Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. AGUST 1992 17 Árbæjarsafn Vefstofa í Geysishúsi TEKIÐ hefur til starfa vefstofa á 2. hæð í Borgarhúsinu (áður verslunarhús Geysis) á Vestur- götu 1 í Reykjavík. Vefstofan er starfrækt í samvinnu við Arbæjarsafn. Með starfseminni er ætlunin að kanna, eftir því sem tök eru á, handtök, verkfæri og efni sem við- koma litun tóvinnu og vefnaði fyrri tíma á íslandi. Rekstur vefstof- unnar verður í höndum Sigríðar Halldórsdóttur og Áslaugar Sverr- isdóttur sem hafa fram til þessa aðallega sinnt viðhaldi þessara gömlu handverka með kennslu. Fyrst um sinn verður vefstofan opin mánudaga, þriðjudaga, fímmtudaga og föstudaga frá kl. 13.00 til 15.00. -----------? ? ?----------- Sjúkrahús Keflavíkur Jóhann ráð- inn fram- kvæmdastjóri JÓHANN Einvarðsson, fyrrver- andi alþingismaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Keflavíkurlæknis- héraðs og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja. Alls sóttu 19 um stöðu fram- kvæmdastjóra S.K. og H.S.S. Hæfnisnefnd heilbrigðis- ráðuneytisins úrskurðaði 10 umsækjendur hæfa til starfs- ins og þar af 2 hæfasta. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Kópavogshæli Ef að líkum lætur mun Geysishúsið verða gert upp á þann hátt að það líti út eins og á þessari mynd en liím var tekin árið 1907 þegar von var á konungi Islands og Danmerkur. Geysishúsið hýsir minningar liðinna tíma Morgunblaðið/RAX Það gefur á margt forvitnilegt að líta á sýningum í Geysishúsinu. Á mynd má sjá líkan af byggð í Kvosinni. Vona að húsið muni í framtíðinni þjóna sem upplýsinga- og kynningarmiðstöð — segir Ólafur Jensson umsjónarmaður hússins GEYSISHUSIÐ hefur nú um nokkurt skeið verið nýtt til sýninga- halds á vegum borgarinnar og ýmissa annarra stofnana og sam- taka. Reykjavíkurborg festi kaup á húsinu í ársbyrjun 1992 og fékk það afhent 1. maí. Fyrirhugað er að standa að umfangsmiklum endurbótum á húsinu og mun Ólafur Jensson, fyrrum framkvæmda- sljóri Byggingarþjónustunnar, hafa yfirumsjón með þvi starfi. Hann vonast til þess að þetta hús muni nýtast sem upplýsinga- og kynn- ingarmiðstöð í framtíðinni. Vinnuhópur kosinn af borgarstjórn hef- ur í þessu skyni starfað að gerð tillagna um framtíðarhlutverk hússins. Geysishúsið sem svo er kallað er í raun tvö sambyggð hús, Aðal- stræti 2 og Vesturgata 1, en þau voru reist árið 1855 af Robert Tærgesen kaupmanni. Síðan hefur verið rekinn fjölbreyttur verslunar- rekstur í húsinu. Waldimar Fisc- her, sem Fischersund er nefnt eft- ir, rak þar verslun til 1904 eða þangað til H.P. Duus kaupmaður keypti húsin. Húsin komust í eigu Mogensen lyfsala 1927 og þar hóf hann rekstur Ingólfsapóteks árið 1928. Hin síðustu ár hefur þar verið rekin verslunin Geysir. Miklar endurbætur fóru fram í kjölfar bruna árið 1977 og þá fengu húsin sitt núverandi útlit. Það var svo í ársbyrjun 1992 sem Reykjavíkurborg ákvað að kaupa húsin með það í huga að þau kynnu að nýtast^ sem- nokkurs konar safnahús. Ólafur Jensson var ráð- inn til að hafa yfirumsjón með end- urbótum og þeirri starfsemi sem fram færi í húsinu til bráðabirgða. „Húsin eiga sér ákaflega merka sögu og það er því mikilvægt að þau verði gerð upp. Þau verða að öllum líkindum klædd að utan í