Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/LESBOK tvgunlifiifeifr STOFNAÐ 1913 195.tbl.80.árg. LAUGARDAGUR 29. AGUST 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Beðið eftir matarbita Sómalskir flóttamenn bíða matargjafar við dreifing- arstöð Rauða krossins í Belen Huen í Sómalíu. Myndin var tekin í gær en þá hófu bandarískar flug- vélar að fljúga með hjálpargögn til borgarinnar þar sem 300.000 manns á flótta undan styrjaldarátökum og þurrkum hafa leitað skjóls. Fischer staðráð- inn í að seljast áð tafli í næstu viku „FISCHER ætlar að tefla núna, hann segist hafa unnið heimsmeist- aratit.il á sínum tima án fjárhagsaðstoðar bandariskra stjórnvalda og muni ekki sinna hótunum þeirra nú. Hann segir skák og pólitik tilheyra tveim heimum, lítur á einvigið sem íþróttaleik og hefur undirbúið sig í tíu til 1:611' tíma daglega að undanförnu. Það er alveg Ijóst að einvígi Fischers og Spasskis hefst á miðvikudaginn hér í Sveti Stefan." Þetta sagði Janosz Kubat stórmeistari í skák og frarii- kvæmdasfjóri einvígisins i viðtali við Morgunblaðið i gær. Þjóðverjinn Lothar Schmid dæm-. ir fyrstu skákir einvígisins og segir Kubat líklegast að Svetozar Glig- 'oric taki svo við. Schmid sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann harmaði að ekki yrði reynt að fá Friðrik Ólafsson til að leysa sig af hólmi eins og fyrirhugað var. „Það tengist væntanlega and- stöðu Fischers við Alþjóða skák- sambandið, FIDE, þar sem Friðrik var í forsæti um tíma," segir Schmid og bætir við að Fischer hafí beðið sig að dæma allt einvígið en hann geti ekki verið frá vinnu nema hálfan mánuð. Varað við bjartsýni að loknum Lundúnafundi Milosevic segir niðurstöður ráðstefnunnar ákjósanlega uppskríft að friði í Bosníu Lundúnum, Sarajevo. Reuter. VESTRÆNIR leiðtogar sögðu í gær að varast bæri of mikla bjartsýni um skjótfenginn frið í Júgóslavíu þrátt fyrir skuldbindingar deiluaðila í Bosniu-Herzegovinu á friðarráðstefnunni í Lundúnum um að stöðva bardaga og semja um pólitíska lausn deilunnar. Bardagasveitirnar í Sarajevo, höfuðstað Bosníu, tóku lítt tillit til niðurstöðu ráðstefnunnar sem lauk i fyrrakvöld og börðust heiftarlega í gær. ' Douglas Hurd utanríkisráðherra Breta sagði niðurstöður Lundúnaráð- stefnunnar sigur út af fyrir sig en hún væri að baki og það sem héðan í frá skipti máli væru athafnir deilu- aðila en ekki orð þeirra. Klaus Kin- kel utanríkisráðherra Þýskalands sagði að í ljósi reynslunnar væri eðli- legt að menn væru fullir efasemda þar til eitthvað áþreifanlegt gerðist. Stjórnmálaskýrendur sögðu að ekki væri lengra komist en á Lundún- aráðstefnunni í því að finna friðsam- lega lausn deilna í Bosníu og margir þeirra sögðust efins um að önnur ráð en beiting hervalds dygði. Hans Van den Broek utanríkisráðherra Hol- lands sagði er hann fór frá Lundún- um að yrðu framhaldsfundir deiluað- ila undir forsjá Evrópubandalagsins (EB) og Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sem hæfust í Genf í næstu viku, árangurslausir yrðu ríki heims að vera reiðubúin að binda enda á bar- dagana í Bosníu með hervaldi. I gærkvöldi fagnaði Slobodan Mi- losevic forseti Serbíu niðurstöðum Lundúnaráðstefnunnar og sagði þær „ákjósanlega forskrift" að friði í Bosníu. Milosevic mótmælti því