Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. AGUST 1992 18 82 farast í flugslysi í Rússlandi Rússnesk flugvél af gerðinni Tupolev Tu-134 rakst á bygg- ingu og hrapaði er hún kom til lendingar á flugvelli í bænurn ívanovo í fyrrakvöld. Allirum borð í vélinni, sjö manna áhöfn og 75 farþegar, fórust og þetta er mannskæðasta slys sem flugvél í eigu rússneska flugfé- lagsins Aeroflot lendir í frá 1984. Vélin hrapaði um þremur kílómetrum frá flugbrautinni eftir að hafa rekist á tveggja hæða íbúðarbyggingu. Mikil þoka og rigning var þegar slys- ið varð. Efnahagsbati næsta vor Samkvæmt skýrslu breska vinnuveitendasambandsins CBI, sem gefin var út í gær, verður ekki efnahagsbati í Bretlandi fyrr en næsta vor. Sambandið telur að verg þjóð- arframleiðsla Breta minnki um einn af hundraði í ár og aukist aðeins um 0,7% á næsta ári. Kosið í Kúveit 5. október Stjórn Kúveits hefur ákveðið að fyrstu þingkosningar lands- ins í sjö ár fari fram 5. októ- ber. Þingið var leyst upp 1986 og samkvæmt stjórnarskránni gegnir það ráðgjafarhlutverki en hefur ekki löggjafarvald. Mikilllög- regluvið- búnaður í Rostock Allt var með kyrrum kjörum í þýsku borginni Rostock í fyrrakvöld eftir daglegar óeirð- ir ungra hægriöfgamanna frá því á laugardag. 3.000 lög- reglumenn voru sendir til borg- arinnar vegna mótmæla vinstrimanna gegn kynþátta- hatri sem fyrirhuguð eru í dag. Óttast er að til átaka komi milli vinstri- og hægrimanna. Rabin vígreif- ur í garð Iraka Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra ísraels, sagði í gær að ef írakar gerðu eldflaugaárásir á ísrael myndu ísraelar ekki halda aftur af sér eins og þeir gerðu í stríðinu fyrir botni Persaflóa. Bandarískar herþot- ur héldu uppi stöðugu eftirliti yfir suðurhluta íraks í gær en urðu ekki varar við neinar íraskar flugvélar á því svæði sem þeim er bannað að fljúga á. Rabin kvaðst ekki telja mikla hættu á að Saddam Hussein íraksforseti fyrirskipaði eld- flaugaárásir á ísrael en sagði að ef svo færi myndu ísraelar ekki skirrast við að svara þeim með hörðum gagnárásum. Hann sagði að eina leiðin til að fyrirbyggja árásir á ísrael væri að gera arabaríkjunum ljóst að þeim yrði svarað með hörðum árásum á borgir þeirra. Rússneska fréttastofan Itar- Tass skýrði frá því í gær að George Bush Bandaríkjaforseti og Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, hefðu rætt möguleikann á því að Rússar gegndu hlut- verki sáttasemjara í deilunni við íraka. Fréttastofan skýrði þetta ekki nánar og fréttin fékkst ekki staðfest. Eldflaugum skotið á Kabúl Reuter Eldur kviknaði í rússneskri herflutningavél á Kabúlflugvelli í Afganistan í gær eftir að eldflaug sprengdi upp eldsneytistank á flugvellinum. Ekki er vitað hver skaut eldflauginni en alls var um fimmtán flaugum skotið að vellinum. Um borð í rússnesku vélinni, sem komin var til að flytja rússneska diplómata frá borginni, var hópur sérsveitarmanna. Þeim tókst öllum að komast út úr vélinni en fjórir þeirra særðust. Harðir bardagar geisa nú í kringum Kabúl milli sveita stjórnarhersins og sveita Hezb-i-Islami, sem er fylking íslamskra heittrúarmanna. Þeir hafa haldið uppi linnulausum eldflaugaárásum á borgina en flugvélar stjórnarhersins hafa á móti gert árásir á stöðvar þeirra. Viðamestu efnahags- aðgerðir í sögu Japans Tókýó. Rcuter. STJORN Japans samþykkti í gær éfnahagsaðgerðir, sem eru metn- ar á 10 bihjónir jena (4.200 miHj- arða ÍSK) og eiga að blása líl'i í efnahag Iandsins. Hagfræðingar sögðu að þessar björgunarað- gerðir, þær viðamestu í sögu landsins, kæmu of seint til að koma í veg fyrir frekari efna- hagssamdrátt í ár. Gengi dollars- ins lækkaði gagnvart jeninu vegna aðgerðanna. Efnahagsaðgerðirnar felast með- al annars í skattafrádrætti til að hvetja