upprunalegri mynd og er sennileg- ast að fyrirmynd verði það útlitsem húsin höfðu árið 1907," sagði Ólaf- ur. „Ekki er enn ljóst hvert framtíð- arhlutverk húsana verður en hing- að til höfum við sett upp sýningar sem spegla sögu borginnar. Við höfum einnig verið með listsýning- ar og nýlega setti Árbæjarsafn upp rannsóknarverkstæði sem kanna á sögu vefnaðar á íslandi. Vefstofan verður opin almenningi í vetur og ég hvet alla að koma og kynna sér handtök, efni og þau verkfæri sem tengjast vefsögu." Meðal sýninga, sem settar hafa verið upp, er sýningin Aðalstræti — saga byggðar en að henni stóðu Árbæjarsafn og Borgarskipulag Reykjavíkur í sameiningu. Fram að áramótum mun Árbæjarsafn síðan sýna valda fornmuni sem fundist hafa í Aðalstræti hvar ný- lega var grafið. Þá voru til skamms Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Jensson hefur yfirumsjón með endurbótum á Geysishúsinu og þeirri starfsemi sem þar fer fram. tíma til sýnis myndverk í eigu Reykjavíkurborgar og Kjarvals- staða. Nú stendur yfir sýning, sem ber nafnið Höndlað í höfuðstað, og seg- ir hún sögu verslunar og viðskipta í höfuðborginni. Að sögn Ólafs hefur sú sýning hlotið geysigóðar viðtökur enda er þar brugðið upp ljóslifandi mynd af þessum þætti í sögu borgarinnar. Það er Ljós- mynda- og skjalasafn Reykjavíkur- borgar sem standa að sýningunni ásamt Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Sýningin mun standa yfir til 10. október og má geta þess að skólabörnum í Reykjavík verður gefið tækifæri á að skoða hana í fylgd kennara sinna. Það kom fram í máli Ólafs að næsta verkefni yrði sýning á mexíkóskri grafíklist. Ennfremur er fyrirhuguð önnur sýning á veg- um Kjarvalsstaða. Þá er einnig vérið skoða möguleika á að setja upp sýningu í kringum jólahátíðina, sem að sögn Olafs mun bregða upp mynd af jólahaldi borgarbúa fyrr og nú. Ólafur bendir á að viðvarandi hlutverk hússins væri einungis til bráðabirgða. Vinnuhópur, sem kos- inn var af borgarstjórn, starfar nú að gerð tillagna sem annars vegar lúta að endurbótum og hins vegar að þeirri starfsemi sem í framtíð- inni kynni að fara fram f húsunum. „Ég er sannfærður um að þau fái að hýsa starfsemi tengda sögu borgarinnar og verði þegar fram líða stundir eins konar þjónustu-, miðstöð í upplýsinga- og kynning- armálum. í nýju skipulagi Ingólf- storgs og Grófartorgs var gert ráð fyrir húsi af því tagi og nefnt Borg- arhús. Það væri því ákaflega við- eigandi og eðlilegt að mínu mati að þetta hús verði Borgarhús fram- tíðarinnar," sagði Ólafur að lokum. Undirskriftalist- inn í Kringlunni A varla nógu sterk orð til 320 skrifuðu að lýsa þessum f áránleika á íistann - segir Ólafur Kristinsson aðstandandi vistmanns um sparnaðaráform þjónustu við vistmenn," sagði Olafur. Hann sagði að skipuð hefði verið sérstök nefnd aðstandenda en þegar ÓLAFUR Kristinsson, aðstand- andi vistmanns á Kópavogshæli, segist varla eiga nógu sterk orð til að lýsa því hversu mikill fárán- leiki felist í sparnaðaráformum á hælinu. Vistmenn þar búi við mun verri kjör en fatlaðir annars stað- Veittúr ii Serra • 0 ->c< SJOOJ VEITT verður úr sjóði Richards Serra á sunnudag, í fyrsta sinn. Sjóðurinn var stofnaður að frum- kvæði listamannsins í tengslum við afhjúpun verks hans Áfanga