og Brúðuheim- ili hans. Hún setti fram tvær spum- ingar: Var Ibsen framúrstefnuhöf- undur? Boðaði skáldskapur hans nýjungar? Saari svaraði fyrri spurn- ingunni neitandi en kvað hins vegar já við þeirri seinni. Strax eftir að Brúðuheimilið var fmmsýnt olli það miklu fjaðrafoki vegna siðleysisboð- skapar þess og árásum á hjónaband- ið sem kjölfestu samfélagsins. Þetta leiddi til þess að Ibsen neyddist til að breyta leikritinu. Mörg erindi voru flutt um íslensk- ar bókmenntir á ráðstefnunni, mun fleiri en oft áður á þessum ráðstefn- um. íslendingamir vom nú 8 talsins í stað 3 á ráðstefnunni í Þrándheimi 1988. Sveinn Skorri Höskuldsson, próf- essor við Háskóla íslands, hélt yfír- gripsmikinn fyrirlestur undir heitinu 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori KRISTINN SIGURJ0NSS0N. HRL. loggiltur fasteigmasali Nýjar á fasteignamarkaðnum meðal annarra eigna: Eitt af vinsælu einbýlishúsunum í Stekkjarhverfi, steinhús, ein hæð, 136 fm nettó. Bílskúr 30 fm. 4 svefnherb. Raektuð lóö 812 fm. Vel byggð og vel með farin eign. Góð íbúð miðsvæðis í borginni með bflskúr. 3ja herb. á 3. hæð rúmir 80 fm. Ágæt sameign. Útsýni. Tilboð óskast. Skammt frá Háskólanum 3ja herb. íb. á 3. hæð, tæpir 80 fm nettó. Nýtt parket, nýtt gler, nýtt baðherb. Sólsvalir. Risherb. m. snyrtingu fylgir. Ennfremur 2ja herb. samþykkt íb. tæpir 50 fm við Ásvallagötu. Verð aðeins 3,8 millj. Laus strax. Skammt frá Verslunarskólanum Úrvalsíb. 4ra herb. 104 fm. 3 góð svefnh. Sérþvottah. Tvennar svalir. Góður bflskúr með geymslurisi. Langtímalán kr. 5,8 millj. Eign í sór- flokki. Hveragerði - einbýlishús - eignaskipti Vel byggt timburhús 117,4 fm á ræktaðri lóð við Borgarheiði. 4 góð svefnh. Bflskúr með geymslu, 29,3 fm. Laust fljótl. Endurbyggð neðri hæð við Egilsgötu í þríbýli. 4ra herb., tæpir 100 fm. Parket. Svalir. Sameign nýlega endurb. Langtímalán kr. 2,1 millj. Verð aðeins 8,3 millj. í gamla góða vesturbænum Efri hæð, 5 herb. 116 fm nettó. Nýtt sérsmföað eldhús. Nýtt bað. Nýl. parket. 3 rúmg. svefnherb. 2 sólríkar saml. stofur. Svalir á suðvest- urhlið. Mjög gott verð. ^ • • • Opið i dag kl. 10-16. Góð einbhús og sérhæðir. Skipti möguleg. Nánari uppl. á skrifst. Frá Búdapest Ensk-bandarísk herseta í íslenskum skáldsögum. Hann rakti ýtarlega hvemig fjallað er um afstöðuna til erlendrar íhlutunar í íslenskum skáldsögum um stríðið. Hver er svo rauði þráðurinn í hugmyndaheimi íslenskra hemámssagna? Sveinn Skorri taldi það vera rómantíska þjóðemisstefnu. Pólitísk afstaða höf- undanna skiptir ekki máli í sam- bandi við afstöðuna til hemámsliðs- ins; jafnt í verkum hægrisinnaðra sem vinstrisinnaðra höfunda vekur hersetan ugg og þjáningu hjá aðal- persónunum. Öm Ólafsson, sendikennari við háskólann í Kaupmannahöfn, og Comelia Krúger frá norrænu deild- inni við háskólann í Greifswald vom á svipuðum miðum í erindum sínum. Erindi Amar nefndist einfaldlega Seinni heimsstyijöldin í íslenskum skáldsögum og erindi Krúger Við- brögð gegn stríði og hemámi í ís- lenskum bókmenntum eftirstríðsár- anna. Turid Sigurðardóttir frá Fróð- skaparsetrinu í Þórshöfn flutti erindi um íslandsklukku Halldórs Laxness og hlutverk hennar sem