Morgunblaðið - 29.08.1992, Side 17

Morgunblaðið - 29.08.1992, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992 17 Árbæjarsafn Vefstofa í Geysishúsi TEKIÐ hefur til starfa vefstofa á 2. hæð í Borgarhúsinu (áður verslunarhús Geysis) á Vestur- götu 1 í Reykjavík. Vefstofan er starfrækt í samvinnu við Árbæjarsafn. Með starfseminni er ætlunin að kanna, eftir því sem tök eru á, handtök, verkfæri og efni sem við- koma litun tóvinnu og vefnaði fyrri tíma á íslandi. Rekstur vefstof- unnar verður í höndum Sigríðar Halldórsdóttur og Áslaugar Sverr- isdóttur sem hafa fram til þessa aðallega sinnt viðhaldi þessara gömlu handverka með kennslu. Fyrst um sinn verður vefstofan opin mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 13.00 til 15.00. -----♦ ♦ ♦-- Sjúkrahús Keflavíkur Jóhann ráð- inn fram- kvæmdastjóri JÓHANN Einvarðsson, fyrrver- andi alþingismaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Keflavíkurlæknis- héraðs og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja. Alls sóttu 19 um stöðu fram- kvæmdastjóra S.K. og H.S.S. Hæfnisnefnd heilbrigðis- ráðuneytisins úrskurðaði 10 umsækjendur hæfa til starfs- ins Og þar af 2 Einvarðsson hæfasta. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Ef að líkum lætur mun Geysishúsið verða gert upp á þann hátt að það líti út eins og áþessari mynd en hún var tekin árið 1907 þegar von var á konungi Islands og Danmerkur. Morgunblaðið/RAX Það gefur á margt forvitnilegt að líta á sýningum í Geysishúsinu. Á mynd má sjá líkan af byggð í Kvosinni. Geysishúsið hýsir minningar liðinna tíma Vona að húsið muni í framtíðinni þjóna sem upplýsinga- og kynningarmiðstöð — segir Olafur Jensson umsjónarmaður hússins GEYSISHÚSIÐ hefur nú um nokkurt skeið verið nýtt til sýninga- halds á vegum borgarinnar og ýmissa annarra stofnana og sam- taka. Reykjavíkurborg festi kaup á húsinu í ársbyrjun 1992 og fékk það afhent 1. maí. Fyrirhugað er að standa að umfangsmiklum endurbótum á húsinu og mun Ólafur Jensson, fyrrum framkvæmda- sijóri Byggingarþjónustunnar, hafa yfirumsjón með því starfi. Hann vonast til þess að þetta hús muni nýtast sem upplýsinga- og kynn- ingarmiðstöð í framtíðinni. Vinnuhópur kosinn af borgarsljórn hef- ur í þessu skyni starfað að gerð tillagna um framtíðarhlutverk hússins. Geysishúsið sem svo er kallað er í raun tvö sambyggð hús, Aðal- stræti 2 og Vesturgata 1, en þau voru reist árið 1855 af Robert Tærgesen kaupmanni. Síðan hefur verið rekinn fjölbreyttur verslunar- rekstur í húsinu. Waldimar Fisc- her, sem Fischersund er nefnt eft- ir, rak þar verslun til 1904 eða þangað til H.P. Duus kaupmaður keypti húsin. Húsin komust í eigu Mogensen lyfsala 1927 og þar hóf hann rekstur Ingólfsapóteks árið 1928. Hin síðustu ár hefur þar verið rekin verslunin Geysir. Miklar endurbætur fóru fram í kjölfar bruna árið 1977 og þá fengu húsin sitt núverandi útlit. Það var svo í ársbyijun 1992 sem Reykjavíkurborg ákvað að kaupa húsin með það í huga að þau kynnu að nýtast _ sem nokkurs konar safnahús. Ólafur Jensson var ráð- inn til að hafa yfirumsjón með end- urbótum og þeirri starfsemi sem fram færi í húsinu til bráðabirgða. „Húsin eiga sér ákaflega merka sögu og það er því mikilvægt að þau verði gerð upp. Þau verða að öllum