Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 11
t MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. AGUST 1992 11 • • • Það var svo Myndlist Bragi Asgeirsson Árbæjarsafn heldur áfram þeim ágæta sið að gangast fyrir sýning- um afmarkaðra tímabila, sem umbyltu íslenzkúm hvunndegi, er markaði upphaf sitt með sýningu um mannlíf í Reykjavík á her- námsárunum fyrir tveim árum. I þetta sinn er farið nær okkar tíma eða til hins svonefnda hippa- tímabils og '68 kynslóðarinnar. Það kemur raunar fljótlega fram, að margur vill frekar nefna þetta '70 kynslóðina, þar sem íslenzk æska hafi verið seinni að taka við sér en t.d. róttækir námsmenn erlendis. Um það má sjálfsagt deila, en víst er að hræringarnar áttu öðru fremur upphaf sitt í Bandaríkjun- um á sjötta áratugnum, er fram komu friðelskandi hippar sem hófnuðu borgarlegum lífsgildum undir þeim riú margþvældu og inn- antómu kjörorðum „peace, love, music and flower power". Voru hér á ferð mótmæli gegn stríðinu í Víetnam, herskyldu og höfnun borgaralegra lífsgilda, en einnig tók róttækni mjög að auk- ast og þá einkum er hræringarnar náðu til Evrópu, og voru sem vatn á myllu pólitískra afla á vinstri kantinum. En það væri alls ekki rétt að eigna æskunni og róttækum öflum alfarið þetta tímabil, því að fólk á öllum aldri og með mismunandi stjórnmálaskoðanir lét fallerast af þessari fjöldahreyfingu, er boðaði svo hugsjónaríkt og áhyggjulaust líferni. Þannig yfirgáfu jafnvel virtir og ráðsettir kennarar skóla sína í Kaliforníu og héldu upp í skógi klædd fjöllin á vit hugleiðslu og sælu hassvímunnar. Dæmi voru til þess að gamlir kallar íklæddust hippafötum og létu vaxa á sig sítt hár, jafnvelniður á rass. Þetta leit um margt ákaflega vel út, og vissulega hefur það jafn- an víðtæk áhrif þegar grónum gild- um er hafnað á jafn áhrifaríkan hátt. En þetta, sem var sums stað- ar fjöldahreyfing ytra náði aldrei að festa rætur hér á útskerinu nema í afmörkuðum hópi og voru hér ungir listamenn í leit að nýjum listgildum framarlega í flokki, eins og víðast annars staðar í Evrópu. Sá farvegur er þeir ruddu hér á landi var mjög í samræmi við þá neðanjarðarlist sem þessi hreyfing • •• kom af stað í útlandinu. Þetta hafði auðvitað drjúg áhrif á þjóðfélagsumræðuna eins og á meginlandinu og einkum sáu rót- tæku öflin sér leik á borði, en í mótmælum innan skóla voru menn tveim árum á eftir. Hér á landi var málefnalegi bak- grunnurinn þó ekki eins hnitmiðað- ur og afgerandi eins og ytra og ýmislegt varð eðlilega til að þróast öðruvísi. Sem betur fer má með sanni segja, því að menntun innan skóla setti ekki í sama mæli niður og víða erlendis t.d. á Norðurlönd- um. Menn útskrifuðust víða með embættispróf án þess að kunna neitt fyrir sér, enda innrituðust ekki svo fáir aftur í skólana nokkr- um árum seinna m.a. nokkrir af forsprökkum '68 kynslóðarinnar. Þeir uppgötvuðu einfaldlega að þeir kunnu svo lítið fyrir sér í þess- um fræðigreinum sínum. í listaskólum var margur í hass- vímu og lét sér líða vel, og minn- ist ég þess er ég heimsótti Listahá- skólann í Stokkhólmi og hitti fyrir nemendur lokadeilda í djúpum hægindastólum með vínbari og plötuspilara í kennslustofunum. Af því sem maður sá af verkum þeirra, var líkast sem hér væru á ferðinni fqrskólanemendur á fyrsta ári í MHÍ, en þó mun það hafa verið sannfæring margra þeirra, að aldrei hafí veirð gerðir merki- legri hlutir í myndlist frá því að sögur hófust! Sums staðar mátti jafnvel ætla að meðal námsgreina væri sú athöfn að ganga um götur borga með skilti á bak og fyrir, mótmæla stríðinu í Víetnam og boða byltinguna, og gerðu hinir eldrauðustU fátt annað. En engar sögur fara af því, að íslendingar, er luku prófum ytra á þessum árum, hafi snúið aftur í skólana eftir að prófessorarnir gerðu uppreisn gegn ástandinu og snéru taflinu við, Sem betur fer -komust róttæku öflin ekki til valda í stjórnarkerf- inu, en það gerðu þau hins vegar í mennta- og listakerfinu, sem gjalda þeirrar ósveigjanlegu mið- stýringar og forræðishyggju enn þann dag í dag, þrátt fyrir nötur- lega útréið þeirra stefnumarka um víða veröld. Hinar svonefndu rauð- sokkahreyfíngar gengu og sums staðar svo langt að hafna karlpen- ingnum svo algerlega, að þær stofnuðu kvennakommúnur og eins og róttæklingar sáu sér lesb- íur hér á leik á borði og einkum Frá uppfærslu Leikfélags Kópavogs á söngleiknum „Hárið" í Glaumbæ 5. apríl 1971. Myndin hefði allt eins getað verið tekin á dansleik á staðnum, svo einkennandi er hún fyrir andrúm tínia- bilsins. Rauðsokkur funda