Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 27
/ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992 27 Sauðárkrókur Foreldrar í fjáröflun fyrir 4. flokk Tindastóls Sauðárkróki. VÍÐA UM land er þróttmikið unglingastarf hjá íþrótta- og æskulýðs- félögum, sem leggja metnað sinn í að gera vel við yngstu félagana með því að finna þeim hollar tómstundir og þá einnig í þeirri von að í þeim hópi sé að finna keppnismenn framtíðarinnar. í þessum efnum er ástandið syip- að hjá Ungmennafélaginu Tinda- stóli á Sauðárkróki og hjá öðrum og einnig þar leggja foreldrar mikla vinnu af mörkum til þess að létta róðurinn og afla fjár til þess að starf yngri flokkanna geti verið sem allra öflugast. Nú í síðustu viku tóku foreldrar stráka í 4. flokki Tindastóls að sér að þökuleggja og einnig að bera möl í gangstíga í nýjum hluta kirkjugarðs Sauðárkróks. Að sögn séra Hjálmars Jónssonar prófasts var orðin brýn þörf á stækkun garðsins og var það ákvörðun sóknarnefndar að ráðist yrði í þessar framkvæmdir nú í sumar. Var þetta gert í samráði við Sauðárkrókskaupstað og sam- kvæmt fyrirliggjaiidi deiliskipulagi, sem unnið er af Árna Ragnarssyni arkitekt. Stækkun garðsins er til suðurs, en einnig er ætlað að garð- urinn geti stækkað til vesturs er tímar líða. Morgunblaðið/Björn Björnsson Hluti hópsins að störfum í nýja kirkjugarðinum á Sauðárkróki. Þegar fréttaritara bar að, ríkti mikii vinnugleði og var þegar búið að þekja stóran hluta þess svæðis sem þekja átti og bera harpaða möl í stígana. Séra Hjálmar sagði þarna vinna góðan hóp, fj'órðu deildar strákarnir væru þrælduglegir og svo væru foreldrarnir, að vísu sumir vanir annars konar vinnu, en þetta gengi ágætlega. „Hann Ólafur er til dæm- is vanur bæði nettari og beittari skurðáhöldum heldur en þessum," sagði séra Hjálmar um leið og hann benti á Ólaf Ingimarsson lækni sem skar þökur af miklum móð, að því er virtist með heldur bitlitlu áhaldi, „og í sumum tilvikum koma báðir foreldrarnir til þess að vinna að þessum framkvæmdum. Þess vegna náum við að leysa þetta verk fljótt af hendi og fáum bara þó nokkuð til þess að leggja fram til reksturs deildarinnar," sagði séra Hjálmar Jónsson að lokum. - BB RAÐAliGi YSINGAR YMISLEGT Sölusýning á Kjarvalsmálverkum laugardag, sunnudag og mánudag 29.-31. ágúst verður sölusýning á Kjarvalsmáiverk- um í Gallerí Borg við Austurvöll. Sýningin verður opin frá kl. 14.00-18.00 þessa þrjá daga. BORG Listmunir-Sýningar-Uppboð Pósthússtræti 9, 101 Reykjayík. Sími 24211. P.O. Box 121-1566. Fax 624248. Drengjakór Drengjakór Laugarneskirkju er með inntöku- próf laugardaginn 29. ágúst kl. 15-17. Upplýsingar í síma 623276 og 36389. NAUDUNGARUPPBOD Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins I AÖalgötu 17, Stykkis- hólmi, föstudaginn 4. september 1992 kl. 9.00 sem hér segir á eftir- farandi oignurn: Hraunprýði, Hellissandi, þinglýst eign Sveinbjörns Benediktssonar, þrotabús, eftir kröfu Tryggingamiðstöðvarinnar hf., Islandsbanka hf., Inga Helgasonar og Landsbanka fslands, Hellissandi. Munaðarhóll 13, Hellissandi, þinglýst eign stjórnar verkamannabú- staða f Neshreppi utan Ennis, eftir kröfu byggingarsjóðs verkamanna. Engihlíð 18, 3.h.t.h., Ólaísvík, þinglýst eign Stefáns Hjaltasonar, eftir kröfu Trésmiðju Guðmundar Friðrikssonar. Ólafsbraut 19, 8,6%, Ólafsvfk, þinglýst eign Verslunarinnar Vfkur, eftir kröfu Sambands íslenskra samvinnufélaga. Ólafsbraut 19, 54%, Ólafsvík, þinglýst eign Sjóbúða hf., eftir kröfu Fiskveiðasjóös Islands og Ferðamálasjóðs. Ólafsbraut 58, Ólafsvfk, þinglýst eign Jóhanns Jónssonar og Jónu Konráðsdóttur, eftir krðfu Olafsvíkurkaupstaðar og Lífeyrissjóðs Vesturlands. Túnbrekka 3,' Ólafsvfk, þinglýst eign Stefáns Egilssonar og Katrínar Ríkharðsdóttur, eftir kröfu Lífeyrissjóðs sjómanna og Byggingarsjóðs