andófsbók- menntir. Erindi Helgu Kress nefnd- - ist Staran í íslenskum bókmenntum eftir konur og fjallaði þar um áhrifa- mátt augnsambands í verkum ýmissa íslenskra kvenrithöfunda frá seinustu áratugum. Það er engum vafa undirorpið að ráðstefnur sem þessar auka skilning fræðimanna innbyrðis. Að vísu skiptast þeir á skoðunum í bókum og tímaritum, sem er auðvitað gott og gilt. En það hlýtur að hafa dijúgt gildi að hittast persónulega og geta hlýtt á og skeggrætt nýjustu bók- menntastrauma og rannsóknarvið- fangsefni, bæði formlega á sjálfum fundunum og eins óformlega í hlé- um. Enda var raunin sú að menn gengu hver á annan og spurðu spjör- unum úr. I þessu samhengi er verð- ugt að hugleiða að ráðstefnugestir komu hvaðanæva að úr heiminum; jafnt frá Islandi sem Króatíu, Rúss- landi sem Ástralíu. Fulltrúar frá Austur-Evrópu tóku nú þátt í ráð- stefnunni af fullum krafti. Þjóðveijar og Bandaríkjamenn voru áberandi margir, auk Norðurlandafulltrú- anna. IASS á íslandi 1992 Á seinasta degi ráðstefnunnar var Helga Kress kosinn formaður stjórn- amefndar IASS og um leið var sam- þykkt að ráðstefnan yrði haldin á Islandi eftir tvö ár. Þetta má heita heiður fyrir Háskóla íslands og ís- lensk fræði. IASS ráðstefna hefur einu sinni áður verið haldin á ís- landi. Það var árið 1974 og þá sá Sveinn Skorri Höskuldsson um skipulag hennar. ALMENNA FASTEIGHASAL AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 feigMináD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Umsjónarmaður hefur í þess- um pistlum nokkrum sinnum vikið að þeim vanda sem í því er fólginn, að sum nafnorð virð- ast eiga illa heima bæði í ein- tölu og fleirtölu. Þessir þættir eru flestir gamlir og trúlega gleymdir, svo sem frá 14. júní 1981, 23. nóvember 1985 og 18. október 1986, og svo var það bréf gott frá Jakobi Björnssyni í Reykjavík, gömlum skólabróð- ur mínum, sem birtist 11. ágúst 1990. Jakobi er þetta vandamál hugleikið og skrifar mér enn á ný um það og vill að ég reyni að gera því frekari skil. Það er ekki nema sjálfsagt, en því hef ég dregið þetta við mig, trúi ég, að mér þykir erfítt að henda í þessu efni reiðu og reglu. Ætli ég geri meira en inna upp alkunnar staðreyndir? Hefð málsins ræður hér oft mestu. Hún er t.d. sú að buxur og börur er naumast haft í eintölu, eða skæri. Þetta er kannski skiljanlegt, ef við gaumgæfum lögun hlutanna sem nefnast buxur og skæri, sbr. hins vegar hnífur og treyja, ert það er tæpast jafnaugljóst með börur. Menn gátu látið hesta draga drögur, en sr. Matthías gat líka ort: „tíminn langa dregur drögu“ (auðk. hér vegna ein- tölunnar). Þá er herðar löngum í fleir- tölu og þykir skringilegt í ein- tölu. Eg veit ekki af hverju. Er það af því, að herðamar em gerðar úr sams konar og sam- stæðum einingum? En hiklaust segjum þó axlir. Má ég skjóta hér inn til gamans vísu eftir Gest Ólafsson á Akureyri, lipran húmorista; Ég veit það ekki, vinur minn, hvað var á ferðinni. En það var einhver andskotinn í annarri herðinni. Þá skal vikið lítið eitt að orð- um sem hefðin hefur haft í ein- tölu. Þetta eru oftast ástands-, hugmynda- og tilfínningaheiti (abstracta), eða þá tegundaheiti og safnheiti (collectiva), en