Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992 „Heggur sá er hlífa skyldi“ Um stjórnvöld og r eftir Ólínu Þorvarðardóttur íslenskir námsmenn eiga undir högg að sækja um þessar mundir. Verið að skerða möguleika þeirra til náms með hörðum niður- skurðaraðgerðum í Háskóla Is- lands. Frá og með haustinu mega þeir sömuleiðis sæta þungri skerð- ingu námslána sem kemur harðast niður á barnafólki og nýnemum. Og nú síðast hafa borgaryfirvöld ákveðið að þeim sé ekki of gott að taka á sig allt að 50% hækkun dagvistargjalda umfram alla aðra. Já, er nema von þótt menn spyrji hvers þessi þjóðfélaghópur eigi að gjalda? Flaustursleg gjaldhækkun Síðasta stjórnvaldsaðgerðin sem ég nefndi, hækkun dagvistar- gjalda, var ákveðin á aukafundi stjómar Dagvistar barna hinn 21. ágúst síðastliðinn og staðfest í borgarráði fjórum dögum síðar. Hún felur í sér að stúdentar greiða sama gjald og einstæðir foreldrar fyrir fjögurra klst. vistun en síðan fer gjaldið stighækkandi og er orðið 50% hærra við heilsdagsvist- un. Svo mikið lá á að koma hækk- uninni í framkvæmd að haldinri var sérstakur aukafundur í stjóm Dagvistar bama með örskömmum fyrirvara, svo stúdentar, sem eiga einn áheymarfulltrúa í stjóminni þegar málefni þeirra ber á góma, höfðu vart ráðrúm til þess að bregðast við tíðindunum. A þessum sama fundi var kynntur samningur milli Félags- stofnunar stúdenta og Dagvistar rætur þeirra leita djúpt. Verður því að vanda sérlega vel til undir- búnings á jarðvegi og umfram allt þarf að koma í veg fyrir að vatn geti safnast undir beðinu. Ef gróðursetja á nokkrar rósir er því best að grafa u.þ.b. 60 cm djúpa gryfju og setja dálítið af grófri möl á botn hennar, sem síðan er losaður svo að mölin blandist vel saman við jarðveg- inn. Síðan er blandað nær '/4 hl. af gömlum lífrænum áburði sam- an við uppmoksturinn, einnig ögn af áburðarkalki eða krít sem get- ur verið til bóta. Sömuleiðis getur reynst vel að setja smávegis af vikri, einkum ef jörð er leirbor- inn. Stuðlar vikurinn að greiðari loftrás. Nokkuð af blöndunni er nú mokað ofan í gryfjuna en síð- an eru rósirnar gróðursettar þannig að ágræðslustaðurinn verði minnst 5-8 cm undir yfir- borði að gróðursetningu lokinni. Nauðsynlegt er að gróðursetja nokkuð fast og vökvá vel áður en alveg er lokið við að fylla með mold umhverfis plönturnar. Vöxtur stórblómstrandi rósa er breytilegur og ræðst vaxtarrýmið nokkuð með tilliti til þess. Vissar tegundir villtra rósa eru hér langtum ljúfari í ræktun en mjög kynbættar rósir. Auk þess mjög skemmtilegar í vexti og blómgun. Má þar nefna fjallarós, hjónarós, meyjarrós, ígulrós, geislarós og helenurós, einkum þó ýmsa blendinga þeirra t.d. Hansa, Moje Hammarberg og Grootendorst. Ó.V.H. Rós - drottn- ing blómanna Blóm vikunnar Ágústa Björnsdóttir 247. þáttur Að líkindum mun engin garð- planta njóta jafn mikilla vinsælda og rósin. Um aldir hefur hún verið dáð og oft nefnd „drottning blómanna". Ýmsir blómaunnend- ur sjá í rósinni ímynd kærleika, sakleysis, fegurðar og friðar. Hin þekkta Peace-rós, friðarrósin, skreytti salarkynnin á stofnfundi Sameinuðu þjóðanna á sínum tíma. Það eru fyrst og fremst hin skrautlegu ofkrýndu og blóm- stóru afbrigði rósa sem margir garðeigendur hafa gaman af að reyna að rækta. Slík afbrigði eru jafnan ágrædd á villirós. Stór- blómstrandi rósir eru hákynbætt- ir blendingar og er langt frá að þær geti talist harðgerðar garðp- löntur. Hvernig til tekst með ræktun rósa veltur ekki aðeins á því hvemig árar heldur fer það einnig mikið eftir