í Norræna húsinu 19. febrúar 1971. kvað rammt að því í Danaveldi, þar sem allt var fyrir opnum tjöld- um og líf kvenna með konum var lofsungið og prísað. Hugtakinu frelsi í ástum var og ákaft blótað og því fylgdi taumlaust kynlíf með opnum hjónaböndum, makaskip- um, hópsex m.m. Engin er rós án þyrna, að því er sagt er, og afleiðingarnar létu ekki á sér standa, einkum fóru blómabörn Kaliforníu illa út úr hlutunum. Hundruð þúsunda eiga að hafa yfirgefið heimili sín og lent í vergangi m.a. farið til Ind- lands á vit alsælunnar en endað í göturæsunum sem fæða nagdýra. Og að sjálfsögðu hafði hið vilta ástalíf sínar afleiðingar eins og önnur tímabil siðferðilegrar upp- lausnar í sögu mannsins. Trúarofstæki átti og miklu fylgi að fagna ekki síður en róttæknin, og óprúttnir gúrúar, sem sumir höfðu aldrei komið til Indlands, en voru sjálfskipaðir frelsarar afvega- leiddra sálna, þénuðu miljarða á trúgirni fólks og dollarastreymið í leynireikninga í Sviss var á við stórfljót. Á þessum árum fékk ég heim- sókn af einkar ljúfu og myndarlegu pari frá París, sem fékk að búa í vinnustofu minni í fáeina daga. Fyrir vikið munaði minnstu að ég missti húsnæðið, því að konurnar í húsinu urðu felmtri slegnar, og þetta fólk var að auk gert aftur- reka úr Naustinu vegna litríks klæðaburðar og síða hársins. Parið var annars afskaplega menningar- legt, hreinlátt og indælt í viðkynn- ingu, en gekk að vísu fyrir maríjú- ana og hassi, að ég síðar sann- reyndi. Vinur minn í París, sem mælti með fólkinu rakst einhverjum árum seinna á manninn, sem var góður vinur hans, í göturæsinu í Kalkútta að mig minnir. Hann var þar að betla og þessi stóri stæði- legi maður var nú ekkert annað en skinin beinin og hinar fallegu og skjannahvítu tennur kolsvartar og brunnar niður í góm af eitur- lyfjaneyslu. I Kaliforníu urðu afleiðingarnar hroðalegar, með því að sú eitur- lyfjarækt sem hófst í hlíðum fjall- anna, er enn þann dag í dag yfir- gripsmikið og nær óyfirstíganlegt vandamál og varð ógæfa milljóna. Dæmi um hörmulegar afleiðing- ar hér á landi eru einnig til, en hvergi nærri í sama mæli og ytra, en líf sumra hrundi í rúst og aðrir lentu á geðveikrahælum til styttri sem lengri dvalar, sumir jafnvel ævilangrar. Enn fleiri einkennir hægur og slitróttur hugsanagang- ur og skert einbeitingarhæfni líkt og gerist hjá gamalmennum. Upphafning og dýrkun sjálf- hverfrar ímyndar var það sem ein- kenndi tímana og var sem menn hefðu höndlað nafla heimsins og enn þann dag í dag eiga menn t.d. í listum, erfitt með að viðurkenna að eitthvað annað hafi verið að gerast um langt árabil, en sem þróaðist í hugarheimi þeirra og samherja heima sem erlendis. A stundum er þetta sem bergmál frá manninum sem sagði „Guð, er það ekki ég!" Það er sem sagt sýnishorn anga þessarar hreyfingar sem verið er að kynna í nokkrum herbergjum efri hæðar Prófessorsbústaðarins í Árbæjarsafni og stendur sýningin út árið. Byggist sýnishornið fyrst og fremst á ýmsum munum er ein- kenndu tímabilið 1968-72 auk fjölda ljósmynda. Auk þess fylgir sýningarskrá með annáli helstu viðburða frá ári til árs. Á sýningunni kemur vel fram, sem rétt er, að tímabilið losaði um hömlur hjá ungu kynslóðinni, en þá þróun mátti rekja allt aftur til Bítlafíðringsins, er heltók svo marga. Öfgafullur klæðaburður, villt geim og neysla léttra vímuefna náðu vafalítið hámarki á þessum árum ásamt hinu jákvæða við fjöldahreyfinguna, en afleiðingarn- ar áttu enn eftir að gera vart við sig. Sýningin er því réttnefni og forvitnileg til skoðunar. Húri er í sex herbergjum og í einu þeirra eru Ijósmyndir en gegnt því og í stærra herbergi hefur ver- ið útbúin verzlunargata. Þar næst kemur hippaherbergi og gegnt því er brugðið^ upp svipmyndum frá Glaumbæ. I hinum tveim herbergj- unum eru svo sýnd einstök heimili sem voru einkennandi fyrir hippa- tímabilið. Þetta getur varla talist viðamik- il sýning, enda leyfa húsakynnin það því miður ekki, en bregður engu að síður upp forvitnilegri og sannverðugri mynd af tímabilinu. Enginn sem kemur í Árbæ má láta sýninguna fram hjá sér fara. Sannast sagna, er framkvæmdin drjúg ástæða til að bregða sér á staðinn í því augnamiði einvörð- ungu annars vegar, að rifja upp þetta sérstæða tímabil, en hins vegar og þá helst hvað yngstu kynslóðir snertir, að kynnast því. 4- **& x TEPPI FLÍSAR BÚTAR DÚKAR KORKUR PARKEn MOnUR 0G FL 0G FL r^ TEPPABUÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950 ¦'.*.- ¦ - '- ¦ ¦ ¦ --..- ."-¦^^ .—-~- ¦ Mmp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.