í við- tali við breska sjónvarpsstöð að hann dreymdi um stofnun Stór-Serbíu og Serbar væru hernámsþjóð í Bosníu, en serbneskar sveitir hafa að mestu lagt hana undir sig. Forsetanum hefur helst verið kennt um bardag- ana í þessu fyrrum lýðveldi júgó- slayneska ríkjasambandsins. I gær var Owen lávarður, fyrrum utanríkisráðherra Breta, útnefndur milligöngumaður EB í friðarumleit- unum í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. Tekur hann við af landa sínum Carr- ington lávarði. Sjá „Panic býður forseta Serbíu birginn" á bls. 18. Kubat segir fullvíst að af einvíg- inu verði þrátt fyrir stríð og hörm- ungar. „Við ætlum að flytja það af ströndinni austur til Belgrad eft- ir fimm vinninga. Nu er barist í 600 kílómetra fjarlægð þaðan, en ef í harðbakkann slær verður teflt til úrslita í Búdapest." Schmid telur líklegt að þessi fyrri hluti einvígisins standi að minnsta kosti þrjár vikur. „Þetta verður erf- itt einvígi," segir hann, „fjórar skákir á viku og hver þeirra tefld til þrautar. Eftir Fischer-klukkunni nýju geta skákir staðið allt að 8 stundir og 17 mínútur, það er heil- mikið úthald og mun ekki veita af hvíldinni á mánudögum, þriðjudög- um og hugsanlega föstudögum." Undirbúningi einvígisins er næst- um lokið, Schmid skoðaði keppnis- salinn og búnað þar með Fischer og Spasskí í gærkvöldi. Þeir tefla á hóteli rétt utan við sumarleyfis- staðinn Sveti Stefan við Adríahafs- strönd Svartfjallalands og búa í ein- býlishúsum örskammt frá. Boris Spasskí hefur þrjá skákmehn sér til aðstoðar, þá Nikitín, Balashov og Ivkov, en Fischer undirbýr sig með þeim Torre og Gligoric. Kubat segir um 250 blaðamenn þegar komna til bæjarins og von sé á fleirum. „Og 200 boðsgestir koma til að vera við opnunarathöfn einvígisins á þriðjudagsmorgun, þetta eru stjórnarerindrekar fjár- málamenn og vinir okkar frá Búda- pest, Lundúnum og New York. Fólk kemur víða að. Athöfnin hefst klukkan hálf níu en blaðamanna- fundur þeirra Fischers og Spasskís verður í hádeginu milli tólf og tvö. Daginn eftir setjast þeir að tafli." Grænlenskur sjávarútvegur Þorskveiði nær engin Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞORSKVEIÐAR Grænlendinga gengu verr en dæmi eru til á veiðiár- inu sem nú er að Ijúka. Alls veiddust nú um 1.800 tonn en Royal Green- land, framleiðslufyrirtæki landsljórnarinnar, hafði gert ráð fyrir 8.000 tonna afla. í fyrra var veiðin 13.000 tonn og 1990 var hún 25.000 tonn. Tekjurn- ar af veiðunum verða nær 500 millj- ónum ÍSK minni á þessu ári en í fyrra. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur Evrópubandalagið um 30.000 tonna þorskveiðikvóta á ári við Grænland en bandalagið gerði kvótasamning til fimm ára við Græn- lendinga árið 1989. Óljóst er hvernig aflabrögð skipa bandalagsins hafa verið en talið að veiðarnar hafi geng- ið verr en árin á undan. >• Snjónum fagnað á Nýja Sjálandi Snjókoma féll vlða á Syðri eyju á Nýja Sjálandi í fyrri- nótt og var 20 sentimetra jafnfallinn snjór yfir öllu þegar íbúar borgarinnar Christchurch vöknuðu í gærmorgun. Margir gerðu sér glaðan dag og fóru í snjókast en kuldahretið hefur sínar alvarlegu hliðar því þúsundir nýfæddra lamba dóu úr kulda og samgöngur röskuðust mjög. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.