vali, stærðarv- ali og undirbúningi og síðast enn ekki síst því hve mikið ræktand- inn leggur á sig við að vemda Hansa-rós - Rosa Rugosa Hansa. þær fyrir umhleypingasamri vetrarveðráttu. Afbrigði stórblómstrandi rósa em óhemju mörg og árlega bæt- ist álitlegur fjöldi nýrra í hópinn. í garðplöntustöðvum hér er rós- um ekki fjölgað, þess í stað em söluhæfar plöntur fluttar inn frá útlöndum. Vemlegur munur getur verið á afbrigðum, bæði er varðar sprettuhraða, blómgunargetu vetrarþolni. Hér skortir kannanir á þessu sviði sem innflytjendur rósa gætu síðan byggt innkaup sín á, til meira öryggis fyrir rækt- endur. Rósum verður skilyrðislaust að velja skýldan stað og bjartan þar sem þfer fá notið sólar sem best. Rótarkerfi rósa er gisið, en ámsmenn, vald og varnarleysi „Sjálf hef ég stundað margra ára háskóla- nám með fjögur börn og veit sem er að það hefði mér aldrei tekist nema vegna námslána og sveigjanlegrar dag- vistunar á viðráðanlegu verði.“ bama um Ieikskólauppbyggingu á háskólasvæðinu. Sá samningur hafði reyndar verið staðfestur í borgarráði mánuði fyrr og þótti ekki liggja meira á að kynna hann í stjóm Dagvistar bama en svo, að stjórnarmenn vom fyrst að bera hann augum á þessum ör- lagaríka aukafundi. í bakið á stúdentum Sjálfri létti mér þó talsvert er ég sá samninginn. Hann leit ósköp sakleysislega út og mér hafði ver- ið tjáð af stúdentum að hann væri þeim til hagsbóta. Að stofni til fjallar hann um leikskólauppbygg- ingu á háskólalóðinni. Þar er þó vikið að gjaldtöku fyrir leikskóla- vist og segir í 7. grein: „... um vistgjöld gilda þær reglur sem al- mennt eru í gildi hjá rekstrarað- ila“. Eins og þeir vita sem til þekkja þá hefur sú almenna regla verið höfð í heiðri að háskólanem- ar greiði sömu dagvistargjöld og einstæðir foreldrar, enda hafa þeir haft forgang að heilsdagsvistun líkt og þeir. Nú hafa meirihlutafulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn Dag- vistar barna og borgarráði hins- vegar kosið að túlka umrætt ákvæði á þann veg að stúdentum beri að greiða það „sama og aðr- ir“ fýrir þá vistun sem fer umfram 4 klst. á dag. Þessir „aðrir“ sem talað er um em giftir foreldrar leikskólabarna sem eiga ekki kost á heilsdagsvistun. Samanburður við þá er því ekki marktækur því hækkunin gildir um þjónustu sem giftir njóta ekki. Hinn viðmiðunar- hópurinn, einstæðir foreldrar, hef- ur áratugum saman greitt það sama og stúdentar fyrir heilsdags- vistun bama. í bókun sem sjálfstæðismenn lögðu fram á umræddum stjórnar- fundi, ákvörðun sinni til varnar, er látið að því liggja að stúdentar hafí sjálfviljugir undirgengist gjaldahækkunina með undirritun samningsins sem fyrr er nefndur. í bókuninni segir að „fullt sam- komulag" hafí verið „um öll efnis- atriði samningsins, milli samn- ingsaðila“. Hér er hinsvegar um tvö óskyld mál að ræða, eins og menn hljóta að sjá ef þeir líta á ákvæði 7. greinar. Gjaldahækkun- in var sjálfstæð samþykkt, óháð samningnum eins og kemur fram í fundargerð stjórnar Dagvistar bama, enda hafði samningurinn löngu verið staðfestur í borgar- ráði. Gjaldahækkunin ekki. Mismunun þjóðfélagshópa Önnur veikburða röksemd fyrir hækkuninni er sú að borgin hafí með umræddum samningi tekið að sér „umtalsverða fjölgun leik- skólarýma og jafnframt nýja möguleika á dvalartíma barna Ólína Þorvarðardóttir stúdenta", eins og segir orðrétt í bókun meirihlutans. Hér er því með öðrum orðum haldið fram að háskólanemum beri að taka á sig aukinn kostnað af leikskólaupp- byggingu borgarinnar. Með sömu rökum