ríkisins. Verbúð á Snoppu, elning 8, Ólafsvík, þinglýst eign Björns og Ein- ars sf., eftir kröfu Ólafsvíkurkaupstaðar. Eyrarvegúr 5, efrl hœð, Grundarfirði, þinglýst eign Sigurðar Einars- sonar, eftir kröfu Búnaðarbanka (slands, Byggingarsjóðs ríkisins og Aspar sf. \ Grundargata 23, Grundarfirði, þinglýst eign Þorvalds Elbergssonar eftir köfu Atvinnutryggingasjóðs útflutningsgreina og Innheimtu- stofnunar sveitarfélaga. Grundargata 54, Grundarfirði, þinglýst eign Friðriks Á. Clausens, eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs, Landsbanka Islands, Ferðamála- sjóðs, Stefs, Trésmiðjunnar Viðju, Landsbanka Islands, Brunabótafé- lags Islands, Byggingarsjóðs ríkisins og Búnaðarbanka íslands. Grundargata 59, Grundarfirði, þinglýst eign Friðriks Á. Clausens eftir kröfu Brunabótafélags (slands og Ferðamálasjóðs. Grundargata 62, Grundarflrði, þinglýst eign Friðriks Á. Clausens, eftir kröfu Brunabótafélags fslands og Byggingarsjóðs ríkisins. Hliðarvegur 19, Grundarfirði, þinglýst eign Níelsar Friðfinnssonar, eftir kröfu mötuneytis Reykholtsskóla. Nesvegur 9, Grundarfirði, þinglýst eign Ragnheiðar Hilmarsdóttur, eftir kröfu Lífeyrissjóðs Vesturlands. Hafnargata 9, efri hæð, Stykkishólmi, þinglýst eign Rebekku Berg- sveinsdóttur, eftir kröfu Stykkishólmsbæjar, Magnúsar F. Jónssonar og Búnaðarbanka fslands. Lágholt 13, Stykkishólmi, þinglýst eign Guðmundar Kristinssonar eftir kröfu Stykkishólmsbæjar. Nestún 9a, Stykkishölmi, þinglýst eign Sævars Berg Ólafssonar, eftir kröfu Lífeyrissjóðs sjómanna, Byggingarsjóðs rikisins og Lífeyris- sjóðs rafiðnaðarmanna. Skólastígur 24, Stykkishðlmi, þinglýst eign Björns Sigurjónssonar og Guðnýjar Gísladóttur, eftir kröfu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis- ins. Skúlagata 2, Stykkishólmi, þinglýst eign Ólafs Sighvatssonar, eftir kröfu Lífeyrissjóðs sjómanna og Ríkisútvarpsins. Sláturhús við Reitarveg, Stykkishólmi, þinglýst eign Sláturfélags Snæfellsness hf., eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs og Brunabótafélags fslands. Hólar, Helgafellssveit, þinglýst eign Vésteins Magnússonar og Gísla Magnússonar, eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs. Sýslumaðurinn iStykkishólmi, 28. ágúst 1992. Nauðungarsala þriðjudaginn 1. september 1992 Uppboð é eftirtöldum fasteignum munu byrja á skrifstofu embætt- isins Hafnarstræti 1, ísafirði og hefjast þau kl. 14.00: Aðalstræti 26, 1. hæð, fsafirði, þingl. eig. Alþýðuflokksfélag (safjarð- ar. Gerðarbeiðandi Bæjarsjóður fsafjarðar. Árvöllum 5, fsafirði, þingl. eig. Sigurður R. Guðmundsson. Gerðar- beiðendur innheimtumaður ríkissjóðs og fslandsbanki hf. Fjarðargötu 30, íb. 1.C, Þingeyri, þingl. eig. Bjarney Sólveig Snorra- dóttir. Gerðarbeiðandi fslandsbanki hf. Hafnarstræti 4, 2. og 3. hæð, fsafirði, þingl. eig. Óðinn Svan Geirs- son og Guðrún Alda Erlingsdóttir. Gerðarbeiðandi innheimtumaður ríkissjóðs. Hjallavegi 9, 0101, Flateyri,'þingl. eig. Byggingafélag Flateyrar hf. Gerðarbeiðandi veðdeild Landsbanka fslands. Hjallavegi 9, 0102, Flateyri, þingl. eig. Byggingafélag Flateyrar hf. Gerðarbeiðandi veðdeild Landsbanka fslands. Hjallavegi 9, 0104, Flateyri, þingl. eig. Byggingafélag Flateyrar hf. Gerðarbeiðandi veðdeild Landsbanka fslands. Hjallavegi 9, 0202, Flateyri, þingl. eig. Byggingafélag Flateyrar hf. Gerðarbeiðandi veðdeild Landsbanka Islands. Hjallavegi 14, Flateyri, þingl. eig. Byggingafélag Flateyrar hf. Gerðar- beiðandi veðdeild Landsbanka Islands. Hjallavegi 16, Flateyri, þingl. eig. Byggingafélag Flateyrar hf. Gerðar- beiðandi veðdeild Landsbanka fslands. Hjallavegi 18, éfri hæð, Flateyri, þingl. eig. Byggingafélag Flateyrar hf. Gerðarbeiðendur veðdeild Landsbanka fslands og innheimtumað- ur ríkissjóðs. Hjallavegi 18, neðri hæð, Flateyri, þingl. eig. Byggingafélag Flateyr- ar hf. Gerðarbeiðendur veðdeild Landsbanka fslands og innheimtu- maður ríkissjóðs. Hjallavegi 20, neðri hæð, Flateyri, þingl. eig. Byggingafélag Flateyr- ar hf. Gerðarbeiðandi veðdeild Landsbanka fslands. Laxeldisstöð í Hveravík, Reykjanesi, Norður-ís., þingl. eig. Laxeldis- stöðin í Hveravík hf. Gerðabeiðandi Reykjafjarðarhreppur. Sýslumaðurinn á Isafirði. