Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. AGUST 1992 21 DINGA tavið tndinu að menn hafí þann félagsþroska til að bera þeir erfí. það ekki þó að kosið hafí verið á milli staðanna, menn standa jafnuppréttir á eftir," sagði Björn Sigurbjörnsson, sem kjörinn var formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Björn sagðist vænta þess að starfsemi hinna nýju samtaka yrði heilladrjúg og að tekin hefði verið rétt ákvörðun með því að skipta Fjórðungssambandi Norðlendinga upp í tvö smærri samtök. „Það var einkum tvennt sem pirr- aði menn varðandi fjórðungssam- bandið, annars vegar fannst mörg- um það of stórt og hins vegar að kostnaður við rekstur þess væri heldur mikill. Væntanlega verður breyting á þessu með tilkomu smærri eininga," §agði Björn. Varðandi þau verkefni sem fram- undan væru nefndi Björn að sameining sveitarfélaga væru mönnum ofarlega í huga og yrði á næstunni farið að skoða þau mál af kostgæfni á vegum hinna nýju samtaka. Aðrir í stiórn hinna nýstofnuðu samtaka, SSNV, eru Bjarni Þór Einarsson, Hvammstanga, Sigfríð- ur Angantýsdóttir, Hólum í Hjalta- dal, Björn Valdimarsson, Siglufírði, og Magnús B. Jónsson, Skaga- strönd. i erfið £gðina Srðungssambandsins Kristjánssoii er hann flutti skýrslu formanns Fjórðungssam- bands Norðlendinga á þingi þess í gær. Síðasta þing Fjórðungssambands- ins var sett í Grunnskólanum á Hvammstanga í gær, en samband- inu hefur nú verið slitið og tvö ný samtök sveitarfélaga á Norðurlandi stofnuð þess í stað, annars vegar Samband sveitarfélaga á Norður- landi vestra, SSNV og hins vegar Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Eyþing. Fjórð- ungssamband Norðlendinga var stofnað fyrir 47 árum og síðasta -þing þess, sem nú stendur yfir á Hvammstanga er hið 34. í röðinni. í máli Hilmars kom fram að starfsemi sambandsins hefði mark- að djúp spor í þróun sveitarstjórnar- mála á íslandi, því hefði vegna stærðar sinnar tekist að hafa áhrif á mikilvægar ákvarðanir stjórn- valda varðandi lög um málefni sveitarfélaga, en þar mætti nefna lagasetningu um tekjustofna sveit- arfélaga og um verkaskiptingu rík- is og sveitarfélaga. „Oft á tíðum hafa sveitarstjórn- armenn haft á orði að starf okkar hafí einkennst af of miklu pappírs- flóði og ályktunum, sem erfítt hefur verið að fylgja eftir. Það er hins vegar mín skoðun að þegar frá líð- ur þá standi eftir sú einfalda stað- reynd að samtök okkar hafi öðrum fremur skilað árangri," sagði Hilm- ar í skýrslu sinni. Morgunblaðið/Þorkell Halldóra Jónsdóttir aðstoðarritstíóri, Hrefna Arnalds ritstjóri, Leó E. Löve formaður stjórnar ísafoldar- prentsmiðju og Ingibjörg Johannesen ritstjóri kynna nýju dansk-íslensku orðabókina. Evrópumót í skák Sigurður end- aðií21.sæti SIGURÐUR Daði Sigfússon endaði í 21. sætí á Evrópumóti ungiinga í skák með 5 vinninga af 11 möguleg- um. Evrópumeistari varð Hvitrúss- inn Alexkandrov. Sigurður Daði tefldi við Hollending- inn Jaap de Jager í 11. og síðustu umferð. Eftir skiptamunsfórn fékk Sigurður góða stöðu og varð Hollend- ingurinn að gefast upp í 40. leik þeg- ar mát blasti við. Alexandrov varð Evrópumeistari eins og áður sagði með 9 vinninga. I öðru sæti urðu Borovikov frá Úkraínu og Reinderman