mætti segja að ef nýr leik- skóli ris í Breiðholtshverfi beri Breiðhyltingum að greiða hærri leikskólagjöld en íbúum annarra hverfa. Slíkt er að sjálfsögðu frá- leitt. Það stangast fullkomlega á við hlutverk borgarinnar sem þjón- ustuaðila að íþyngja einum hópi öðrum fremur vegna aukinnar leikskólauppbyggingar. Og síst er það sæmandi sjálfstæðismönnum að leggja byrðarnar á bök stúd- enta, eftir allt sem á undan er gengið. Þriðja fjarstæðan í þessu máli er sá fyrirsláttur að „allar“ skoð- anakannanir sýni að „6 klst. séu sá dvalartími barna á leikskólum sem meirihluti foreldra óski eftir og telji sig hafa þörf fyrir“. Stað- reyndin er nú sú að engin marktæk könnun hefur verið gerð á dagvist- unarþörf stúdenta. Væri það þó löngu tímabært og stæði borgaryf- irvöldum nær að kanna óskir og þarfir námsmanna í þessu efni, en að stýra eftirspum þeirra eftir heils- og hálfsdagsvistun með verðlagningu, án tillits til þarfar. Forréttindi eða mannréttindi? Hér er á 'ferðinni afgerandi stefnubreyting sem í eðli sínu er stórpólitískt mál. Það hefur verið þegjandi samkomulag áratugum saman að viðurkenna þörf náms- manna fyrir dagvistun og taka til- lit til sérstæðra aðstæðna þeirra. Sjálf hef ég stundað margra ára háskólanám með fjögur börn og veit sem er að það hefði mér aldr- ei tekist nema vegna námslána og sveigjanlegrar dagvistunar á við- ráðanlegu verði. Til eru þeir sem halda því fram að námsmenn eigi ekki að njóta neinna „forréttinda“. Þeir hinir sömu virðast ekki líta á nám sem vinnu, né heldur á menntun sem verðmæti. Þeir sem sjá ofsjónum yfir lánveitingum til námsmanna vilja gleyma því að allan sinn námstíma eru stúdentar að safna skuldum. Þeir eru ekki að vinna sér í haginn efnahagslega, enda þótt þeir geti framfleytt sér á lán- unum, því alltaf kemur að skulda- dögum. Venjulegur námsmaður lifir engu lúxuslífi. Öfgafull dæmi um stúdenta á nýjum bílum í fríu húsnæði foreldra sinna sem fjár- festa í hlutabréfum fyrir námslán- in eru ekki sanngjarn málflutning- ur. Það vitum við sem höfum brot- ist í gegnum háskólanám með börn á framfæri. Og víst er að þeir sem vilja ekki gera greinarmun á náms- mönnum og „öðrum“ eru í hróp- legri mótsögn við sjálfa sig, því í reynd telja þeir að námsmönnum sé ekkert of gott að sæta fram- færsluskerðingu, hækkun gjalda og rýrari valmöguleikum til náms. Ég spyr hvemig þeim hinum sömu brygði við slíka meðferð? Hrædd er ég um að þá heyrðist hljóð úr horni einhvers og áreiðanlega léti almennt launafólk ekki bjóða sér þá útreið sem námsmenn hafa mátt sæta. Námsmenn eiga því miður fárra kosta völ. Þeim gagnar lítið af fara í verkfall og þeir hafa engan samningsrétt. Þeir geta beðið sér griða, en það er undir valdhöfun- um komið hvort þeir ganga bón- leiðir til búðar. Nú hefur það gerst að stjórnvöld hafa reitt til höggs enn á ný og sannast þar hið fom- kveða að „heggur sá er hlífa skyldi“. Höfundur er borgarfulltrúi Nýs vettvangs. -----»-■■»■ »- Félag nudd- fræðinga stofnað FÉLAG íslenskra nuddfræðinga var stofnað 20. ágúst sl. Markmið félagsins er að vera fagfélag nuddfræðinga sem út- skrifast úr nuddnámi sem félagið viðurkennir. Stjórn skipa Rafn Geirdal formaður, Valdís Þórðar- dóttir varaformaður, Guðrún Oddsdóttir ritari og Hjördís Guð- mundsdóttir gjaldkeri. Félagið er lögskráð af Hagstofu íslands. BÍLASÝNING í DAG KL10-14 Komið og skoðið það nýjasta frá MAZDA! -------RÆSIR HF I SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVlK S. 61 95 50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.