iíkindum klædd að utan í upprunalegri mynd og er sennileg- ast að fyrirmynd verði það útlit sem húsin höfðu árið 1907,“ sagði Ólaf- ur. „Ekki er enn ljóst hvert framtíð- arhlutverk húsana verður en hing- að til höfum við sett upp sýningar sem spegla sögu borginnar. Við höfum einnig verið með listsýning- ar og nýlega setti Árbæjarsafn upp rannsóknarverkstæði sem kanna á sögu vefnaðar á íslandi. Vefstofan verður opin almenningi í vetur og ég hvet alia að koma og kynna sér handtök, efni og þau verkfæri sem tengjast vefsögu." Meðal sýninga, sem settar hafa verið upp, er sýningin Aðalstræti — saga byggðar en að henni stóðu Árbæjarsafn og Borgarskipulag Reykjavíkur í sameiningu. Fram að áramótum mun Árbæjarsafn síðan sýna valda fornmuni sem fundist hafa í Aðalstræti hvar ný- lega var grafið. Þá voru til skamms Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Jensson hefur yfirumsjón með endurbótum á Geysishúsinu og þeirri starfsemi sem þar fer fram. tíma til sýnis myndverk í eigu Reykjavíkurborgar og Kjarvals- staða. Nú stendur yfir sýning, sem ber nafnið Höndlað í höfuðstað, og seg- ir hún sögu verslunar og viðskipta í höfuðborginni. Að sögn Ólafs hefur sú sýning hlotið geysigóðar viðtökur enda er þar brugðið upp ljóslifandi mynd af þessum þætti í sögu borgarinnar. Það er Ljós- mynda- og skjalasafn Reykjavíkur- borgar sem standa að sýningunni ásamt Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Sýningin mun standa yfir til 10. október og má geta þess að skólabömum í Reykjavík verður gefið tækifæri á að skoða hana í fylgd kennara sinna. Það kom fram í máli Ólafs að næsta verkefni yrði sýning á mexíkóskri grafíklist. Ennfremur er fyrirhuguð önnur sýning á veg- um Kjarvalsstaða. Þá er einnig verið skoða möguleika á að setja upp sýningu í kringum jólahátíðina, sem að sögn Ólafs mun bregða upp mynd af jólahaldi borgarbúa fyrr og nú. Ólafur bendir á að viðvarandi hlutverk hússins væri einungis til bráðabirgða. Vinnuhópur, sem kos- inn var af borgarstjórn, starfar nú að gerð tillagna sem annars vegar lúta að endurbótum og hins vegar að þeirri starfsemi sem í framtíð- inni kynni að fara fram í húsunum. „Ég er sannfærður um að þau fái að hýsa starfsemi tengda sögu borgarinnar og verði þegar fram líða stundir eins konar þjónustu- miðstöð í upplýsinga- og kynning- armálum. í nýju skipulagi Ingólf- storgs og Grófartorgs var gert ráð fyrir húsi af því tagi og nefnt Borg- arhús. Það væri því ákaflega við- eigandi og eðliiegt að mínu mati að þetta hús verði Borgarhús fram- tíðarinnar," sagði Ólafur að lokum. Kópavogshæli A varla nógu sterk orð til að lýsa þessum fáránleika - segir Ólafur Kristinsson aðstandandi vistmanns um sparnaðaráform ÓLAFUR Kristinsson, aðstand- andi vistmanns á Kópavogshæli, segist varla eiga nógu sterk orð til að lýsa því hversu mikill fárán- leiki felist í sparnaðaráformum á hælinu. Vistmenn þar búi við mun verri kjör en fatlaðir annars stað- Veitt úr sjóði Serra VEITT verður úr sjóði Richards Serra á sunnudag, í fyrsta sinn. Sjóðurinn var stofnaður að frum- kvæði listamannsins i tengslum við aflijúpun verks hans Áfanga í Viðey vorið 1990. Richard Serra mun verða viðstaddur athöfnina sem fram fer í Listasafni íslands. Þegar Richard Serraf ákvað að gera verk á