þetta er fjarri því að vera reglubund- ið. Af fyrri gerð mætti taka dæmi eins og elli, kvensemi, frelsi og reiði, en af hinu síðara fé (sjá þó þátt 652) og hveiti. Mörg orð sem hafa óhlutstæða merkingu og tákna hitt og annað sem trauðla verður talið né þreif- að á, era þó tíðhöfð og talin sjálf- sögð í fleirtölu, svo sem ást, harmur, skemmtun og veður, og em þessi dæmi sótt í bréf Jakóbs Bjömssonar. Tegundar- heiti eins og járn er líka oft í fleirtölu og í fomu máli safn- heiti eins og mjöl. Jakob Bjömsson telur að við höfum fram að þessu verið of íhaldssamir í þessu efni. Hann telur að nota megi t.d. orðin frelsi og tækni í fleirtölu. Síðan orðrétt: „Ég sé því ekki ástæðuna til að amast við fleirtölumynd þess- ara orða. Að tala um ást og sorg í fleirtölu er væntanlega til komið vegna þess að einhvem- tíma fyrr á öldum hafa menn fundið þörf á því. Munurinn varðandi orðin sem ég nefndi er sá einn að þörfín er að koma fram fyrst nú. Við emm að beita aldagamalli hefð, eða reglu, á nýjar þarfír. Er það ekki einmitt einkennandi á lifandi tungumáli að svo er gert? Ég vænti þess að heyra álit þitt á þessu. Með bestu kveðju.“ Umsjónarmaður svarar loka- orðum Jakobs Björnssonar svo: Við skulum aldrei vera of ein- strengingsleg. Auðvitað breyt- um við málinu með breyttum tímum, annars yrði það stein- gervingur. En við skulum flýta okkur hægt, að hrófla við hefð og málvenjum. Og með því að ég er orðinn vel fullorðinn og kannski íhaldssamur ætla ég að vitna í ungan málfræðing, Mörð Ámason, og endurprenta eftir honum: „Heilbrigð íhaldssemi er hollt einkenni á málfélagi og fráleitt að ryðja burtu mati og smekk 655. þáttur vegna einhverskonar vísinda- hlutleysis eða fyrir frjálshyggju á skökkum stað. Hins vegar lifír ekkert mál fullu lífí án stöðugrar forvitni mælendanna um allar lengdargráður og breiddar, án þess að þeir séu tilbúnir að tefla á tvær hættur við að leita ævin- týra og nema ný lönd. En um þetta era menn loksins að verða sammála eftir allt skakið. Við höfnum bæði stöðnun og laus- ung en viljum að hvort tveggja í senn einkenni nútímaíslensku, festa og sköpun.“ (Málkrókar, formáli.) ★ Magnús Óskarsson kvað: Menn, sem að meyjum hyggja mest þegar fer að skyggja og hafa þann metnað að hindra ekki getnað, meðiðgum land vort byggja. ★ Þursa meyjar em í Völuspá, helgar meyjar í Sólarljóðum, og við meyjarnar stígur margur dans, segir í fomum kvæðum af enn öðru tagi. En þegar Ólaf- ur Kristjánsson á Akureyri sýndi mér í blaði þessu orðmyndina „mæmar“, þá skiidi ég hana ekki um hríð. En við vandlega athugun kom í ljós, að „mæm- ar“ reyndust vera vemr þær sem hingað til hafa verið meyjar(n- ar) á tungu okkar, og ekki ljóst hvað þær hafa til saka unnið að glata þeirri góðu nafngift. Hins vegar mærnar mjólkin, ef mæmr (smáörður, ystingur lítils háttar) koma í hana. En það er margt fleira skuggalegt á sveimi, svo sem sjást mun af bréfí Haralds Guðnasonar í Vestmannaeyjum í næsta þætti. ★ „Að hlýða á kímniljóð Tómas- ar, og stundum yfir sig kurteisar heimsádeilur hans, er einsog að standa í miðjum heilsubótar- geisla.“ (Halldór Laxness: Sjömeistarasagan.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.