frá Hollandi. Boro- vikov var að keppa á sínu fyrsta al- þjóðlega móti og átti möguleika á að vinna það með sigri í síðustu umferð. Það hefði orðið í fyrsta skipti sem stigalaus skákmaður ynni þetta mót. Ný dönsk-íslensk orðabók komin út hjá Isafoldarprentsmiðjunni 500 krónum ódýrara að prenta hvert eintak í Belgíu en hér NÝ IJÖNSK-ÍSLENSK orðabók er komin út hjá Isafoldarprentsmiðjunni hf. í bókinni sem er 977 síður að stærð eru 45.000 uppflettiorð. Ritstjór- ar bókarinnar eru Ingibjörg Johannesen og Hrefna Arnalds og aðstoðar- ritstjóri Halldóra Jónsdóttir. Auk þeirra uiinu fjölmargir aðilar meira og minna að bókinni, alls nær 100 manns. Ýmsir sjóðir, einkum danskir, hafa styrkt útgáfu bókarinnar. Þetta er þriðja dansk-íslenska orða- bókin sem kemur út á vegum ísafold- arprentsmiðju. Hina fyrstu þeirra gaf Björn Jónsson ritstjóri út árið 1896. Vinna við nýju orðabókina hófst haustið 1984. Leó E. Löve, stjórnar- formaður ísafoldarprentsmiðju, segir að hann hafi orðið var við þau við- horf á þeim tíma sém unnið hefur verið að bókinni að þarflaust væri að gefa út hérlendis aðrar orðabækur en ensk-íslenskar. Hann kveðst vera ann- arrar skoðunar, því að einn liður í því að vernda íslenska tungu sé að fólk hafi kynni af fleiri erlendum tungu- málum en ensku og nái valdi á þeim. Auk þess sé augljóst að kunnátta í dönsku greiði götu íslendinga bæði í Noregi og Svíþjóð auk Danmerkur. Hrefna Arnalds og Ingibjörg Johannesen, ritstjórar orðabókarinn- ar, eru báðar fyrrum menntaskóla- kennarar í dönsku. Þær segja að í því starfi hafi þær orðið áþreifanlega var- ar við þörfina á nýrri dansk-íslenskri orðabók. Orðaforða nýju bókarinnar byggja þær Hrefna og Ingibjörg eink- um á Nudansk Ordbog nema hvað tölvumál snertir. Við val á orðum sem tengjast tölvum nutu þær aðstoðar Stefáns Briems eðlisfræðings sem valdi 5-600 slík orð í bókina. Þær Hrefna og Ingibjörg benda á að þessi orð séu alþjóðleg og nýtist því við þýðingar úr fleiri tungumálum en dönsku. Hrefna segir að við gerð bókarinnar hafi verið notað auðskilið hljóðritunar- kerfi sem eigi að auðvelda íslending- um að ná valdi á dönskum fram- burði. Þetta hljóðritunarkerfi tekur mið af hljóðgildum íslenskra bókstafa að eins miklu leyti og unnt er. Við hönnun á útliti bókarinnar segir Hrefna að þess hafi verið vandlega gætt að hún yrði handhæg og að- gengileg. Heildarkostnaður við útgáfu orða- bókarinnar nemur að sögn Leós E. Löve 50-60 milljónum króna auk fjár- magnskostnaðar. ísafoldarprent- Morgunblaðið/Björn Blöndal Thomas F. Hall, flotaforingi og fyrrverandi yfirmaður varnarliðsins til vinstri ásamt eiginkonu sinni Barböru Ann Normann og nýi yfirmaðurinn Michael D. Haskins, flotaforingi ásamt eiginkonu sinni Joanne Nesline skera fyrstu sneiðina af hátíðartertunni á hefðbundinn hátt. Keflavíkurflugvöllur Nýr yfirmaður varnarliðsins Keflavík. YFIRMANNASKIPTI urðu hjá varnarliðinu á Kefiavíkurflug- velli í gær þegar Michael D. Haskins flotaforingi tók við stöðunni af Thomas F. Hall flotaforingja. Athöfnin fór fram með mikilli viðhöfn að viðstðdd- um íslenskum embættismðnn- um, sendiherrum og öðrum gestum. Við athöfnina lék hljómsveit Atlantshafsflota Bandaríkjanna i Norfolk ásamt