íslandi og síðan gefa það íslensku þjóðinni, setti hann það skilyrði að stofnaður yrði sjóður til styrktar ungum íslenskum mynd- höggvurum. Fulltrúar Sambands ís- lenskra myndlistarmanna, Mynd- höggvarafélagsins og Listasafns Is- lands skipa stjórn sjóðsins. (Úr fréttatilkynningu) ar í þjóðfélaginu og nú sé enn verið að ganga á þjónustu við þá. Hann segir að samkvæmt fyrir- huguðum sparnaðaráformum missi hópur vistmanna einu þjón- ustuna sem þeir hafi fengið á hælinu. Ólafur nefndi sem dæmi að til stæði að loka stoðdeild á heimilinu en þar færi sú eina þjónusta fram sem dóttir hans, á 5 manna deild fengi. Alls myndu 39 vistmenn missa þessa þjónustu en hún felst í svokall- aðri hæfingu eða þjálfun. Hann sagði að aðstandendur væri ekki á móti því að spara ef sá sparn- aður gæti átt sér stað en þar sem væri naumt fyrir væri erfitt að spara. „Þessi staður hefur verið rekinn, eig- inlega alveg frá upphafi, með lág- marksþjónustu og sú þjónusta sem þessir fötluðu einstaklingar fá er langt undir því sem fatlaðir einstakl- ingar fá frá félagsmálaráðuneytinu, hvað varðar t.d. tækjakaup og ann- að. Nefna má að rúmin, sem sumir hveijir sjúklingarnir liggja í, eru hreinast skömm. Því er, frá okkar bæjardyrum séð, ekki hægt að spara mikið meira inn á þessum stað. Kannski mætti spara eitthvað í yfír- stjöminni en varlá á deildunum og þjónustu við vistmenn,“ sagði Ólafur. Hann sagði að skipuð hefði verið sérstök nefnd aðstandenda en þegar hefðu ýmsar hugmyndir um aðgerðir komið fram. „Við veltum því t.a.m. fyrir okkur hvort ekki sé ástæða til þess að biðja umboðsmann Alþingis að skoða mismuninn á því hvernig farið sé með þessa einstaklinga og annars staðar í þjóðfélaginu, og hvað löggjafinn hefur verið að gera,“ seg- ir hann og bætir við að þungt hljóð sé í fólki. „Fólk er líka hálf óttasleg- ið yfir því að sjá kannski fram á það að þurfa að taka einstaklinga heim sem ekkert venjulegt heimili ræður við,“ sagði hann. Undirskriftalist- inn í Kringlunni 320 skrifuðu á listann MAGNÚS L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur segir að um 98% af því starfs- fólki sem náðist til hafi skrifað nafn sitt á undirskriftarlista til að mótmæia áætlunum um að hafa Kringluna opna á sunnudögum. Naumur tími hafi gefist til þess að framkvæma þessa undirskrifta- söfnun. AUs settu 320 starfsmenn nafn sitt á listann. Vegna fréttar í Morgunblaðinu um mál þetta þar sem segir að VR hafi staðið fyrir undirskriftasöfnuninni vili Magnús að fram komi að söfnun undirskriftanna var að frumkvæði starfsfólksins sjálfs en VR veitti að- stoð sína við framkvæmdina. IBUÐIR A SPANI INTERNATIONAL Símatími á Spáni laugardaga kl 12-13. Sími 90-34-6-6701830 íbúðir - raðhús - einbýlishús af öllum stærðum á verði frá ísl. kr. 1,5 millj. LEITIÐ UPPLÝSINGA ÁBYRGIR AÐILAR í ÁRATUGI UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI, SÍMI 91 -44365 - FAX 91-46375 SKUTBILL Daglegt amstur gerir ólíkar kröfurtil bifreiða. Lada station sameinar kosti fjöl- skyldu- og vinnubíls, ódýren öflugur þjónn, sem mælir með sérsjálfur. Velduþann kost, sem kostar minrta! Opið kl. 9-18. Laugard. 10-14 Bifreiðarog iandbúnaðarvéiar hf. Ármúla 13, Suðurlandsbraut 14. Sími681200.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.