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Aðalgötu 7, Stykkis- hólmi, föstudaginn 4. september 1992, kl. 11.00, á eftirtöldum bátum. Gunnar Bjarnason SH-25, þinglýst eign Vararkolls hf., eftir kröfu Ólafsvíkurkaupstaðar, Byggðastofnunar, Landsbanka (slands, Lífeyr- issjóðs sjómanna, Rfkissjóðs og Sigurðar Stefánssonar. Sigurvon SH-121, þingl. eign Rækjuness hf., eftir kröfu Atvinnutrygg- ingasjóðs útflutningsgreina og Landsbanka (slands. Garðar II SH-164, þingl. eign Tungufells hf., eftir kröfu Ólafsvíkur- kaupstaðar, Byggðastofnunar, Landsbanka (slands, Lífeyrissjóðs sjó- manna og Ríkissjóðs. Sýslumaðurinn ÍStykkishólmi. 28. ágúst 1992. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 12, Bolung- arvík, miðvikudaginn 2. september kl. 15,00, á eftirfarandi eignum: 1. Breiðaból, Skálavík hl. Pálma Gestssonar. Þingl. eign Pálma Árna Gestssonar, eftir kröfu Soffíu Jónsdóttur, lögfr. 2. Ljósaland 6, Bolungarvík. Þingl. eign Guðnýjar Kristjánsdóttur og Sigurðar Ringsted, en talin eign Rannveigar Lilju Garðarsdóttur, eft- ir kröfu Ólafs Gústafssonar hrl. 3. Holtabrún 21, Bolungarvík. Þingl. eign Finnboga Bernódussonar, eftir kröfu Eggerts Ólafssonar hdl. 4. Skólastígur 7, Bolungarvfk, Þingl. eign Sveins Bernódussonar, eftir kröfu Eggerts Ólafssonar hdl. 5. Hólastígur 5, Bolungarvík. Þingl. eign Jóns Fr. Einarssonar, en talin eign Magnúsar Ingimundarsonar, eftir kröfu Sigríðar Thorlacius hdl. og veðdeildar Landsbanka fslands. 6. Holtsgata 9, Bolungarvík. Þingl. eign Sigrúnar Bjamadóttur og Bjarna Birgissonar, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka (slands. 7. Stigahlíð 4, 3. hæð t.v., Bolungarvlk. Þingl. eign Skúla Árnason- ar, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka Islands. Sýslumaðurinn í Bolungarvík. 28. ágúst 1992. Jónas Guðmundsson. ouglýsingar Hvrtasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Ðagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður: Stephen Yopice Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur. Bænasamkoma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Dagsferðir sunnudag- inn 30. ágúst: 1) Kl. 8 Þórsmörk - dagsferð - verð kr. 2.500. 2) Kl. 9 Prestahnúkur - Þóris- dalur. Ekið um Þingvelli og Kaldadal, gengið þaðan á Prestahnúk (1223 m) og áfram i Þórisdal. Prestahnúkur er skammt frá norðurmynni Þórisdals en Þóris- dalur er dalskvompa, sem skilur Þórsjökul og Geitlandsjölul. i honum er stöðuvatn. Verð kr. 2.000,-. 3) Kl. 13. Gengið frá Sleðaási um gamla þjóðleið að Hraun- túni, Skógarkoti og Vatnskoti. Létt og forvitnileg gönguleið. Verð kr. 1.100. Ferðafélag (slands. UTIVIST Dagsferð sunnud. 30. sept. Kl. 9.30 Fjörugangan. 1. áfangi. Gangan hefst við skrifstofu Úti- vistar á Hallveigarstíg 1, þaðan gengið í Grófina, síðan með rútu upp í Víðines og gengið með fjör- unni í Gunnunes og að Þerneyj- arsundi. Ferjað verður í Þerney og fjörulífið þar skoðað sfðan selflutt yfir í Engey. Komið verð- ur í land um kl. 18.00. Einnig er hægt að byrja fjörugönguna með því að sigla út í Engey kl. 13.00 frá Grófarbryggju. Ef sjólag er óhagstætt verður gengið með Þerneyjarsundi að Álfsnesi og þaðan selflutt á annað svæði. Þeim sem mæta kl. 13.00 við Grófarbryggju verður ekið í rútu til að sameinast fyrri hópnum. Þátttakendur fá afhent göngu- kort. Verð kr. 1.500/1.600,- Sjáumst í Útivistarferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.