sekkjapípuleikurum úr liljóm- sveit breska flughersins í Kin- loss í Skotlandi sem liingað komu sérstaklega af þessu til- efni. Thomas F. Hall flotaforingi var skipaður 22. yfirmaður varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli 16. maí 1989, en á árunum 1982-85 var hann herráðsforingi yfirmanns flugdeildar flotans sem er anhað starf yfirmanns varnarliðsins og samtals hefur hann eytt fjórðungi af starfstíma sínum í bandaríska flotanum við störf hér á landi. Forseti íslands sæmdi Hall flota- foringja stórriddarakrossi með stjörnu hinnar íslensku fálkaorðu í sumar og við athöfnina í gær var hann sæmdur orðunni „Defense Superior Service Medal" fyrir vel unnin störf. -BB smiðja hefur fengið alls 10-15 milljón- ir í styrki til verksins. Þar af veitti Ragnhildur Helgadóttir í ráðherratíð sinni sem menntamálaráðherra útgáf- unni styrk til vinnslu bókarinnar sem nam einum launum menntaskólakenn- ara í þrjú ár. Carlsbergfondet, Dronn- ing Margrethes og Prins Henriks Fond, Kong Frederiks og Dronning Ingrids Fond til humanitære og kultu- relle Formál, Fondet for Dansk- . Islandsk Samarbejde, danska mennta- málaráðuneytið og Menningarsjóður Norðurlanda veittu einnig styrki til útgáfunnar. Leó E. Löve segir að það hafi óneit- anlega verið svolítill fjárhagslegur baggi fyrir útgáfuna að hafa þetta mikla verk í vinnslu í átta ár án þess að hafa af þvi tekjur. Eigi að síður segir hann að verði bókarinnar sé stillt í hóf eftir föngum en hún kostar 9.980 krónur í bókaverslunum. Bókin var fullunnin til prentunar hérlendis en prentun og bókband var unnið af OPDA í Antwerpen í Belgíu. Leó E. Löve segir að við verðkönnun hafi komið í ljós að prentun og band á bókinni hérlendis hefði orðið 500 krónum dýrara á eintak en hjá belg- íska fyrirtækinu. Þessi munur á fram- leiðslukostnaði þýðir að smásöluverð bókarinnar hefði orðið allt að 1.000 krónum hærra hefði hún verið prentuð , og bundin hérlendis. Fyrsta upplag nýju orðabókarinnar er 6.000 eintök. ¦» * »------------------ Hallgrímskirkja *ll.starfsár Mótettukórsins MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju er um þessar mundir að hefja 11. starfsár sitt. Þetta starfsár mótast töluvert af vígslu nýja orgelsins sem verið er að setia upp í Hall- grímskirkju. Bæði mun kórinn taka virkan þátt í vígslunni og efnisskrá kórsins eftir áramót mun að nokkru leyti taka mið af þeim nýju möguleikum sem koma orgelsins hefur í för með sér. Fram að jólum mun_ Bernharður Wilkinson leysa Hörð Áskelsson af sem stjórnandi kórsins. Á dagskrá vetrarins eru tónleikar . í lok nóvember, þar sem kórinn leggur áherslu á að kynna breska kórtónlist. Þá verður kórinn með jólatónleika milli jóla og nýárs. Eftir jól tekur kórmn m.a. þátt í fjórðu Kirkjulistahá- tíðinni í lok maí auk þess sem stefnt er að tónleikaferð til Þýskalands í ágúst 1993. Kórinn skipa að jafnaði um 50 söngvarar. Á þessu hausti er hægt að bæta við nokkrum félögum. Radd^. próf fyrir þá sem hefðu áhuga á að syngja með kórnum verða haldin mið- vikudaginn 2. og fimmtudaginn 3. september kl. 17-19 í Hallgrímskirkju auk þess sem þar er hægt að fá nán- ari upplýsingar um starf kórsins. (fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.