Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 18
18 IA.I OIQi . 3 [OM___ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992 Kúba „Fídel litli" verður Kastró til skammar RÚSSNESKA dagblaðið Nezavísímaja Gazeta hefur skýrt frá því að Fídel Kastró Diaz-Balart, sonur Fídels Kastrós Kúbuleiðtoga, sé nú í stofufangelsi og eigi yfir höfði sér réttarhöld og hugsan- Iega dauðadóm vegna fjárdráttar. Fídel Kastró yngri er á Kúbu kallaður „Fidelito", eða „Fídel litli", til aðgreiningar frá föðurnum. Hann er kjarneðl- isfræðingur, menntaður í Sov- étríkjunum fyrr- verandi. Málgagn Kúbustjórnar, Granma, greindi frá því 17. júní að „Fídel litla" hefði verið vikið frá sem yfirmanni kúbver- skrar kjarnorku- Fídel Kastró stofnunar, sem Kúbuleiðtogi Sovétríkin fjár- mögnuðu áður en þau liðu undir lok. Þetta er það eina sem fjölmiðl- ar á Kúbu hafa haft um málið að segja til þessa. Síðan hefur ekkert sést til „Fíd- els litla", hvorki í heimalandinu né á Spáni þar sem hann mun hafa verið í nánu sambandi við dóttur iðnjöfurs. Fídel Kastró eldri stað- festi frétt Granma -þegar hann heimsótti fæðingarstað föður síns í Galiciu í norðvesturhluta Spánar í síðasta mánuði. Hann sagði að syni sínum hefði verið vikið frá vegna „getuleysis" en fékkst ekki til að ræða málið frekar við spænska blaðamenn. Nezavísímaja Gazeta skýrði hins vegar frá því á dögunum að „Fídel litli" væri nú í stofufangelsi og yrði líklega sóttur til saka. Hann hefði dregið sér 5 milljónir dala, 270 milljónir ÍSK, sem áttu að renna til kjarnorkustofnunarinnar. Blaðið telur að aðeins tvennt geti skýrt handtöku „Fídels litla": ann- aðhvort hafí Kúbúleiðtoginn fyllst örvæntinu og talið sig neyddan til að „fórna" eigin syni vegna pólití- skrar og efnahagslegrar einangr- unar Kúbustjórnar, eða að hann hafi ekki vitað af handtökunni, sem hafi þá verið liður í samsæri um að neyða hann til að segja af sér. Hugsanlegt er talið að bróðir Kúbu- leiðtogans, Raul Kastró varnar- málaráðherra, hafi átt aðild að samsærinu. Að sögn breska dagblaðsins The Independent hefur orðrómur verið á kreiki á meðal stjórnarerindreka í Madrid um að forsætisráðherra Galiciu, Manuel Fraga, hafí boðið Kastró þangað til að fá hann til að setjast þar í helgan stein. „Vissulega hefur spænska stjórnin sagt að hann sé velkominn hingað og Galicia er land foreldra hans," sagði Fraga aðspurður um þetta. Milan Panic á blaðamanna- fundinum eftir að friðarráð- stefnunni í Lundúnum lauk en þar sagðist hann myndu krefjast afsagn- ar Slobodans Milosevics for- seta færi hann ekki eftir sam- þykktum Lund- únaráðstefn- unnar. Lundúnaráðstefnan um frið í Júgóslavíu Reuter Panic býður Milosevic forseta Serbíu birginn Lundúnum. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarítara Morgunblaðsins. MILAN Panic, forsætisráðherra hinnar nýju Júgóslavíu, Serbíu og Svartfjallalands, kom fundarmönnum á Lundúnaráðstefnunni um málefni fyrrum lýðvelda sambandsríkisins rækilega á óvart á fímmtu- dag er hann þaggaði á ódiplómatiskan hátt niður í Slobodan Mi- losevic, forseta Serbíu. Milosevic hugðist tjá. sig um Kosovo-hérað í Serbíu en Panic tilkynnti honum að hann einn hefði umboð tíl að tala fyrir hðnd Serbíu og Svartfjallalands. JUGOSLANESKIR FLOTTAMENN Milosevic þagnaði en muldraði svo viðstaddir heyrðu að Panic ætti ekki að verða sér til skammar. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagðist aldrei hafa orð- ið vitni að öðrum eins orðaskiptum á fjölþjóðlegri ráðstefnu. Panic tók við embætti forsætis- ráðherra hinnar nýju Júgóslavíu í sumar og hefur hingað til verið talinn handgenginn Milosevic en hann er það sýnilega ekki lengur. Hann kom fundarmönnum á óvart í gær þegar hann boðaði stefnu- breytingu stjómvalda í Belgrad undir sinni forystu og sagðist sjálf- ur ætla að leiða baráttuna gegn þeim sem kynnu að brjóta í bága við samþykktir Lundúnaráðstefn- unnar en þeim erætlað að stuðla að friði í Bosníu-Herzegóvínu. Panic var svo bjartsýnn og stórorður um frið, lýðræði og framtíðarsamvinnu ríkjanna sem áður mynduðu Júgó- slavíu að blaðamenn sem hlýddu á mál hans flissuðu. Hann sagði þjóð- arrembing aðeins eiga heima á knattspyrnuvöllum og í kokkabók- um og kvað viðskiptafrelsi eina sanna frelsið, án þess væru allir heftir. Sjónvarpskona frá Belgrad hristi höfuðið eftir yfirlýsingar Panics og sagði daga hans í emb- ætti talda. „Hann er alltof mikill lýðræðissinni fyrir afturhaldsöflin í Serbia," sagði hún. Hörð valdabarátta bíður Panic í Belgrad. Hann hefur