fyrirtæki til að fjárfesta, aðstoð við banka vegna vanskila fyrirtækja og auknum opinberum framkvæmdum. Hagfræðingar sögðu að ljóst væri að aðgerðirnar yrðu til að auka hagvöxtinn en fyrstu vísbendinganna um bata væri þó ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi eftir sex mánuði. Að- gerðirnar gætu bætt einu prósentu- stigi við verga þjóðarframleiðslu Japans. Hagvöxturinn á þessu fjár- hagsári, sem lýkur 31. mars 1993, yrði þó aðeins rúm 2% og 2,5% á því næsta. Efnahagsáætlanastofn- un Japans hafði hins vegar spáð 3,5% hagvexti á þessu ári. Hagfræðingarnir sögðu ennfrem- ur að þar sem aðgerðirnar hefðu ekki merkjanleg áhrif á næstu mán- uðum væri því sem riæst öruggt að japanski seðlabankinn myndi lækka vexti til að blása lífi í efnahaginn. Aðgerðirnar urðu til þess að hlutabréf hækkuðu verulega í verði í kauphöllinni í Tókýó. Nikkei-hluta- bréfavísitalan hækkaði um 2,37% og munu viðskiptin aldrei hafa ver- ið jafn lífleg það sem af er árinu. Jenið hækkaði einnig gagnvart doll- arnum og menn voru ekki á einu máli um hvort hann myndi lækka frekar. Frakkland Fylgi við Maastricht minnkar París. Reuter. NÝ skoðanakönnun í Frakklandi gefur til kynna að stuðningur við Maast- richt-samkomulagið, er kveður á um nánara sam- starf Evrópubandalagsríkj- anna í helstu málaflokkum, fari enn minnkandi. 53% segjast ætla að greiða at- kvæði gegn samningnum en 47% með.í þjóðaratkvæða- greiðslunni sem verður 20. næsta mánaðar. Tvær aðrar kannanir fyrr í vikunni sýndu einnig að meirihluti þeirra sem tóku afstöðu væri andvígur samn- ingnum. Þá höfðu um 60% þegar myndað sér skoðun á málinu; Stuðningurinn við sam- komulagið hefur minnkað verulega eftirv að Francois Mitterrand forseti, er mælir ákaft með samningnum, ákvað í júní sl. að farið yrði að fordæmi Dana og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu en Danir höfðu þá fellt sam- komulagið naumlega. Talið er að andstæðingunum hafi tek- ist að slá á strengi ótta við að Frakkar muni glata sjálfs- forræði sínu og þjóðarein- kennum auk þess sem efna- hagur þeirra muni versna verði Maastricht-samningur- inn að veruleika. Aðrir segja að óvinsældir stjórnar sósíal- ista hafi mikil áhrif á nið- urstöðuna; margir kjósendur líti svo á að í kosningunum sé spurt um álit á stjóm sós- íalista, og vilji ekkert gera til að styrkja hana í sessi. Veiztu að stækkanir frá okkur era frá 20 %oguppí 58% Odýrari 3 ÓDÝRASTIR Ljósmyndastofurnar: Mynd sími 65-42-07 Barna og Fjölskylduljósm. sími 677-644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4-30-20 íslensk hönnun úr íslehskri ull Hönnunar- samkeppni ÍSTEX hf. efnir til samkeppni um hönnun á handprjónapeysum úr íslenskum náttúru- Iitum (sauðalitum) eingöngu. Megin áhersla er lögð á hönnun úr hespu- og plötulopa, en einnig er heimilt að nota aðrar bandtegundir, s.s. flos, einband eða tvíband. Stefnt er að bví að velja allt að 15 hugrnyndir til útgáfu í handpriónablaði. Fyrir hverja hugmynd, sem valin er, verður greitt kr. 25.000. Fyrir útfærða uppskrift að peysu, verðurgreitt kr. 10.000 aukalega. Þá verða veitt verðlaun fyrir 3 bestu hugmyndirnar: 1. verðlaun kr. 150.000 2. verðíaun kr. 100.000 3. verSlaun kr. 50.000 Þátttakendur eru beðnir um að skiia inn fullprjónuðum peysum til ÍSTEX í Mosfellsbæ fyrir 25. nóvember 1992. Nafn og símanúmer skal fylgja í lokuðu umslagi. merktu með dulnefni. Val og verðlaunaafhending er fyrirhuguð 4. desember 1992. Peysum, sem ekki eru valdar, verður skilað aftur til eigenda. Nánari upplýsingar ásamt litaspjöldum, fást hjá ÍSTEX í Mosfellsbæ kl. 9-16 alla virka daga. ¦IISTEX. ÍSLENSKUR TEXTÍLIÐNAÐUR HF. PÓSTHÓLF 140 • 270 MOSFELLSBÆ • SfMI 91-666300 ¦ MYNDSENDIR 91-667330

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.