í Viðey vorið 1990. Richard Serra mun verða viðstaddur athöfnina sem fram fer í Listasafni íslands. Þegar Richard Serra,ákvað að gera verk á íslandi og síðan gefa það íslensku þjóðinni, setti hann það skilyrði að stofnaður yrði sjóður til styrktar ungum íslenskum mynd- höggvurum. Fulltrúar Sambands ís- lenskra myndlistarmanna, Mynd- höggvarafélagsins og Listasafns ís- lands skipa stjórn sjóðsins. (Úr fréttatilkynningu) ar í þjóðfélaginu og nú sé enn verið að ganga á þjónustu við þá. Hann segir að samkvæmt fyrir- huguðum sparnaðaráformum missi hópur vistmanna einu þjón- ustuna sem þeir hafi fengið á hælinu. Ólafur nefndi sem dæmi að til stæði að loka stoðdeild á heimilinu en þar færi sú eina þjónusta fram sem dóttir hans, á 5 manna deild fengi. Alls myndu 39 vistmenn missa þessa þjónustu en hún felst í svokall- aðri hæfingu eða þjálfun. Hann sagði að aðstandendur væri ekki á móti því að spara ef sá sparn- aður gæti átt sér stað en þar sem væri naumt fyrir væri erfitt að spara. „Þessi staður hefur verið rekinn, eig- inlega alveg frá upphafi, með lág- marksþjónustu og sú þjónusta sem þessir fötluðu einstaklingar fá er langt undir því sem fatlaðir einstakl- ingar fá frá félagsmálaráðuneytinu, hvað varðar t.d. tækjakaup og ann- að. Nefna má að rúmin, sem sumir hverjir sjúklingarnir liggja í, eru hreinast skömm. Því er, frá okkar bæjardyrum séð, ekki hægt að spara mikið meira inn á þessum stað. Kannski mætti spara eitthvað í yfir- stjörninni en varlá á deildunum og hefðu ýmsar hugmyndir um aðgerðir komið fram. „Við veltum því t.a.m. fyrir okkur hvort ekki sé ástæða til þess að biðja umboðsmann Alþingis að skoða mismuninn á því hvernig farið sé með þessa einstaklinga og annars staðar í þjóðfélaginu, og hvað löggjafinn hefur verið að gera," seg- ir hann og bætir við að þungt hljóð sé í fólki. „Fólk er líka hálf óttasleg- ið yfir því að sjá kannski fram á það að þurfa að taka einstaklinga heim sem ekkert venjulegt heimili ræður við," sagði hann. MAGNÚS L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur segir að um 98% af því starfs- fólki sem náðist til hafi skrifað nafn sitt á undirskriftarlista til að mótmæla áætlunum um að hafa Kringluna opna á sunnudögum. Naumur tími hafi gefist til þess að framkvæma þessa undirskrifta- söfnun. AUs settu 320 starfsmenn nafn sitt á listann. Vegna fréttar í Morgunblaðinu um mál þetta þar sem segir að VR hafí staðið fyrir undirskriftasöfnuninni vill Magnús að fram komi að söfnun undirskriftanna var að frumkvæði starfsfólksins sjálfs en VR veitti að- stoð sína við framkvæmdina. IBUDIR A SPANI INTERNATIONAL Símatími á Spáni laugardaga kl 12-13. Sími 90-34-6-6701830 íbúðir - raðhús - einbýlishús af öllum stærðum á verði frá ísl. kr. 1,5 millj. LEITIÐUPPLÝSINGA ÁBYRGIR AÐILAR í ÁRATUGI UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI, SÍMI91-44365 - FAX 91 -46375 SKUTBILL Daglegt amstur gerír ólikar kröfurtilbifreiða. Lada station sameinar kosti fjöl- skyldu- og vinnubíls, ódýren öflugurþjónn, sem mælir meðsórsjálfur. Veldu þann kost, sem kostarminna! V*iltíh f'&Bfc Opið kl. 9-18. Laugard. 10-14. Bifreiðarog landbúnaðarvélar hf. Ármúla 13, Suðurlandsbraut 14. Sími681200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.