mikið fylgi samkvæmt skoðanakönnunum en Milosevic og fylgismenn hans hafa völdin. Forseti Serbíu virtist langt niðri á fimmtudagskvöld og hótaði að segja af sér en fáir búast við að hann gefist upp og láti í minni pokann fyrir Panic, auðmanninum sem sneri heim til föðurlandsins frá Þýskaland Austurrfki Ungverjaland Svíþjóð Sviss ítalia Tyrkland Holland Noregur Danmörk Samveldið Pólland Frakkland Bretland Lúxemborg Rnnland Spánn Tékkóslóvakla Grikkland Önnur lönd SAMTALS 200.000 50.000 50.000 44.167 17.573 7.000 7.000 6.300 2.331 1.637 1.500 1.500 1.108 1.100 1.000 982 870 120 97 7 30.000 424.292 Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur skoraö á ríkissljónir allra landa að opna dyr sínar fyrir flóttafólki frá fyrrum lýðveldum Júgóslavíu Heimilá UNHCR Kaliforníu. Aðspurður Panic gerði lítið úr tali um valdabaráttu. Hann sagði valdabaráttu aðeins geta átt sér stað milli jafningja og gerði þar með lítið úr Milosevic forseta. Panic sagði almenning langþreyttan á strfði og' efnahagsþrengingum og kvaðst sannfærður um að stefna hans og stjórn yrði ofan á hinni nýju Júgóslavfu. Uppeldisstofnun í Austur-Þýskalandi kommúnismans Mannvonska og grimmd í „þrælabúðum fyrir börn" Torgau. Reuter. LITLAR sögur fóru lengstum af uppeldisstofnuninni, sem rekin var í Torgau í Austur-Þýskalandi, sem áður var, en með hruni kommúnismans var hulunni svipt af starfseminni. Hún einkennd- ist af grimmd og mannvonsku og um stofnunina er nú talað sem „þrælabúðir fyrir börn". Það var Margot Honecker, eiginkona Erichs Honeckers, leiðtoga austur-þýskra kommúnista, sem kom stofnuninni á fót, en ólíklegt þykir, að hún verði Iátin svara til saka. Hún býr nú hjá dóttur sinni í Chile. Börnin og unglingarnir, sem haldið var á stofnuninni, gerðu allt til að vera flutt í burtu, gleyptu málningu, brutu ljósaper- ur uppi í sér og kveiktu í rúmföt- unum en allt kom fyrir ekki. Þeim var þá bara refsað, lokuð inni í dimmum og þröngum kjallara- klefum í nokkra dagá eða send út í frostið hálfber og skipað að leika knattspyrnu tímunum saman. Meðalið var ofbeldi Iir.íí?í í skýrslu óháðrar rannsóknar- nefndar frá 1990 um ástandið á stofnuninni segir, að aðstæðurþar hafi í mörgu verið verri en í fáng- elsunum þótt unglingarnir hafí aldrei verið formlega ákærðir eða dæmdir. „Tilgangurinn var sagð- ur endurhæfing og uppeldi en meðalið var ékki félagsleg og sál- fræðileg hjálp, heldur ofbeldi. Það var reynt að brjóta unglingana niður andlega," segja skýrsluhöf- undar. Wolfgang Geppert, bæjarfull- trúi í Torgau, vonast til, að unnt verði að kalla Margot Honecker fyrir dóm en presturinn og bæjar- fulltrúinn Matthias Grimm er van- trúaður á það. Segir hann ólfk- legt, að nokkur skjöl muni fínnast, sem sanni á hana sök. „Hjálpaðu mér, mamma" Mannvonskan tók á móti ungl- ingunum sama dag og þeir komu í skólann, sem kallaður var. Fyrsta verkið var að setja þá í þriggja daga einangrun og klefa- veggirnir eru útkrassaðir í neyð- arópum unga fólksins. „Hjálpaðu mér, mamma" hefur stúlka að nafni Nicole krotað á einn vegginn og annars staðar stendur „Gráttu ekki, mamma". „Skólinn" minnir um margt á sögu eftir Charles Dickens. Ungl- ingarnir voru lokaðir inni á ömur- legum verkstæðum þar sem þeir unnu við að smíða lampa eða lukt- ir fyrir kafbátaflota Varsjár- bandalagsins og á kvöldin var þeim vísað inn í yfírfullan svefn- sal. Strangur heragi gilti um allt og sá, sem gerði sig sekan um að kvarta yfír lélegum mat, var neyddur til að éta þrefaldan skammt. Aðeins augnagotur milli stúlkna og ^drengja voru næg ástæða fyrir margra daga ein- angrun í klefum, sem flæddu þeg- ar mikið var í Saxelfi. Flóttatilraunir og sjálfsmorð „Unglingarnir reyndu oft án árangurs að flýja að næturlagi," segir Geppert og hann telur, að einu sinni þegar hliðið stóð opið hafi einn drengurinn fórnað lífi sínu til að hjálpa félögum sínum Margot og Erich Honecker. við flóttann. Margir skáru sig og meiddu í þeirri von, að þá yrðu þeir fluttir á sjúkradeildina þar sem flóttaaðstæður væru ef til vill eitthvað betri. Allt var þetta þó vonlaust enda rimlar fyrir öll- um gluggum, dyrnar sérstaklega styrktar og varðmenn með hunda úti fyrir. Vonleysið og örvæntingin ollu því, að margir sviptu sig lífi og einna mest sumarið 1989 þegar fréttist af flótta hundruða og þús- unda Austur-Þjóðverja til vesturs. „Unglingarnir vissu hvað um var að vera en sjálfum voru þeim all- ar bjargir bannaðar," segir Gep- pert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.